Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 10
MINNING
MYNDLISTA-
OG HANDÍÐASKÓLI
ÍSLANDS
Myndlista- og handíöaskóli íslands auglýsir inn-
töku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1988-89.
Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu skólans
Skipholti 1, 105 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 1988.
Vinningstölurnar 5. mars 1988
Heildarvinningsupphæð: 4.794.282,-
1. vinningur var kr. 2.401.762,-
Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur.
2. vinningur var kr. 718.848,- og skiptist hann á 256 vinningshafa,
kr. 2.808,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.673,672,- og skiptist á 6776 vinningshafa,
sem fá 247 krónur hver.
Upplýsingasími: 685111.
Upplýsingasími: 685111
• Ba rá< Up Ha Ur Ba Í. Tæknimaður ejarverkfræðingurinn í Hafnarfirði óskar að ba tæknimann nú þegar. iplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri ifnarfjarðar. nsóknum sé skilað fyrir 14. þessa mánaðar. ejarverkfræðingur
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálp og vináttu við
andlát og útför föður míns og tengdaföður, afa okkar og
langafa,
Guðmundar Jónssonar
frá Borgarhöfn
Þökkum einnig hlýhug honum sýndan á liðnum árum. Guð
blessi ykkur öll.
Sigríður H. Guðmundsdóttir Ari Jónsson
Einar Sigurbergur Arason
Aðalgeir Arason Margrét Þorbj. Þorsteinsd.
Guðm. Jóh. Arason Anna Hólmf. Yates
Jón Guðni Arason Aðalheiður Ó. Sigfúsdóttir
Pétur Ólafur Aðalgeirsson
Vala Sigríður Guðmundsdóttir
Ari Hlynur Guðmundsson
Rögnvaldur Guðmundsson
Ari Jónsson
Adam Jónsson
Viðar Pétursson
fæddur 24. nóvember 1908 - dáinn
Þann 8. febrúar síðastliðinn
andaðist Viðar Pétursson læknir
á Borgarspítalanum eftir langt og
erfitt sjúkdómsstríð. Með honum
er genginn maður gleðinnar, vin-
margur og vinsæll.
Viðar fæddist í Reykjavík,
sonur hjónanna Péturs Zophón-
íassonar ættfræðings og Guðrún-
ar Jónsdóttur, sem bæði voru
virtir borgarar í Reykjavík, þekkt
fyrir félagsmálastörf, ekki síst
störf í þágu góðtemplarareglunn-
ar.
Viðar ólst upp í glaðsinna syst-
kinahópi, 10 börn þeirra hjóna
náðu fullorðinsaldri. Sum
systkinanna dvöldu þó langdvöl-
um hjá móðurfólki sínu í Norður-
Þingeyjarsýslu. Þaðan átti Viðar
ljúfar æskuminningar og alla tíð
mat hann móðurfólk sitt á Mel-
rakkasléttu mikils og bar sérstaka
virðingu fyrir því mannlífi á Slétt-
unni sem þá var.
Að loknu stúdentsprófi hóf
Viðar nám í læknisfræði og lauk
því árið 1935. Á skóla- og stúd-
entsárum tók Viðar virkan þátt í
félags- og skemmtanalífi bæjar-
ins, enda hvarvetna eftirsóttur,
þar sem menn réðu ráðum sínum
eða gerðu sér dagamun, því hon-
um fylgdi jafnan gleði og hressi-
legt viðmót.
Á þessum árum starfaði hann í
ýmsum félagasamtökum, t.d. um
hríð hjá Leikfélagi Reykjavíkur,
í Taflfélaginu og í söngfélögum,
því hann var söngvinn og hafði
góða söngrödd. Fylgdi sönggleð-
in honum alla tíð.
Um skeið vann Viðar sem stað-
gengill héraðslækna á ýmsum
stöðum. Kynntist hann þá vel erf-
iðri starfsaðstöðu héraðslækna,
þar sem dugnaður, þrek og kjark-
ur skiptu oft á tíðum ekki minna
máli fyrir giftusamleg málalok
heldur en staðgóð læknisþekk-
ing. Alla tíð dáðist Viðar mikið
að eiginkonum héraðslæknanna,
sem öliu stjórnuðu heima og
heiman og leiðbeindu og studdu
lítt reynda og unga staðgengla í
starfi. Minntist hann oft þessara
dugmiklu kvenna þakklátum
huga, og hélt vináttu og tryggð
við þær meðan ævin entist.
