Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 5
Alitamál Er sameiginleg forsjá bama eftir skilnað lausnamrdið? Hjörleifur Guttormsson skrifar Til Alþingis er komið stjórn- arfrumvarp um breyting á barna- lögum frá árinu 1981. Megin- breytingin sem þar er lögð til varðar „að heimilað sé að for- eldrar, er skilið hafa, semji um sameiginlega forsjá barna sinna, og enn fremur að foreldrar óskil- getinna barna, sem ekki eru sam- vistum, geti samið um slíka skipan að því er börn þeirra varð- ar.“ Vísað er til þess í athuga- semdum við lagafrumvarpið að ákvæði um „sameiginlega forsjá barna“ eftir skilnað hafa verið lögfest á hinum Norðurlöndun- um á tímabilinu 1976-1985, þótt með mismunandi hætti sé. í Nor- egi virðist gengið út frá sameigin- legri forsjá sem meginreglu, þrátt fyrir skilnað, en í dönskum lögum er gert ráð fyrir samkomulagi for- eldra um sameiginlega forsjá, sem staðfest er af stjórnvaldi eða dómstól. Sameiginleg forsjá eftir skilnað hefur verið lögfest með einum eða öðrum hætti í um 30 fylkjum í Bandaríkjunum, en í Vestur- Þýskalandi var eftir víðtækar um- ræður fallið frá því árið 1979 að lögleiða sameiginlega forsjá eftir skilnað. Svokölluð Sifjalaganefnd hef- ur samið frumvarp ríkisstjórnar- innar, sem dómsmálaráðherra mælti fyrir í Neðri deild 2. febrú- ar sl. f nefndinni eiga sæti 4 lög- fræðingar: Ármann Snævarr for- maður, Auður Auðuns, Baldur Möller og Guðrún Erlendsdóttir. í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu og sem nefndin hef- ur samið eru talin upp rök með og móti sameiginlegri forsjá eftir skilnað og ætti það að auðvelda þingmönnum og öðrum sem um þetta mál fjalla, að vega og meta framkomnar tillögur. Hér er um svo mikilsvert mál að ræða, sem varðar heill og hamingju barna, að brýnt er að löggjafinn rasi ekki „ Undirritaður hefur ekki sannfœrst um það að skynsamlegtsé að lögfesta þá skipan um sameiginlegaforsjá sem að er stefnt með þessu frumvarpi. Kemurþarfyrst ogfremst til að með því að ýta undir sameiginlega forsjá eftir skilnað sé hagur barnsins ekki betur tryggður en með núverandi lagaákvæðum. “ um ráð fram við lagasetninguna. Hverju er verið að breyta? Um foreldraskyldur, forsjá barna og umgengnisrétt er kveð- ið á í VII. kafla barnalaga nr. 9 frá 1981. Þar er meginreglan sú, að forsjá barna sé í höndum beggja foreldra, ef þau búa samvistum, hvort sem um er að ræða hjúskap eða óvígða sambúð. Um forsjá eftirskilnað erm.a. kveðiðsvoáí lögunum (38. grein): „Nú slíta foreldrar, sem eru giftir, eða búa saman... samvist- ir. Ákveða þau þá, hvort þeirra fari með forsjá barns, nema í bága komi við þarfir barnsins. í síðastgreinda tilvikinu, svo og þegar foreldra skilur á, skal ráða málefni til lykta með úrlausn dómsmálaráðuneytis, að feng- inni umsggn barnaverndanefnd- ar, eftir sanngirni og því, sem best hentar hag og þörfum barns. Forsjá barns skal vera óskipt hjá öðru foreldrinu. ... Forsjármál- um skal ávallt skipa, þegar leyfi er veitt til skilnaðar að borði og sæng og við úrlausn um lög- skilnað...". Gert er ráð fyrir að forsj á barns sé skipað með samningi milli for- eldra við skilnað samkvæmt of- angreindu, en honum má breyta með ákvörðun dómsmálaráðu- neytis, ef aðilar eru sammála um að ráðuneytið leysi úr málinu, eða með dómi. „Breyting skal því aðeins á gerð, að slíict teljist rétt- mætt vegna breyttra aðstæðna og með tilliti til hags og þarfa barns- ins.