Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 9
Framvindan Hvað ber að gera? Þemadagur í fataiðnaði var ekki síst til þess ætlaður að fá fram skoðanir fólks sem við greinina vinnur; aðgerðalista eða tillöguplagg, og koma þessum hugmyndum síðan á framfæri við þá aðila scm hafa áhrif á gang mála. Svo hlaupið sé á stikkorðum þá kom sú skoðun fram og átti hljómgrunn að mikilvægt væri að gera sér grein fyrir þeim tveimur stigum hönnunar sem fyrir hendi væru; hönnun á afurðinni sjálfri, og hönnun á markaðsfærslu þess- arar sömu afurðar. Voru ráð- stefnugestir á einu máli um að góð hönnun tiltekinnar vöru kæmi fyrir lítið ef vitlaust væri staðið að markaðssetningunni. Rætt var um sölusamlag og hugsanlega hönnunarmiðstöð, og skortur á stefnumótun í stjórn fyrirtækja í greininni var þátttak- endum ofarlega í huga. Því var hreyft hvort ráðlegt væri að efna til hugmyndasamkeppni um hönnun, og eins voru uppi vanga- veltur um gagnsemi þess að koma á gæðaeftirliti með þar til gerðum stimpli. Deildar meiningar voru um þetta síðasta atriði, og töldu margir að vörumerkin sjáif skiptu orðið meira og meira máli í þessu sambandi. Rætt var um að tilfinnanlega vantaði menntað fólk til að stýra framleiðslunni, og menntunar- málin yfirleitt voru mörgum hug- leikin. Margir vildu auka verk- legan þátt menntunar innan fyrir- tækjanna sjálfra, fremur en í fast- mótuðum skólum úti í bæ, og bentu á að menntun í iðngreinum nú miðaði um of við handverk, ekki iðnað, og að þessu þyrfti að breyta. HS Ástandið í fataiðnaðinum er sem betur fer ekki eins svart og brunarústin sú arna gefur til kynna, að minnsta kosti var hljóðið furðu gott í ráðstefnugestum á þemadegi í fataiðnaði fyrir helgi. Iðntœknistofnun Þemadagur í fataiðnaði - Menn halda oft að ef þeir eru með góða vöru þá gangi allt eftir, en því er ekki endilega að heilsa; markaðssetning á vöru hefur oft misfarist vegna þess að við kunnum ekki að standa að kynningunni, en hönnun á markaðssetningu skiptir sífellt meira máli, sagði Stefán Jörundsson hjá Tex-Stíl á þemadegi í fataiðnaði, en hann var haldinn á föstudaginn var í gömlu Rúgbrauðsgerðinni. - Fyrst er hannað og svo á að selja, en þarna er verið að byrja á öfugum enda, heyrðist í ýmsum tilbrigðum í umræðunum sem fram fóru að loknum framsögu- erindunum; það er til lítils að hóa í hönnuði ef það liggur ekki Ijóst fyrir á hvaða markaði á að selja og hverjir keppinautarnir eru. Miðað við þá svartnættislýsingu sem hefur verið dregin upp af iðngreininni að undanförnu verður ekki annað sagt en að ráðstefnugestir hafi verið furðu brattir. Að vonum kom fram mýgrútur athugasemda um það sem betur má fara, en flestar voru þær settar fram með jákvæðum formerkjum, og var ekki annað á fólki að skilja en að orrustan væri langt í frá töpuð þótt fataiðnaðurinn hafi átt mjög í vök að verjast um sinn. - Við höfum frelsi til að verðleggja á Suðaustur-Asíuverði, en ekki til að halda kostnaðinum á því sama verði, sagði einn. Það er ekki nóg pressa á stjórnvöld, sagði annar: stjórnvöld gera sér alls ekki grein fyrir því hvað er að gerast í þessari grein. Niðurstaða þessa hluta umræðunnar varð síðan á þá lund að sterkt almenningsálit þyrfti að vera fyrir hendi til að