Þjóðviljinn - 03.02.1988, Page 3

Þjóðviljinn - 03.02.1988, Page 3
FRETTIR Hraðfrystihús Patreksfiarðar Sigur í fyrstu omistu Byggðastofnun lánar35 milljónir króna. Skilyrtað Lands- bankinn og SÍS komi til móts viðfyrirtœkið. Sigurður Viggósson, stjórnarformaður: Afar ánœgðir með þessi málalok Alþingi Þórður tekur sæti Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga hefur tekið sæti á Alþingi, sem varamaður Ragn- ars Arnalds, en Ragnar er í veikindaleyfi. Þórður hefur áður setið sem varamaður á Alþingi. - Sáf Við erum að sjálfsögðu afar ánægðir með þessi málalok og það má segja að fyrsta orrustan hafi unnist með þessari af- greiðslu. í framhaldi af þessu munum við óska eftir viðræðum við Landsbankann um okkar mál og einnig geri ég ráð fyrir að SÍS auki eignarhlut sinn í fyrirtæk- inu. Hver hann verður get ég ekki sagt til um nákvæmlega, en það er næsta víst að hann verður þó nokkur, sagði Sigurður Viggós- son, stjórnarformaður Hrað- frystihúss Patreksfjarðar við Þjóðviljann. Á stjórnarfundi Byggðastofn- unar í gær var samþykkt að lána hraðfrystihúsi Patreksfjarðar 35 milljóna króna til að koma rekstri fyrirtækisins á réttan kjöl, en það hefur verið iokað vegna raf- magnsskulda við Orkubú Vestf- jarða síðan 15. desember sl. Að sögn Bjarna Einarssonar, aðstoðarforstjóra Byggðastofn- unar er lánið til 10 ára og afborg- unarlaust fyrstu 2 árin. Skilyrði fyrir láninu er ma. að bæði Landsbankinn greiði götu fyrir- tækisins og einnig að SIS auki við eignarhlut sinn í fyrirtækinu. „Við munum fylgjast með framvindu mála hjá fyrirtækinu hér eftir og við gerum ráð fyrir því að þurfa ekki næstu árin að hafa frekari afskipti af fyrirtæk- inu, eftir þessi málalok", sagði Bjarni Einarsson við Þjóðvilj- ann. Undir þetta tók Sigurður Viggósson og sagði að eftirleiðis yrði Hraðfrystihúsið rekið af full- um krafti með þau sjónarmið í huga að það skili arði og þyrfti ekki að leita á náðir Byggðastofn- unar næstu árin. En skuldir fyrir- tækisins eru rúmlega sú fjárhæð sem Byggðastofnun lánaði í gær. Þegar Hraðfrystihúsið lokaði í desember sl. unnu hjá því um 60 manns, en eitthvað af fólkinu hefur á þessum tíma leitað í aðra vinnu, en Sigurður bjóst fastlega við því að það skilaði sér til baka þegar vinnsla hæfist. -grh Laufey Gunnarsdóttir meinatæknir, krukkar í gallblöðru á Rannsóknarstofu Háskólans. Sig. Meinatœknar Hyggjast stofna stéttarfélag Mikillmeirihlutifylgjandiþví. Alíta aðþeir munu standa betur í samningum sameinaðir Íatkvæðagreiðslu Meinatækna- félags íslands var mikill meiri- hluti fylgjandi stofnun sérstaks stéttarfélags. Nýja félagið mun semja um kaup og kjör, en í dag sjá mörg félög um þau mál fyrir hönd meinatækna. Marta Hjálmarsdóttir, vara- formaður Meinatæknafélags ís- lands, sagði að dreifing meina- tækna á mörg féiög tryggði ekki nægilega markvissan málflutning fyrir þennan starfshóp í samning- um. Meinatæknar eru nú í tveimur fjölmennum félögum, Starfsmannafélagi ríkisstofnana og Starfsmannafélagi Reykjavík- ur, auk starfsmannafélaga ýmissa sveitarfélaga. Hugmyndin um stofnun stéttarfélags væri ekki ný, en nú ætti að láta verða af henni. Rúmlega 300 félagar eru í fagfélagi meinatækna. Af þeim 191 sem greiddu atkvæði voru 175 meðmæltir stofnun stéttarfé- lags. -*nj Húsnœðisloforð Biðtíminn lengist stöðugt Húsnœðisstofnun getur sinnt300 umsóknum mánaðarlega en frá því í mars til nóvember á síðasta ári bárust að meðaltali 612 umsóknir ámánuði. Biðtímiforgangshópsins nú um tvö ár en mun fara stigvaxandi frá og með í vor eir sem sóttu um lán hjá Hús- næðisstofnun í nóvember í fyrra og tilheyra forgangshópn- um, geta átt von á lánsloforði í október í ár. Samkvæmt nýju lög- unum skal lánsloforðið sent út ári áður en fyrri hluti lánsins kemur til útborgunar, þannig að biðtím- inn fyrir þá sem sóttu um lán í lok síðasta árs og tilheyra