Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Afleitir Kjarasamningarnir sem undirritaöir voru á ísafirði í fyrrakvöld hafa ekki vakið mikinn fögnuð, en það segir sitt um samningana hverjir hafa orðið til að Ijúka á þá lofsorði. Það hafa nefnilega gert ráðherrarnir Jón Baldvin Hanni- balsson og Þorsteinn Pálsson og framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, Þórarinn V. Þórarinsson. Samningurinn er metinn sem 12-13 prósent hækkun í tölum ofaná lægstu laun, heldur minna á hærri flokka. í honum eru ákvæði um hækkun námskeiðsálags og starfsaldurshækk- anir sem er hvorttveggja jákvætt, en segir lítið í útborguðum krónum, - og nánast brjóstum- kennanleg er sú endurbót á orlofi sem skrifað var undir fyrir vestan: einn orlofsdagur í viðbót fyrir þá sem hafa unnið í áratug hjá sama fyrir- tækinu. Þeir fyrir vestan treysta svo á ríkisstjórnina með skattaívilnanir, og er hugsanlegt að þannig bættust við uppundir þúsund krónur á mánuði hjá þeim sem nú eru yfir skattleysismörkunum, - þó því aðeins að önnur samtök fylgi í kjölfarið. Hugsanleg matartímagreiðsla og breyting á eftirvinnu í næturvinnu voru settar í nefnd, hugs- anlegt hlutaskiptakerfi líka. Þetta er ekki kauphækkun. Talið er að frá október til áramóta sé kjararýrnun taxtanna um tíu prósent, og það sem verkamenn á Vestfjörð- um fá útúr samningunum vegur þessa rýrnun ekki upp. Við þessi tíu prósent bætast síðan áhrif matarskattsins þannig að niðurstaðan á ísafirði er kjaraskerðing þegar tekið er tillit til aukinna byrða síðustu mánaða. Að auki hefur verið samið um svokölluð græn strik, sem virðast tákna að verkalýðsfélögin hafi kratasamningar leyfi til að byrja á samningum um launatölur uppá nýtt ef verðbólguspár standast ekki. Þá er miðað við 14 prósent verðbólgu á þessu ári, verðbólgu sem er hærri en umsamin kauphækkun en ævintýralega miklu lægri en verðbólga undanfarinna mánaða. Eftir samningana fyrir vestan er mánaðarlegt taxtakaup í lægsta flokki 31.475 krónur. Undan- farið hafa laun fiskvinnslufólks hinsvegar verið uppundir 60 þúsund krónur, - og Ijóst er að með samningunum fyrir vestan er enganveginn breytt hlutfalli milli taxta annarsvegar og yfir- vinnu og bónusgreiðslna hinsvegar. Viðbrögð oddvita launafólks í öðrum lands- hlutum hafa hingaðtil verið neikvæð. Þessir samningar eru „ekki fyrirmynd" segir Björn Grétar Sveinsson á Höfn. Jón Kjartansson í Eyjum segir fiskvinnslufólk þar þurfa 20 til 25 prósent hækkun, langt yfir tölunum að vestan. Þröstur Ólafsson hjá Dagsbrún telur af og frá að ísafjarðarsamningurinn gangi yfir línuna og Guðmundur J. Guðmundsson segir að við fyrstu sýn lítist honum illa á, það „þýði ekki að bjóða fólki þetta almennt". Birna Þórðardóttir segir hér í Þjóðviljanum í dag að í raun muni óverðtryggðir láglaunasamningar einsog ísa- fjarðarsamningurinn þýða að launabilið aukist. „Þau félög sem möguleika og aðstöðu hafa munu semja fyrir sig einsog síðustu ár en taxta- fólkið situr eftir og verkalýðshreyfingin heldur áfram að molna sundur. Vestfirðir eru í mörgu tilliti sérstæðir, og Vestfirðingar hafa áður farið eigin leiðir í kjara- málum. Það verður þó ekki séð hvaða sérað- stæður knýja forvígismenn verkalýðsfélaganna fyrir vestan til að semja um kjaraskerðingar, og undarlegt að þurfa að sitja sólarhringum saman yfir slíku verki. Enda bendir margt til þess að helstu forkólfar