Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 8
KRON Hvernig líst þér á þessa Kaupstaðar- skó? Nota þarf aðstöðuna til öflugrar sóknar Tískusýning í Kaupstað. Kjötvinnslu- og matargerðarmeistarar að verki í Kaupstað. Þann 15. okt. sl. átti Gunnlaugur Þórhallsson 30 ára s St. Sveinsson kaupfélagsstjóri Gunnlaugi mikla og Ámnguisrík barátta í hálfá ö Þann 6. ágúst sl. sumar voru 50 ár liðin frá stofnun Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, KRON. Að stofnun þess stóðu: Kaupfélag Reykjavíkur, Pöntunarfélag verka- manna, Pöntunarfélag Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, Pöntun- arfélag Verkamanna- og sjómannafélags Keflavíkur og Pöntunarfélag Sand- gerðis. Stofnun KRON átti sér eðli- Iega alllangan aðdraganda. Kaupmenn voru allsráðandi um verslun í Reykjavík og á Suður- nesjum. Ýmsar tilraunir höfðu verið gerðar til að brjóta skörð í þann múr með stofnun pöntu- narfélaga stærri og minni hópa. Oft var þá um að ræða starfs- menn einstakra fyrirtækja og stofnana en stundum voru þessi samtök víðfeðmari. Kaupfélag Reykjavíkur var stofnað 1931. Aðastandendur þess og forgöngumenn voru eink- um úr röðum Sambandsmanna. Höfðu þeir hug á samstarfi við Alþýðusamband íslands, sem þá var í raun hið sama og Alþýðu- flokkurinn. í samvinnulögunum var þá enn ákvæðið um ótak- markaða ábyrgð félagsmanna. Undir það ákvæði vildu Alþýðu- sambandsmenn ekki játast. Kaupfélag Reykjavíkur sam- þykkti þá að ábyrgðin skyldi mið- ast við kr. 300.00. Það kom hins- vegar í veg fyrir að félagið fengi inngöngu í SIS og varð því ekki af samstarfinu. Um þetta leyti var svo Kaupfé- lag alþýðu stofnað og stóðu Al- þýðusambandsmenn að því. Það varð þó ekki langætt. Þrátt fyrir þetta hélt Kaupfélag Reykjavík- ur sínu striki, undir forystu Helga Lárussonar frá Kirkjubæjar- klaustri og opnaði sína fyrstu búð þann 1. júní 1933, í Bankastræti 2. Heildsölum var sú hugsun ekki sérlega geðfelld að kaupfélag næði að festa rætur í Reykjavík. Þeir settu afgreiðslubann á fé- lagið. SÍS tók þá að sér að sjá félaginu fyrir vörum. Félagið gerði einnig samning við Mjólk- urbú Ölfusinga og Alþýðubrauð- gerðina um kaup á mjólk og brauðum og tókst með því að lækka verð á þessum vörum til félagsmanna um 10%. Þótti brátt sýnt að kaupfélagið yrði ekki svelt til hlýðni. stofnað 1935 og Pöntunarfélagið í Sandgerði 1936. KRON verður til Pöntunarfélögin Pöntunarfélag verkamanna varð eiginlega til suður í Skerja- firði 1. okt. 1933 en tók formlega til starfa um það bil ári síðar. Pöntunardeildir höfðu þá sprott- ið upp víðsvegar um bæinn og var Pöntunarfélagið nánast inn- kaupasamband þeirra en deildirnar sáu um vörudreifing- una. Þetta fyrirkomulag þótti þó ekki gefast nógu vel. Félagið tók því að opna búðir og skipta deildunum eftir hverfum og stækka þær um leið. Kaupmenn hugðust kæfa þessa verslunarviðleitni þegar í byrjun. Samkeppnismönnum þykir sam- keppnin nefnilega ekki alltaf góð. Félag stórkaupmanna og Félag matvörukaupmanna settu því afgreiðslubann á Pöntunarfé- lagið. SÍS taldi sig heldur ekki geta flutt inn vörur fyrir það, en það gæti fengið afgreiðslu hjá því á innlendum vörum. Kaupfélag Eyfirðinga hljóp þá undir bagga með innkaup og afgreiðslu. Pöntunarfélag Hlífar var eldra í hettunni. Nær saga þess allt aft- urtil ársins 1916. Það rak sölubúð um skeið og átti orðið nokkrar eignir. Starf þess féll síðar niður en það var endurreist 1931. Pöntunarfélagið í Keflavík var Þótt öll þessi félög næðu nokkrum árangri var ljóst, að