fá stjórnvöld til að hreyfa sig, svo framarlega sem þeim væri ekki sama um hreyfingu hæstvirtra atkvæða: Við höfum ekki þrýstihópa til að styðjast við, og því verðum við að reiða okkur á sterkt almenningsálit. En á meðan afstaða almennings er ekki hnitmiðuð og skýr finnst stjórnvöldum þau ekki þurfa að gera neitt, eins og einn ráðstefnugesturinn komst að orði. HS Astand og horfur „Nú verður húðarjálkurinn staður“ JónSigurðarson, Álafossi: Efnahagslegt umhverfi íslendinga með alltof sterkum gjaldmiðli og snurðan sem hlaupin er á þráð Sovétviðskipta helstu áhyggjuefnin -Menn eiga að ræða allt annað á undan verðinu; sölumennskan hjá okkur hefur alltof oft byggst á þeirri grundvallartrú að með því að lækka verð hreyfum við magn, sagði Jón Sigurðarson, Álafossi, á þemadegi í fataiðnaði, en í er- indi sínu reifaði hann stöðu greinarinnar og markaðsmál. Að vonum dró Jón heldur dökka mynd af stöðunni í fata- iðnaðinum í dag, en sagði þó að víða byggjum við að miklum vel- vilja, ekki síst vegna fyrri stór- veldisdaga; menn hafa trú á því að íslenska varan sé góð og að hún geti haft þá sérstöðu sem geri hana vel seljanlega. Jón sagði að miklum fjármun- um væri nú varið í markaðsrann- sóknir; fyrr hefðu menn farið af stað með hönnun án þess að skil- greina markaðinn og keppi- nautana, og fyrir bragðið hefði hún komið fyrir lítið. Hér væri það stefnumótun fyrirtækjanna sem væri gagnrýni verð, ekki hönnuðirnir. Um stöðuna í dag sagði Jón að „viðreisnar“verkefnið væri geysi- lega erfitt, en gerlegt. Tvö ljón væru þó í veginum: samningarnir við Sovétmenn, og efnahagslegt umhverfi íslendinga með allt of sterkum gjaldmiðli. Jón sagðist vona og trúa því að við værum að ná samningum við Sovétmenn, „en við getum ekki selt þeim vöruna á verði sem er okkur óarðbært.“ Jón sagði að víða um lönd ættu ullarmarkaðir sér sterkan bakhjarl heima fyrir; þannig væri ítalski heimamarkað- urinn undirstaðan sem veldi Benetton-fyrirtækisins hvíldi á. Markaðurinn í Sovétríkjunum hefði gegnt þessu hlutverki hvað okkur viðkemur, og fyrir bragðið hefði okkur tekist á ná fótfestu á ýmsum öðrum sviðum. -Frá viðskiptalegu sjónarmiði er það alltaf mjög æskilegt að rækta sambandið við Sovétmenn, og það er mjög miður, og mikil hræsni, að kannast ekki við gagn- semi Sovétviðskiptanna, sagði Jón, aðspurður um nýlegar uppá- komur í ríkisstjórninni vegna nokkuð svo skyndilegs heimboðs Gorbatsjofs til handa forseta ís- lands, en vildi ekki úttala sig um deilumál þetta að öðru leyti. Jón vék nokkrum orðum að efnahagslegu umhverfi íslend- inga, og kvað það sýnu alvarlegra mál en jafnvel þá snurðu sem hlaupin er á þráð Sovétviðskipt- anna. Hann sagði að gjaldmiðil- linn væri orðinn alltof sterkur, og að ekkert réttlæti væri fólgið í því að festa gengið meðan kostnað- urinn ryki upp, verðbólgan næmi 30% og kaupkröfurnar tugum prósenta. -Útflutningsatvinnuvegunum er ætlað að draga kerruna eins og vant er, sagði Jón, en klárinn er orðinn máttfarinn og staður: Það er kominn tími til að þeir sem sitja í kerrunni taki sér tak. HS Jón Sigurðarson Álafossi í hópi ráðstefnugesta á þemadegi í fataiðnaði: Áður fyrr var farið af stað mei hönnun án þess að skilgreina markaðinn og keppinautana. Mynd: