Þjóðviljinn - 03.02.1988, Page 16

Þjóðviljinn - 03.02.1988, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Mlðvikudagur 3. febrúar 1968 26. tölublað 53. árgangur Sparisjóðsvextir á téKKareiKninga með hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Ratsjárstöðvar Kynning fyrir verktaka Þriðji áfangi ísmíði ratsjárstöðva kynntur erlendum verk- tökum. 300 milljón dollaraframkvæmdir. „Varnarmála- skrifstofan“ og Félag íslenskra iðnrekenda sjá um íslands- kynningu Neytendasamtökin Gegn einokun Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld afturkalli reglugerð landbúnaðarráðherra um framleiðslustýringu í fugla- og svínarækt. Verði stjórnvöld ekki við þessri kröfu samtakanna sjá þau sig tiineydd til að hvetja neytendur til aðgerða gegn einok- unarverði á fugla- og svínakjöti, sem er allt að fjórum sinnum hærra hér á landi en í nágranna- löndunum. Stjórn Neytendasamtakanna ályktaði um málið í gær. í ályktun stjórnarinnar segir að reglugerð landbúnaðarráðherra sé einungis til þess fallin að viðhalda óviðun- andi verði á þessum framleiðslu- vörum. Fulltrúar ríflega 30 erlendra verktakafyrirtækja eru stadd- ir hér á landi í boði NATO til þess að fræðast um þriðja og síðasta áfangann við smíði ratsjárstöðva hersins, sem boðinn verður út í sumar. Áætlað er að kostnaður við síðasta áfangann, sem felst meðal annars í uppsetningu fjarskipta- og ratsjárbúnaðar fyrir stöðvarnar, nemi litlum 300 mifjónum bandaríkjadala. í dag er verktökunum boðið til ráðstefnuhalds á Hótel Loft- leiðum, sem Félag íslenskra iðn- rekenda og „Varnarmálaskrif- stofan“ hafa veg og vanda af. Að sögn Arnþórs Þórðarson- ar, hjá félagi iðnrekenda, var fé- lagið beðið um aðstoð við ráð- stefnuhaldið og því falið að kynna íslenskar aðstæður og inn- lenda verktakastarfsemi. Arnþór sagði að útboð í þriðja áfanga viö smíði ratsjárstöðv- anna væri opið fyrir verktaka í öllum aðildarlöndum NATO, en það væru aðeins örfá verktaka- fyrirtæki sem gætu valdið því viðamikla nákvæmnisverki sem hér væri um að ræða. - íslenskir verktakar geta komið inní verkið sem undirverk- takar og þess vegna er mikilvægt að erlendu verktökunum sé kynnt starfsemi og sú þjónusta sem íslenskir verktakar hafa uppá að bjóða. Meðal dagskráliða á ráðstefn- unni er kynning á ratsjárstöðvun- um sem NATO sér um og fulltrú- ar setuliðsins á Keflavíkurflug- velli rekja sögu hernaðarumsvifa Bandríkjahers hér á landi. Slökkviliðsmenn hafa í síauknum mæli verið kallaðir út til að slökkva eld í sjónvarpstækjum og slíkir eldsvoðar hafa oft valdið stórtjóni. Hér eru þeir Mart- einn Geirsson og Guðmundur Jónsson við sjónvarpstæki í vaktstofu Slökkviliðs lins í Reykjavík. Mynd-E.ÓI. Sjónvarpstœki Sjálfsíkveikjum fjölgar Stórtjón vegna sjálfsíkveikju ísjónvarpstœkjum. Rafmagnseftirlitið: Rofa á tengilinn eða taka tækin úr sambandi Sjálfsíkveikjum í sjónvarps- tækjum hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hafa slíkar í- kveikjur oft á tíðum valdið stór- tjóni, þegar kviknað hefur í sjón- varpstækjum um miðja nótt með- an fólk er í fasta svefni. - Það eru engar tölulegar upp- lýsingar til en við höfum verið að skoða þessi mál og einnig Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík og ég held að ég geti fullyrt að slíkum sjálfsíkveikjum fer