Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓOVILIINN Fimmtudagur 18. febrúar 1988 39. tölublað 53. örgangur Yfirdráttur á téKKareiKninga launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ísafjörður BSRB/VR Kyn- og aldursgreining rækju vakti forvitni þingmanna Alþýðubandalagsins þegar þeir sóttu Hafrannsóknastofnun heim í gærmorgun. Hór sjást þing- mennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Ragnar Óskarsson og Geir Gunnars- son við rækjuborð ásamt starfsmönnum stofnunarinnar, en að sögn Stein- gríms var vel tekið á móti þingmönnum og skoðunarferðin hin fróðlegasta. Mynd - Sig. Kaupleiga Kaupskyldu bætt við Kaupleigufrumvarpið lagtfram á mánudag. Meðal breytinga sem íhald ogframsókn hafa náðfram erað kaupskylda sveitarfélaga nái bœðiyfirfélagslega og almenna kaupleigu- kerfið Frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur um kaupleiguíbúðir verður lagt fyrir Alþingi nk. mán- udag og hefur þá tekið nokkrum breytingum frá þeim frumvarps- drögum sem voru kynnt ríkis- stjórnarflokkunum. Jón Sæmundur Sigurjónsson hefur átt sæti fyrir hönd krata í þeirri nefnd sem hefur fjallað um málið innan ríkisstjórnarinnar. Hann sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að meðal þeirra breytinga sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hefðu náð í gegn er að kaupskylda sveitarfé- laga á kaupleiguíbúðum nær ekki lengur bara yfir íbúðir í félagslega hluta kaupleigukerfisins, heldur einnig yfir íbúðir í almenna hlut- anum, sem sækja um lán til bygg- ingarsjóðs ríkisins. Smærri og meðalstór sveitarfé- lög hafa gagnrýnt kaupskylduna innan verkamannabústaðakerfis- ins og er viðbúið að þau muni gagnrýna þetta ákvæði í kaupleigufrumvarpinu, einkum þó innan almenna kerfisins. Gagnrýni Péturs Sigurðssonar, formanns Alþýðusambands Vestfjarða, vísaði Jón Sæmundur á bug og sagði að margir innan verkalýðshreyfingarinnar væru mjög jákvæðir í garð frumvarps- ins. -Sáf Þingeyri Hnmadans stjómvalda Kaupfélagsstjórinn: Undirstöðuatvinnugreinarnar reknar með halla. Millifœrslafrá útgerð til vinnslunnar gengur ekki lengur. Lausafjárstaðan aldrei verið verri Bæði sjávarútvegurinn og land- búnaðurinn er rekinn með tapi í dag, en þrátt fyrir það dans- ar höfuðið fyrir sunnan sinn hrunadans og heidur að það sé nóg að versla hver við annan og telja tekjur af ímyndaðri ferða- þjónustu. Við sem vinnum við undirstöðuatvinnugreinar þjóð- arinnar höfum fyrir löngu fengið okkur fullsadda af timbur- mönnum eftir þessi veisluhöld sem ríkt hafa og súpa seyðið af halla ríkissjóðs og fastgengis- stefnunni, sagði Bjarni Kr. Grímsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrflrðinga á Þing- eyri við Þjóðviljann. Kaupfélagið er stærsti atvinnu- rekandinn á Þingeyri og rekur fiskvinnslu, útgerð og þjónar landbúnaðinum í Dýrafirði og nágrenni. Að sögn Bjarna hefur lausafjárstaða vinnslunnar aldrei verið jafn slæm og nú í áraraðir og ekki er ástandið betra í land- búnaðinum. Það sem hefur hald- ið vinnslunni á floti hingað til þar vestra eru stöðugar millifærslur á milli útgerðar og vinnslu, en Bjarni segir að það dugi ekki lengur, og ef ekki á illa að fara á næstunni verða stjórnvöld að hætta sínum hrunadansi og taka á efnahagsvanda þjóðarinnar af einhverju viti. Starfsfólkinu var gerð grein fyrir ástandinu í fiskvinnslunni