Þjóðviljinn - 03.02.1988, Qupperneq 5
VIÐHORF
Sameinuð sigrum við
Ég hef löngum talið að það
væri sérhverjum málstað til fram-
dráttar að berjast fyrir honum á
sem flestum sviðum þjóðlífsins.
Barátta herstöðvaandstæðinga
fyrir hlutlausu og herlausu landi
er þar engin undantekning. Ég tel
mikilvægt að baráttan sé háð
bæði utan og innan þings. Þetta
kann þér, lesandi góður, að þykja
svo sjálfsagður hlutur að þú
hugsar kannski með þér: „Er nú
komið rutl á hann Guðmund".
Nei, því miður viðist full ástæða til
að setja á blað svo sjálfsagða
hluti.
Einn félagi okkar í Samtökum
herstöðvaandstæðinga lýsir
nefnilega í þessu blaði þann 29.
janúar yfir feginleik sínum að nú
skuli forystumenn Alþýðubanda-
lagsins hafa afhjúpað raunveru-
lega stefnu sína í herstöðvamál-
inu og tekst að gera formann
flokksins, Ólaf Ragnar Gríms-
son, að fylgismanni hersetu hér-
lendis. Væri svo og fallist menn á
þá skoðum sem ég set fram í upp-
hafi máls míns, þá getur það tæp-
ast verið nokkrum herstöðva-
andstæðingi fagnaðarefni ef eini
flokkurinn á þingi sem hefur bar-
áttuna gegn herstöðvum hér-
lendis og aðild að NATO á
stefnuskrá sinni sé horfinn frá
þeirri stefnu. Hins vegar væri það
okkur í Samtökum herstöðva-
andstæðinga tilefni til fagnaðar ef
fleiri flokkar á þingi tækju upp
þessa stefnu. Við vitum að við
eigum samherja a.m.k. í þing-
flokkum Framsóknarflokksins og
Kvennalistans, þó að það skili sér
lítt í stefnu hins fyrrnefnda vegna
sterkra ítaka hermangsafla og sá
síðarnefndi eigi óhægt um vik að
stíga skrefið til fulls með okkur
vegna þess að hann er að reyna að
sameina allar konur um
Guðmundur Georgsson skrifar
jafnréttismál. Við hljótum hins
vegar að fagna því að á þingi hafa
allir þingmenn Kvennalistan ver-
ið samstíga þingmönnum Al-
þýðubandalagsins í skrefum sem
að mínu mati geta fært okkur í átt
að lokatakmarkinu (gleymi ég
þingmönnum einhverra annarra
flokka bið ég forláts, það er ekki
viljandi).
stæðinga ástæðu til að ætla að nú
sé úti um þá baráttu innanþings?
Hefur eitthvað það komið fram í
orðum forystumanna Alþýðu-
bandalagsins sem gefur okkur
ástæðu til að halda að þeir Svavar
Gestsson og Ólafur Ragnar
Grímsson vilji hafa hér her og að
við séum áfram í hernaðarbanda-
lagi? Ég hafði nú lesið viðtalið við
að ná samstöðu um þá áfanga við
flokka sem kunni að hafa aðra
afstöðu til NATO. Þeim á Vik-
unni hefur hins vegar tekist að
klína á handlegg Ólafs Ragnars á
forsíðumynd orðunum: ísland úr
NATO ... úrelt slagorð, og gefa
þannig ranglega í skyn að þetta sé
hans skoðun.
Þess má geta að við í Sam-
„Það skiptir miklu að
herstöðvaandstœðingar, hvortsemþeir
heyja baráttu sína utan þings eða innan,
og hvaðaflokki semþeirfylgja, vinni af
heilindum að sameiginlegu markmiði
og forðist að sá tortryggni. “
Auk Sigríðar Kristinsdóttur,
sem hér hefur verið vitnað í, hafa
þrír aðrir félagar mínir í Sam-
tökum herstöðvaandstæðinga
séð sig kúna til að leggja orð í
belg. Þeim Birnu Þórðardóttur,
Þorgrími Starra og Jóni Torfasyni
var hins vegar enginn fögnuður í
hug en töldu ástæðu til að brýna
herstöðvaandstæðinga, bæði
okkur sem erum utan Alþýðu-
bandalagsins og ekki hvað síst þá
sem eru innan þess. Sú brýnsla
var, eins og vænta mátti, hressi-
leg og tæpitungulaus og umfram
allt þörf, því að aldrei erum við of
oft eggjuð til dáða.
