Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 14
BORGARAFUNDUR í I íbúár í Hvassaleiti, Háaleiti, f F’ossvögi, Bústaðahverfi og Blesugróf! Miðvikudaginn 24. febrúar 1988 kl. 20.30, f mun , Borgarskipulag Reykjavíkur efna til borgarafundar í samkomusal Réttarholts- skóla. Á fundinum verða kynnt drög að hverfa- skipulagi fyrir borgarhluta 5 þ.e. Hvassaleiti, Háaleiti, Bústaðahverfi, Fossvogshverfi og Blesugróf. Hverfaskipulag er unnið í framhaldi af nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. í því er fjallað sérstaklega um húsnæði, umhverfi, umferð, þjónustu og íbúaþróun og áhersla lögð á hvar breytinga er þörf og hvar þeirra er að vænta. Á fundinum verður óskað eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum. Virk þátttaka íbúa er ein af forsendum fyrir góðu skipulagi. n II BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR li/ Borgartúni 3, slmi 26102 105 Reykjavík Þjóðviljinn Þjóðviljann vantar umboðsmann á Húsavík og í Neskaupstað. Upplýs- ingar í síma 681333. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts Sæmundar Dúasonar Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala fyrir frábæra umönnun síðustu æviár hans. Börn og aðrir vandamenn Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Guðlaug Helgadóttir Hátúni 8, Reykjavík verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ragnar Elíasson Hanna Ragnarsdóttir Árni S. Jónsson Guðlaug Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginkona mín Ragnheiður Guðjónsdóttir Norðdahl er lést 11. febrúar sl. verður jarðsungin frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, laugardaginn 20. febrúar kl. 14. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Grímur S. Norðdahl Úlfarsfelli Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Vilborgar ívarsdóttur Furugerði 1. Leifur Björnsson Kristín Sigurjónsdóttir Sigrún Björnsdóttir Helgi Hallgrímsson Hreinn Björnsson Margrét Pálmadóttir barnabörn og barnabarnabörn. ÍÞRÓTTIR Pirniin Zuitoiggen ætlar sér að ná í fimm gull! Pað eina sem hindrar hann er hann sjálfur Svissneski skíðakappinn Pirm- in Zurbriggen ætlar sér að ná í fleiri gullverðlaun á ólympluleik- unum I Calgary heidur en þau sem hann fékk fyrir brunið á mánudaginn. Á þriðjudaginn hófst keppni í alpatvíkepprii. Þá var keppt í Haft er eftir kanadíska þjálfar- ans um að sovésku skíðagöngu- mennirnir Smirnov og Prokour- orov hafi notað blóðgjöf til að auka sigurmöguleika sína í 30 km skíðagöngu. Vitaly Smirnov stjórnarmaður í sovésku ólympíunefndinni sagði að þetta væri hreinn uppspuni. „Auðvitað erum við sárir út af þessum ummælum. Allir íþrótta- mennirnir voru skoðaðir eftir keppnina og leitað eftir förum um sprautur, einnig verðlauna- hafarnir. Það fundust engin merki um nokkra blóðgjöf.“ Kanadfski þjálfarinn Marty Hall sagði þegar hann var spurð- úr nánar út í þessi ummæli sín að sennilega myndi hann lenda í ein- hverjum vandræðum vegna þeirra. Hann sagðist ekki efast um hæfni sovésku keppendanna en sagðist undrandi á hlutfalli þeirra í efstu sætunum. Sovétríkin áttu fjóra í fyrstu fimm sætunum í 10 km göngu kvenna á sunnudag og á mánudag lentu þrír Sovétmenn í fjórum efstu sætunum í 30 km göngu karla. Alexei Prokurorov sem sigraði í 30 km göngunni var í 62. sæti í heimsbikarkeppninni í fyrra og keppir nú á sínum fyrstu ólym- píuleikum. Roger Jackson forseti kanad- ísku ólympíunefndarinnar sagði að ummæli þjálfarans væru ó- sannindi sem hann gæti engan vegínn rökstutt. „Hann á ná- kvæmlega ekkert með að gefa út