Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Baráttudagur kvenna
Þær raddir heyrast aö kvennabarátta sé ekki
lengur nauðsynleg því að það sé skýrt tekið fram í
lögum að jafnrétti eigi að ríkja milli kynjanna. Oftar en
ekki byggjast slíkar skoðanir á vanþekkingu eða
óskhyggju. Það mun mála sannast að enn er langt í
land að fullkomnu jafnrétti sé náð.
Vissulega hefur margt breyst til batnaðar á síðustu
árum og áratugum. Nefna má að þeim konum fjölgar
sem leggja fyrir sig langskólanám og að það þykir
ekki sjálfgefið fréttaefni þótt kona aki strætisvagni
eða vinni við smíðar. Aftur á móti þættu það stórtíð-
indi ef kona yrði bankastjóri.
í íslenska bændasamfélaginu unnu íslenskar al-
þýðukonur jafnt utan húss sem innan. Og þær unnu
hörðum höndum við fiskvinnu þegar þéttbýli mynd-
aðist í verstöðvum. Það er því ekki nýtt að íslenskar
konur vinni utan heimilis. En til skamms tíma voru
heimili það fjölmenn og heimilisstörf það tímafrek að
konur, sem ekki voru nauðbeygðar til að afla tekna
utan heimilis, unnu við þau allan daginn. Á vel stæð-
um heimilum var ein eða fleiri stúlkur hafðar í verkum
með húsmóðurinni. Aldrei nema í ævintýrunum
sinntu karlmenn búi og börnum meðan eiginkonan
var úti á vinnumarkaðinum, svo að notað sé nútíma-
legt orðfæri um það að selja vinnuafl.
Vissulega hefur þeim konum, sem gengið hafa
fram fyrir skjöldu og krafist aukins jafnréttis fyrir sig
og kynsystur sínar, orðið allmikið ágengt. Án þess að
lítið sé gert úr baráttu þeirra og sigrum þá verður að
hafa í huga að þar hefur fleira komið til. Framfarir á
sviði heimilistækja, breyttir verslunarhættir og nýjar
getnaðarvarnir eru nokkur dæmi um nýjungar sem
gefið hafa konum tóm til að líta upp frá húsverkum til
að meta stöðu sína. En líkt og með margar aðrar
nýjungar er í þessum efnum erfitt að meta hvað er
orsök og hvað afleiðing.
En hefur þá tæknin gert íslenskar konur frjálsar og
fært þeim jafnréttið á silfurfati? Því fer víðs fjarri.
Hvað sem segja má um einstaka konur þá er Ijóst að
sem þjóðfélagshópur eru konur settar skör lægra en
karlar. Athuganir á meðallaunum sýna þetta vel. Þau
störf, sem minnst er borgað fyrir, eru að yfirgnæfandi
meirihluta skipuð konum. Konur fá miklu sjaldnar en
karlar yfirborganir, bílapeninga, fasta yfirvinnu eða
annars konar hlunnindi sem meta má til launa.
Enn er mikið verk að vinna. Það ber að hafa í huga
í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Baunvextir lækka ekki
Nafnvextir á óverðtryggðum skuldabréfum hafa
verið lækkaðir lítillega á undaförnum vikum. Tals-
menn ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr þessu og
hefur mátt skilja á sumum ráðherranna að hér sé á
ferðinni upphaf almennrar vaxtalækkunar.
Því miður er það ekki svo að íslenska hávaxta-
stefnan hafi orðið undan að láta. Það sést skýrast á
því að vextir af verðtryggðum lánum hafa ekkert
lækkað. Fái menn lánað fé hjá banka eð sparisjóði,
eru mestar líkur til að þeim sé ekki boðinn annar
kostur en að lánið sé vísitölutryggt. Þannig hefur það
verið lengi og þannig mun það verða þar til stjórn-
endur banka telja annað lánaform hagstæðara fyrir
viðkomandi bankastofnun. Lántakandinn skuldbind-
ur sig því til að greiða fullar verðbætur ofan á höfuð-
stólinn og auk þess vexti. Þeir nema nú 9,5% á ári og
hafa ekkert lækkað að undanförnum og engar að-
gerðir til að lækka þesa vexti eru á dagskrá hjá
stjórnvöldum.