Á stúdentsárum sínum eignað-
ist Viðar dóttur með Önnu Mar-
gréti Halldórsdóttur læknis Stef-
ánssonar. Er það Véný, nú hús-
móðir hér í Reykjavík.
Árið 1937 hélt Viðar til Dan-
merkur og hóf þar sérnám í
tauga- og geðlækningum. Vann
hann um árabil við ýmis sjúkra-
hús þar í landi þar sem geðsjúk-
lingar voru vistaðir. Hafði hann
ríka samúð með þvf ólánssama
fólki sem þar dvaldi og þótti þol-
inmóður og laginn að fást við þá
sjúklinga sem erfiðir voru.
Heimsstyrjöldin olli umróti á
högum fslendinga sem dvöldu í
Danmörku við störf og nám og
breytti áformum margra vegna
þeirrar óvissu, sem þá ríkti á
öllum sviðum. Af ýmsum ástæð-
um brá Viðar þá á það ráð að
gerast tannlæknir. Lauk hann
námi við Tannlæknaháskólann í
Kaupmannahöfn árið 1942. Upp
frá því voru tannlækningar aðal-
starf hans.
Árið 1939 gekk Viðar að eiga
mikilhæfa konu, Grethe
Laursen, hjúkrunarfræðing. Þau
eignuðust tvo syni, Vatnar, arki-
tekt í Reykjavík, og Örn, auglýs-
ingateiknara, búsettan í Dan-
mörku. Viðar naut stuðnings og
velvildar tengdafólks síns í Dan-
mörku og hélt tryggð við það alla
tíð. Grethe og Viðar slitu sam-
vistum.
Þegar Viðar kom heim til ís-
lands að lokinni styrjöldinni árið
1945 var hér mikill og tilfinnan-
legur skortur á tannlæknaþjón-
ustu. Þeir fáu tannlæknar, sem þá
störfuðu, höfðu hvergi nærri
undan, og þurftu sjúklingar oft
að bíða vikum, jafnvel mánuðum
saman eftir að fá gert við tennur
eða aðra þjónustu. í þessu mikla
annríki hjá tannlæknum bæjarins
fékk Viðar fljótt orð fyrir að vera
viðbragðsfljótur og greiðvikinn í
starfi. Hélst það orðspor alla tíð
meðan hann sinnti tannlæknis-
störfum. Sérstaka alúð sýndi
hann ávallt börnum og gömlu
fólki sem til hans leitaði.
Árið 1948 kvæntist Viðar síðari
konu sinni, Ellen, dóttur Peters
Knutsens, jóskrar ættar, stjórn-
samri dugnaðarkonu. Bjó hún
bónda sínum fallegt heimili þar
sem einstök gestrisni og glaðlegt
viðmót réð ríkjum.
Viðar Pétursson átti sér alla tíð
mörg áhugamál, ef til vill of
mörg. Áberandi þáttur í skap-
höfn hans var rík samúð með
þeim sem stóðu höllum fæti í lífs-
baráttunni, eða áttu af öðrum
ástæðum í erfiðleikum. Mótaði
þessi þáttur mjög lífsskoðun hans
alla tíð.
Sama máli gegndi um viðhorf
hans gagnvart dýrum, þar mátti
hann ekkert aumt sjá.
Lífsgleði var annar áberandi
þáttur í skapgerð hans. Hvar-
vetna þar sem Viðar kom var
hann hrókur alls fagnaðar og
hressilegt og glatt viðmót entist
honum til æviloka. Þetta kom
líka fram í leik ýmiss konar, þar
sem hann var áhugasamur og vel
liðtækur þátttakandi, t.d. í spila-
og skákkeppni og laxveiði, sem
hann stundaði af mikilli íþrótt.
í fjölmörg sumur, í lok sólmán-
aðar, lagði lítill samvalinn hópur
vina leið sína á vit óbyggða lands-
ins í nokkurra daga ferðalag.
Stundum voru þessi hestaferða-
lög erfið fyrir nokkuð þungfæran
mann ef misjöfn voru veður, en
dugnaður Viðars í þessum ferð-
um, glaðværð hans og hjálpsemi
brást aldrei.
í endurminningum frá þessum
dýrlegu óbyggðaferðum bregður
mynd Viðars oftast fyrir í hugan-
um og jafnan fannst mér þá að
um hann léki sólskin.
Nú hefur Viðar Pétursson lagt
upp í sína hinstu för. Við gamlir
ferðafélagar biðjum honum
blessunar og fararheilla.
