Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími Þorlákshöfn Sparisjóösvextir á téKKareiKninga meö hávaxtaKjörum SAMV1NNUBANKI iSLANDS HF. _ Listasafnið A þremur vígstöðvum Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, hönnuður Listasafnsins °g byggingarnefndarmaður Listasafnsins, kannar áætlanir Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins, hönnuðar Listasafnsins og byggingarnefndarmanns Listasafnsins Ofeigur upp i fjom Elsta stálskip flotans, Ófeigur III frá Vestmannaeyjum, strand- aði skammt utan við innsigling- una til Þorlákshafnar árla sl. laugardagsmorgun. Fjórir skip- verjar voru um borð og var þeim bjargað í land með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Skipið er komið langt upp á land og illa farið eftir að hafa velkst umígrýttrifjörunni. Ýmsu lauslegu tókst að bjarga úr skipinu en engin tilraun verður gerð til að bjarga því enda búið að dæma það ónýtt. Álitið er að bilun í stýribúnaði hafi verið orsök strandsins en sjópróf fara fram í Vestmannaeyjum í dag. -|g Garðar Halldórsson, húsa- meistari ríkisins, er hönnuður að Listasafni ríkisins. Hann sá sem hönnuður um að gera kostn- aðaráætlun fyrir byggingu Lista- safnsins. Einsog kunnugt er stóð- ust þær áætlanir engan veginn. Guðmundur G. Þórarinsson, formaður byggingarnefndar Listasafnsins sagði í Þjóðviljan- um á laugardag að hann hefði á árunum 1986 og 1987 látið gera kostnaðaráætlun á þriggja til fjögurra mánaða fresti og engin áætlun hefði staðist. Garðar Halldórsson átti sæti í byggingarnefnd Listasafnsins með Guðmundi G. og tók því þátt í að samþykkja þær áætlanir sem Garðar Halldórsson, húsa- meistari ríkisins og hönnuður Listasafnsins hafði gert. Nú hefur Guðmundur G. feng- ið Garðar Halldórsson, húsa- meistara ríkisins, hönnuð Lista- safnsins og byggingarnefndar- manns Listasafnsins til að rann- saka hversvegna áætlanir Garð- ars Halldórssonar, húsameistara rfkisins, hönnuðar Listasafnsins °g byggingarnefndarmanns Listasafnsins, stóðust ekki. -Sáf „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- formaður Verkamannasambandsins, sneru saman bökum í gær, eftir að uppúr kvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins og Guðmundur J. Guðmundsson, hafði nær slitnað í fyrrakvöld. Mynd E. Ól. VMSÍ - VSÍ Viðræðuslit á næsta leiti? Karvel Pálmason: Ekki bjartsýnn. Framhald viðræðna kann að ráðast ídag. Hlýtur að fara að koma að þvíað launaliðir verði ræddir. Viðrœður Dagsbrúnar hafa tafið fyrir VMSÍ Reykjavíkurskákmótið Nær 70 þátttakendur Reykjavíkurskákmótið ■ verður sett á Hótel Loft- leiðum í dag og fyrsta umferðin hefst síðdegis. Alls verða tefldar 11 umferðir og lýkur mótinu sunnudaginn 6. mars. Nær 70 skákmenn eru skráðir til þátttöku, þar af um 30 er- lendir. 