Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 39. tölublað 53. órgangur Moskvuheimsóknin Rangar upplýsingar gefnar forsetanum Forseta Islands vargreintfráþvíað ríkisstjórnin hefði orðið sammála um að taka ekki boði Sovétmanna. Fréttifyrstíútvarpinu að Steingrímur hefði bókað mótmœli við afgreiðslu málsins Þorsteinn Pálsson mun á fínuntudag hafa fært forseta Islands þá niðurstöðu ríkisstjórn- arfundarins, að ríkisstjórnin hefði orðið sammála um að hafna boði Sovétríkjamia um opinbera heimsókn forsetans til landsins. Forsetinn frétti því ekki af sér- stakri bókun utanríkisráðher- rans fyrr en í kvöldfréttum út- varpsins á fimmtudag. „Þar sem enginn vissi af þessari bókun fékk forsetinn fyrst aö vita af henni í kvöldfréttum útvarps- ins," segir Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra í viðtali í Þjóð- viljanum í dag. Friðrik heldur því einnig fram að Steingrímur hafi brotið fundarsköp þegar hann færði fundarritara bókunina eftir fund- inn án þess að greina öðrum fundarmönnum frá henni. „Ég greindi Þorsteini frá bóku- ninni á laugardag, þannig að hann hlýtur sjálfur að hafa vitað af henni," sagði Steingrímur Her- mannsson við Þjóðviljann í gær. Steingrímur vísar þeirri ásökun Þorsteins alfarið á bug, að lekinn sé kominn frá sér. „Þetta var vit- að mjög víða. Mér er sagt að þetta hafi verið rætt í hópi innan Sjálfstæðisflokksins." t>á viður- Vík í Mýrdal Vaxandi útgerft Tveir8 tonna hjóla- bátar gerðir útfrá Vík á handfœri „Okkur finnst það skjóta dá- lítið skökku við að vera háðir banndagakerfí smábáta við okk- ar sjósókn og tcljuiu að brimið við ströndina sé alveg nægilegt til að stýra sókninni í það sem skap- arinn skammtar okkur hverju sinni," segir Reynir Ragnarsson, lögreglu- og útgerðarmaður í Vík í Mýrdal við Þjóðviljann. Þaðan eru gerðir út í dag tveir svokallaðir hjólabátar og hefur fjölgað um einn. Þessir bátar eru um 8 tonn að stærð og hafa þann eiginleika að þurfa ekki að notast við bryggju, enda engin í Vík. Frá áramótum hafa Reynir og félagar farið í 11 róðra, en í vik- unni fóru bátarnir tveir í fyrsta sinn saman í róður. Aflinn var tonn á bát með handfærum og fékkst hann 4-5 sjómílum út af Vík. -grh kenndi Steingrímur í gær að hann hefði rætt þetta við útflytjendur. „Ég veit hvaðan upplýsingarn- ar eru komnar. Sá maður hringdi til mín og sagðist því miður hafa sagt frá málinu og haldið að það væri ekkert leyndarmál," sagði Steingrímur. Á göngum Alþingis í gær var rætt um að Þorsteinn hefði borið þetta mál undir helstu ráðgjafa sína í utanríkismálum en það eru þeir Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins og Björn Bjarnason, aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins. Telja þingmenn að afstaða þeirra hafi ekki síst ráðið því hvernig Þor- steinn snérist í málinu, en Þor- steinn mun fyrst hafa verið þeirrar skoðunar að þiggja bæri boðið, þrátt fyrir skamman fyrir- vara. Nokkuð ljóst þykir að ríkis- stjórnin hafi veikst verulega við þessa uppákomu og viðurkenndi $íq qI$. 