Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Nýtt álver Áhugi erlendis kannaður Kannaður áhugi á stofnun undirbúningsfélags. Kostar um 100 miljónir að gera viðamikla úttekt á rekstri álversins. Friðrik Sophusson: Sýni erlendfyrirtækiþessu ekki áhuga verða öllfrekari áform lögð á hilluna Starfshópur um nýtt álver í Straumsvík kom til landsins nú um helgina eftir að hafa átt viðræður við tvö fyrirtæki í Evr- ópu um stofnun undirbúningsfé- iags um nýtt álver í Straumsvík. Hér er annarsvegar um að ræða hollenskt fyrirtæki og hinsvegar austurrískt. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra sagði við Þjóðviljann að fyrr í vetur hefðu nokkrum fyrir- tækjum erlendis verið sendar nið- urstöður frumhagkvæmni- könnunar vegna álversins. Sú niðurstaða hefði verið jákvæð og nokkur fyrirtæki hefðu sýnt því áhuga að fylgjast nánar með mál- inu. Friðrik sagði að það yrði ljóst eftir tvo til þrjá mánuði hvort stofnað yrði undirbúningsfélag með þessum fyrirtækjum. Hafi fyrirtækin ekki áhuga á því verða öll frekari áform um álverið lögð á hilluna, því kostnaður við undirbúning að álverinu er álitinn vera um hundrað milljónir króna. Sýni fyrirtækin hinsvegar áhuga verður ráðist í að gera viðamikla úttekt á rekstri nýs ál- vers. Sú úttekt ætti að sögn iðn- aðarráðherra að taka um ár. Hafnarfjarðarbær fór fram á að fá fulltrúa í starfshópinn sem vinnur að þessu máli en því var hafnað. í stað þess verður haft fullt samráð við bæjaryfirvöld og verða niðurstöður utanlandsreisu starfshópsins kynntar á fundi með bæjaryfirvöldum í dag. -Sáf Hvalavinir Lögreglan játar Guðrún Helgadóttir, Kristín Halldórsdóttir og Níels Árni Lund hafa lagt fram þingsálykt- unartillögu um að skipuð verði 7 manna nefnd til að rannsaka hvort lögreglan hafl brotið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um friðhelgi heimilis. Vitnað er til frásagnar í Þjóðlífi um að lögreglan hafi fylgst mjög náið með ákveðnum manni með- an hér stóð yfir alþjóðleg hval- veiðiráðstefna. í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi upplýsti Magnús Skarp- héðinsson, kunnur hvalavinur, að hann væri sá einstaklingur sem frásögnin í Þjóðlífi fjallaði um. Stöð 2 hefur það eftir lögreglu- stjóranum í Reykjavík að fylgst hafi verið með mönnum. Siglufjörður 20 mliijónir í ábyrgð Útgerðarfélag Stálvíkur SI: Vegna björgunarlauna og skemmda á togarnum. Verðurfrá veiðum ílO daga. Danska skipið Kongsaa kyrrsett á Seyðisfirði Að sögn Róberts Guðfinns- sonar er Stálvíkin komin til Ak- ureyrar þar sem hún fer trúlega í slipp í dag og er búist við að skipið verði frá veiðum í um 10 daga á meðan gert verður við skemm- dirnar sem á skipinu urðu er það og Kongsaa rákust saman þegar reynt var að koma nýrri taug á milli skipanna eftir að sú sem fyrir var hafði slitnað. Stálvíkin bjargaði Kongsaa frá því að reka upp í fjöru við Raufarhöfn aðfar- anótt sl. miðvikudags en skipið var vélarvana. Það var aðeins í þriggja sjómflna fjarlægð frá ströndinni þegar skipverjum á Stálvíkinni tókst að koma taug á milli skipanna við erfiðar aðstæð- ur, hvassviðri og mikinn sjó. „Við erum alveg harðir á því að ef ekki semst á milli okkar og út- gerðarfélags Kongsaa um björg- unarlaun þá munum við neyta réttar okkar fyrir dómstólum,“ sagði Róbert Guðfinnsson. -grh Eg á von á því á hverri stundu að þessar 20 milljónir króna sem við fórum fram á sem trygg- ingu fyrir björgunarlaunum og vegna skemmda sem urðu á Stál- víkinni, skili sér hingað. Þegar þær hafa borist getur Kongsaa siglt frá Seyðisfirði, sagði Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, við Þjóðvilj- ann. Það var fógetaréttur á Seyðis- firði sem samþykkti kröfu lög- manns Þormóðs ramma um kyrr- setningu danska flutningaskips- ins Kongsaa í Seyðisfjarðarhöfn eftir að sjóprófum lauk þar sl. laugardag. Skipstjóri danska skipsins staðhæfði við sjóprófin að ekki hefði verið um björgun að ræða heldur aðstoð þar sem