Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Barnapía - Vesturbær Barnapía óskast fyrir 21 mánaða yndislega telpu annað slagið seinni partinn eða á kvöldin. Upp- lýsingar í síma 28257. Til sölu Husquarna saumavél til sölu. 6 ára, selst á kr. 6000. Upplýsingar í síma 611449 eftir kl. 17.00. Glersófaborð m/reyklitaðri plötu til sölu. Uppl. í síma 78618. Tölva til sölu Commodore 128k, með diskettu- drifi, 150 leikjum, 2 stýripinnum, diskettuboxi, 75 diskettum og kassettutæki. Verð kr. 27.000. Upplýsingar í síma 74035, Egill Darri. Icelandic girls Marriage minded Californian man, 28, vacationing here in the summer, wishes to meet a single young girl with a similar outlook on life. Please write to: Frank, 3008 Brisbane Court, Sacram- ento, California 95826, U.S.A. Trabanteigendur athugið! Hef til sölu nýleg vetrar- og sumardekk á felgum. Seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 18648. Óskast keypt 2 hægindastólar með skammeli óskast. Áklæði má vera lélegt. Upplýsingar í síma 46462. Gólfteppi gefins ca. 40 m2 gólfteppi fæst gefins gegn því að það sé tekið af gólf- inu. Upplýsingar í síma 75188 á kvöldin eða í síma 681333 (vs. á daginn biðjið um Guðrúnu í prentsmiðju). Fataskápur Þarft þú að losa þig við gamlan eða nýlegan fataskáp, sem jafnvel þarfnast viðgerðar? Sláðu þá á þráðinn til okkar því okkur bráðvantar hann. Síminn er 16049. Herbergi óskast Ungur námsmaður óskar eftir herbergi í miðbænum. Upplýs- ingar í síma 611649. Til sölu gegn vægu verði hjónarúm úr Ijósum viði með springdýnum og náttborðum í stíl, hár, gamall stofuskápur, sófa- borð, símaborð, kistur, smáborð, 2 fimm arma Ijósakrónur og ýmis- legt smádót. Upplýsingar í síma 40905 e.kl. 18. Til sölu - gefins (sskápur fæst gefins. Á sama stað er til sölu leðurjakki nr. 38- 40, selst ódýrt, karlmannaföt nr. 54, hjónarúm og zoom-linsa 75- 200mm á Canon vél. Upplýsingar í síma 675089. Enskur peningaskápur til sölu. Upplýsingar í síma 17398 kl. 4-8. Til sölu þvottavél Zerowatt 955, 9 ára á kr. 5000. Einnig lítið sporöskjulagað borð á stálfæti á kr. 2000. Upplýsingar í síma 672794. Barnagæsla - Melar Unglingur óskast til að gæta 5 ára drengs 2 kvöld í viku. Upplýsingar í síma 13374 hjá Þórhildi. Sófasett Nýtískulegt og vel með farið sófa- sett óskast. Upplýsingar í síma 28257. Atvinna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. Ymislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka ekki. Tilboð óskast send auglýsing- adeild Þjóðviljans merkt „Dugleg Þverflauta Óska eftir að kaupa þverflautu. Upplýsingar í síma 680006 e. kl. 19. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Upplýsing- ar í síma 19239. Myndlistarmaður vill taka á leigu einhvers konar húsnæði til að vinna í. Má vera hvað sem er, kjallari eða háaloft. Þarf ekki að vera innréttað. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Er ekki einhver góðhjörtuð manneskja sem vill leigja pari með eitt barn 3ja her- bergja íbúð? Reglusemi og skilvís- um greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð- uvagna og leikfangabíla. Póstsend- ingarþjónusta. Auður Oddgeirsdóttir húsgagnasmið- ur, sími 99-4424. Húsnæði óskast Sjómaður um fertugt óskar eftir að taka á leigu einstaklingsíbúð eða herbergi með sérinngangi. Upplýs- ingar í síma 75521 eftir kl. 20.00. FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 1988 í Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðal- fundi, skulu