Verðtrygging lána fylgir almennri verðlagsþróun.
Hægi verðbólgan á sér þá hækkar lánskjaravísitalan
ekki jafn hratt og ella og því hrúgast verðbætur ekki
með sama krafti ofan á lán. Þetta er að sjálfsögðu
sama fyrirbærið og lækkun nafnvaxta á óverðt-
ryggðum lánum, því að það er svokallaður verðbóta-
þáttur nafnvaxta sem lækkar. Niðurstaðan er ávallt
sú sama: þótt verðbæturnar séu ekki jafn háar og
áður lækka ekki raunvextir, það er hækkun á láninu
umfram verðtryggingu.
Það er því fráleitt ástæða fyrir stjórnarherrana að
hrópa á torgum um að vextir séu að lækka.
ÓP
KUPPT OG SKORK)
Morgunblaðið
er hissa
Það er víst engin lýgi að
óvenjuleg staða er uppi í kjara-
málum. Verklýðsfélög fella eða
samþykkja með mjög naumum
meirihluta nýgerða samninga -
og þeir sem samningana gerðu
eru allt í senn mjög hissa á því að
þetta skuli gerast og þó ekki
hissa: þetta ereðlilegt, segjaþeir,
fólk hefur fengið nóg. Morgun-
blaðið er líka mjög hissa á stöð-
unni og leggur sig óvenjulega
mikið fram um að reyna að skilja
hana. Um þá viðleitni má lesa
ýmislegt fróðlegt í Reykjavíkur-
bréfi nú um helgina.
í bréfi því er vitnað í samtöl við
verkafólk sem hefur lýst and-
stöðu við samningana. Þeir karl-
ar og konur tala um óþolandi
launamun í landinu, um að það
sem átti að nást með löngum og
ströngum fundum sé tekið aftur
með einu pennastriki (gengisfell-
ingin), um vanmat á störfum fisk-
vinnslufólks, um mikla röð hækk-
ana á matvælum og þjónustu sem
yfir dynur. í meðferð Morgun-
blaðsins á þessum röksemdum
gegn margfelldum samningum
gætir svo undarlegs tvískinnungs.
Annarsvegar er eins og bréfritari
skilji rök fólksins - og aldrei
reynir hann þann gamla leik að
kenna niðurrifshjali komma um
það hvernig komið er. En á hinn
bóginn setur hann upp sauðar-
svipinn og segir: „Það er alltaf
erfitt að komast til botns í því
hvað ræður afstöðu fólks í
launamálum".
Sálin vaknar
Það er reyndar ekki einu sinni
bréfritara sjálfum eins erfitt sem
hann lætur. Vitanlega eru það
fáir og tiltölulega einfaldir þættir
sem mestu ráða um afstöðu til
launamála og kjarasamninga: óá-
nægja með ranglæti í skiptingu
lífsgæða, mótmæli gegn vaxandi
mun á lífskjörum eftur stéttum,
aðstöðu og búsetu, óánægja með
það, að þrátt fyrir mikla vinnu
sem fólk leggur á sig nær það ekki
þeim kjörum, sem einskonar
samkomulag hefur náðst um í
þjóðarsálinni að telja
mannsæmandi. Og í Reykjavík-
urbréfinu er reyndar á það minnt,
að meira að segja Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur komið auga á að
vaxandi launamunur er vanda-
mál. Hann hefur haldið fund um
málið á Suðurlandi og bréfritari
Morgunblaðsins er reyndar
drjúgur yfir því, að með slíku
fundahaldi sýni flokkurinn
óvenjumikla skarpskyggni:
„Slíkur fundur væri ekki hald-
inn á vegum flokksins ef forystu-
menn hans teldu að ekki væri til-
efni til þess.“
Takið eftir þessu: setningin
gefur það til kynna með hefð-
bundnum hroka Sjáifstæðis-
flokksins, að vandamál séu þá
fyrst til, ef forystumenn hans
viðurkenni þau.
