Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN-1 Ert þú hissa á útreiðinni sem nýgeröir kjara- samningar hafa fengiö? Siguröur Ólafsson nemi: Ég er bara hissa á samningunum sjálfum. Gengisfellingin kemur t.d. fáránlega út. Björn H. Guðmundsson bílamálari: Já, ég er það. Það vekur furðu mína að verkfólkið standi ekki saman. Sumir semja en aðrir ekki. Armann Eiríksson sölumaður: Nei, laun þeirra lægst launuðu eru ekki til að lifa af. Ég er ekki hissa á því að þeir sem hafa lægstu launin skuli rísa upp gegn launamisréttinu í landinu. Jón Gestur Armannsson þjónanemi: Nei, ég er nú ekkert hissa á henni. Þetta eru lélegir samning- ar. Ragnheiöur Helgadóttir fiskverkunarkona: Nei. Þetta eru ósköp einfaldlega lélegir samningar. FRÉTTIR NORÐURLANDARAÐ Deilt um afskípti af alþjóðamálum AnkerJörgensen hvatti tilfrumkvœbis um friðaraðgerðir íátökum ísraela og Palestínumanna Anker Jörgensen, fyrrum for- maður danska jafnaðar- mannaflokksins, hvatti utanríkis- ráðherra Norðurlandanna í ræðu sinni í gær til að taka frumkyæði um friðaraðgerðir í átökum ísra- elsmanna og Palestínumanna. Jörgensen vakti þar með upp gamalt deilumál innan Norður- landaráðs, spurninguna um hvort ráðið eigi yfirleitt að ræða alþjóðamál Norðurlandaráð Peter Hallberg boðið til afhendingar Svíinn Peter Hallberg kom til Oslóar í gærkvöldi í boði íslenska menntamálaráðuneytisins til þess að vera viðstaddur afhendingu bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Athöfnin fer fram í tónleikahúsi Oslóborgar í kvöld. Hallberg á heiðurinn af þýð- ingunni á verðlaunabók Thors Vilhjálmssonar. Þýðing Hall- bergs var lögð fram fyrir dóm- nefndina og bókin verður einnig gefin út í þýðingu hans í Svíþjóð. Peter Hallberg er íslendingum kunnur vegna áhuga hans á ís- lenskum bókmenntum og starfs hans að útbreiðslu þeirra. Hann hefur þýtt fjölmargar bækur Halldórs Laxness og skrifað manna mest um skáldið á Gljúfrasteini. GG/Osló Margir þingfulltrúar, einkum af hægrivængnum, eru þeirrar skoðunar að Norðurlandaráð eigi alls ekki að taka fyrir mál af þessu tagi. Jan P. Syse, formaður norska hægriflokksins og forseti þingsins, hefur meðal annarra lýst yfir andstöðu sinni við af- skipti þingsins af alþjóðamálum. I umræðum sem spunnust vegna ræðu Jörgensens sýndi það sig að skoðanir eru mjög skiptar um þetta atriði. Páll Pétursson, sem gegndi störfum forseta þingsins um skeið í gær, tók hins vegar af skarið og las úr Helsink- isáttmálanum sem kveður á um að Norðurlandaráð skuli ekki álykta um alþjóðamál. Hins veg- ar sé hverjum þingfulltrúa fullkomlega heimilt að víkja að alþjóðamálum í umræðum og át- elja brot á mannréttindum, hvar sem vera skal. GG/Osló Veik Thors kynnt íOsló Vésteinn Ólason prófessor við háskólann í Osló hélt fyrirlestur um Thor Vilhjálmsson og verk hans í gær. Thor var viðstaddur fyrirlesturinn, ávarpaði sam- komuna og svaraði fyrirspurn- um. Fyrirlestur Vélsteins var öllum opinn og haldinn í tilefni af af- hendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í dag. Lesið var úr tveimur bóka Thors, Fljótt fljótt sagði fuglinn í norskri þýð- ingu Knuts Odegárds og Grá- mosinn glóir í sænskri þýðingu Peters Hallbergs. GG/Osló Bakkabræður og tvær úr Tungunum kitluðu hláturtaugar gesta sern fylltu Reiðhöllina í Víðidal á sunnudag en þar var þá haldin mikil hestasýning sem tókst vel í alla staði. Mynd - E.OI. Vilja samnorrænt sjonvarp Eiður Guðnason: Skammsýni ráðið ferðinni ogpólitískan viljahefurskort Það jaðrar við hneyksli að ráð- herranefndin skuli ekki geta komist að niðurstöðu um sam- norrænt sjónvarp. Forsætisráð- herrarnir geta ekki yfirgefið Osló í þessari viku án þess að hafa tekið ákvörðun um þetta efni. Þannig fórust sænska íhalds- manninum Carl Bildt orð um áætlanir um norrænt gervihnatta- sjónvarp, hið svokallaða Tele-x. Þátttakendum í almennum um- ræðum á Norðurlandaráðsþing- inu varð tíðrætt um sjónvarps- samvinnuna í gær. Undirbúning- ur að samvinnu Norðurlandanna um sjónvarpsútsendingar hefur staðið í mörg ár og þingmenn er farið að lengja eftir niðurstöðum. Nú stendur á ráðherrum Norður- landanna að taka af skarið. Það eina sem hefur verið ákveðið til þessa er að gervihnetti verður skotið á Ioft á næsta ári. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvernig eigi að nota þetta dýra tæki. Eiður Guðnason, fráfarandi formaður menningamálanefndar ráðsins, sagði að skammsýni hefði ráðið ferðinni hingað til og áætlunin hefði ekki tekist sem skyldi þar sem pólitískan vilja hefði skort. Eiður lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þess fors- kots sem enskt gervihnattasjón- varp mun ná í þessum heimshluta vegna seinagangs Norðurland- anna. Jan P. Syse, formaður norska hægriflokksins, tók í sama streng. „Margar ólíkar lausnir hafa verið ræddar í þessu sambandi en nú á þessu þingi verður að taka ákvörðun," sagði Syse, sem lagði áherslu á mikilvægi samnorræns sjónvarps í menningarsamstarfi Norðurlandanna. GG/Osló 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrl&judagur 8. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.