Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR
Jesse Jackson hefur komið mjög á óvart og sópað að sér hvítu fylgi. Honum er spáð velgengni í dag.
Þessir tveir eru hvor í broddi sinnar fylkingar. Bush, „sjálfboðaliðinn í brunalið-
inu,“ og grískættaði kúrekinn frá Massachusetts, Mike Dukakis.
Bandaríkin
„Þriðjudagurinn stóri“
ídag kann að ráðasthverjir verða frambjóðendur stóru flokkanna tveggja íforsetakosningunum. Bush
sigurstranglegastur meðal repúblikana en Dukakis og Jackson fremstir í Demókrataflokknum
Idag fara fram forkosningar og
prófkjör í 20 fylkjum Banda-
ríkjanna. Búist er við því að Ge-
org Bush varaforseti skjóti fjend-
um sínum í Repúblikanaflokkn-
um ref fyrir rass en meiri óvissa
ríkir í herbúðum demókrata. Þó
þykir ekki ólíklegt að fylkisstjór-
inn frá Massachusetts, Mikhael
Dukakis, og blökkumannaleið-
toginn Jesse Jackson verði feng-
sælir.
Þetta eru lang umfangsmestu
forkosningar á einum degi frá því
Bandaríkjamenn tóku upp þetta
fyrirkomulag á vali frambjóð-
enda stóru flokkanna tveggja til
forsetaembættis. Nánast þriðj-
ungur kjörfundarfulltúa verður
kosinn í dag. Það er því ugglaust
ekki fjarri sanni hjá spáglöðum
stjórnspekingum þegar þeir segja
að sá sem hefjist til flugs í dag
verði ekki auðveldlega væng-
ísrael
Báðir myrða
Þrír fsraelsmenn og þrír palest-
ínskir skæruliðar létu lífið í gær.
Skæruliðarnir munu hafa farið
yfir landamærin að Egyptalandi í
rauðabítið í gærmorgun.
Skömmu síðar sátu þeir fyrir rút-
unni sem var á leið til kjarnorku-
vers ísraelsstjórnar í Negev
eyðimörkinni og náðu henni á sitt
vald. Kröfðust þeir þess að allir
landar sínir í ísraelskum fangels-
um yrðu þegar látnir lausir. Þegar
ekki var orðið við kröfu þeirra
myrtu þeir einn farþeganna.
Hina tvo drápu skæruliðarnir
þegar ísraelskir hermenn gerðu
leifturárás á bílinn. Enginn
skæruliðanna lifði árásina af.
Á sunnudaginn skutu ísraelskir
hermenn tvo palestínska ung-
linga til bana á hernumdu svæð-
unum. Þeir voru 85da og 86tta
fórnarlömb ísraelsmanna frá því í
desember. Reuter/-ks.
stýfður né niður skotinn af
stjörnuhimni.
Hyggjum að einstökum lyst-
hafendum og skyggnumst fyrst
um bekki í herbúðum lýðveldiss-
inna. Þar virðist fyrrnefndur
Bush vinsælastur einsog sakir
standa. Það kvað vera samdóma
álit sérfræðinga að varaforsetinn
sé mjög sigurstranglegur enda
benda flestar skoðanakannanir
til þess að hann geri rósir. Bush
nýtur þess ennfremur að hafa
sigrað í prófkjöri flokks síns í
Suður-Karólínu á laugardaginn.
Að lokum má nefna eitt atriði;
Ronald Reagan forseti styður
hann í laumi.
Helsti keppinautur hans,
skapbráður öldungadeildarþing-
maður frá Kansas að nafni Ro-
bert Dole, virðist hafa dalað
nokkuð enda vart að furða þar eð
ýms vafafygli á borð við Alexand-
er Haig og Jeanne Kirkpatrick
hafa játað honum fylgi sitt og
fulltingi í heyranda hljóði uppá
síðkastið. Það getur því vel farið
svo að hann neyðist til að glíma
um annað sætið við guðlastarann
Pat Robertson.
Robertson er á heimavelli í
suðrinu. Það er kunnara en frá
þurfi að segja að hann á auðæfi
sín að þakka því hve ötull hann
hefur verið við að leggja nafn
Jesú Krists við hégóma, fégræðgi
og bandaríska hernaðarstefnu. í
beinni sjónvarpsútsendingu. Ro-
bertson gerir sér fyllilega grein
fyrir því að Bush nýtur mests fylg-
is lýðveldissinna um þessar
mundir. Hann hefur því einbeitt
skítkasti sínu að honum og borið
honum ýmsa svívirðu á brýn, svo
sem hógværð og háttvísi í
skiptum við sjálfan myrkrahöfð-
ingjann, bóndann í Kreml. Ro-
bertson lýsti því yfir á dögunum
að ef hann fengi fá atkvæði á
„þriðjudaginn stóra“ myndi hann
hverfa úr keppni en hvetja sitt
fólk til að kjósa Dole.
Mjórra er á munum í sam-
keppni lýðræðissinna í fylkjunum
ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 15
tuttugu. Demókrati hefur ekki
haft erindi sem erfiði í forsetakj-
öri frá því veltennta brosgríman
Jimmy Carter felldi Gerald Ford,
þann sem ekki gat með góðu móti
gengið og tuggið samtímis, úr
embætti árið 1976.