Og í framhaldi af þessu gerir
Morgunblaðið eins og óvart grín
að forsætisráðherra sínum, Þor-
steini Pálssyni, sem hélt ræðu á
ofangreindum fundi. Blaðið segir
án þess að því stökkvi bros:
„Ræða hans sýndi að hann ger-
ir sér grein fyrir því að launamis-
rétti er til staðar".
Þraut er þá Þorsteinn finnur,
segir máltækið. Eða kannski
eigum við heldur að segja: batn-
andi manni er best að lifa?
Skynsemi og
tilfinningar
Ekki gott að vita. Þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn og Morgun-
blaðið hafi allt í einu komið auga
á lífskjaramisrétti sem er jafnvel
talið ógna lýðræði í landinu, þá er
þessum aðilum fullkomlega um
megn að draga af sýn sinni ein-
hverjar niðurstöður. Útkoman af
vangaveltunum verður mjög ná-
lægt núlli. í Reykjavíkurbréfi
segir:
„Það er auðvelt að sýna fram á
það með tölum, að það sé ekkert
vit í því fyrir verkafólkið, sem
fellt hefur kjarasamningana, að
fara út í verkföll. En stundum
stjórnast fólk af tilfinningum en
ekki skynsemi eða tölulegum
röksemdum og í sjálfu sér er eng-
in ástæða til að áfellast fólk fyrir
það.“
M.ö.o.: kjarabaráttan erkann-
ski skiljanleg en ekki skyn-
samleg. Og þar með er málinu
vísað frá með þeim afar hefð-
bundna málatilbúnaði að „það
fer ekkert á milli mála að þjóðar-
búskapurinn leyfir ekki stórfelld-
ar launahækkanir nú“.
Sukk og sóun
Höfundur Reykjavíkurbréfs
reynist ekki ráðamargur í stöð-
unni. Hann segir frystiiðnaðinum
að endurskipuleggja sig með
stórauknu hagræði í rekstri, og
það fyrirheit svífur þá yfir
vötnum væntanlega að þegar þær
breytingar hafi átt sér stað verði
ioks hægt að greiða hærra kaup. í
annan stað er sagt að yfirbygging-
in í þjóðfélaginu sé orðin gífur-
lega mikil: „Eyðslan og sóun
fjármuna í þessari yfirbyggingu
er meiri en fólk órar fyrir". Og
segir bréfritari eitthvað á þá leið,
að ef ráðamenn manni sig upp í
að hrófla við þessari „yfirbyg-
ging“, þá sætti láglaunafólk sig
betur við sinn hlut.
Yfirbyggingin og sóunin er
mikil, það er rétt. En sem fyrr er
umfjöllun Morgunblaðsins um
þau mál hikandi og ráðlaus: það
er aðeins talið um að sukkið eigi
sér stað hjá ríkinu, í hinu „opin-
bera kerfi“. Sem er kannski ekki
nema von. Morgunblaðið kærir
sig náttúrlega ekkert um að
minnt sé á þá sóun sem á sér stað í
yfirbyggingu einkageirans á ís-
landi, á bókhaldsævintýri hans og
skattaleikfimi, lúxusflandur og
risnugaldur. Úm þetta lið segir
Morgunblaðið ekki - eins og þeg-
ar það fjallar um stjórnmála-
menn nú - að það sé hollt for-
dæmi landslýðnum að „þeir sem
ráða ferðinni geri ekki síður kröf-
ur til sjálfra sín en annarra". Þá
segir það sama Morgunblað (eins
og í frægum Hafskipsleiðara), að
viðskiptalífið sé orðið svo flókið
að enginn viti lengur muninn á
réttu og röngu. Og síðan ekki
söguna meir.
þlÓÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé.
Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir
(íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður
Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÖlafurGíslason,
RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.),
SævarGuðbjömsson, TómasTómasson.
Handrlta- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlltstelfcnarar: GarðarSigvaldason, Margrót Magnúsdóttir.
Framkvæmdaatjórl: Hallur Páll Jónsson.
Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýslngastjórl: Sigriður Hanna Sigurbjömsdóttir.
Auglý8ingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Á-
gústsdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir.
Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelðslu- og afgroiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útfceyrsla, afgrelðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Roykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 60 kr.
Helgarblöö:70 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 700 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 8. mars 1988