13 stórmeistarar taka þátt í mótinu, þrír þeirra íslenskir; þeir Helgi Olafsson, Margeir Pét- ursson og Jón L. Árnason. Af er- lendum meisturum eru þekktast- ir Sovétmennirnir Polugajevskij og Gurevitsj, Bandaríkjamaður- inn Walther Brown og Ungverj- inn Andreas Adorjan. Kanada- maðurinn Spraggett sem var væntanlegur hefur boðað forföll en í stað hans teflir Bandaríkja- maðurinn Larry Cristiansen. Af öðrum þekktum skák- mönnum sem tefla á Reykjavík- urmótinu að þessu sinni má nefna Polgarsysturnar þrjár frá Ung- verjalandi sem allar eru þekktar í skákheiminum þó ungar séu að árum. Sú elsta þeirra 18 ára gömul er nú þriðja stigahæsta skákkona í heiminum. -Ig. Samninganefndir Verka- mannasambandsins og at- vinnurekenda virðast verða æ vondaufari um að samningar ná- ist að sinni. Þrátt fvrir hrakspár um að uppúr mundi slitna í gær, varð úr að nýr fundur er boðaður í dag. - Menn töldu að ekki væri búið að reyna til þrautar, sagði Karvel Pálmason, varaformaður Verkamannasambandsins, í sam- tali við Þjóðviljann eftir að samn- ingafundi lauk um sjöleytið í gær. - Það er ekki þar með sagt að ég sé bjartsýnn á framhaldið. Það hlýtur að fara að koma að því að menn ræði launaliði nýrra samn- inga. Það getur ekki dregist öllu lengur, sagði Karvel, Ekki er tal- ið loku fyrir það skotið að fund- urinn í dag skeri úr um framhald samningaviðræðna. í gær ræddust menn við um vörslu orlofsfjár í tengslum við nýju orlofslögin og hugmyndir voru settar á blað um hvernig standa skuli að nýju afkastahvetj- andi launakerfi í stað bónusins í fiskvinnslunni. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru skiptar skoðanir innan samninganefndar VMSÍ um ágæti sérkjaraviðræðna Dags- brúnar samhliða viðræðum um nýjan aðalkjarasamning VMSÍ. Bent er á að Dagsbrúnarviðræð- urnar hafi ekki orðið til að flýta fyrir viðræðum VMSÍ. Eftir því sem næst verður komist voru það einkum Dagsbrúnarmenn sem voru áfram um það í gær að við- ræðum yrði fram haldið. Nýr samningafundur í Garð- astræti er boðaður í dag klukkan 16. -rk l Listasafnið Ekkf trúverðug Ríkisendurskoðandi: Lítum fljótlega á Listasafnið - Það er gott ef menn eru gagnrýnir og vilja skoða sjálfa sig, en slíkar athuganir eru ekki' trúverðugar án þess að ég vilji dæma um það að sinni, segir Halldór V. Sigurðsson hjá Ríkisendurskoðun um þá ákvörð- un byggingarnefndar Listasafns ríkisins að standa sjálf fyrir at- hugun á því hvers vegnar kostn- aður við byggingu safnsins fór langt fram úr áætlun. Halldór sagði að þessi ákvörð- un byggingarnefndarinnar breytti engu varðandi fyrirætlanir Ríkisendurskoðunar. - Ég reikna með að við mununt Iíta á þetta dæmi mjög fljótlega. Fram- kvæmdum er að fullu lokið og því engin ástæða til að bíða með eðli- lega skoðun á þessu máli, sagði ríkisendurskoðandi. _i„ Norrœna húsið Skógminja- safn? Vibeke Koch, fræðslustjóri danska skógminjasafnsins í Hörs- holm flytur í kvöld kl. 20.30 fyrir- lestur í fundarsal Norræna húss- ins scm hún nefnir „Hvers vegna Island á að eignast skógminja- safn“. Fyrirlesturinn er fluttur í tengslum við sýninguna „Hið græna gull Norðurlanda“ sem opnuð var sl. laugardag í Nor- ræna húsinu. í fyrirlestrinum mun Vibeke Koch ræða nauðsyn þess að ís- lendingar eignist skógminjasafn, en saga skógræktar fyrri tíma, saga skógræktar líðandi stundar og skógrækt framtíðarinnar er samofin. Markmið safns er að þjóna samfélaginu með því að styrkja sjálfsvitund þjóðar og vera leiðarljós komandi kynslóð- um og vísa veginn þegar best lætur. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.