með bréfi ekki alls fyrir löngu sem fylgdi með launaumslaginu. Þetta var gert, að sögn Bjarna, til að starfsfólkið fengi það svart á hvítu hver staðan raunverulega væri hjá sínum vinnuveitanda. Jafnframt til að reyna að bæta vinnumóralinn á staðnum og koma þeim skilaboðum til starfs- mannanna að fyrirtækið geti ekki án þeirra verið né þeir án þess. -grh Sparifenu ausið í nágrannafyrirtæki íshúsfélag ísfirðinga: Úr Landsbankaí Útvegsbanka. Varneitaðum lán. Landsbankinn: Staðafyrirtœkja ísjávarútvegi slœm. Fjölgum ekki viðskiptavinum þaðan Við vorum búnir að bíða eftir svari í fjóra mánuði um til- tölulega litla fyrirgreiðslu frá Landsbankanum og svo þegar hún loksins kom, var hún þvert nei, án nokkurra skýringa né til- lagna um annað. Á sama tíma er bankinn að ausa sparifé Isfírð- inga í fyrirtæki í nágrannbyggð- alögunum allt í kring, sagði Magnús R. Guðmundsson, stjórnarformaður íshúsfélags ís- flrðinga við Þjóðviljann. Það vakti mikla athygli á ísa- firði fyrir skömmu þegar einu stærsta atvinnufyrirtæki bæjarins var neitað um lánafyrirgreiðslu hjá Landsbankanum, sem það hefur verið í viðskiptum við í ára- tugi, án nokkurra skýringa. Stjórn fyrirtækisins ákvað því að skipta um viðskiptabanka og er nú í viðskiptum við Útvegsbanka íslands á ísafirði. Hjá fyrirtækinu starfa á annað hundrað manns og ársvelta þess er um 300 milljónir króna. Að sögn Magnúsar R. Guð- mundssonar er í þessu tilfelli ekki við stjórnendur útibús Lands- bankans á ísafirði að sakast hvernig þetta mál fór, heldur fyrst og fremst við yfirstjórn bankans í Reykjavík sem þarna hafi gefið skipun vestur. Sagði Magnús að það hefði ekki verið neitt mál fyrir fyrirtækið að fá umbeðna fyrirgreiðslu hjá útibúi Útvegsbankans á ísafirði og það væri alveg ljóst að það útibú væri mun sjálfstæðara í sínum málum en útibú Landsbankans á staðn- um. Birgir Jónsson, útibústjóri Landsbankans á ísafirði sagði við Þjóðviijann að staða fyrirtækja í sjávarútvegi væri ekki björt þessa dagana og það væri stefna bank- ans að fjölga ekki viðskiptavinum í þeirri atvinnugrein. Hann sagði að það mætti alltaf deila um hve umrædd fjárhæð væri stór, sem farið var framá, en ekki vildi hann tjá sig nánar um upphæð- ina. Birgir sagði að það væri alltaf leiðinlegt að missa stóra viðskipt- avini frá bankanum, en neitaði því að fyrirtæki í nágrannabyggð- arlögunum fengju einhverja meiri fyrirgreiðslu en fyrirtæki í bæn- um. Það hefði verið mat yfir- stjórnar bankans að ekki væru til peningar til þess að koma til móts við óskir íshúsfélags ísfirðinga. -grh Samið við Lion Air Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Verslunarmannafé- lag Reykjvíkur samþykktu í gær að ganga að tilboði frá flugfé- laginu Lion Air í Luxemborg um ferðir félagsmanna sinna í sumar til Luxemborgar á mjög hag- stæðu verði. Boðið er uppá 2000 sæti og verður flogið með 500 sæta breiðþotu í 4 ferðum. Farið kost- ar 9.500 kr. með flugvallarskatti báðar leiðir. Ef bílaleigubifreið er tekin kostar ferðin 15.250 kr. miðað við fjóra í hóp og ef sumar- hús er tekið kostar pakkinn 28 þúsund krónur. Félögin hafa átt viðræður við Flugleiðir síðustu daga um hópaf- slátt fyrir félagsmenn en þegar sýnt var að ekki tækjust viðun- andi samningar að mati félag- anna var tilboði Lion Air tekið. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.