Þjóðviljinn - 20.02.1988, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.02.1988, Qupperneq 5
, ,Athugasemd vegna fyrirsagnar", „lands- faðir í sumarfríi“, „blæbrígði“ og fleira smálegt „Athugasemd vegna fyrirsagn- ar“ heitir lítil klausa niðrí hægra horni á síðu tvö í Morgunblaðinu í gær. Þar er skýrt frá því að „blæ- brigðamunur" sé á fréttafyrir- sögn Mogga á baksíðu fimmtudagsblaðsins og efnisinn- taki viðmælandans, Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra. Um- rædd fyrirsögn, „Boð Sovét- manna: Forseti og forsætisráð- herra einhuga um málsmeðferð" hefur sumsé ekki sömu blæbrigði og það sem sagt er í inngangi fréttarinnar. Þar segir að „frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, og Þorsteinn Pálsson, for- sætisráðherra," séu „sammála um meðferð ríkisstjórnarinnar á boði sovésku ríkisstjórnarinnar til forseta um opinbera heim- sókn“. Og síðan munar blæbrigð- um á innganginum og því sem haft er eftir forsætisráðherranum í fréttinni, en þar segir að þegar boðið kom „var forseti, að sögn forsætisráðherra, reiðubúinn að gera það í málinu, sem ríkis- stjórnin teldi eðlilegt.“ Fegurst blæbrigði verða þó á hinum ýmsu útgáfum Morgun- blaðsins og forsætisráðherra þeg- ar sá síðarnefndi sér ástæðu tilað hnykkja á og segir „rétt“ að taka fram „að það hefur ekki verið á- greiningur milli mín og forseta ís- lands um meðferð málsins“. Orð og afsökun gilti engin í þessum stað / heiftin svo hugann fyllti / hjartað var for- blindað, segir Hallgrímur í passí- usálminum um útleiðslu Kristí. Það vekur athygli að hvorki Morgunblaðið né Þorsteinn sjá ástæðu til að biðja hlutaðeigend- ur forláts, einsog vanalegt er á blöðum þegar það hendir að upp kemur misskilningur í fréttafrá- sögn eða mönnum er gert rangt til. Hlutaðeigendurnir í þessu máli eru ef til vill ekki nógu fínir pappírar að dómi Morgunblaðs- ins . Þeir aðilar sem hér eiga hlut að máli eru nefnilega aðeins tveir. Annarsvegar forseti ís- lands, hinsvegar íslenska þjóðin. Enda segir Morgunblaðið að- eins „blæbrigðamun“ á frásögn- um sem öðrum sýnast vera í full- kominni andstöðu hvor við aðra. Annarsvegar er um það að ræða að forseti fallist á niðurstöðu meirihluta ríkisstjórnarinnar um Moskvuboðið. Hinsvegar að for- setinn sé sammála þessari niður- stöðu ráðherra Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og taki þarmeð þátt í deilum þeirra við ráðherra Framsóknarflokksins. Orðið „blæbrigði" hefur í Orð- abók Menningarsjóðs skýring- una „litbrigði, tilbreyting". Og að dómi Morgunblaðsins flokk- ast það undir stílleg litbrigði hvort skýrt er frá því að forseti íslands taki mark á meirihluta ráðherra sinna eða því að forseti íslands taki flokkspólitíska af- stöðu í deilum milli stjórnar- flokkanna. Dœmalaust Það stendur hinsvegar eftir af upprunafrétt blaðsins, hversu margar „athugasemdir vegna fyr- irsagnar" sem Moggi birtir, að Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra hefur blandað forsetaemb- ættinu með einkar ósmekklegum hætti inní deilur sínar við Steingrím Hermannsson um Moskvuferðina, einmitt með þeim tvíræðu ummælum sínum að ekki hafi verið „ágreiningur" milli hans og forsetans um máls- meðferð. Það hefur hingaðtil verið viðurkennd vinnuregla íslenskra stjórnmálamanna að skýra ekki opinberlega frá samræðum sínum við forseta íslands nema í allra stærstu dráttum. Forsetinn er forseti Sjálfstæðismanna jafnt sem Alþýðubandalagsmanna, hann er forseti hinna flokkslausu og líka forseti þeirra sem ekki hafa kosningarétt. Hann verður að geta treyst á að hafa fullan trúnað allra stjórnmálamanna, og hann verður að geta treyst því að þeir virði stöðu hans ofar pól- itískum deilum og daglegu þrasi. Þetta atvik mun vera dæma- laust í sögu fullveldisins, og í flestum grannlöndum okkar mundu viðlíka fréttir um sam- skipti leiðtoga ríkisstjórnar við þjóðhöfðingja hafa í för með sér háværar kröfur um opinbera af- sökunarbeiðni hins fyrrnefnda, ef ekki hreinlega um afsögn. En einsog komið hefur í ljós í ótal hafskipsmálum og flugstöðv- arhneykslum þá erum við öðru- vísi. Hér komast æðstu menn upp með allan skrattann ef þeir hafa réttu samböndin