Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 9
Ásdís Skúladóttir leikstjóri: Ofbeldi gegn konum innan veggja heimilisins er ekki spurning um stéttir, stöðu eða efnahag Ás-leikhúsið mínus einn: Jakob Þór Einarsson, Ásdís Skúladóttir, Gunnar Gunnarsson og RagnheiðurTryggvadóttir. Á myndina vantar Jón Þórisson leikmyndateiknara. Mynd-Sig. erað í Noregi bæði fyrir leiksvið og sjónvarp, og hefur auk þess verið sett upp í Danmörku og Þýskalandi. s Astir, átök og hjónabönd Geturðu sagt mér eitthvað um efni leikritsins? - Það fjallar um hjónabandið, um ástina, um það hvernig fólk laðast hvort að öðru og þau átök sem eru í flestum hjónaböndum á einhverju tímabili. - Hvernig fólk tekst á við þessar átakastöð- ur fer eftir skapgerð þess, reynslu og síðast en ekki síst því uppeldi sem það hefur hlotið. í þessu verki getum við öll þekkt okkur, í það minnsta allir þeir sem eru í hjónabandi, þó að átökin á milli þessara hjóna séu sem betur fer meiri en gengur og gerist í venju- legum hjónaböndum. En þó að öfgarnar séu svona miklar þá held ég að það sé enginn vafi á því að fólk geti þekkt sig í þessum hjónum, þó að það jtekki kannski ekki þennan ofsa. Atökin sem við sjáum hér á milli þeirra leiða oft á Ás-leikhúsið Lítil dæmisaga irto \ti\r rttolrirQloftini l 1“— ' 1 —^ • tíÖUUl tíl þCSS að AtKÍl't Nú standa yfir á Galdraloftinu æfingar á leikritinu Farðu ekki, eftir norska rithöfundinn Margaret Johansen. Frum- sýning verður um miðja næstu viku, en að sýningunni stendurÁs-leikhúsið, stofnað afÁsdísi Skúladótturleik- stjóra. Leikritið sem heitir á frummálinu Du kan da ikke bare gaa, fjallar um ástar- hat- urs samband hjóna, sem hvorki geta skilið né verið saman,segirfráinnbyrðis togstreitu þeirra, átökum og- ánægjustundum. Hjónin leika þau RagnheiðurTryggvadótt- ir og Jakob Þór Einarsson, leikmynd gerir Jón Þórisson, og þýðandi verksins er Gunn- arGunnarsson. Leikstjórier Ásdís Skúladóttir en hún stofnaði Ás-leikhópinn ítilefni sýningarinnar. Ásdís gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir æfingu á Galdraloftinu um daginn. Hver er þessi Margaret Johan- sen, Ásdís? - Margaret Johansen er norsk skáldkona, fædd 1923, og eins og algengt er með konur þá byrjaði hún mjög seint að gefa út bækur. Það heyrist fyrst frá henni 1971, þegar hún er 48 ára, en þá gaf hún út sitt fyrsta smásagnasafn sem heitir Um konur. Síðan það var hefur hún slegið í gegn, og nú' hefur hún gefið út fjögur smá- sagnasöfn og fjórar skáldsögur. Nýjasta bók hennar heitir Mánu- dagsbörn og vakti þjóðarathygli í Noregi, þegar hún kom út 1984. Það er sagt um Margaret Johan- sen að hún sé mjög raunsær höf- undur, sem taki mið af þjóðfé- laginu í sínum skrifum. Hvernig er þetta leikrit til kom- ið? - Það er samið upp úr tveimur skáldsögum hennar, bók sem heitir Det var engang en sommer og fjallar um karlmanninn í hjóna bandinu, sem sagt séð með augum hans, og bók sem hún skrifaði á eftir henni: Du kan da ikke bare gaa, þar sem hún færir athyglina yfir á konuna. Nú, þetta leikrit hefur verið dramatís- Ást og átök I hjónabandinu. Jakob Þór Einarsson og Ragnheiður Tryggvadóttir í hlutverkum sínum. Mynd-Sig. þess að Andrés, eigin- maðurinn, beitir Maríu konu sína líkamlegu ofbeldi og þá vaknar með manni spurningin: Hvers vegna? Hvers vegna beitir And- rés Maríu líkamlegu ofbeldi, hann sem elskar hana? Verkið vekur hjá manni margar spurn- ingar en það svarar þeim ekki öllum, þetta er lítil dæmisaga sem hefur víðtæka skírskotun út í samfélag nútímans. Fram á síð- asta áratug hefur verið litið á vandamál fjölskyldunnar og allt sem skeður þar fyrir luktum dyr- um sem hennar einkamál. En á síðasta áratug höfum við upp- götvað að það kemur okkur við, það sjáum við til dæmis í umræðu um sifjaspell, ofbeldi gagnvart konum, ofbeldi á börnum og alk- óhólisma. Hitt er annað mál að þó að hér sé alvarlegt verk á ferð- inni eiga Andrés og María sér auðvitað sínar gleðistundir, alveg eins og er í lífinu sjálfu, svo hér er ekki á ferð