Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 5
Skynsemi gegn ráðleysi Pau dagblöð sem láta sér annt um ríkisstjórnina eru þessa dag- ana í undarlegum leik sem kenndur er við litlu gulu hænuna og snýst um það hverjir séu með hverjum í ríkisstjórninni. Þetta umræðuefni endurspeglar and- rúmsloftið innan ríkisstjórnar- innar þarsem samheldnin er ekki eitt af boðorðunum tíu. Enda gæti taugaspennt varnarræða fjármálaráðherra á þingi á fimmtudaginn bent til þess að ráðherrann búist allt eins við því að þurfa að standa fyrir máli sínu frammi fyrir þjóðinni. í þeirri ræðu var minnst fjallað um tilefni umræðunnar, -stöðu efnahags- og kjaramála næstu vikur og mánuði- og þeím mun meira um þá fortíð sem orðin er helsti fjandi fjármálaráðherrans. Skoðanakönnun sem D V birti í vikunni segir allt sem segja þarf um vinsældir matarskattarins sem Jón Baldvin setti á um ára- mótin og reyndi á þingi að verja með stóryrðum og talnaþulum. Rúm 85 prósent af þeim sem tóku afstöðu voru andvígir skattinum, og virðast íslendingar ekki hafa verið eins sammála í langan tíma. Ótvíræðni þessarar könnunar kemur einnig ágætlega fram í því að mjög fáir viku sér undan að taka afstöðu í málinu, aðeins um sjö af hundraði spurðra neituðu að svara eða sögðust óákveðnir. Matarskatturinn á einnig mest- an hlut að þeim óvinsældum ríkis- stjórnarinnar sem skoðanakann- anir eftir áramót segja frá, en enginn þurfti í rauninni kannanir til að skynja. Þær óvinsældir eiga sér þó víðtækari ástæður, en með matarskattinum hefur ríkis- stjórnin afklætt sig: eftir stendur að peninginn sem vantar á að taka af almenningi, með skatti á helstu lífsnauðsynjar. Loforð krata um fjáröflun af stórfyrir- tækjunum og eignamönnunum eru óefnd, -og fólk er ekkert búið að gleyma Hafskipi og flugstöð. Pegar umræða hófst um matar- skattinn sagði Alþýðublaðið í leiðara að skatturinn væri áróðursleg mistök. Leiðarahöf- undurinn reyndist sannspár, og sjálfsagt naga Jónarnir sig í hand- arbökin. Þeir ákváðu fyrir nokkr- um vikum að hefja gagnsókn, og hún hófst með eldmessu fjár- málaráðherrans á Alþýðuflokks- fundi. En gagnsóknin hefur farið þannig að þeim mun meira sem toppkratarnir tala fyrir matar- skatti sínum því fastar flækjast þeir í netið. Þetta var ósköp einfaldlega ekki það sem sagt var á hinum frægu hundrað fundum um það hver ætti ísland, -það var ekki vegna fyrirheita um þetta að krat- ar komust á sínum tíma uppfyrir fimmtung stuðningssvara í könn- unum. Fráleitur samanburður Enda eru helstu rök kratanna fyrir matarskattinum ósköp klén. Jón Baldvin veifar sænskri skýrslu og segist vera að feta í fótspor norrænna krata. Matar- skatturinn sé fyrsta skrefið að því að byggja upp velferðarríki á ís- landi. Um leið eru svo þuldar prósentutölur um hærri barna- bætur, -en þegar gáð er að í ávís- ununum frá ríkissjóði kemur í ljós að þær hækkanir jafngilda í flestum tilvikum nokkrum fimmtíuköllum. Það er rétt hjá krötum að í virð- isaukakerfi Norðmanna og Svía eru matvæli skattlögð. Dæmið er hinsvegar afskaplega slæmt. í þessum ríkjum er nefnilega við lýði raunverulegt velferðarkerfi þarsem þeir tekjulægstu og af- settustu njóta raunverulegra op- inberra bóta, í formi beins fjár- stuðnings og í gegnum margþætta félagsaðstoð. Hinir fjölmörgu ís- lendingar sem hafa gist Norður- lónd geta sjálfir borið saman á- standið þar og hér í til dæmis hús- næðismálum og dagvistarmálum. Sú ráðstöfun að leggja skatt á matvæli getur komið til álita í skandínavískri velferð, en að ætla sér að byggja upp velferðarríki á íslandi með matarskatti, það er svo sannarlega að byrja á öfugum enda. Og að bera íslenskt samfé- lag saman við sænskt og norskt er að þessu leytinu jafnfáránlegt og að nota til dæmis Nígeríu eða Túnis sem samanburð við samfé- lag okkar. Vendir og gulrætur Ýmislegt bendir til þess að Jón- arnir hafi í upphafi ekki staðið nema hálfvolgir bakvið matar- skattshugmyndirnar. Menn muna að skattinum