forgangs- hópnum er orðinn tvö ár. Biðtími þeirra sem tilheyra bakhópnum er helmingi lengri þannig að þeir geta reiknað með að fá fyrri hluta lánsins í lok árs- ins 1992. Lánsloforð til þeirra berast því ekki fyrr en í lok ársins 1991. Frá 12. mars til loka nóvember í fyrra bárust Húsnæðisstofnun 5.508 umsóknir um húsnæðislán. Langflestar voru umsóknirnar í mars, eða 836 talsins en fæstar í júní, 468 talsins. Að meðaltali bárust stofnuninni 612 umsóknir á mánuði um F- og G-lán. Með nýju iögunum er reiknað með að helmingur umsækjenda tilheyri forgangshópnum og helmingur bakhópnum, en fyrir nýju lögin voru um 40% umsækjenda í forg- angshópi en 60% í bakhópnum. Lögin lengja því biðtíma þeirra sem tilheyra forgangshópnum og það sem verra er, biðtíminn mun stöðugt lengjast. Reiknað er með að Húsnæðis- stofnun geti lánað um 3000 manns á ári, sem er innan við 300 manns á mánuði og er miðað við það þegar lánsloforð eru send frá stofnuninni. Alls bárust stofnun- inni 836 umsóknir fra 12. mars til loka mánaðarins og tilheyri helmingur þeirra forgangshópn- um eru það 414 manns. Nú um mánaðamótin átti að fara að senda út fyrstu lánsloforð- in og gefum við okkur að fjöldi þeirra verði um 300 talsins þá munu 114 af þeim sem tilheyra forgangshópnum og sóttu um lán í mars ekki fá lánsloforð fyrr en í mars. Biðtími þeirra eftir fyrri hluta lánsins erkominn í tvö ár. Þeir sem tilheyra bakhópnum og lögðu inn umsókn í mars í fyrra geta því átt von á lánsloforði í mars 1990 þannig að fyrri hluti lánsins komi til útborgunar vorið 1991. Þegar farið verður að senda lánsloforð til bakhópsins mun hægja um helming á lánsloforð- um til forgangshópsins, sem þýð- ir að þeir sem sækja um í júní í ár og seinna og tilheyra forgangs- hópnum geta búist við að biðtím- inn lengist stigvaxandi. Ef við gefum okkur að svipað- ur fjöldi umsókna berist áfram, eða um 600 umsóknir á mánuði og hlutfallið milli þessara tveggja hópa verði svipað og nú er reiknað með, fá ekki nema 150 þeirra sem sækja um í mars í ár loforð í mars 1990. 150 fá svo lof- orð mánuði seinna. Það tekur því tvo mánuði að sinna mánaðarum- sóknum hjá forgangshópnum og sama gildir um bakhópinn. Bið- tíminn fer því stigvaxandi hjá báðum hópum. -Sáf Alþýðubandalagið Byggða- mem -Umræður um verkaskiptingu rtkis og sveitarfélaga mun trúlega setja mestan svip á þessa ráð- stefnu Byggðamanna Alþýðu- bandalagsins, enda er mjög heit umræða um þessi mál bæði heima í héruðum og á Alþingi, segir Svanfríður Jónasdóttir varafor- maður Alþýðubandalagsins, en sveitarstjórnarmenn flokksins af öllu landinu munu funda í Kópa- vogi um næstu helgi. -Það er einnig óhjákvæmilegt að inn í þessa umræðu um verka- skiptinguna blandist umræðan um almenna stöðu sveitarfélag- anna og möguleika þeirra til að taka við fleiri verkefnum og þá um leið hugmyndir okkar í Ál- þýðubandalaginu um breytingar í stjórnkerfinu. Svanfríður sagðist eiga von á góðri þátttöku á ráðstefnu Byggðamanna sem hefst kl. 13 á laugardaginn í Þinghóli í Kópa- vogi. -Þessi vettvangur okkar sveitarstjórnarmanna og annarra áhugamanna um sveitarstjórn- armál er mjög nauðsynlegur til að stiila saman strengi, fá upp nýjar hugmyndir og tillögur og ekki síst að fá að læra af þeim sem lengi hafa starfað að sveitarstjórnarm- álum, sagði Svanfríður. -•g- Kjörin Samtök kvenna? Fundur á Borginni í kvöld „Um hvað þarf að semja?“ er umræðuefnið á fundi sem Samtök kvenna á vinnumarkaði gangast fyrir á Hótel Borg í kvöld, þarsem fjallað verður um kjörin og stöðuna í samningamálunum. Framsögumenn verða Sigrún Ágústsdóttir, Kristín Friðriks- dóttir og Birna Þórðardóttir, en Guðlaug Teitsdóttir stjórnar fundinum. Að loknum framsögu- ræðum verða almennar umræður og hvetja samtökin allt launafólk til að sækja fundinn. Mlðvlkudagur 3. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.