Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR SkemmtigarðurinnlHveragerði Stendur Sigurður Kárason: Argasti atvinnurógur. Hefverið að smá kroppa inná launaskuldina. Ekki 1200.000 heldur800.000 krónur. Atvinnu- rekendur óöfundsverðir af auðsýndri fórnarlund Skemmtigarðurinn á við tíma- bundna erfiðleika að etja, en þetta stcndur allt til bóta með hækkandi sólu, sagði Sigurður Kárason, sá sem fer fyrir Skemmtigarðinum í Hveragerði, en hann segir ummæli Þórðar Ol- afssonar, formanns verkalýðsfé- lagsins Boðans í Hveragerði, í Þjóðviljanum í gær um vanskil fyrirtækisins á launum starfs- Moskvuheimsóknin rættvíða manna og launatengdum gjöldum orðum aukin. Að sögn Sigurðar er það rangt sem kom fram í blaðinu að starfs- menn eigi inni hjá fyrirtækinu laun uppá 1200 þúsund krónur. - Hið rétta er að starfsmenn eiga ógreidd um 800.000 króna laun. Ég hef verið að smá kroppa inná skuldina, en ég á eftir að láta verkalýðsfélagið hafa afrit af móttökukvittunum þar að lút- andi. Vissulega er þetta há upp- hæð sem fólk á útistandandi og það er alltaf slæmt að skulda launagreiðslur, sagði Sigurður. Sigurður sagði að það væri allra hagur að rekstur Skemmtigarðsins hæfist að nýju, enda munaði um minna á stað eins og Hveragerði, þar sem yfir 30 manns hefðu verið í vinnu hjá fyrirtækinu og rekstur Skemmtigarðsins ýtt undir bygg- ingu Hótel Arkar. - Fólkið vill koma aftur til starfa hjá okkur og ef hjólin taka að snúast á ný þá getum við gert okkar skuldir upp, sagði Sigurð- ur, en um þessar mundir er verið að garfa í því að koma rekstrinum á fast að nýju og setja fram viðun- andi tryggingar fyrir söluskatti, sem fyrirtækið á ógreiddan. - Alyktun og fréttatilkynning miðstjómar Alþýðusambandsins tekur út yfir allan þjófabálk og er atvinnurógur af verstu gerð. Mið- stjórn gerði ekki annað en að samþykkja slíkar vítur ef það sama ætti yfir öll fyrirtæki að ganga, sem ekki hafa getað staðið í skilum, sagði Sigurður. - Þegar útgerðin á í svipuðum erfiðleikum er sagt að það sé vegna tímabundinna erfiðleika og menn láta þar við sitja, en ef aðrir lenda í svipuðum vanda eru menn stimplaðir glæpamenn, sagði Sigurður og vildi meina að atvinnurekendur fengju ekkert annað en skít og skömm fyrir þá fórnarlund sem þeir sýndu með því að standa fyrir atvinnurekstri. -rk Vestmannaeyjar Vatnsleiðslan í sundur Vatnsleiðslan til Eyja frá A- Landeyjum fór í sundur í gær- morgun og það leiddi til vand- ræðaástands hjá fyrirtækjum og almenningi í gær. Báðar bræð- slurnar urðu að hætta starfsemi í hádeginu vegna vatnsskorts og vatnsnoktun almennings var í lágmarki, en um eitt þúsund tonn af vatni var til staðar í geymum, en þær birgðir duga skammt og var vatnsþurrð yfirvofandi seinnipartinn í gær. Vatnsleiðslan fór í sundur við svokaliaða Ála, skammt frá bæn- um Svanavatni í Austur- Landeyjum. Mikill klaki er í jörð og vatn yfir sem gerir alla vinnu mjög erfiða. -grh Steingrímur Hermannsson: Vísa ásökun Por- steins um að lekinn sé kominnfrá méralgjör- lega á bug. Málið var rætt víða, t. d. íhópi Sjálfstœðismanna Orð Þorsteins Pálssonar í há- degisfréttum ríkisútvarpsins verða ekki skilin öðru vísi en að Steingrímur Hermannsson hafi lekið í útvarpið fréttum um ósamkomulag innan ríkisstjórn- arinnar vegna heimboðs Sovét- manna til forseta íslands. Fyrst sagði Þorsteinn að lekinn sé kom- inn frá ríkisstjórninni og svo sagði hann að aðeins tveir menn hafi vitað um bókun utanríkis- ráðherra, sá sem lagði hana fram og sá sem færði hana til bókar. Hverju svarar Steingrímur Her- mannsson þessari ásökun? „Ég sagði Þorsteini frá bókun- inni á laugardagsmorgun þannig að hann hlýtur sjálfur að hafa vit- að af henni. Ég vildi ekki koma aftan að honum með það þannig að hann gæti bókað sjálfur. Þar að auki sagði ég fleirum þetta og ég veit hvaðan að upplýsingarnar eru komnar. Ég sagði fleirum að ég teldi þetta svo alvarlegt mál að ég yrði að láta bóka mína af- stöðu.“ Þú telur þig vita hvaðan upp- lýsingarnar eru komnar? „Já. Sá maður hringdi til mín og sagðist því miður hafa sagt frá því og haldið að það væri ekkert leyndarmál.“ Þú vísar ásökun Þorsteins á bug? „Algjörlega. Það hringdi til mín fréttamaður á sunnudaginn, sem vissi hvað hafði gerst þannig að þetta hefur verið rætt mjög víða. Mér er sagt að þetta hafi verið rætt í hópi innan Sjálfstæð- isflokksins og kannski víðar. Ég veit það ekki.