Sig. 8 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. febrúar 1988 Bókvitið Pareto og heimspeki lagersins Vilfredo Pareto hefur löngum talist til frumkvöðla félagsfræð- innar, en hitt kom flatt upp á blaðamann að hann virðist að auki vera orðinn lagerstjóri hjá Max hf. og flciri fyrirtækjum þótt í óbeinni merkingu sé. Bókvitið verður í askana látið og hananú. I fróðlegri tölu um birgðahald og birgðastýringu sagði Sævar Kristinsson hjá Max hf. að svo- kallaðri ABC-greiningu hefði mjög verið beitt er fyrirtækið tók sér tak í birgðamálunum, en greiningu þessa má rekja til rannsókna Paretos á dreifingu auðsins í Mílanó á 18. öldinni. Niðurstaðan var á þá lund að 20% fólksins réði yfir 80% auðsins. Að sögn Sævars hefur þessi regla verið yfirfærð á ýmis önnur svið, og er rauði þráðurinn sá að tiltölulega fá atriði skipti mestu, en fjöldinn hins vegar minna máli. ABC-greining vörubirgða gengur út frá þeirri reglu að 20% vörutegunda skapi 80% birgða- haldsverðmæta, og er tilgangur- inn með þessari greiningu sá að veita þeim vörutegundum sem mestu máli skipta mestu athygl- ina. Reiknað er með að A-vörurnar séu um 20% af fjölda vöruteg- unda og skapi 75% til 80% sölu- verðmæta. Aætlað er að vörur í B-flokki, samkvæmt þessu mó- deli, séu 25% til 30% vöruteg- unda og skapi um 15% til 20% söluverðmæta. Lestina reka vörur í C-flokki. Þær skapa um 5% söluverðmæta, en taka til um 50% vörutegunda. - Þessi flokkur ætti því að þurfa minnstrar athygli stjórnenda, segir Sævar: Hann samanstendur yfirleitt af ódýrum vörum, og því er tiltölulega ódýrt að eiga stærri lagera af þeim, og því þarf ekki eins oft að huga að innkaupum. HS Sævar Kristinsson hjá Max hf: Dýrt að liggja með stóra lagera á tímum eins og núna þegar fjármagnskostnaðurinn er mjög hár. Þemadegi í fataiðnaði lauk með heimsókn í MAX hf. og hér lóðsar Sævar mannskapinn í gegnum vélasalinn. Mynd: Sig. Fatalagerar Lágmarksbirgöir, án þess að komi til vömskorts Sœvar Kristinsson hjá Max hf: Bókhald á ekki að vera eingöngu fyrir skattinn. Pað á að nýta við stjórnun fyrirtœkjanna Birgðahald og birgðastýringu gerði Sævar Kristinsson, Max hf., að umtalsefni á þemadegi í fataiðnaði fyrir helgi, en þessi atriði snerta flest framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki í landinu. Sævar sagði að birgðamálin hefðu oftar en einu sinni valdið miklum erfiðleikum í fyrirtækinu og leitt til gjaldþrots hjá öðrum, og því hefði Max hf. ákveðið að fara út í sérstakt átak í hittifyrra til að leita lausna. í því sambandi skipti máli að gera sér grein fyrir hvernig unnt væri að halda birgð- um í lágmarki, án þess að eiga á hættu að tapa viðskiptum. Að sögn Sævars átti fyrirtækið 5 til 6 mánaða birgðir í árslok 1985, en nú væri áætlaður end- ingartími lageranna um 3 mánuð- ir. Sævar rakti þær aðgerðir sem gripið var til; skilgreining, tölvu- væðing, gerð söluáætlana, ABC- greining og ákvörðun öryggis- lagers og pöntunarmagn. Hann sagði að gerð söluáætlana og stýr- ing innkaupa miðað við hag- kvæmasta pöntunarmagn hefði almennt verið lítið notaðar í fyrir- tækjum hérlendis, og gilti þá einu hvort um fyrirtæki í fataiðnaði eða önnur væri að ræða. Sagði hann ástæður þessa í flestum