Og þá kemur að lykilspurning-
um. Höfum við sem stöndum í
utanþingsbaráttu herstöðvaand-
Svavar, og raunar einnig áramót-
aviðtal við Ólaf Ragnar í Þjóð-
viljanum, og gladdist í hjarta
mínu við að sjá að þeir virtust
sammála um það að þróun í al-
þjóðamálum hafi orðið sú að ekki
væri aðeins baráttan fyrir her-
lausu og hlutlausu landi brýnni en
nokkru sinni heldur „skapi hún
okkur nýja möguleika á því að
losna við erlendan her úr landinu
og koma okkur úr viðjum hern-
aðarbandalaga," svo að vitnað sé
í viðtalið við Ólaf Ragnar. í Vik-
uviðtalinu leggur hann meginá-
herslu á að þeir alþýðubandalags-
menn verði að skilgreina betur
skref eða áfanga að lokatakmark-
inu sem sé óbreytt, þ.e. ísland úr
NATO og herinn burt, og reyna
tökum herstöðvaandstæðinga
erum ekki eins hreinlífir og
Ólafur Gíslason (Þjóðviljinn 8.
jan. sl.) virðist halda í fáfræði
sinni. Við höfum samvinnu við
fólk sem ekki er okkur sammála í
afstöðunni til hers og NATO um
margvíslegar aðgerðir sem við
túlkum sem skref í átt til friðar.
Og þó það kunni að vera hæpið
fyrir mann í minni stöðu að mæla
með lauslæti á þessum síðustu og
verstu tímum, þá er ég og hef ver-
ið samþykkur þessu lauslæti okk-
ar herstöðvaandstæðinga. 1 stað
þess að víkja Svavari Gestssyni
og Ólafi Ragnari Grímssyni úr
samtökum okkar, sem væri rök-
rétt ef við föllumst á ályktanir
Sigríðar Kristinsdóttur, ættum
við að dást að Svavari fyrir að
reyna að sá frækornum friðar í
svo grýttan jarðveg sem sjólið-
sforingjaskóli í Newport hlýtur
að vera. Jafnframt ættum við að
fagna því að hafa innan okkar vé-
banda Ólaf Ragnar Grímsson,
sem hefur verið í fararbroddi
þingmannanefndar sem átti
mestan þátt í að koma á því ef-
tirlitskerfi sem talið er vera einn
meginávinningur samnings Gor-
basjofs og Reagans um meðaldr-
ægar eldflaugar.
\Mér sýnist að misskilninginn,
sem komið hefur fram, megi fyrst
og fremst rekja til fyrirsagna og
túlkunar blaðamanna á orðum
forystumanna Alþýðubandalags-
ins. Við herstöðvaandstæðingar
getum ekki leyft okkur þau
vinnubrögð önnum kafins frétta-
manns við ríkisútvarp í leit að
æsifrétt að lesa bara fyrirsagnir
og forsíður eins og sá virðist hafa
gert sem sá ástæðu til að hringja í
Ólaf Ragnar Grímsson til Stokk-
hólms vegna „stefnubreytingar“
Alþýðubandalagsins. Það er of
mikið í húfi.
Það skiptir miklu að her-
stöðvaandstæðingar, hvort sem
þeir heyja baráttu sína innan
þings eða utan og hvaða flokki
sem þeir fylgja, vinni af hei-
lindum að sameiginlegu mark-
miði og forðist að sá tortryggni,
slíkt er aðeins vatn á myllu and-
stæðinga okkar. Þvi aðeins með
samstilltu átaki og baráttu á sem
flestum sviðum þjóðfélagsins
náum við því markmiði okkar að
ísland verði hlutlaust land.
Guðmundur Georgsson er
læknir og einn af forystu-
mönnum Samtaka herstöðva-
andstæðinga.
Hver bjargi sínu skinni
Er auðvaldsskipulagið loksins brostið á?
Eins og margir af lesendum Þjóð-
viljans tók ég á árum áður þátt í
leshringjum róttæklinga og las þá
hrafl úrverkum Karls Marx og
fleiri ágætra manna. Framsókn-
aruppeldið geröi það þó að verk-
um að ég tók mörgum af kenn-
ingum marxismans með sterkum
fyrin/ara, og fannst þær ekki geta
átt við íslenska þjóðfélaaið
Þróun í átt til sívaxandi stétta-
skiptingar og arðráns gat ekki átt
við í okkar velferðarþjóðfélagi.
Hér á íslandi hafði alþýðan
sterka valdastöðu, t.d. í gegnum
verkalýðshreyfinguna, sam-
vinnuhreyfinguna og stjórnmála-
flokkana. Af sömu ástæðu trúði
ég ekki á kenninguna um að ríkis-
valdið væri nánast verkfæri
auðstéttarinnar í okkar lýðræðis-
þjóðfélagi. Ríkisvaldið var að
mínu áliti þvert á móti, - lýðræð-
islegt vald sem í flestum tilfellum
leitaðist við að tryggja réttláta
skiptingu gæðanna í samfélaginu.