algjört svartnætti, þetta er spennandi og skemmti- íegur söguþráður sem má segja að endi á nokkuð óvæntan hátt. Þetta er gífurlega spennandi við- fangsefni ekki síst fyrir leikarana. Það má komast svo að orði að leikritið spanni allar mannlegar tilfinningar, þau eru tvö ein á sviðinu allan tímann í þennan eina og hálfa tíma sem tekur að flytja leikritið, og þau hvíla sig ekkert á milli því það verður ekki hlé. A undan tímanum Hvernig stóð á því að þú valdir þetta leikrit? - Ég sá það á leiklistarhátíð í Osló 1984 og hreifst strax af því. Ég ákvað það þá þegar að setja það upp hér, og hafði strax sam- band við Margaret Johansen í sambandi við það. En þá skeði það að ég eignaðist lítinn dreng sem hélt mér vakandi um nætur í ein tvö ár og öll aukaorka fór í að sjá um hann. En strax og hann fór að sofa á nóttunni hófst ég handa, og sótti um styrk til menntamála- ráðs og var í hópi hinna heppnu og fékk hann. En styrkurinn var ekki það mikill að hann borgaði allan kostnað af sýningunni, svo ég fékk til liðs við mig fólk sem tekur þátt í fjárhagslegri áhættu við sýninguna, við stöndum sam- an að þessu og vinnum þetta kauplaust, nema ef aðsóknin verður mjög góð. En það eru þau 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 27. janúar 1988 Ragnheiður Tryggvadóttir leik- kona, Jakob Þór Einarsson leikari, Jón Þórisson leikmynda- teiknariog Gunnar Gunnarsson blaðamaður og rithöfundur. Við erum sem sagt Ás-leikhópurinn, og svo höfum við fengið fjölda fólks til liðs við okkur, til dæmis verður Sólveig Pálsdóttir leik- kona sýningarstjóri, Ólöf Sverr- isdóttir leikkona hefur verið hvíslari á æfingum hjá okkur. En hvers vegna varðstu svona hrifin af leikritinu? - Mér fannst verkið fjalla um svo brennandi spurningar, svo brennandi vanda. Það má segja að ég hafi eiginlega verið á undan tímanum þar, því þeir íslending- ar sem voru með mér þarna á leiklistarhátíðinni voru til dæmis ekki eins hrifnir. Og það er kann- ski vegna starfa minna við Félags- málastofnun Kópavogs að ég vissi þá þegar hvað það var mikil þörf á að taka þetta efni fyrir. Fyrir utan. það hvað mér finnst Margaret taka þetta efni snilldar- legum tökum og byggja upp skemmtiiega og leikræna fléttu. Þessi vandamál komu fyrst upp á yfirborðið. hér einum tveimur árum seinna, um það leyti sem kvennaathvarfið var stofnað. En í rauninni hefur þessi vandi alltaf verið til, þó að við höfum lokað augunum fyrir honum og ekki viljað vita að hann væri til. Það má bæta því við að ofbeldi gegn konum innan veggja heimilisins er ekki spurning um stéttir, stöðu eða efnahag. Mikilvœgi viðhorfa og reynslu Hafið þið kynnt ykkur eitthvað ástceður fyrir ofbeldi á heimilum? - Sigrún Júlíusdóttir félags- fræðingur hefur gert sérstaka könnun á ofbeldi í íslenskum fjöl- skyldum og við höfum rætt við hana og kynnt okkur hennar nið- urstöður. Eins höfum við farið í heimsókn á lögreglustöðina og kannski það sem er mikilvægast, við höfum talað við konu sem hefur búið við ofbeldi og við karl- mann sem hefur barið konuna sína. Hann hefur komið á æfingar hjá okkur og við höfum rætt mikið við hann um þennan víta- hring sem hann og konan hans voru komin í, hvers vegna hann barði þessa konu sem hann þrátt fyrir allt elskaði. Við höfum grætt alveg óskaplega mikið á þessu fólki og þau hafa staðfest það að þetta leikrit lýsir raunveruleikan- um eins og hann getur verið. Fólk heldur oft að ofbeldi á heimilum sé fylgifiskur alkóhólisma, en svo einfalt er það mál ekki, þó að í þessu leikriti sé það gefið í skyn. En grundvallarorsökin til ofbeld- is er dýpri en svo. Hér á íslandi er talið að neysla áfengis komi við sögu í tæplega 50% tilvika og það er sama prósenta og er ríkjandi í allri Norður-Evrópu samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef. Það eru sem sagt aðrar ástæður fyrir ofbeldi á heimilum. Margir sem halda því til dæmis fram að svo lengi sem konur séu metnar sem annars flokks þegnar í þjóðfélaginu muni ofbeldi gagnvart þeim vera til. Því það er