vestra hafi látið undan annarlegum þrýstingi samflokksmanna sinna í ráðherrasætum syðra, þeim sömu og hafa undanfarið sett á ræður um „nöldur“, „sífranda", „heimtufrekju" og „dekur“ þegar minnst er á verðhækkanir og kjararýrnun. Thor Vilhjálmsson Þær gleðifréttir bárust frá Þórshöfn í Fær- eyjum í gær að bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs yrðu í ár veitt einum helsta rithöfundi okkar, Thor Vilhjálmssyni. Það verður í þriðja sinn sem íslendingur hlýtur þessa viðurkenningu, og í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt fyrir íslenska skáldsögu. Thor Vilhjálmsson er einstaklega vel að þessum heiðri kominn. Hann hefur fylgt þeirri hefð fremstu menntamanna okkar að standa föstum fótum í íslenskri þjóðmenningu og sjá um leið vítt og of vítt um veröld hverja. Hann hefur sett listræn markmið ofar stundarvinsæld- um, og um leið verið djarfur sóknarmaður aukinnar menningar og fulls þjóðfrelsis. Þjóðviljinn óskar Thor Vilhjálmssyni innilega til hamingju og þakkar honum forna vináttu og nýja. Grámosinn glóir, og Islendingar allir sam- fagna skáldi sínu. -m KUPPT OG SKORIÐ Böggull fylgi skammrifi Furðuleg skrif í Tímanum í gær. Öll íslenska þjóðin gleðst innilega yfir velgengni Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara í ein- vígi hans við Viktor Kortsnoj sem nú fer fram í St. John vestur í Kanada. Jóhann vann fyrstu skákina og áður en fréttir komu af umsömdu jafntefli stórmeist- aranna í gærkvöldi biðu allir skákáhugamenn eftir fréttum af annarri skákinni. Endaði hún í jafntefli, eða gæti það skemmti- lega gerst að Jóhann ynni aftur? Þá yrði nú aldeilis gaman að lifa fyrir okkur íslendinga. En Tíminn kom auga á það sem enginn annar sá. Það var högg- ormur í þessari Paradís. Tíminn telur sem sagt stórfellda hættu á að Skáksamband íslands geti far- ið á hausinn ef Jóhann vinnur ein- vígið við Kortsnoj. ,Jóhann Hjartarson, óskabarn íslenskrar skáklistar, gœti komið Skáksambandi íslands í verulega fjárhagserfiðleika, ef hann sigrar Viktor Kortsnoj í einvígi þeirra í heimsmeistarakeppninni í skák sem nú fer fram í St. John í Kan- ada. Einvígið sem nú er háð mun kosta Skáksamband íslands að minnsta kosti 800 þúsund krónur, jafnvel vel á aðra milljón, þegar upp verður staðið og á Skáksamb- andið að öllu óbreyttu enga möguleika að fjármagna annað einvígi strax í kjölfarið. “ Það er eins gott að Jóhann láti ekki áhyggjur af fjármálum Skáksambandsins trufla sig við taflmennskuna fyrir vestan. I rauninni er hér ekki um neitt vandamál að ræða. Fari svo að Jóhann haldi áfram eftir einvígið í St. John og verði enn í þeim hópi, sem berst um réttinn til að skora á heimsmeist- arann, þá verða þeir án efa fjöl- margir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna til að standa straum af því stríði. Jóhann Hjartarson má ekki láta þessi illa tímasettu Tímaskrif um fjármál Skáksambandsins hafa hin minnstu áhrif á sig. Von- andi að Tímafréttir berist ekki til Kanada. Matarskattur veldur óróa Ljóst er að fáar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa vakið jafn al- menna reiði og álagning matar- skattsins alræmda. Mönnum blöskrar að ráðherrar skuli hafa iátið sér detta í hug að rétta af halla ríkissjóðs m.a. með því að leggja söluskatt á matvæli, því að sú skattheimta mun leggjast með hlutfallslega mestum þunga á lág- launafólk. