Þjóðviljinn - 20.02.1988, Page 8
Kontrabassaleikarinn: Árni Pótur Guöjónsson leyfir gestum sínum að heyramöguleikahljóðfærisins-eða,
er einhver þarna? Mynd: Sig.
Frú Emilía sýnir
Kontra-
bassann
Hefur
kontrabassaleikarinn
einhverja möguleika á að
ná í sópransöngkonuna?
Uppi á lofti í bakhúsinu við
Laugaveg 55 eru nú hafnar
sýningará leikritinu Kontra-
bassinn eftir Patrick Suskind:
Kontrabassaleikarinn ereinn
heima hjá sér, - með kontra-
bassanum, einn eftirmiðdag,
áður en hann fer í vinnuna í
Óperunni um kvöldið. Hann er
stoltur af sínum bassa, og
gerir mikið úr mikilvægi hans í
hljómsveitinni, eða... Kannski
er bassinn bara skítahljóð-
færi. Stór og þungur og getur
ekki gefið frá sér nein al-
mennileg hljóð. Baraein-
hverjardrunur. Og hefur
kontrabassaleikari einhverja
möguleika á að ná í sópran-
söngkonu?Tekuryfirleitt
nokkur eftir honum? Hefur
hann möguleika á að láta taka
eftir sér? Eða er hann dæmd-
urtilævilangrarþrælkunar-
vinnu, hlekkjaðurvið bas-
sann, - í hljóðeinöngruðu her-
bergi?!
Kontrabassaleikarinn er einn
þeirra sem enginn sér. Sem eng-
inn tekur eftir. Hann er þarna
bara með allar sínar vonir, þrár;
og drauma, og kannski mun!
aldrei neitt gerast í hans lífi.
Kannski tekst honum aldrei að
breyta neinu. Kannski.
Að sýningunni stendur
leikhópurinn Frú Emilía, sem í
þetta sinn eru leikstjórinn Guð-
jón P. Pedersen, Guðný B. Ric-
hards sem sér um leikmynd og
búninga, Ólafur Örn Thorodd-
sen ljósamaður og Árni Pétur
Guðjónsson sem leikur kontra-
bassaleikarann. Þýðendur
leikritsins eru Hafliði Arngríms-
son og Kjartan Óskarsson.
LG
Kjarvalsstaðir
Fjöru-
menn
Sæmundur
Valdimarsson sýnir
skúlptúra úr rekaviði
í dag kl. 14:00 opnar Sæ-
mundur Valdimarsson sýn-
ingu á skúlptúrum úr rekaviði,
ávesturgangi Kjarvalsstaða.
Sæmundur fæddist árið 1918 að
Krossi á Barðaströnd og var bú-
settur þar til fullorðinsára. Árið
1948 fluttist hann til Reykjavík-
ur, og hefur síðustu þrjátíu ár
stundað vaktavinnu í Áburðar-
verksmiðjunni í Gufunesi. Hann
fór að setja saman myndir úr
steinum og rekaviði um 1970, tók
fyrst þátt í samsýningu 1974, og
hélt sína fyrstu einkasýningu árið
1983.
Sýningin sem opnar á Kjarvals-
stöðum í dag er sjötta einkasýn-
ing Sæmundar og ber yfirskriftina
Fjörumenn. H ún stendur til
sunnudagsins 6. mars.
LG
Kammersveitin og fíflarínn
Kammersveit Reykjavíkur
hélt tónleika í Bústaðakirkju
sunnudaginn 7. febrúar. Þeir hóf-
ust á merkilegu tónverki eftir
Benjamin Britten. Það var Can-
ticle 11, „Abraham og ísak“ op.
51. Þorsteinn Gauti Sigurðsson
Iék á píanóið af hreinni snilld.
Hvað er þessi maður annars að
bedrífa? Kenna smábörnum á pí-
anó? Er til meiri lukka fyrir lista-
menn en vera þegn þessarar ham-
ingjusömustu og bjartsýnustu
þjóðar heimsins? Einsöngvarar
voru Sverrir Guðjónsson kontra-
tenór og Gunnar Guðbjörnsson
tenór. Þeir sungu svo vel að mað-
ur vissi ekki hvaðan stóð á sig
veðrið. Alla vega var það ekki
íslensk norðanátt. Það var eins og
mildur sunnanþeyr úr þeim
löndum þar sem sönglistin á ætt
og óðul. Þessir menn eru báðir
ungir að árum og verður gaman
að fara á tónleika þegar þeir
verða orðnir skólaðir og
Iífsreyndir.
Annars voru þessir tónleikar
tileinkaðir 150 ára afmæli Max
karlsins Bruch. Hann var fæddur
um svipað leyti og Brahms en dó
hundgamall árið 1920. Var hann
þá eins og egypsk múmía á safni
innan um alla módernistana. Þó
var Bruch auðvitað mikill músik-
ant. En tíminn er miskunnarlaus.
