Þjóðviljinn - 20.02.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 20.02.1988, Page 4
LEtÐARI Steingrímur og stjómstöðin Þar til á síöasta ári vakti þaö athygli vítt um heim aö íslenska sendinefndin á þingi Samein- uðu þjóðanna gekk nær aldrei í berhögg við Bandaríkjstjórn þegar kom aö atkvæða- greiðslu. Það þurfti engar vangaveltur um at- kvæði íslands, reiknað var með að Bandaríkin réðu þar ferðinni. Ekki er frítt við að sumir fulltrú- ar á þingi Sameinuðu þjóðanna hafi litið á ísland sem hvert annað leppríki Bandaríkjanna. Oftar en ekki kemur afstaða Bandaríkjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna þannig fram að full- trúi þeirra er á móti ályktunartillögum. Árið 1986 voru Bandaríkin á móti um 80% þeirra tillagna sem þar komu fram, oftar en nokkurt annað ríki. Talið er að mæla megi fylgispekt ríkja við Bandaríkin með því að athuga hve oft þau voru á móti tillögum. Það kemur kannski ekki mjög á óvart að árið 1986 var ísrael í efsta sæti, séu ríki heimsins flokkuð eftir þessari aðferð. Það ár var ísland í 13. sæti enda fylgdu fulltrúar þess Bandaríkjunum að málum í 64% af atkvæða- greiðslum, oft einir allra fulltrúa Norðurlanda. Núverandi utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, hefur vissulega gert tilraun til að breyta ásýnd íslands að þessu leyti. Hann hefur komið því til leiðar að fulltrúar íslands líta ekki lengur út eins og framlenging af bandarísku sendisveitinni. Hann hefur stundum talað um Atlantshafsbandalagið eins og það sé ósköp venjuleg hernaðarblökk sem lýtur lögmálum jafnt innri sem ytri valdastreitu og hagsmuna- árekstra. Og á góðri stundu hefur hann ýjað að því, að kannski fari Bandaríkjaher einhvern tíma frá íslandi. Fyrir þetta hefur utanríkisráðherra fengið bágt hjá íhaldsmönnum. Á þeim bæ hefur aldrei þótt við hæfi að tala gáleysislega um Nató. Og sjálfstæðismálin hafa þar verið tvinnuð saman við skilyrðislausa undirgefni við Bandaríkja- stjórn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hef- ur nýverið ályktað sem svo að þjóðinni stafi vá af utanríksráðherranum. Þeir vilja fá úr því skorið hvort taka beri mark á orðum hans. Verk vega mun þyngra en orð. Og því miður hefur utanríkisráðherra látið orðin ein nægja í flestum tilfellum. Verkin hafa oftar en ekki verið í hrópandi mótsögn við það frjálslyndi sem hann boðar. Hér á þessum vettvangi skal síður en svo gert lítið úr þeirri breytingu sem orðið hefur á afstöðu íslands hjá Sameinuðu þjóðunum'. Héðan hefur margoft verið kallað eftir meiri reisn af íslands hálfu í alþjóðasamskiptum. En því miður hefur ekki verið bryddað upp á nýjungum á öðrum sviðum utanríkismála. Þar er allt með sömu ummerkjum og verið hefur um áratugaskeið þrátt fyrir allar tímamótaræður utanríkisráð- herra. Sjaldan hefur Bandaríkjastjórn veitt jafnmiklu fé til byggingar hernaðarmannvirkja hér á landi og hin síðustu ár. Kafbátabirgðastöðin í Helgu- vík og ratsjárstöðvarnar fjórar eða fimm, ein á hverju landshorni, falla vel inn í nýjar stríðsáætl- anir Nató um að varnarlína þess í Atlantshafi verði norðan íslands. Betur en nokkru sinni fyrr kemur í Ijós að Bandaríkjaher er ekki hér til að verja íslendinga né íslenska hagsmuni. ísland er orðið að hátæknivæddri fjarskiptastöð og héðan má stjórna flugvélum, kafbátum, eld- flaugum og alls konar duflum. í samræmi við nýtt hlutverk íslands í banda- rísku stríðsvélinni hefurSteingrímur Hermanns- son utanríksráðherra leyft að byggð sé stjórn- stöð á Keflavíkurflugvelli. Mannvirkið er það rammgert að það stenst 7 daga nútímastríð. Löngu eftir að síðasti íslendingurinn er hniginn í sprengjuregni og tilheyrandi geislafári, mun bandaríska tækniliðið í stjórnstöðinni senda skilaboð til að samræma aðgerðir drápstóla í undirdjúpunum og himingeimnum. íslenskir íhaldsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af stefnu Steingríms Hermannssonar í utanríksmálum. Hvað sem kann að hrökkva upp úr honum þegar hinn frjálslyndi gáll er á honum, þá er hann þeim innilega sammála í öllum grundvallaratriðum. (sland mun enn um hríð verða í Nató, ekkert lát verður að sinni á bandarískri hersetu og áfram verður unnið að því að breyta landinu í hátæknivætt víghreiður. Bmóðviliinn Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjódviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, OlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utiitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof u stjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsia: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Utbreiðsla: G. MargrétÓskarsdóttir. Afgroiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausa8Ölu:55kr. Holgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð ó mónuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.