“ (38. grein). Um umgengnisrétt eftir skilnað er kveðið á í 40. grein laganna m.a. með svofelldum hætti: „Nú er forsjá barns aðeins í höndum annars foreldris, og á barnið þá rétt á umgengni við hitt foreldra sinna, enda er foreldri skylt að rækja umgengni og sam- neyti við barn og hlíta nánari skilmálum, er að því lúta...“. Engin efnisbreyting er lögð til varðandi umgengnisrétt, nema að því er tekur til dagsekta vegna tálmana. Hins vegar er lögð til sú breyting varðandi forsjá óskilget- inna barna, að foreldrum þeirra, sem ekki eru samvistum, er heimilað að semja um sameigin- lega forsjá þeirra. Meginreglan í þessu efni hefur verið sú, að for- sjá barnsins sé hjá móðurinni einni, þótt hægt sé að fela föður forsjá barnsins og þá einum. Röksemdir með Meðal röksemda, sem lesa má í athugasemdum frumvarpsins og talin eru mæla með sameiginlegri forsjá, eru þessar: ★ „Hinar nýju reglur um sam- eiginlega forsjá höfða til ábyrgð- arkenndar foreldra, stefna að því að gera þá báða virka, þrátt fyrir samvistarslitin, um málefni barnsins, umönnun þess og á- kvarðanir, sem varða undirbún- ing að ævistarfi. Jafnframt má ætla að þetta fyrirkomulag stuðli að auknum tengslum barns og þess foreldris sem það býr hjá.“ ★ „Samningur um sameigin- lega forsjá getur haft það gildi að lægja öldurnar, foreldri getur betur sætt sig við að barnið búi hjá hinu, ef því er tryggður af- skiptaréttur af persónuhögum barns og hlutdeild í umsýslu vegna fjármála þess. Getur þetta dregið úr þeirri spennu, sem oft ríkir milli foreldranna út af for- sjármálum, en hún bitnar oft harkalega beint og óbeint á barn- inu.“ Rök á móti Meðal röksemda sem getið er um í athugasemdum og mæla gegn sameiginlegri forsjá eru þessar: ★ „Frá uppeldislegu sjónar- miði getur staða barns orðið ör- ðug, ef tveir uppalendur, sem fjarvistum eru hvor frá öðrum og oft eru fjarri því að vera sam- huga, fjalla um uppeldið og pers- ónuhagi barnsins. Torvelt getur reynst að komast að sameigin- legum ákvörðunum, en tafir geta valdið erfiðleikum." ★ „Þá er bent á að þótt slíkt samkomulag (skipan) komist á, sé ærin hætta á, að það verði skammgóður vermir, þ.e. að á- greiningur milli foreldranna haldi áfram og að barnið verði í auknum mæli, ef þessi skipan er á höfð, skotspónn og bitbein þeirra átaka. Barninu sé hins vegar fyrir bestu, að ró ríki og það sé sem mest hjá öðru foreldri sínu.“ ★ „Áf hálfu þeirra sem and- mælt hafa slíkri skipan hefur því almennt verið haldið fram, að foreldrar ýttu á undan sér vand- amálum með þessari tilhögun, en leystu þau ekki. Vandinn verði oft óútkljáður og verði það óheppilegt fyrir barnið og oft fyrir foreldrana sjálfa." Niðurstaða frumvarpsins Niðurstaða nefndarinnar um sameiginlega forsjá eftir skilnað, sem dómsmálaráðherra nú flytur í frumvarpi þessu, kemur m.a. fram í eftirfarandi röksemda- færslu: ★ „Eftir rækilega athugun málsins hefir niðurstaðan orðið sú að mæla með því, að horfið verði að því ráði að lögmæla það, ef foreldrar eru samhuga um þessaskipan. Kemurþarm.a. til, að slíkt úrræði hefir verið lögfest á hinum Norðurlöndunum öllum, og þörfin á lagasamræmi á þessum vettvangi vegur þungt á vogarskálinni." ★ „Telja verður almennt, að sameiginleg forsjá