svona yfirlýsingar sem hann á enga möguíeika á að rökstyðja. bruni og sigraði Zurbriggen nokkuð örugglega en hann fékk tímann 1:46,90. Næstur á eftir honum var Frakkinn Franck Piccard en hann fékk tímann 1:47,30. Zurbriggen telst vera nokkuð sigurstranglegur, og sögðu fróðir Ég skil ekki þessa hegðun hjá manninum. Þetta kemur sér mjög illa fyrir alla. Þetta kemur óorði á kanadíska liðið og á so- véska liðið. Mér þykir það leiðin- legt að þetta skuli hafa komið fyrir og mér þykir leiðinlegt hvað þetta kemur illu orði á Sovét- mennina sem hafa fyllilega unnið til sinna verðlauna.“ Og fleiri hafa tekið undir með forseta kanadísku nefndarinnar. Raymond Gafner sem á sæti í svissnesku Ólympíunefndinni að ummæli Halls væru tilkomin vegna fávisku hans. „Þetta er hrein og klár heimska. Þegar þú ert í liði gestgjafanna, gestgjafa- þjóðin, þá hagar þú þér ekki svona. Það er alveg á hreinu.“ -ih/reuter menn í Calgary í gær að það eina sem gæti stöðvað hann væri hann sjálfur. Ef hann einbeitti sér ein- göngu að því að skíða brautina af öryggi þá væri það ekki spurning um hvar sigurinn myndi lenda. Zurbriggen hefur sett stefnuna á fimm gullverðlaun en margir telja slíkt aðeins óhugsandi draum. Þó er nokkuð öruggt að ef einhvers eins manns verður minnst frá þessum leikum þá verður það Pirmin Zurbriggen. Þeir sem einna helst eru taldir geta ógnað Zurbriggen í keppn- inni um gullið í alpatvíkeppninni eru Vestur-Þjóðverjinn Markus Wasmeier og austurríska tríóið Hubert Strolz, Gunther Mader og Bernhard Gestrein. Frakkinn Piccard sem er fyrsti Frakkinn til að vinna til verð- launa í bruni síðan 1968 segist ótt- ast Austurríkismennina mest. „Úrslitin ráðast í sviginu. Fjöl- margir geta slegist um verðlauna- sæti og ég er hræddastur við Austurríkismennina. “ __________________-ih/reuter Sovétmenn hafa unnið flest verðlaun Sovétmenn hafa unnið til flestra verðlauna á ólympíuleik- unum í Calgary. Samtals hafa þeir fengið sjö verðlaun af þeim 21 sem veitt hafa verið. Næstir í röðinni koma Austur- Þjóðverjar en þeir hafa unnið tvenn gullverðlaun. Sovétmennirnir hafa fengið þrenn gullverðlaun, þrenn silfur- verðlaun og eitt brons. Alls hafa 11 þjóðir unnið til verðlauna og skiptast þau svona: Land.....................g s b Sovétríkin...............3 3 1 Austur-Þýskaland.........2 0 0 Sviss....................1 1 0 Finnland.................1 0 1 Tékkóslavakía............0 1 1 Holland..................0 1 0 Vestur-Þýskaland.........0 1 0 Frakkland................0 0 1 Japan....................0 0 1 Noregur..................0 0 1 Bandaríkin...............0 0 1 Ólympíuleikamir eni ekki altt! í Calgary snýst flest þessa dag- ana um Ólympíuleikana. En fólk er misánægt með alla þessa um- fjöllun. Debbie, 19 ára gömul stúlka sem býr í Calgary segir: „Mér hundleiðast þeir og allt þetta vesen í kringum þá,“ og Be- verly vinkona hennar á sama aldrisegir: „Þeirerusvo hallæris- legir!“ En leikarnir eru ekki allt. í Calgary fer einnig fram ný- stárleg keppni sem ekkert tengist vetraríþróttum. Ungfrú Frökk keppnin átti fyrst að heita Ungfrú Frakka Ólympía en forráðamenn leikanna sættu sig ekki við það, svo nafninu var breytt. Keppnin felst í því að keppendurnir, sem eru einungis stúlkur, reyna að af- klæðast á sem djarfastan hátt. Og sú sem kemst best frá hlutverki sínu verður krýnd ungfrú FRÖKK! -TRJ/reuter Blóöugur sigur hjá Sovétmönnum? Sovétmennirnir hafa mótmœlt ummælum kanadíska þjálfarans um blóðgjafir hjá sovéska liðinu 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.