Þjóðviljinn - 03.02.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.02.1988, Qupperneq 1
Miðvikudagur 2. febrúar 1988 26. tólublað 53. árgangur VMSt-VSÍ Suðurnes Kröfugerðin slípuð VMSÍslíparfyrri kröfur. Formlegar kröfur lagðarfram í gœr. Krafist9% taxtahækkana. Samningar gilditil aprílloka. Hagfrœdingaeinvíginu lokið - eiginlegar viðrœður hafnar Eftir óformleg tilboð og kjara- kröfur í samningaviðræðum Verkamannasambandsins og at- vinnurekenda í Garðastræti, lagði VMSÍ loksins fram form- lega kröfugerð í gær eftir að framkvæmdastjórn sambandsins hafði fundað í gærmorgun og slípað áður samþykkta kröfu- gerð. Hin nýja kröfugerð VMSÍ er efnislega samhljóða því sem Þjóðviljinn hefur áður greint frá. Farið er fram á 9% hækkun kauptaxta, starfsaldurshækkanir og ákveðna fasta krónutölu þeim til handa sem njóta ekki annarra launagreiðslna en fastra launa. Krafa er gerð um að samningar gildi ekki lengur en til 30. aprfl. Jafnframt gerir VMSÍ að kröfu að námskeiðsálög fiskverkafólks hækki um helming frá því sem nú er. VMSÍ-menn kjósa að líta svo á að aðrar kröfur en 9% hækkun taxtakaups, samsvari því sem ýmsir aðrir ASÍ hópar fengu í fyrra með fastlaunasamningum. Eins og Þjóðviljinn greindi frá í gær leggja atvinnurekendur áherslu á að samið verði til ársins og gert VMSÍ óformlegt tilboð um að kauphækkanir verði í sam- ræmi við launalið Vestfjarða- samningsins. - Það er orðin regla í samning- um að deiluaðilar láti hagfræð- ingana etja kappi saman og þrefa um þjóðhagsstærðir og útlit og horfur í efnahagsmálum, áður en menn hefja eiginlegar samninga- viðræður, sagði einn samninga- nefndarmanna VMSí í gær eftir fund framkvæmdastjórnar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er verulegrar óánægju far- ið að gæta innan verkalýðshreyf- ingarinnar um seinagang við- ræðna í Garðastræti og telja sumir að VMSÍ verði að fara að hyggja að kröfugerð sem hæfi samningum til lengri tíma. Er blaðið fór í prentun í gær- kvöldi var samningafundi ekki lokið. -rk Fóru vestur Samninganefndarmenn verka- lýðsfélaganna á Suðurnesjum undir forystu Guðrúnar Ólafs- dóttur, formanns Verkakvenna- félags Keflavíkur, eru staddir á Vestfjörðum til að kynna sér samning Alþýðusambands Vest- fjarða um hópbónus og hluta- skipti. Sendinefndin hélt vestur á firði s.l. sunnudag og er væntaleg til síns heima aftur í kvöld. Guðrún Ólafsdóttir, sem á sæti í framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins og samn- inganefnd VMSÍ, hefur því ekki getað tekið þátt í samningafund- um í Garðastræti síðan um helgi. Nýr samningafundur með verkalýðsfélögunum á Suður- nesjum og atvinnurekendum hef- ur ekki verið boðaður. -rk Ýsuverð 50%1ækkun Bjarni Thors hjá Faxa- markaði: Mikiðframboð afýsufrá Kanada á Bandaríkjamarkaði „Ýsuverðið datt alveg niður á fiskmörkuðunum um og eftir ára- mótin, vegna mikils framboðs af ýsu frá Kanada á Bandaríkja- markaði. Kflóið af ýsunni gat far- ið upp í 100 krónur, vegna þess að vissir aðilar keyptu hana til sölu fyrir vestan og sendu með flugi. I dag halda þessir aðilar að sér höndum“, sagði Bjarni