Hinn grískættaði Dukakis hef-
ur forystuna í ýmsum mikilvæg-
um kjördæmum, svo sem Texas
og Flórída, en skammt á hæla
honum koma þeir töltandi Jesse
Jackson, Richard Gephardt,
fulltrúadeildarþingmaðurinn
ljósrauðhærði frá Missouri, og
Álbert Gore, fjallmyndarlegur
öldungadeildarþingmaður frá
Tennessee. Einnig er þess vænst
að Dukakis sigri í heimafylki sínu
og á Rhode eyju en þessi kjör-
dæmi eru í hópi sex fylkja norðan
suðurs sem efna til prófkjörs í
dag.
Haft hefur verið á orði að lítil
kosningaþátttaka í dag komi fyrst
og fremst einum frambjóðanda
Demókrataflokksins til góða en
það er séra Jesse Jackson. Hann
njóti fyrst og fremst fylgis þel-
dökkra bræðra sinna sem honum
hafi tekist að virkja í stórum stíl
til stjórnmálastarfs.
En að undanförnu hefur komið
æ betur í ljós að fleira hangir á
spýtu Jacksons. f hverju norður-
fylkinu á fætur öðru, Maine, Ver-
mont, Iowa og New Hampshire,
hefur hann sópað að sér at-
kvæðum þótt ekki búi þar nema
sárafáir svertingjar. Það gæti því
vel farið svo að hann hljóti allt að
þriðjung atkvæða í mörgum
fylkjanna í dag.
Richard Gephardt hefur orðið
vel ágengt í prófkjörum fram að
þessu. Hann hefur hirt mörg af
stefnumálum Garys „heitins"
Harts, til að mynda er hann af-
skaplega andvígur „kerfinu" um
þessar mundir. Gephardt er eini
frambjóðandinn sem hefur hreyft
þeirri hugmynd að setja hömlur á
vöruinnflutning í því augnamiði
að „bæta samkeppnisaðstöðu“
bandarísks iðnaðar. Allir keppi-
nauta hans saka hann um ábyrgð-
arleysi og fullyrða að hugmyndir
hans myndu leiða til „alþjóð-
legrar viðskiptastyrjaldar“ yrði
þeim hrint í framkvæmd. Kolfalli
Gephardt á prófinu í dag verður
það ugglaust hans beiski bana-
biti.
Sömu sögu er að segja um
„heimamanninn" Albert Gore.
Hann hefur lítið haft sig í frammi
fyrr en nú, veðjað öllum fúlgum
sínum á „þriðjudaginn stóra.“
Reuter/-ks.
Frakkland
„Sambúð“ á enda
Chirac mun ekki Ijá máls á þvíað gegna áfram embœtti
forsœtisráðherra ef Mitterrand verður endurkjörinnforseti
Jacques Chirac, forsætiráð-
herra Frakklands, er sem
kunnugt er í framboði til forseta-
embættis þar í landi þótt skoð-
anakannanir bendi ekki til þess
að landar hans meti það framlag
hans að verðleikum. Þvert á móti
virðast Frakkar áfram um að
Francois Mitterrand gegni hinu
háa embætti hér eftir sem hingað-
til en þó vilja þeir ekki skjóta fyrir
það loku að Chirac fái haldið
forsætisráðherratign.
En Chirac er maður metorða-
gjarn og finnst það súrt í broti að
vera aðeins l.stýrimaður í skugga
skipstjórans Mitterrands. Hann
hóf því upp raust í gær og kvað
uppúr með það að ekki kæmi til
nokkurra mála að hann héldi
áfram að stýra ríkisstjórn ef
Mitterrand yrði kjörinn á ný í
forsetaembættið þann 8da maí
næstkomandi.
Fram að þessu hefur Chirac
reynt að færa sér í nyt vinsældir
„sambúðarinnar", en það er
nafnið sem valið hefur verið sam-
starfi forseta af vinstrivæng og
ríkisstjórn hægri manna, og ekki
viljað þvertaka fyrir að hún ætti
lengra líf fyrir höndum þótt svo
óhönduglega tækist til að hann
sjáifur yrði ekki næsti forseti
Frakklands. En ummæli hans í
gær benda til þess að hann hafi
lagt höfuðið í gott bleyti um helg-
ina.
„Ef Francois Mitterrand nær
kjöri þann 8da maí þýðir það
ekkert annað en það að meiri-
hluti þjóðarinnar er á móti stefnu
stjórnarinnar. Við nytum ekki
lengur trausts hennar. Því ættum
við að halda að okkur höndum og
láta Francois Mitterrand um að
koma á sósíalisma en það gætum
við, vitaskuld, aldrei stutt.“
Þótt Mitterrand hafi ekki enn
látið uppi um áform sín þá benda
skoðanakannanir til þess að hann
hreppi 38 af hundraði atkvæða í
fyrri umferð forsetakjörs. Chirac
og Raymond Barre, fyrrum for-
sætisráðherra, geta gert sér vonir
um rúm tuttugu prósent hvor en
fasistinn Le Pen virðst njóta
fulltingis 10 af hundraði franskra
kjósenda.