“ Á aðalfundi Álafoss á Akur- eyri? „Ég er ekki frá því.“ Hvert verður framhald þessa máls? „Ég get ekkert sagt um það. Ég held að það sé best að reyna að gleyma þessu máli sem fyrst og láta framtíðina skera úr um það hvað gerist.“ -Sáf Á sunnudag verður uppboð til styrktar Amnesty International, að Gallerí Borg. Verk 20 þekktra íslenskra listamanna verða á uppboðinu og hafa flestir þeirra sjálfir fært samtökunum þau að gjöf. / I gær gaf Rakel Sigurðardóttir Rosenblad samtökunum málverk eftir Vilhjálm Bergsson, abstraktíón frá 1957. Á myndinni tekur Ingibjörg Björnsdóttir, rekstrarstjóri Amnesty, við málverki Rakelar. Mynd E.ÓI. Moskvuheimsóknin Steingrímur fari sjálfur Friðrik Sophusson: Efeinhver hefði átt aðfara ístað utanríkisráðherra varþað iðnaðarráðherra. Lekinn kominnfrá þeim einamannisemvissiumbókunina. Forsetinnfékkfyrstaðvitaumaðríkisstjórnin hefði ekki verið sammála í fréttum útvarpsins Auðvitað þykir mér það miður af ekki skuli hafa getað orðið að þessari heimsókn forsetans til Sovétríkjanna, en fyrirvarinn sem gefinn var var óvenju stuttur og Sovétmenn treystu sér ekki til að semja um aðra dagsetningu, en í lok mánaðarins, sem var úti- lokað fyrir okkur, sagði Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, við Þjóðviljann í gær. Ástæðan sem ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins bera fyrir sig er sú að utanríkisráðherra er ætíð í för með forseta íslands í opinberum heimsóknum, en á meðan á heimsókninni átti að standa, var Steingrímur bókaður á leiðtoga- fund Nató. Sú hugmynd mun hafa komið fram að einhver annar en utan- ríkisráðherra færi með forsetan- um til Moskvu, t.d. Halldór Ás- grímsson eða Jón Sigurðsson. „Ef einhver annar ráðherra hefði átt að fara þá var það iðnað- arráðherra, þar sem nú er verið að reyna að ná samningum við Sovétmenn um kaup á ullar- vörum,“ sagði Friðrik. Hann sagði að það hlyti að vera umhugsunarefni fyrir íslensku þjóðina ef Sovétmenn setja það sem skilyrði að þjóðhöfðingi verði að koma á tilteknum degi til viðræðna við leiðtoga Sovétríkj- anna, til þess að hægt sé að ná samningum við þá. „Ég tel eðlilegra að utanríkis- ráðherra hefði sjálfur gert sér ferð til Moskvu fyrst hann hefur þá trú að það sé pólitísk fyrir- staða fyrir samningum. Ég hefði ekkert á móti því að hann fari og því fyrr því betra. Ég trúi ekki öðru en að ráðherrann, sem er í miklu vinfengi við Gorbatsjov, t.d. auglýsti hann bók hans grimmt fyrir jólin, geti með áhrif- um sínum náð viðunandi samn- ingum. Ég treysti Steingrími Hermannssyni til að vinna þetta Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra. verk án atbeina forsetans." Friðrik var spurður að því hvort hann teldi að Sovétmenn hefðu stilit íslensku ríkisstjórn- inni upp við vegg, einsog Þor- steinn Pálsson hefur sagt. „Það má ugglaust nota það orðalag þegar slíkt boð kemur, án þess að boðið sé upp á um- ræður um hvenær slík heimsókn geti átt sér stað. Eðlilegur gangur mála hefði verið að hefja við- ræður uni tímasetningu heim- sóknarinnar sem báðir aðilar gætu sætt sig við.“ Hvaðan kemur lekinn? „Það er augljóst að lekinn er kominn frá þeim eina manni sem vissi að lögð hafði verið fram bókun á ríkisstjórnarfundinum. Sjálfur vissi ég ekki um þessa bókun fyrr en seinni part dags í gær þegar blaðamaður hringir í mig og segist hafa það eftir mjög áreiðanlegum heimildum að Steingrímur hefði lagt fram þessa bókun. Af þessu er bara hægt að draga eina ályktun." Að Steingrímur hafi lekið? „Þú ert jafn fær um að draga ályktun og ég.“ Er ekki óeðlilegt að leggja fram bókun eftir fund án þess að neinn viti af því? „Það eru augljós fundarsköp að ekki verði bókað nema að slíkt sé tilkynnt á fundinum. Slík til- kynning kom ekki fram á fundin- um og því er staðið óeðlilega að þessu máli. Mönnum verður að gefast tækifæri til að bóka á móti en það er ekki hægt ef enginn veit hver hefur bókað hvað og hvort nokkuð hefur yfirleitt verið bókað. Þá verða fundargerðir hreinn skrípaleikur. Það sem er kannski alvarlegast við þetta er að þar sem enginn vissi af bóku- ninni fékk forsetinn fyrst að vita af þessari bókun í fréttum út- varpsins. Þegar henni var greint frá niðurstöðu fundarins var henni ekki greint frá neinni bókun og stóð hún því í þeirri trú að ríkisstjórnin hefði orðið sam- mála um þessa niðurstöðu.“ -Sáf Fimmtudagur 18. febrúar 1988^»JÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.