með ofbeldið eins og öll önnur mannleg viðbrögð, þau eru háð viðhorfum okkar, reynslu, og eins og ég sagði áðan, uppeldi. Og það er oft svo með karlmenn sem beita konur sínar ofbeldi, að þeir hafa sjálfir verið barðir, eins og til dæmis þessi maður sem ég minntist á áðan. Eða að þeir hafa búið við það í bernsku að mæður þeirra væru beittar ofbeldi af feðrum þeirra. Þannig að um leið og þeir elska móður sína þá fyrir- líta þeir hana fyrir að láta fara svona með sig, og hvernig á líka lítill drengur að geta neitað því ef faðir hans segir honum það ber- lega með gjörðum sínum að móð- ir hans eigi það skilið að vera bar- in? Og í ofanálag má karlmaður í okkar þjóðfélagi ekki gráta, hann á helst að standa sig vel, kannski tekst honum ekki að uppfylla kröfur um karlmennskuímyndina og þá vaknar heiftin og reiðin, og heiftin snýst gegn þeim sem síst skyldi, konunni hans, hún fær höggið sem samfélagið, eða yfir- mennirnir, áttu að fá. Síðasta höggið? En þessar konur sem eru barð- ar... Hvernig stenduráþvíaðþœr sœtta sig við það? - Það má oft segja það sama um þessar konur sem sætta sig við að láta berja sig og um karlmenn- ina, ofbeldi hefur verið til staðar á þeirra heimilum. Þær sjálfar eða mæður þeirra hafa verið barðar, og þær hafa orðið að manneskjum sem hafa ekki næga sjálfsvirðingu. Það má reyndar segja almennt um konur að það hefur ekki verið númer eitt í okk- ar uppeldi, að minnsta kosti ekki fram til þessa dags, að rækta með okkur virðingu fyrir sjálfum okk- ur, fyrir okkar eigin lífi og þörf- um. Og hvað varðar spurninguna sem menn spyrja svo oft, hvers vegna konur fari ekki frá þeim mönnum sem beita þær ofbeldi, þá finnst þeim það oft hægara sagt en gert, til dæmis vegna barnanna, óttans við að standa einar, fyrir utan vonina sem alltaf er til staðar, að einmitt þetta högg hafi verið síðasta höggið. Og auðvitað eru svona sambönd ástar- haturs sambönd, þarna eru auðvitað tilfinningabönd sem konan þarf að slíta til að geta far- ið. Og staðreyndin er sú, að jafnvel þó að konan fari, þá er það oft svo að hún er ekki laus við mannirtn, því hann beitir oft öllum ráðum og lofar öllu fögru til að fá hana aftur, hún trúir hon- um og kemur aftur og þannig myndast vítahringurinn. Ef þetta tiltekna samband á að geta gengið, þarf að rjúfa þennan víta- hring, og það er hægt að gera með hjálp annarra. Eitt getur fólk það varla ef þetta er orðið mjög ríkj- andi mynstur, því til þess að það sé hægt þarf að vinna með vand- ann og leita orsakanna, og þá er kannski hægt að fara að lifa „eðli- legu“ lífi. Svo má bæta því við að hér höfum við bara verið að tala um líkamlegt ofbeldi, en andlegt ofbeldi er alltaf fylgifiskur þess og er jafnvel ennþá hræðilegra en höggin sjálf, og meiri skaðvaldur en líkamlegt ofbeldi. Því þar er vegið að sálinni í manneskjunni, henni sjálfri, ekki bara líkama hennar. Nú, út af fyrir sig þá er það jú mjög slæmt að hjónaband skuli geta verið svona, en saman- ber það sem ég sagði áðan, þá er kannski það versta að börnin sem alast upp við þessar aðstæður flytja með sér sína reynslu yfir í sitt hjónaband í framtíðinni. Því þó það sé hægt að rekja hegðun og viðbrögð fólks til viðhorfa, reynslu þess og uppeldisþátta, stendur eftir að hver einstakling- ur er ábyrgur gerða sinna, þess sem hann segir og gerir, og lætur yfir sig ganga. Og síðast en ekki síst er hver ábyrgur fyrir því sem hann býður börnum sínum upp á og hvers konar bernskuminning- ar hann gefur þeim. Sem ég segi þetta minnist ég hluta af ljóðinu „Ástarsaga aldarinnar" eftir Márta Tikkanen: Ásdís Skúladóttir: „Þetta er gífurlega spennandi viðfangsefni." Mynd-Sig. Ljóð „Meðan þú grætur þig í svefn afþvíþú átt svo bágt að eiga pabba sem var alk- óhólisti þá sit ég og velti því fyrir mér hvenœr hatur mitt muni brenna þig til hvítrar ösku Meðan þú liggur og snöktir eins og það hvarfli ekki að þér að þín börn eiga líka pabba.“ Vidtal Lilja Gunnarsdóttir Mi&vikudagur 27. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.