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins síðastliðinn sunnudag er fjallað um matarskattinn og það fer ekki milli mála að þar á bæ gera menn sér fyllilega grein fyrir því að ekki dugar að styðja þessa skattheimtu skilyrðislaust. Samt kemur fram einsog örlítil undrun á því að almenningur skuli láta hækkað verð á lífsnauðsynjum skyggja á gleðina yfir því að með straumlínulöguðu skattkerfi eigi að fækka undanskotum á skatti. Kannski kennir reynslan mönnum að því hærri sem sölu- skatturinn er þeim mun stærri er sjóðurinn sem þjófarnir geta látið greipar sópa um. „Þegar hins vegar eru gerðar ráðstafanir, sem öðrum þrœði miða að því að tryggja betur skil á söluskatti, bregðast menn hinir verstu við. Það sýnir náttúrlega fyrst og fremst, að á íslandi er fiskur ákaflega viðkvœmur fyrir verðhækkunum vegna þess, að hvað sem öðru líður erfiskur dag- leg fæða meginþorra þjóðarinn- ar. I annan stað eru búvörur afar viðkvæmar fyrir verðhækkunum vegna þess, að þær eru einnig dag- legfæðafólks og lambakjöter enn sem fyrr helzti helgarmatur fólks. Þetta hefur kannski gleymzt síð- ustu árin, þar sem menn hafa tal- ið, að neyzluvenjur fólks hafi tekið miklum breytingum. Senni- lega eru þær að þessu leyti minni en œtlað hefur verið. “ Ráðherraraunir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðuflokksins hefur lagt mikla áherslu á að gera matarskattinn að „sínu máli“. Ekki er ljóst hvort hann hefur gengið til þessa leiks með hugarfari þess manns sem tekur öllu því með jafnaðar- geði sem að höndum ber, eða hvort hann hefur í raun og veru talið að það yrði honum og flokki hans til pólitísks framdráttar að klessa sig upp við hinn óvinsæla matarskatt. Að sjálfsögðu hafa viðbrögð almennings verið reiði og sú reiði hefur einkum beinst gegn Jóni Baidvini fjármálaráðherra. Auð- vitað bera aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna sinn skerf af ábyrgðinni á matar- skattinum. Það er engin ástæða til að láta Jón Baldvin einan bera alla sök, hann hefur meir en nóg á sinni könnu. Þetta sér höfundur Reykjavíkurbréfsins og reynir að bera nokkurt blak af aðfram- komnum fjármálaráðherranum: „Deilurnar um „matarskatt- inn“ hafa brunnið mest á Jóni Baldvin Hannibalssyni, fjármála- ráðherra, eðli málsins sam- kvæmt. Skatta- og tollamál heyra undir hans ráðuneyti og þess vegna eðlilegt, að hann verði helzti málsvari ríkisstjórnarinnar í málinu. Það er að vísu ekki öf undsvert hlutskipti fyrir formann Alþýðuflokksins, en hann hlaut þó að vita að hverju hann gekk, þegar hann ákvað að taka að sér embætti fjármálaráðherra. Það embœtti hefur hingað til ekki ver- ið talið heppilegt ráðherraembætti fyrir flokksformann en bœði Þor- steinn Pálsson og síðar Jón Bald- vin hafa bersýnilega metið það svo, að nauðsynlegt væri fyrir flokksformann að hafa þau völd, sem fylgja þessu ráðherraemb- ætti. “ qp þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rlt8tjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir) MagnúsH. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreið8lu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreíðsla: G. Margrétóskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjörnsson. Útkeyrslo, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. 'Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Midvikudagur 27. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.