3 Þorsteinn Pálsson það í fréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Utanríkismálanefnd Alþingis mun taka þetta mál upp strax eftir helgi að ósk Steingríms J. Sigfússonar, en ekki er búist við að það verði rætt utan dagskrár á Alþingi, þar sem þingmenn virð- ast sammála um að hér sé um mjög viðkvæmt mál að ræða þar sem það snertir embætti forseta íslands. -Sáf Heysýni beraf Gæði íslenskra heyja sem send voru til rannsóknar við háskóla í Stuttgart í byrjun þessa árs, reyndust með eindæmum mikil og hefur niðurstaða rannsókn- anna vakið athygli þýskra vís- indamanna. Alls voru send út 5 heysýni frá þremur bæjum á Suðurlandi. Oll komu vel út en eitt skar sig úr en það var heysýni frá Jens Jóhann- essyni Teigi I í Fljótshlíð. Reyndist það hafa fóðurgildi 10,2 MJ (Mega-Joule) en það er næst- um eins hátt og í fóðurbæti. Sem dæmi má nefna að fóðurgildi hafra er 11 MJ, byggs 13 MJ og maís 14 MJ. Heysýnið frá Jens í Teigi var slegið snemma morguns þann 21. júlí 1986 í mjög góðum þurrki. Það var bundið um kvöldið og sett í hlöðu með súgþurrkun. Hin sýnin sem rannsökuð voru komu frá Teigi II og Torfastöðum í Biskupstungum. -Ig. Börn og unglingarfjölmenntu á Lækjartorg ígærmorgun, enda enginn skóli á öskudag. Þau áttu góðan dag á torginu, skemmtu sjálfum sér og öðrum með glensi og söng, og hátíðin endaði með því að kötturinn var c"' A / <r sleginn úr tunnunni. Mynd - Sig. >¦*/» O'lS J VMSÍ-VSl Farið fetið í Garöastræti Karvel Pálmason: Menn hljóta að ræða um aðgerðir verði ekki komin veruleg hreyfing á viðræður umhelgi. Fiskverkendur segjast ekkihafa umneittaðsemja. Hótastöðvun vinnslunnar verði gengið ekkifellt og létt undir með rekstrinum Lítt þokast í samkomulagsátt í samningaviðræðum Verka- mannasambandsins og atvinnu- rekenda. Á þeim samninganefnd- armönnum sem ÞjóðvUjinn náði tali af í gær var ekki annað að heyra en að verulegur skriður yrði að vera kominn á viðræður um helgi ef ekki ætti uppúr að rakna. Að sögn Karvels Pálmasonar, varaformanns VMSÍ, hljóta menn að fara að huga að aðgerð- um um og uppúr helgi, verði ekki farið verulega að þokast í sam- komulagsátt. - Það er farið fetið. Stóru mál- in eru öll óhreyfð, sagði einn VMSÍ-manna í samtali við Þjóð- viljann í gær áður en samninga- fundur hófst. - Við erum að ræða um yfir- vinnuna og það eru nokkur sker sem menn þurfa að stýra hjá, sagði Karvel, en hann bjóst við að menn tækju til við í dag að ræða um mál fiskverkafólks, en þar er mikil fyristaða sjáanleg meðan fiskverkendur bíða eftir ríkisvaldinu. Fiskverkendur róa að því öllum árum að fá stjórnvöld til að grípa til gengisfellingar og koma á fljótandi gengi. Ella sjá þeir sér ekki annað fært en að stöðva vinnsluna, þar sem hún sé rekin með 10-15% halla um þessar mundir. Forsvarsmenn fiskvinnslu- stöðva keppast nú hver um annan þveran að fordæma fastgengis- stefnu stjórnvalda. Fram- kvæmdastjórar hraðfrystihúsa á Norðurlandi ályktuðu í þá veru í fyrradag og forsvarsmenn fisk- vinnslustöðva á Suðvesturlandi í gær. I ályktunum þessara aðila segir að þrátt fyrir fastgengisstefnu og raunhækkun íslensku krónunnar, sé „samt bullandi verðbólga í landinu, sem nemur tugum pró- senta". Samningafundur stóð enn í hý- býlum atvinnurekenda í Garða- stræti er blaðið fór í prentun.^k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.