fjöl- gandi, sagði Guðbjartur Gunn- arsson hjá Rafmagnseftirliti ríkisins í samtali við Þjóðviljann. Ástæðan fyrir þessum sjálfs- íkveikjum er í fæstum tilfellum gallar í sjónvarpstækjum, heldur verður skammhlaup í tækjunum því þó búið sé að slökkva á þeim er fullur straumur inn í tækin, nema komið sé fyrir sérstökum rofa á inntakssnúru eða tækið tekið úr sambandi. - Fæstir átta sig á því að það er Afundi bæjarstjórnar Olafs- víkur í gær var gengið form- lega frá myndun nýs meirihluta í bæjarstjórninni. Að honum standa tveir bæjarfulltrúar Al- þýðubandalags og fulltrúar Al- þýðuflokks, og fulltrúar Fram- sóknarflokks og Lýðræðissinna, einn frá hverjum. fullur straumur á tækinu þó búið sé að slökkva á myndinni. Eina örugga ráðið til að forðast svona slys er að láta setja rofa á teng- Kristján Pálsson verður áfram bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar Sveinn Þ. Elínbergsson úr Al- þýðuflokki og formaður bæjar- málaráðs Stefán Jóhann Sigurðs- son úr Framsóknarflokki. En Al- þýðubandalag og Framsóknar- flokkur mynda meirihluta í bæjarmálaráði. ilinn eins og á veggljósum eða hreinlega taka tækin úr sambandi í hvert skipti sem slökkt er á þeim, sagði Guðbjartur. _jg. Að sögn Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra verður nú allt kapp lagt á að afgreiða fjárhagsáætiun bæjarins og sinna fjármálum hans. Eða eins og hann sagði: „Nú er tíminn til að bretta upp ermarnar og láta verkin tala“. -grh Helgarpósturinn Halldór hættir Halldór Halldórsson hœttirsem ritstjóri. Blaðamenn harma hvernigað málum var staðið. Agreiningur um ritstjórnarstefnu Halldór Halldórsson, ritstjóri Helgarpóstsins, lét af störfum sem ritstjóri nú um helgina. Hall- dór hefur verið ritstjóri síðan 1985. Helgi Már Arthursson, sem undanfarið hefur ritstýrt blaðinu með Halldóri mun ritstýra Helg- arpóstinum einn til að byrja með. Hinsvegar er stjórn Goðgáar, sem gefur út Helgarpóstinn, að fjalla um eftirmann Halldórs um þessar mundir. „Þetta hefur átt sér töluverðan aðdraganda, og er gert í samráði við eigendur blaðsins," sagði Halldór í samtali við Þjóðviljann í gær. „Halldór hefur verið mikið frá vegna veikinda og var gengið frá þessu í góðu samkomulagi við hann,“ sagði Sigurður Ragnars- son, formaður Goðgár. „A milli okkar er ekkert ósamkomulag heldur er allt gert í góðum friði og vinskap.“ Þrátt fyrir friðinn, vinskapinn, samkomulagið og samráðið sáu blaðamenn Helgarpóstsins á- stæðu til að fjalla um þetta á fundi á mánudag og báðu þá ritstjóra blaðsins um að færa stjórn Goð- gár þau skilaboð að blaðamenn hörmuðu hvernig þetta mál bar að. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum kom upp ágreiningur milli stjórnar Goðgár og Halldórs um ritstjórnarstefnu blaðsins. Ákveðnir stjórnarmenn vildu að blaðið leggði enn meiri áherslu á æsifréttastíl en hingað til, það jafnvel þó lítið sem ekkert stæði að baki fréttinni. Þessu mun Halldór hafa verið andvígur og barist harkalega gegn. „Við skulum orða það þannig að það hafi verið haft fullt samráð við mig þegar gengið var frá þessu,“ sagði Halldór þegar hann var spurður að því hvort fyum- kvæðið að uppsögn hans væri frá honum komin. , ____________________ -aaf, Ólafsvík Enn nýr meiríhluti y

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.