var frestað í haust frammað áramótum vegna viðbragða frá samtökum launa- fólks, og um það leyti sáust þess merki að ríkisstjórnin ætlaði sér matarskattinn sem einskonar skiptimynt í samningum við verkalýðsfélógin. Síðan hafa veður skipast þannig í lofti að Al- þýðuflokkurinn getur ekki bakk- að án þess að missa andlitið; mat- arskatturinn er orðinn að því flaggskipi Jónanna sem ekki má skjóta í kaf. Og er þá næst að finna aðrar gulrætur og aðra vendi. Fjár- málaráðherra kom í fyrradag í ræðustól við utandagskrárum- ræður á þingi og að lokinni varn- arræðu sinni um matarskattinn -sem í huga Jóns Baldvins jafnast í þjóðfélagsframförum einna helst á við sjálfan símann- voru dregnir fram aðrir vendir og aðr- ar gulrætur. Vendinum hefur að vísu verið veifað oft áður. Jón veifaði hon- um þannig núna að ef „skynsam- legir" kjarasamningar næðust þyrfti jafnvel enga gengisfell- ingu. Með öðrum orðum: „óskynsamlegir" samningar þýða að ríkisstjórnin fellir gengið og taki þannig strax aftur hugsan- lega ávinninga launafólks í kjara- samningum. En fjármálaráð- herra er sem kunnugt er í Al- þýðuflokknum. Jón afneitar Jóni Gulrótin fólst síðan í því að fjármálaráðherrann taldi hugsan- legt að biðja Seðlabankann að reyna að ná vöxtum niður í áföng- um, að því tilskildu að kaupið hækki ekki. Það er á sinn hátt afar athyglis- vert að fjármálaráðherra skuli lýsa sig tilbúinn til að semja við verkalýðsfélögin um vaxtastefnu stjórnarinnar, og eðlilegt að samninganefndir launamanna at- hugi það mál, -ef ráðherrann tal- aði í umboði annarra en sj álfs sín. Það kom hinsvegar í ljós að Jón Baldvin hafði óvart gleymt að nefna þessa hugmynd við hag- fræðinginn sinn í viðskiptaráðu- neytinu. Og Jón Sigurðsson brást aldrei þessu vant ókvæða við. Það mætti undir engum kringum- stæðum hafa opinber afskipti af vöxtunum, þar eigi markaðurinn einn að ráða. Staðan er sumsé sú að ekki ein- ungis er deilt um efna- hagsráðstafanir milli stjórnar- flokkanna heldur hafa lykil- mennirnir, Alþýðuflokks- Jónarnir í efna- hagsmálaráðuneytunum, ekki komið sér saman um þá grund- vallarafstöðu í efnahagsstjórn sem lýtur að vaxtapólitíkinni. „Róm brennur" sagði formað- ur Framsóknarflokksins í frægri ræðu um miðjan janúar og bað um að eitthvað yrði gert, helst næstu vikurnar. Síðan eru liðnar þrjár vikur. Enn brennur Róm og ekkert gerist. Ríkisstjórnin situr með hendur í skauti og veit ekki hvað á að gera eða hver á að gera það sem á að gera. Hvaða skynsemi í þessari ringulreið er svo verið að biðja Verkamannasambandið og önnur samtök launamanna að semja „skynsamlega" til ársloka, eftir að tilboðinu um skammtímasamning var hafnað, sem varð ekki síst vegna þrýstings frá ríkisstjórninni á atvinnurek- endur. Innan VMSÍ eru menn nú að ganga frá kröfum sem miðast við samningstíma af „venjulegri" lengd, og er varla seinna vænna, rúmum mánuði eftir að síðustu samningar gengu úr gildi. Við það ástand sem nú er uppi í efna- hagsmálum virðist ekki ráðlegt fyrir félögin að treysta á neinn hátt á ríkisstjórnina, og eina skynsemin sem launamenn geta sýnt gagnvart ráðleysi ríkisstjórn- arinnar felst í að taka ábyrgð á fjárhag eigin heimila. Þessvegna vex sífellt byr kröfugerð sem ann- arsvegar felst í verulegri hækkun lægstu launa, bótum fyrir kjara- skerðingu síðustu mánuða, -og tryggri verðtryggingu. Þær kröfur sem einstök félög hafa sett fram eru allar af þessu tæi, og það væri stórundarlegt ef forysta Verkamannasambands- ins hlustaði ekki á sitt fólk. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að ráða við efnahagsmálin án sífelldra kjaraskerðinga, -ef hún treystir sér ekki til annars en að magna upp enn aukna verð- bólgu gegn kjörunum, setja á al- menning enn frekari skatta fyrir flugstöðvar og hafskipshneyksli, þá er til gott ráð: að fara að vilja meirihlutans í landinu og leggja niður rófuna. Mörður Árnason Laugardagur 6. febrúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.