Jafnvel taldi ég, að í landinu
væri engin raunveruleg auðvalds-
stétt, þar sem fjármagnið væri að
mestu leyti undir lýðræðislegri
forsjá í opinberum sjóðum og rík-
isbönkum. Allir þegnar þjóðfél-
agsins legðu svo sitt af mörkum til
sameiginlegra þarfa með því að
greiða skatta, hver eftir sinni
getu.
Einar Eyþórsson skrifar
ísland,
auðvaldsparadís?
Kannski hef ég alltaf haft rangt
fyrir mér í þessum efnum. En
hvað um það, núna síðustu árin
þykist ég hafa séð ýmislegt sem
sjóðir og ríkisbankar standa uppi
févana, meðan verðbréfamark-
aðir og ávöxtunarfélög ýmiss
konar draga fjármagnið til sín í
skjóli ótrúlega hagstæðra ávöxt-
unarmöguleika.
Landsbyggðinni bregður illi-
ast, á húsnæðismarkaðnum.
Arðsamasta atvinnugrein á ís-
landi er nefnilega að féfletta ung-
ar barnafjölskyldur, sem ekki
eiga annarra ícosta völ en að
kaupa sér þak yfir höfuðið. Þeir
sem eiga peninga gera því vitur-
„Það sem hefurþó valdið mér hvað mestum
heilabrotum upp á síðkastið er hvað málsvar-
ar alþýðunnar, verkalýðsflokkarnir tveir og
sjálf verkalýðshreyfingin, hafa tekið þessu
öllu með miklu jafnaðargeði. “
bendir til þess að spádómar Karls
gamla Marx hafi ekki verið svo
fjarri lagi þrátt fyrir allt. ísland er
orðið hreinræktaðra auðvalds-
þjóðfélag en áður, og skýringin
er líklega sú, að pólitísk öfl sem
aðhyllast frelsi fjármagnsins hafa
smám saman náð undirtökunum í
þjóðfélaginu og leyst úr læðingi
nýja auðstétt.
Fjármagnið lætur ekki lengur
að stjórn, ríkiskassinn, opinberir
lega við þetta, því þar hafði út-
gerð og fiskvinnsla vanist því að
fá sitt fjármagn á neikvæðum
vöxtum eftir fyrirgreiðsluleið-
inni.
Fiskvinnslan úti um landið
skilar ekki þvflíkum ágóða að
hún geti nýtt sér hinn nýja, frjálsa
peningamarkað. Aftur á móti
leitar hið frjálsa fjármagn þangað
sem afraksturinn er mestur, og
það er, þótt undarlegt megi virð-
legast í að fjárfesta í þessari
atvinnugrein, þá eru mögu-
leikarnir bestir á að vaxtatekj-
umar nægi þeim til framfæris.
Sérstaklega kemur sér þá vel að
tekjurnar af þessari atvinnu-
grein, vaxtatekjurnar, eru und-
anþegnar skatti.
Island er sem sé orðið nokkurs
konar paradís fyrir dugandi
fjármálamenn sem hafa vit á að
nýta sér möguleikana.
Vegna þessa hefur það hvar-
flað að mér hvort auðvaldsþjóð-
félagið, eins og Marx karlinn lýsti
því, sé nú loksins brostið á á ís-
landi. Það er að segja þjóðfélag
þar sem auðstéttin gengur
stöðugt lengra í því að mergsjúga
fátæklingana, með dyggri aðstoð
ríkisvalds, sem skattpínir þá sem
leggja nótt við dag til að hafa upp
í okurvextina, en gefur arðræn-
ingjunum skattfrelsi. Ríkisvaldið
stóð sig vel í þessu hlutverki þeg-
ar húsnæðislausar fjölskyldur
reyndu að brjótast undan okinu
og stofnuðu Búseta-hreyfinguna.
Slík ógnun við arðsömustu
atvinnugrein landsins var að
sjálfsögðu ekki látin líðast.
Hvar eru málsvarar
alþýðu?
Það sem þó hefur valdið mér
hvað mestum heilabrotum upp á
síðkastið er hvað málsvarar al-
þýðunnar, verkalýðsflokkarnir
tveir og sjálf verkalýðshreyfing-
in, hafa tekið þessu öllu með
miklu jafnaðargeði.
Að óreyndu hefði mátt halda
að misrétti og skarpari skil milli
stétta leiddi af sér rammari stétta-
baráttu og að menn þjöppuðu sér
Framhald á síðu 6
Miðvlkudagur 3. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 5