til- fellum þær að ekki hefði verið hægt að fá nauðsynlegar upplýs- ingar, til dæmis úr sölubókhaldi, nægilega fljótt til að nýta þær við ákvarðanatöku. En bókhaldið á að nýta við stjórnun fyrirtækj- anna, sagði Sævar; það á alls ekki að vera eingöngu fyrir skattinn. - Á tímum eins og núna, þegar fjármagnskostnaðurinn er hár og fyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að verða sér úti um lausafé, þá skiptir miklu að láta eins lítið af fjármagninu og hægt er liggja bundið í birgðum, sagði Sævar. Hann sagði að árið 1985 hefði birgðahaldskostnaður Max hf. verið áætlaður 24%, en það þýddi 240 þúsund krónur á ári af hverri miljón sem lægi í birgðum. Til skýringar setti Sævar fram eftirfarandi dæmi um sérhverja miljón sem sparaðist í birgða- haldi, en lagði á það áherslu að hér væri um mjög einfaldað dæmi að ræða: Sé notuð 40% álagning á vöru sem hægt er að kaupa inn og selja þrisvar á árinu, þá myndi þessi eina miljón valda 1.7 miljón króna ávöxtun í stað 240 þúsund króna kostnaði. Varnaglarnir við þetta dæmi voru þeir helstir að alls kyns álögur og gjöld leggjast á ávaxtaða fjármagnið, en skatta- legar færslur koma til vegna birgðahaldsins. Engu að síður gefur þetta hugmynd um hvað það kostar að liggja með fjárm- agnið bundið í vörubirgðum. HS Fatahönnun Gæði og vöruþróun skipta sköpum, ekki magnið Stefán Jörundsson hjá Tex-Stíl: Oftrú á að leita lausna hjá útlendingum hefur valdið ósjálfstæði og vanmetakennd Fataiðnaðurinn hefur þá sér- stöðu að líftími vörunnar er oft mjög stuttur. Því hrýs mönnum hugur við þeirri áhættu að setja á markað vöru sem er þeirra eigin hönnun, vegna þess að menn treysta því ckki að hún falli að ráðandi tísku hverju sinni, sagði Stefán Jörundsson hjá Tex-Stfl hf. á þemadegi í fataiðnaði á föstudaginn var. Sagði Stefán að sér virtist þetta eiga sérstaklega við um íslend- inga, þar sem við þyrftum viður- kenningu og hrós útlendinga til að við værum sátt við það sem við værum að gera: Oftrú á að leita lausna til útlendinga hefur ekki fært okkur neitt annað en ósjálf- stæði og vanmetakennd. í Ijósi þess hve stuttur líftími vörunnar er í fataiðnaðinum, eru hönnun og vöruþróun aldrei mik- ilvægari en einmitt nú, sagði Stef- án. Hann kvað það alltof algengt sjónarmið að hönnun væri sjálf- sagður hlutur sem gerðist því sem næst af sjálfu sér. Stjórnendur fyrirtækja teldu jafnvel að hér væri um hreinan aukakostnað að ræða, og því væri ekki að undra þótt þeir létu sér sjást yfir mikil- vægi hönnunar og vöruþróunar. Stefán sagði að gæði og hönnun væru lykilatriði þess að íslenskur fataiðnaður gæti skap- að sér nauðsynlega sérstöðu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir stærð okkar: Það magn vöru sem við íslendingar getum fram- leitt sjálfir getur aldrei orðið í þeim mæli að við getum leyft okkur lágt vöruverð. En með því að hlúa að hugviti og sýna áræði getum við rifið fataiðnaðinn upp úr þeim öldudal sem hann er í,“ sagði Stefán. HS Stefán Jörundsson hjá Tex-Stíl: Framleiðum aldrei nógu mikið til að geta leyft okkur lágt vöruverð, og því verðum við að skapa okkur sérstöðu með hönnun og gæðum. Mynd: Sig. Þriðjudagur 23. febrúar 1988 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.