vera komnar I hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, frá og með 15. mars nk. frá kl. 9.00-17.00. Af- hendingu atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundar- dags. Stjórn Flugleiða hf. Póstminjasafnið Póst- þjónusta lands- höfð- ingja- tímans Póstþjónusta landshöftSingja- tímans 1872-1904 nefnist sýning sem nú er haldin í Póst- og síma- minjasafninu í Hafnarfirði. Landshöfðingjar voru Hilmar Finsen, Bergur Thorberg og Magnús Stephensen. Á sama tímabili voru póstmeistarar þeir Ole Finsen og Sigurður Briem. Bréfasafn póstmeistaranna er mikið að vöxtum og í því er marg- víslegur fróðleikur um samskipti þeirra við yfirmenn og undir- menn. Þá er töluvert um bréf vegna frímerkjaskipta við önnur lönd og margar bænaskrár um breytingar á póstferðum. Sem dæmi um bréfakost sýn- ingarinnar má nefna bréf frá Ein- ari Benediktssyni skáldi þar sem hann óskar eftir því við póst- stjórnina að hún sjái um dreif- ingu á blaði hans Dagskrá sem átti að koma út „hvern virkan dag“ frá 1. júlí 1897. Þetta fyrsta dagblað á íslandi varð ekki lang- líft. Á sýningunni er líka fyrsta vél- ritaða bréfið sem barst póstmeistara, kom 1893 frá Den- ver í Colorado. Fyrsta innlenda vélritaða bréfið barst aftur á móti póstmeistara 1897. Sendandi þess var Páll Einarsson, þá bréf- hirðir og sýslumaður á Patreks- firði, en síðar fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur og hæstaréttardóm- ari: Eitt bréfanna er með ósk frá Japönum um frímerkjaskipti og er það frá 1878. Ibréfifrá22. nóvember 1898 er Elísabet Jónsdóttir, ekkjufrú í Bæ í Króksfirði, skipuð til þess að vera „póstafgreiðslukona". Er hún fyrsta kona sem skipuð var til starfa í póstþjónustunni, en áður hafði kona verið ráðin til bréf- hirðingarstarfa. Fleiri forvitnileg bréf eru á sýn- ingunni og hafa þau í senn gildi fyrir póstsögu og landsscigu. Mörg þessara bréfa eru listavel skrifuð og stafagerð skrautleg. Frímerki eru einnig á sýning- unni, m.a. nokkur sýnishorn aurafrímerkja 1876-1901. Þau komu í stað skildingafrímerkja. Margt safngripa er að finna í Póst- og símaminjasafninu. Með- al nýrra muna er VF-viðtæki sem smíðað var og endurbætt af Rík- arði Sumarliðasyni á verkstæði Landsímans og var í varðskipinu Ægi. Tæki þetta kom eftirminni- lega við sögu björgunar áhafnar Geysis af Vatnajökli 1951, en í því heyrðist fyrsta neyðarkallið. Póst- og símaminjasafnið sem nýlega átti eins árs afmæli er við Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Það er opið sunnudaga og þriðjudaga kl. 15-18. Aðgangur er ókeypis. Þeir sem vilja skoða safnið utan opnunartíma hafi samband við safnvörð í síma 54321. f stjórn Póst- og símaminjasafnsins eru Þorgeir K. Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri, formaður, og auk hans Bragi Kristjánsson fram- kvæmdastjóri og Kristján Helga- son umdæmisstjóri. Safnvörður er Magnús Eyjólfsson. _______________AFM/tLI_____________ Sjötugur Valdimar Valdimarsson bóndi Strandseljum í ísafjarðardjúpi í hug minn kómu ljóðlínur Steingríms „Bændabýlin þekku bjóða vina til...