barns hjá for- eldrum sem slitið hafa samvistir, sé líkleg til að stuðla að samá- byrgð foreldranna á velferð barnsins, treysta tengsl barnsins við báða foreldra og enn horfir f\ Opið bréf til útvarpsstjóra Hr. útvarpsstjóri Markús Örn Antonsson. Ríkisútvarpið hefur lækkað greiðslur vegna sjónvarpsþýð- inga og jafnframt tilkynnt sjón- varpsþýðendum samkvæmt nýrri gjaldskrá að eignarréttur þeirra á þýðingum sé ekki viðurkenndur og greiðsla fyrir endurbirtingu sé afnumin. Samkvæmt þessu telur Ríkisútvarpið sig hafa rétt til að nota þessar þýðingar svo sem verkast vill án þess að sérstakar greiðslur komi fyrir. Þetta virðist gert í skjóli þess að Félag sjón- varpsþýðenda hefur ekki samn- ingsrétt. Ljóst er að í þessu efni tekur Ríkisútvarpið Stöð 2 sér til fyrir- myndar. Þar eru störf þýðenda svo lítils metin að þeim er borgað sem undirmálsfólki meðan aðrir starfsmenn stöðvarinnar eru vel launaðir og sumir hverjir yfir- borgaðir sem kallað er. Mér er og tjáð að þar séu þýðendum sett þau mörk að þeir afsali sér að Birgir Sigurðsson skrifar „Mér er tjáð að þar sé þýðendum sett þau skilyrði að þeir afsali sér að hluta höfundarr- étti á þýðingum sínum. Og er með ólíkindum að menn með óspjallaða sjálfsvirðingu láti hafa sig til slíks og þiggi smánarlaunfyrir. “ hluta höfundarrétti á þýðingum sínum. Og er með ólíkindum að menn með óspjallaða sjálfsvirð- ingu láti hafa sig til slíks og þiggi smánarlaun fyrir. Það er sannar- lega sorglegt að Ríkisútvarpið skuli nú sjá hag sínum borgið í því að apa eftir lítilsvirðingu Stöðvar 2 á starfi þýðenda. Aðför Ríkis- útvarpsins að sjónvarpsþýðend- um er þeim mun háskalegri sem öllum mönnum má vera ljóst hvert menningarílag það er að hæfir menn fáist til slíkra starfa. í rökréttu framhaldi af ofan- sögðu og í tilefni þess að ég er einn sjónvarpsþýðenda vil ég benda þér á að hugverk er vernd- að samkvæmt höfundarréttar- lögum. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um sjónvarpsþýðingar. Það er því stórlega ámælisvert að Ríkisútvarpið, sem hefur haft eins og vera ber eðlileg og lögleg samskipti við eigendur hugverka af ýmsu tagi, skuli láta þau boð út ganga að það ætli að virða höf- undarrétt sjónvarpsþýðenda að vettugi enda hef ég ekki hugsað mér að láta afglöp Ríkisútvarps- ins í þessu efni yfir mig ganga. í stuttu máli sagt: Verði einhver sjónvarpsþýðinga minna endur- sýnd eða notuð með öðrum hætti án þess að eðlileg greiðsla komi fyrir mun ég leita réttar míns fyrir dómstólum og án vafa njóta til þess fulltingis Rithöfundasam- bands íslands. Þykir mér líklegt að aðrir sjónvarpsþýðendur, hvort sem þeir eru félagar í Rit- höfundasambandinu eða ekki, fari eins að ef Ríkisútvarpið lætur af því verða að fótum troða höf- undarrétt. Ég leyfi mér hér með að skora á þig sem æðsta yfirmann Ríkisút- varpsins að þú látir ofangreindar fyrirætlanir niður falla og sjáir til þess að samningar við sjónvarps- þýðendur verði uppteknir á eðli- legum og sæmandi forsendum og réttur þeirra verði virtur í hví- vetna svo sem annarra starfshópa er eiga samskipti við Ríkisútvarp- ið. Reykjavík, 6. febrúar 1988 Virðingarfyllst, Birgir Sigurðsson Birgir Sigurðsson er leikskáld og fyrr- verandi formaður Bandalags ís- lenskra listamanna. Miðvikudagur 10. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.