Thors, framkvæmdastjóri Faxamarkað- ar við Þjóðviljann. í dag er verðið fyrir ýsuna allt að helmingi lægra, eða frá 38 og uppí rúmlega 60 krónur. Að sögn Bjarna var það al- gengt að ýsuverðið var sprengt upp til að ná henni á markað í Bandaríkjunum og það varð til þess að fisksalar urðu að yfir- bjóða oft á tíðum til að fá hráefni fyrir sína kúnna. -grh Grænfóðurverksmiðjur Mikil fækkun Arið 1983 voru sex grænfóður- verksmiðjur starfandi á landinu. Siðastliðið sumar voru þær að- eins þrjár: Fóðuriðjan í Ólafsdal, Brautarholtsbúið á Kjalarnesi og Vallhólmar í Skagafírði. Fóður og fræ í Gunnarsholti, Stórólfs- vallabúið og Graskögglaverk- smiðjan í Flatey í Austur-Skafta- fellssýslu voru ekki í rekstri. Framleiðslan skiptist þannig á verksmiðjurnar: Vallhólmur 1400 lestir, Fóðuriðjan í Ólafsdal 1250 lestir og Brautarholtsbúið 1230 lestir, eða 3.880 lestir alls. Hér er um feikimikinn sam- drátt að ræða frá því að grænfóð- urframleiðslan var mest. Það var árið 1984 en þá var hún 13.120 lestir. Síðan hefur hún farið hraðminnkandi og er nú ekki orðin nema svipur hjá sjón, enda hafa flestir bændur undanfarið búið að miklum og góðum heyjum. - mhg Býsna marga hildi háð.................................. Næsta mánudag kl. 20.00 setja fé- brún á bann við nætur-og helgidaga- tíma verða þeir í vaktavinnuverkfalli. sem samþykkt hafa verkfallsheimild. lagar í Verkamannafélaginu Dags- vinnu við Reykjavíkurhöfn. Frá sama Sífellt fjölgar þeim verkalýðsfélögum Kaupleigan Nýtt bitbein stjómarflokka Geir Haarde: Stórar og smáar breytingar verður að gera. Þingflokkur Framsóknar saltar málið að er greinilegt að það verður aðamót. Samkvæmt heimiidum salta málið um sinn. Um kaupleigufyrirkomulagið,“ að gera breytingar á frum- Þjóðviljans mun þingflokkur „Áhittberhinsvegaraðlíta,að sagði Geir Haarde. varpinu áður en þingflokkur Framsóknar hafa ákveðið að í stjórnarsáttmálanum er ákvæði -Sáf Sjálfstæðisflokksins getur sam- þykkt það, sagði Geir Haarde um frumvarp Jóhönnu Sigurðardótt- ur um kaupleiguíbúðir. Geir sagði að þar væri bæði um stórar breytingar og smáar en hann vildi ekki fara nánar út í einstaka þæ tti frumvarpsins. Jóhanna Sigurðardóttir mun hafa sent þingflokkurn nkis- stjórnarinnar frumvarpið til at- hugunar og farið fram á að þeir xafgreiddu það frá sér fyrir mán- Alþjóðlegur varaflugvöllur Staðarvals brátt að vænta N unnið hefur að athugun á heppilegu staðarvali fyrir alþjóð- legan varaflugvöll, er að vænta innan fárra vikna. Samkvæmt upplýsingum Flugmálastjórnar sem er einn aðila að úttektinni, er gengið út frá 3000 metra flug- braut, sem nýtist öllu alþjóðlegu millilandaflugi, jafnt í friðsam- legri sem hernaðarlegri þágu. Ekki reyndist unnt að fá upp- lýsingar um hvaða staðir öðrum fremur koma til greina fyrir vara- flugvöll. Vitað er að Egilsstaðir, Aðaldalur, Sauðárkrókur og Ak- ureyri hafa verið inní myndinni. Starfshópinn skipa fulltrúi frá Náttúruverndarráði, Almennu verkfræðistofunni, flugstjóri frá Flugleiðum og veðurfræðingur auk fulltrúa Flugmálastjórnar. -rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.