Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR 'SPURNINGIN— Spurt í Vestmannaeyjum Býst þú við að verkfall Snótarkvenna standi lengi? Magnús Magnússon, bæjarstarfsmaður: Já, það geri ég svo sannarlega. Ég er ekki bjartsýnn á að kjaradeilan leysist i bráð. Verkafólk ber hreinlega ekkert úr býtum og það er því allt að vinna með þessu verkfalli. Viktor Sigurjónsson: bæjarstarfsmaður: Ég getekki svaraðþessu. En mérerafturá móti spurn framan i hverja Guðmundur J. og Karvel voru að steyta hnefana frammi fyrir alþjóö á dögunum? Var það framan í atvinnurekendur eða verkafólk? Svana Aníta, fiskverkakona í verkfalli: Þegar stórt er spurt er lítið um svör. Okkur ríður á stuðningi annarra. Ég vona að fólk standi með okkur sem erum með 186 krón- ur á tímann í fiskvinnunni. Vilhjáimur Vilhjálmsson vinnur í netagerð: Já, það gerir það örugglega. Snótarkon- urnar eru fastákveðnar ná kaupinu upp, enda er launadæmiö í fiskvinnslunni alveg vonlaust. Ég hef þá trú að flestir standi með þeim, enda virðast þær ekki á þeim brók- unum að gefa neitt eftir. Magnús Magnússon, bæjarstarfsmaður: Það getur enginn sagt til um það þegar verkfall er einu sinni hafið. Ég hef það þó á tilfinningunni að þetta geti dregist á lang- inn. Ég vona bara að konurnar uppskeri réttlát laun fyrir erfiðið. Fiðurfé Deilt um verðlagningu Neytendasamtökin telja kjúklinga- og eggjaverð ólöglegt vegna samráðs framleiðenda. Bjarni Asgeir Jónsson, Félagi kjúklingabœnda: Tómtmál að tala umfrjálsa verðmyndun við núverandi aðstæður að háa verð sem er á eggjum og kjúklingum er ólöglegt, segir í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum. Tals- menn framleiðenda benda á hinn bóginn á að verðlagsgrundvöllur sé ekki sama og fast verð. Neytendasamtökin vísa til bréfs Verðlagsstofnunar frá 2. mars og segja að með því hafi fengist staðfesting á þeirri full- yrðingu samtakanna að verð á kjúklingum og eggjum sé ólög- legt vegna samráðs fram- leiðenda. Talsmenn framleið- enda telja á hinn bóginn að frá- leitt sé að tala um ólögmætt verð- samráð þar sem viðmiðunar- grundvöllur um verð hafi verið notaður árum saman og verið tíðkaður víða, til dæmis hjá bak- arameisturum. Bjarni Ásgeir Jónsson hjá Fé- lagi kjúklingabænda sagði að það væri tómt mál að tala um frjálsa verðmyndun hérlendis miðað við núverandi aðstæður. Hann sagði að ríkisvaldið stýrði kjötneysl- unni með ábyrgð sinni á ákveðnu magni af kindakjöti; kjötmark- aðurinn væri einn og því hefði neyslubreyting á einni tegund strax áhrif á hinar. Sem dæmi þessu til áréttingar var nefnt að ríkisstjórnin hækk- aði kjúklinga umfram lambakjöt um 24% frá því í júlí 1987 fram í janúar 1988. Grundvallaratriði frjálsrar samkeppni væri samspil- ið milli framboðs og eftirspurnar, og við þessi skilyrði væri ekki um frjálsa verðmyndun að ræða. HS Hafnarfjörður Félagsmiðstöð í miðbænum Lokaframkvæmdir við nýjaogglæsilega æskulýðs- og félagsmiðstöð - Við fáum stóra og góða fé- lagsmiðstöð í nafla bæjarins með- an Reykvíkingar eru ekki enn búnir að setja upp félagsmiðstöð nálægt miðbænum sínum, segir Arni Guðmundsson, æskulýðs- fulltrúi í Hafnarfirði, en Hafn- firðingar eru nú að koma á fót alhliða félagsmiðstöð fyrir alla félagsstarfsemi bæjarins ef verða vill. Hafnfirðingar ætla að halda upp á opnun félagsmiðstöðvar- innar 20. mars með pomp og prakt. Formleg opnun með ræðum og tilheyrandi verður kl. 13-15 en að henni lokinni verður húsið opið öllum fram á kvöld. Um kvöldið verður síðan diskó- tek fyrir unglinga fædda 1975 og fyrr. - tt. Árni Guðmundsson í nýju félagsmiðstöðinni. í næstu viku verður öllum innréttingum komið þar fyrir. (Mynd: E.ÓI.) Erlendir fiskmarkaðir Frekar lágt verð Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá LÍÚ: Gengisfellingin skilar sér ekki íhœrri krónutölu. pýskalandsmarkaður: Ufsinn um og undir30 krónum kílóið Prátt fyrir nýlega gengisfell- ingu krónunnar um 6% hefur fiskverð á fiskmörkuðum á Eng- landi og í Þýskalandi ekki hækk- að í krónum taiið, heldur lækkað ef eitthvað er. í fyrradag seldi Vigri RE í Þýskalandi um 250 tonn af karfa og var meðalverðið um 51 króna fyrir kílóið. í gær seldi togarinn Ólafur Jónsson GK í Englandi 216 tonn fyrir 12,3 miljónir króna og var meðalverðið fyrir aflann rúmar 57 krónur fyrir kílóið. 192 tonn voru þorskur sem fór að meðaltali á kr. 54,35, 17 tonn af ýsu og seldist kflóið á kr. 82,96. Afgangurinn var blandaður afli. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna er ekki við því að búast að fiskverð hækki í bráð á Þýskalandsmarkaði og sem dæmi þá hefur kflóið af ufsa verið um og undir 30 krónum. Vegna verkfalls Snótarkvenna í Vestmannaeyjum hafa fimm bátar og togarar frá Eyjum bókað sölu í Englandi í næstu viku og einn í þessari. Gámaskip verður í Eyjum á morgun og má búast við að það fari þaðan fulllestað. Ef ekki verður stórbreyting á fisk- verði á mörkuðunum bæði í Eng- landi og Þýskalandi á næstunni, ríða Eyjamenn ekki feitum hesti frá þessum sölutúrum og gáma- útflutningi. -grh Kvenljósmyndarar Myndir óskast Á kvennamótinu í Osló í byrjun ágúst er ráðgert að halda sýningu á myndum kvenna sem starfa við Ijósmyndun. Þær sem áhuga hafa á þátttöku eru beðnar að senda svarthvíta ljósmynd (24x30), 150 skr. í þátt- tökugjald og nokkrar línur um sjálfar sig, fyrir 25. aprfl 1988. Viðtakandi er Annica Thoms- son, c/o Rosfors, Björkbacksvág- en 18, 161 30 Bromma, Sverige. Hjá Jafnréttisráði er hægt að fá nánari upplýsingar um hvert ber að snúa sér, ef nánari vitneskju er óskað um tilhögun sýningarinn- ar. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.