“ er mér varð hugsað til Strandselja í Ögur- sókn, þá samsveitungi minn minnti mig á, að Valdimar bóndi þaryrði sjötíu ára þann 22. þ.m., - þ.e. í gær, en þar hefur hann erjað jörðina í nærfellt hálfa öld og farnazt vel í búskap sínum. Foreldrar Valdimars eru eigi upprunnin úr ísafjarðardjúpi, heldur aðflutt í Laugardalinn, - að Blámýrum, komin úr Dölum sunnan eða Saurbæ, Valdimar Sigvaldason og Ingibjörg Felix- dóttir. Á Blámýrum fæddist þeim hinn ungi sveinn er nú fagnar fyll- ingu hins sjöunda tugar og þar ólst hann upp. Möguleikar þeirrar kynslóðar er óx úr grasi á þriðja áratugnum voru eigi miklir til menntunar eða forfrömunar að öðru leyti, nema til kæmi ríkidæmi foreldra eða aðstandenda annarra, en alla burði hafði Valdimar til þjónustu við menntagyðjuna. Ef til vill hefur hugur hans ávallt staðið til gróðurs og jarðar, að minnsta kosti hefur hann vel notið sín sem bóndi á sinni snotru jörð, sem hann hefur bætt stórlega í ræktun og húsakosti. Er eigi annarsstað- ar við Djúp að sjá lanir svo snemma sumarsins á grænni grund sem á hans velli, er áður var flugvöllur, melur einn er sól nær eigi að svíða þá hún glatt skín á Djúp. Valdimar er maður heimakær og unir sér vel á býli sínu við hin venjubundnu störf, hversdags- lífið á bezt við hann, og hann er maður hógværðar og athygli, létt- ur hversdags og gamansamur ef því er að skipta. í sveitarstjórn hefur hann setið mörg ár, og er eigi í vafa að velkjast, að með gætni og hyggindum hefur hann fjallað um þau mál er uppi hafa verið á hverjum tíma, átt auðvelt með að setja sig inn í þau og skilja hismið fræga frá enn rómaðri kjarna, ef hann þá nokkur var, en auvirðileiki og hjóm hluta dylst ekki svo greindum og gaman- sömum manni. Á heimili hans og Sigríðar mætir gestinum alúð og gestrisni, látleysi og innilegheit, snyrtilegt allt um innanstokks, kaffi, spjall í eldahúsi, gestagleidd engin, vin- semd, friður... - Aðeins eitt verk unnum við Valdimar saman um dagana, enda þótt ég hafi sem sóknarprestur hans unnið eitthvað af prestverkum fyrir þau Valdimar og Sigríði - og er reiðu- búinn þar við að bæta, endur- skoðun reikninga ræktunarfé- lags, er með sér höfðu stofnað búendur úr Vatnsfjarðar og Ög- ursóknum. Hafði félagið mjög upp dregizt undanfarið og sátum við í Strandseljastofu, ásamt reikningshaldara eitt kvöld er hallaði sumri, að glugga í reikn- inga þess og undirrita, að dánar- vottorð mætti út gefa. Vann Valdimar að þessu verki með alúð og nákvæmni og sá ég það þá hve glöggur hann var á tölur og reikningsfærslur allar og í engu vildi hann um ráð fram rasa. Finnst mér, sem þessar fáu línur hripa að ég hafi þekkt hann betur en áður - og vóru þó kynni okkar nokkur. Húmið seig yfir býli Valdimars á ströndinni, flóð sjávar, bjart í stofu, og er við höfðum lokið verki um lágnættið dró reiknings- haldi úr pússi sínu fleyg víns og skenkti á staup húsráðanda svo og mitt, - og mátti eigi minna vera eftir erfiðið, - þetta eru þó með sanni söguslóðir Hávarðar ísfirðings og þess er frægastur hefur verið af ísfirzkum bænda- sonum: Þormóðar Kolbrúnar- skálds. Sigríður kallar í kaffi, sem vissulega er vel þegið og síðan fylgir húsbóndinn okkur til dyra, kveður, hverfur í hús inn en við í hraðreiðir vorar. Ég flyt þér okkar beztu kveðj- ur hér í Vatnsfirði, svo og allra vina þinna í Djúpi. Megir þú njóta lífsins lengi enn á þínu góða heimili og sjá af hlaði Strandselja sólina koma upp í austri og hella geislum sínum yfir Djúpið blátt. Lifðu heill! Sigríði og börnunum tveim óska ég til hamingju með sjö- tugan öðling. Vatnsfirði, í byrjun Sjöviknaföstu 1988. Sr. Baldur Vilhelmsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriójudagur 23. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.