Ellen, sem dugði honum best
þegar hann þurfti þess mest,
börnum hans og öðrum þeim,
sem nú eiga um sárt að binda,
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Páll A. Pálsson
Fallinn er í valinn frændi minn
og góður vinur, Viðar Pétursson
tannlæknir, sem var einstaklega
hugljúfur og traustur samferða-
maður, en drengskapur og hrein-
lyndi voru hans aðalsmerki.
Kynni okkar voru orðin löng,
því faðir hans, Pétur Zophónías-
son ættfræðingur, sem var á sín-
8. febrúar 1988
um tíma mikill heimagangur í
húsum Sturlubræðra við Laufás-
veg, réð ungan son sinn, Viðar,
sem vikadreng til foreldra minna
að Laxfossi í Stafholtstungum, en
þar dvöldust þau árlega nokkra
sumarmánuði. Sú vera hans þar í
sveit varð til þess, að hann hélt
ævinlega nánu sambandi við for-
eldra mína og okkur systkinin.
Þarna komst hann í kynni við
ánægulegt útilíf, laxveiðar og
hestamennsku, sem hann lagði
sjálfur mikla stund á síðar á lífs-
leiðinni.
Á skólaárum sínum hafði
Viðar aðsetur á Laufásvegi 51 hjá
Sturlu, föðurbróður mínum, og
héldust því áfram náin tengsl
hans við þá bræður og heimilis-
fólkið í húsum þeirra. Seinna,
þegar Viðar var orðinn læknir og
tannlæknir hér í Reykjavík, urðu
ýmsir í fjölskyldunni aðnjótandi
kunnáttu hans í þeim fræðum og
urðu við það broshýrari og bratt-
ari og sérstaklega lífsglaðari
vegna uppörvandi viðmóts lækn-
isins, eins og allir þeir mörgu
komust í kynni við, er þurftu að
leita til hans.
Viðar var alinn upp í stórum
systkinahópi, þar sem oft var
glatt á hjalla og glímt við huglæg
viðfangsefni. Spilamennska var
honum í blóð borin og var hann
sérlega eftirsóttur félagi í þeirri
glímu, enda var hann af ætt lands-
kunnra spilamanna og
skáksnillinga og sjálfur alltaf
hrókur alls fagnaðar þar sem
hann gekk til Ieiks eða kom á
mannamót.
Ungur tók hann þátt í leiksýn-
ingum og lék þá glæsimenni og
kvennagull, því hann hafði bæði
útlit og söngrödd, sem hæfði því
hlutverki. Hin ljúfa, þróttmikla
rödd brást heldur ekki þótt aldur-
inn færðist yfir og hljómaði jafn
viðkunnanlega, hvort heldur
sungnir voru gluntar í glæstum
sölum eða raulað í ferðatjaldi á
heiðum uppi.
Ferðalög á hestum voru hon-
um mikið hjartans mál. Hann var
hvetjandi þess, að dálítill hópur
frænda og vina ferðaðist um fjöll-
in blá og fór um tuttugu ára skeið
þvert og endilangt um landið á
hrossum til þess að njóta stór-
brotinnar fegurðar á hálendi ís-
lands.
Þótt hann væri stundum svo-
lítið þungur á fæti var lundin svo
létt, að eyðisandar og úfin hraun
urðu auðveld yfirferðar í sam-
fylgd hans. Eftir stranga ferð
þótti honum eftirsóknarvert að fá
ærlegan matarbita og hressingu í
tjaldstað og kætast þar við söng
og kveðskap.
Ein af lystisemdum Viðars var
að dveljast við laxveiðar ein-
hvern hluta sumars til að njóta
útivistar og gleðjast í vinahópi.
Við þær aðstæður kemur glöggt í
ljós innra eðli manna og hæ-
verska, sé hún fyrir hendi. Þótt
Viðar gæti verið ýtinn og fylginn
sér, var hann sérlega nærgætinn
og tillitssamur veiðifélagi og jafn-
framt lunkinn við að fá þann silfr-
aða sem aðra á sitt band.
Viðar og Ellen eiginkona hans
hafa verið einstaklega mann-
blendin og átt mikinn sæg vina
um allt land. Hefur verið að-
dáunarvert hve mikla alúð þau
hafa getað sýnt þessum stóra
kunningjaskara. Best hefur þetta
komið fram í sérstakri umönnum
við margt fullorðið fólk, sem
þeim hefur tekist að huga að með
nærgætni.
Fjölmennur hópur kunningja
og ættmenna saknar nú góðs og
trausts vinar, og við Sigrún vott-
um ástvinum Viðars dýpstu sam-
úð.
Sturla Friðiksson
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 8. mars 1988