skipið hefði ekki verið í neinni hættu! Húsnæðiskerfið Leiguíbúðir Menningardagar hjá nemum Fjölbrautaskólans í Breiðholti hófust í gær með því að þær skólasystur Berglind Reynisdóttir og Sonja B. Guðfinnsdóttir léku dúett á píanó við góðar undirtektir skólasystkina sinna. i dag verða aftur klassískir tónleikar í hádeginu og popptónleikar um kvöldið og tvær leiksýningar á miðvikudag. Mynd: Sig. Lágmarkslaun Neikvæður tekjuskathir eða lögbinding lágmaitelauna? Launamisréttið til umræðu áþingi ígær. Stjórnarþingmenn býsnast yfirýmsum athöfnum ríkisstjórnarinnar. Flestir sammála um að launamisréttið sé komið út í öfgar. Deilt um leiðir til að bœta kjör þeirra lœgstlaunuðu Alexander Stefánsson: Ekki verri kostur en kaupleiganfyrir sveitarfélögin „Við settum það sem skilyrði að lögum um Byggingarsjóð verkamanna yrði breytt með kaupleigufrumvarpinu, en við fengum aldrei svar við því. Þess- vegna flytjum við Jón Kristjáns- son þetta frumvarp núna,“ sagði Alexander Stefánsson. Þeir Alexander ög Jón hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur það í sér að lán til byggingar leiguíbúða á vegum sveitarfélaga og annarra félagasamtaka, úr Byggingarsjóði verkamanna, verði til 43 ára í stað 30 einsog nú er. Alexander sagði að með þess- ari breytingu opnuðust mjög hag- stæðir möguleikar fyrir sveitarfé- lög, öryrkja, fatlaða og náms- menn t.d. til að byggja leiguíbúð- ir, en þessi samtök hafa hvatt mjög til þess. Alexander vildi ekki segja að þessi lagabreyting kæmi í stað kaupleigufrumvarpsins, hinsveg- ar væri ljóst að kaupleiguíbúð- irnar yrðu ekki betri kostur fyrir sveitarfélögin heldur en leiguí- búðir eftir þessa breytingu. -Sáf að er kominn tími tii að mynda nýja ríkisstjórn á grundvelli þeirra stefnuyfirlýs- inga sem hér hafa verið gefnar, sagði Svavar Gestsson í umræð- um á alþingi í gær. Þingsályktunartillaga frá Borg- araflokknum gerir ráð fyrir að persónuafsláttur hækki í 19.360 krónur, en við það hækka skatt- leysismörk upp í 55.000 krónur. Jafnframt á að taka upp launa- bætur, þannig að ónýttur persón- uafsláttur verði greiddur úr ríkis- sjóði til launþega. Tekjumissi ríkissjóðs á að mæta með sérstökum hátekju- skatti á þá sem hafa tekjur yfir 2 miljónir á ári og veltuskatti á fjárfestingarfélög, fjármagns- leigur og verðbréfamarkaði, auk banka og tryggingafélaga. Árni Gunnarsson fór hörðum orðum um peningamarkaðinn. Sagði hann að með því að hafna samningum nú væri Iaunafólk að hafna hinum frjálsa peninga- markaði. Hann sagði að vandi þjóðarinnar fælist í þeirri mis- skiptingu sem þessi markaður hefði í för með sér. Halldór Blöndal benti Árna á að tala við flokksbróður sinn, viðskiptaráðherrann, sem væri ötulasti talsmaður nýfrjálshyggj- unnar. Hann tók svo undir með Svavar Gestssyni og sagði að launamismunurinn og ekki síður kjaramismunurinn væri orðinn óþolandi. Svavar benti á að þessir samn- ingar gerðu ekki ráð fyrir sér- stakri hækkun til þeirra sem væru á lægstu töxtunum og að kaupmáttur allra lægsta kaup- taxta rýrnaði um 8-10% milli nóvember 1987 og nóvember 1988. Á sama tíma væri svo ljóst- rað upp að forstjórar væru með 470 þúsund krónur í mánaðar- laun. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra dustaði rykið af verðbólgu- draugnum og bæði Skúli Alex- andersson og Svavar Gestsson bentu á að um leið og talað væri um að bæta kjör þeirra lægst launuðu væri hótað með verð- bólgunni. „Það hefur hinsvegar ekki verið talað um það að und- anförnu að verðbólgan hefur skert kjör þessa fólks,“ sagði Skúli. Kristín Halldórsdóttir taldi þetta ekki réttu leiðina til að bæta kjör þeirra lægst launuðu heldur bæri að lögbinda lágmarkslaun en Júlíus Sólnes benti á að ef það yrði gert færi slík hækkun upp all- an launastigann. Hann taldi til- lögu Borgaraflokksins því einu raunhæfu leiðina til að bæta kjör lægst launaða fólksins. -Sáf Þriðjudagur 8. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.