og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss við helstu klíkurnar í hinu ættbundna veldi íslenskra smákónga. Meðal ann- ars vegna linku og misjafns heiðarleika nokkurra stærstu fjölmiðlanna með Mogga í broddi fylkingar. Þeir bregðast æ oní æ þeirri skyldu sinni sem meðal engilsaxa er kennd við fjórðu grein samfélagsvaldsins, til aðhalds hinum þremur. ✓ Afram veginn Fyrirbrigði einsog deilurnar um Moskvuboðið standa aldrei ein sér, án forsögu og eftirleiks. Forsögu þessa máls, eða bak- sviði þess, hefur áður verið lýst í Þjóðviljanum. Þar skiptir miklu máli persónuleg spenna milli tveggja forsætisráðherra, mögnuð af pólitískum skærum milli stjórnarflokkanna um ábyrgð á óvinsælum stjórnarað- gerðum. Einn hliðarþráð má svo rekja til þess sem stjórn Fram- sóknafélags Reykjavíkur kallar í ályktun „kaldastríðshugsunar- hátt ýmissa forystumanna Sjálf- stæðisflokksins", sem gangi „í berhögg við hagsmuni lslands á alþjóðavettvangi“, - og mjög sennilegt er að annar þráður liggi eftir krókaleiðum beint inní höfuðstöðvar Nató í Brussel. Og enn einn þráður málsins er spunninn í vélum ullarsam- steypunnar sem SÍS og Álafoss stofnuðu fyrir skemmstu. Eftirleikurinn er hinsvegar ó- ljós enn. Málið verður tekið upp í utanríkismálanefnd eftir helgi og það væri stórundarlegt af þing- mönnum að hika við opinberar umræður um þessa endaleysu alla af misskilinni tillitssemi við þann sem einn kemur heill hildi frá, húsráðandann á Bessastöðum. Líklegast er þó að Moskvu- heimboðsmálið haldi fyrst og fremst áfram sem kaldara stríð innan ríkisstjórnarinnar. Til dæmis er einkar athyglis- vert að það er fyrst í fréttaviðtali við Þjóðviljann í gær að Þor- steinn Pálsson ræðst úr forsæti sínu að því háttalagi Steingríms Hermannsonar að gagnrýna að- gerðir og aðgerðaleysi stjórnar- innar í ýmsum efnahagsmálum, til dæmis vaxtastefnu hennar eða hegðun í kjarasamningunum, utan stjórnarvettvangs, í fundar- ræðum og fjölmiðlaviðtölum. Svör Þorsteins bera greinilega í sér kergjuna eftir að hafa staðið frammi fyrir almenningi sem lítill karl í Moskvuboðsdeilunum. „Það er ljóst að utanríkisráð- herra hefur á fundum og í blaða- viðtölum verið með yfirlýsingar um að það þurfi að að grípa inn í atburðarás efnahagsmála áður en kjarasamningar hafa náðst,“ segir Þorsteinn, og síðan koma þessar kveðjur: „Innan ríkis- stjórnarinnar hefur hann hins- vegar ekki komið fram með neinar tillögur um það og verið sammála þeim gangi mála sem ríkisstjórnin hefur haft á málun- um.“ Og hefur hér fundist eftir nokkra yfirlegu veikur blettur á utanríkisráðherranum sem DV kallaði í vikunni „landsföður í sumarfríi". Framsókn í kosningaham? Moskvuboðsmálið virðist fyrirboði stóraukins skæruhern- aðar innan ríkisstjórnarinnar á næstunni, og raunar hafa þær raddir heyrst sem telja viðbrögð Steingríms og Framsóknar- flokksins benda til þess að „landsfaðirinn“ sé að búa sig undir að ljúka sumarfríinu. Ríkisstjórnin, - fyrst og fremst Alþýðuflokks - og Sjálfstæðis- flokkshlutar hennar -, er óvin- sæl. Yfir standa erfiðir kjaras- amningar. Stjórnin virðist undir- búa áðgerðir sem mundu gera hana enn óvinsælli. Á þessum ferli miðjum gæti allt farið uppí loft, og væri Framsóknarflokkn- um vænn akkur í því að hafa ný- verið niðurlægt Þorstein Pálsson. Vegna þess að hugsanleg kosn- ingabarátta flokksins mundi í enn meiri mæli en fyrr snúast um hinn dáða landsföður í norðurkóresk- um stfl, og væri þá samanburðin- um við feril Þorsteins Pálssonar ætlað stórt hlutverk. Bessastaðir eru Bessastaðir Þessi atburðarás væri í venju- legum íslenskum fangbragðastfl í pólitíkinni, - og væri út af fyrir sig engin ástæða að harma það að afleit ríkisstjórn hrökklaðist frá. Eftir Moskvumálin er hinsveg- ar kominn tími til að þjóðin vari þá stjórnmálamenn alvarlega við sem láta sér koma til hugar að blanda stöðu forsetans inní skærur sínar í sókn eða vörn. Slíkum mönnum dugir ekki það eitt að hreinsa sig með „athuga- semd vegna fyrirsagnar". Menn verða að gjöra svo vel að skilja að Bessastaðir eru Bessa- staðir. Mörður Árnason Laugardagur 20. febrúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.