staða þeirra yrði mun sterkari ef þau næðu að sameinast, Því var þriggja manna nefnd falið að undirbúa stofnun sameiginlegs félags. Hana skipuðu Jens Figved framkvæmdastjóri, Vilmundur Jónsson landlæknir og Theodór B. Líndal hæstaréttarlögmaður. Öll félögin samþykktu að ganga tii samstarfs. Síðan var stofn- fundur haldinn, ákveðið að fé- lagið skyldi nefnast Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, gengið frá Iögum og kosin 9 manna stjórn. Hana skipuðu: Friðfinnur Guðjónsson prentari og leikari, Sveinbjörn Guðlaugs- son bílstjóri, Margrét Björns- dóttir frú, Runólfur Sigurðsson skrifstofustjóri, Theodór B. Lfndal hæstaréttarlögmaður, Benedikt Stefánsson gjaldkeri, Ólafur Þ. Kristjánsson kennari, Þorlákur Ottesen verkstjóri og Hjörtur B. Helgason bílstjóri. Stjórnin skipti sjálf þannig með sér verkum að Sveinbjörn var kjörinn formaður, Friðfinnur varaformaður, Theodór ritari og Hjörtur vararitari. Jens Figved var ráðinn framkvæmdastjóri og með honum skipuðu fram- kvæmdastjórn Vilmundur land- læknir og Árni Benediktsson skrifstofustjóri. Þegar hugað er að fyrstu skref- um félagsins vekur það eftirtekt hversu skipulags- og fræðslumál skipuðu þar háan sess. Stofnuð var sérstök deild til að sinna þeim málum og veitti Guðmundur Tryggvason henni ötula forystu. Sem dæmi um framtak deildar- innar má nefna að hún beitti sér fyrir kvikmyndasýningum um skipulag og starfshætti samvinn- Úr verslun KRON að Eddufelli. Ólafur St. Sveinsson kaupfélagsstjóri ávarpar stjórn KRON ufélaga og skiptu sýningargestir þúsundum. Þá styrkti félagið námshringi fyrir starfsfólk og aðra þá félaga, sem í þeim vildu taka þátt. í námshringjunum var m.a. fjallað um samvinnumál, bókmenntir og hagfræði. Leið- beinandi námshringjanna var Arnór Sigurjónsson. Haldin voru tungumálanámskeið og gefin út fræðslurit. Árið 1938 gekk KRON svo í SÍS. Arásarefni Um þetta leyti höfðu kaupfé- lög starfað vítt og breitt um lands- byggðina áratugum saman. Þar hafði þróunin yfirleitt orðið sú, að samvinnuverslunin færði út kvíarnar en einkaverslunin gekk í sig að sama skapi. Einkareksturs- mönnum þótti það ekki beinlínis ánægjuleg tilhugsun að hið sama yrði uppi á teningnum á suðvest- urhorninu. Þeir hófu því harða hríð að KRON og beittu þar einkum málgögnum sínum, Morgunblaðinu og Vísi. Voru ár- ásarefnin af ýmsum toga og yfir- leitt hin fáránlegustu. Var því m.a. haldið fram, að félagið okr- aði á viðskiptamönnum sínum. Var nú af sem áður var þegar Pöntunarfélag Verkamanna var borið þeim „sökum“ að selja ó- dýrt. Þótti ýmsum langt seilst til lokunar því að í ljós kom að álagning hafði lækkað frá því sem hún var á Pöntunarfélagsárun- um. Þess utan sýnist manni nú, að ef hagstæðara reyndist að versla við kaupmenn en KRON þyrftu þeir varla að kvíða samkeppn- inni. Þá var hamrað á því að félagið væri pólitískt. Það voru sam- keppnismenn auðvitað ekki. Náttúrlega var félagið pólitískt að því leyti sem öll félagsmál eru það. En það var ekki flokkspólit- ískt, enda opið öllum, sem í það vildu ganga, hvar í flokki sem þeir annars voru. Kaupfélags- stjórinn var sósíalisti, samstarfs- menn hans í framkvæmdastjórn alþýðuflokksmaður og fram- sóknarmaður. Stjórn félagsins og varastjórn var skipuð mönnum úr öllum þessum þremur flokkum. Afstaða manna til KRON byggð- ist einvörðungu á því hvort þeir aðhylltust fremur samvinnuversl- un eða einkaverslun. Ýms fleiri árásarefni mætti nefna þó að ekki sé gert hér en öll 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.