Hann eyðir öllum nema mestu
snillingunum. Á tónleikunum var
leikin septett eftir Max litla því
hann var aðeins ellefu ára er hann
samdi verkið sem fannst þó ekki
fyrr en árið 1981. Þó það kunni að
vera mikið afrek af ellefu ára
gutta, er það í sjálfu sér svo ótrú-
lega andlaus og leiðinlegt að ég
hélt að blessað barnið ætlaði að
gera út af við oss alla. Það var þó
bót í máli að músikin, ef músik
skyldi kalla, var ágætlega leikin
þó mig gruni að hljóðfæra-
leikurunum hafi þótt lítið gaman
að spila hana. Hitt verkið eftir
Bruch sem flutt var á þessum
konsert var tríó op. 83 fyrir klar-
inettu, lágfiðlu og píanó. Það var
prýðilega leikið af Einari Jóhann-
essyni, Helgu Þórarinsdóttur og
Þorsteini Gauta Sigurðssyni.
Tónskáldið var 72 ára er hann
setti verkið saman og hefur senni-
lega verið orðið barn í annað sinn
því ég merkti enga framför í
leiðindum frá fyrra barnabrekinu
nema hvað hið síðara var miklu
styttra. Er það að vísu ekki svo
lítil lífsviska að læra að stytta mál
sitt, sérstaklega þegar um þá
menn er að ræða sem ættu tví-
mælalaust alltaf að þegja. Þar
með lauk þessu afmælispartýi og
þarf ég sennilega ekki að hafa
meiri áhyggjur af Bruch gamla
það sem ég á eftir ólifað. Ég verð
örugglega dauður þegar hann
verður 200 ára. Og er fátt svo
með öllu illt að ekki boði nokkuð
gott.
En nokkrum dögum seinna
voru stórmerkilegir tónleikar í
Fríkirkjunni. Þar lék ungur og
SIGURÐUR ÞÓR
GUÐJÓNSSON
óþekktur fiðluleikari frá Slóven-
íu en hún er innan landamæra
Júgóslavíu. Hann heitir Miha
Pogacnik. Hann lék eingöngu
Bach. Og ekki réðst hann á garð-
inn þar sem hann er lægstur.
Hann gerði sér lítið fyrir og flutti í
einni lotu fjögur stórverk. Hann
byrjaði á chaconnu úr partítunni
nr. 2, þá lék hann sónötu nr. 1,
partítu nr. 3 og loks sónötu nr. 3.
Pogacnik er mikill virtúós. Hann
lék líka af miklum krafti og hita.
En nákvæmni hans fannst mér
stundum nokkuð ábótavant. Og
mér fannst skorta eitthvað sem
erfitt er að lýsa; eins konar innri
spennu sem ég skynja í þessari
músík. En eigi að síður voru þetta
sannarlega áhrifamiklir tónleikar
frábærs listamanns. Og hug-
sjónamanns! Eftir tónleikana
flutti Pogacnik mjög einlæga og
fallega ræðu til áheyrenda. Hann
vill sameina mannkynið með list-
inni ofar truarbrögðum, þjóðerni
og annarri sýndaraðgreiningu er
klýfur það í andstæða hópa. Til
þess ferðast hann land úr landi og
spilar fyrir fólk. Hann neitar að
leika inn á hljómplötur. Hann vill
að listin sé beint andlegt samband
milli flytjenda og áheyrenda. Það
má nærri geta hvort slíkur maður
heimtar háar fjárfúlgur sjálfum
sér til handa til að færa heiminum
list sína. Hann er enginn Axk-
henazy, sem fór í fýlu og neitaði
að leika með einhverri frægustu
hljómsveit heimsins Paganinitil-
brigði Rakkmaninovs, af því
hann fékk ekki þá þóknun sem
hann setti upp fyrir konsertinn.
En það voru ein lítil árslaun lægst
launaðra verkamanna á íslandi í
dagvinnu. Og þessir herrar hafa
efni á að geispa um ófrelsi og kúg-
un. Þó ekki alls staðar. Bara surns
staðar. En fátækt er líka ófrelsi.
Og með peningum má kaupa ým-
iss koanr frelsi. Fátækustu stétt-
irnar í svokölluðum lýðræðisríkj-
um vesturlanda eru ekki hóti
frjálsari en almenningur í þeim
löndum þar sem „andlegt ófrelsi“
er við lýði. En þetta eiga margir
erfitt með að skilja eða vilja ekki
skilja. Þeir byggja sér bara stær-
stu og fínustu einbýlishús sem
reist hafa verið í einu landi. Þeim
er svo umhugað um frelsi og
jafnrétti. Þeir hafa allt það frelsi
sem yfirleitt er til á þessari jörð.
Enda snobbar lýðurinn og
skríður fyrir þeim eins og þeir séu
guðir. Þá vil ég heldur snillinga
eins og hann Miha Pogacnik.
Aldrei sá Schubert grænan eyri.
Ekki Mozart. Og Bach var fá-
tækur barnamaður og vinnu-
þræll. En auður þessara manna
kom innan frá. þeir lifðu stöðugt í
dyrð heilags anda. Og hans gjald-
miðill er ekki $. Og sem betur fer
eru slíkir menn ekki útdauðir.
Þeir eru kannski stimplaðir
barnalegir draumóramenn. Og
það eru þeir vissulega ef aðalatr-
iði lífsins er það að skara eld að
sinni köku og velta sér upp úr
auðvirðilegum nautunum. En frá
andlegu sjónarmiði eru þessir
draumóramenn salt jarðar.
Sigurður Þór Guðjónsson
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. febrúar 1988