Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 6
VIÐHORF Lausar stöður Viö fangelsin í Reykjavík og Kópavogi, þ.e. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, Fangelsið Síðumúla 28 og Fangelsið Kópavogsbraut 17, eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: 2 stöður yfirfangavarða. 1 staða varðstjóra. 2 stöður aðstoðarvarðstjóra og að minnsta kosti 6 stöður fangavarða. í framangreindar stöður verður ráðið frá 1. maí n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist dómsmálaráðuneytinu fyrir 5. apríl n.k. Umsækjendur sem ekki starfa þegar við fanga- vörslu skulu vera á aldrinum 20-40 ára. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 1. mars 1988 Tónlistarmaður Tónlistarmaður óskast til starfa í Hrunamanna- hreppi. Verksvið: tónlistarkennsla og organist- astarf. Um er að ræða fullt starf eða meira. Ódýrt húsnæði í þægilegu umhverfi á Flúðum er í boði. Umsóknarfresturertil 15. apríl. Upplýsingarveitir oddviti Hrunamannahrepps í síma 99-6617 á venjulegum skrifstofutíma. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar: I.Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þingeyri. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Skagaströnd. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Hafnarfirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 8. mars 1988 Þroskaþjálfar Starfsdagur þroskaþjálfa verður haldinn mánu- daginn 14. mars n.k. að Grettisgötu 89, R.v.k. (4. hæð), kl. 9.00-17.00. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi föstudaginn 11. mars n.k. kl. 14.00-15.30 í síma 29678. Félag þroskaþjálfa Allir eiga að vera í beltum, hvar sem þeir sitja í bílnum! UUMFERÐAR RÁÐ „Það vex engin þjóð...“ Ferðasögu blaðamanns Pjóð- viljans til Briissel lauk um helgina (6. mars) og er uppljómuð mikilli flugeldasýningu þar sem sum skeytin fljúga í minn garð. Verð- ur að svara þeim að nokkru en rétt að taka fram í upphafi að heimiliserjur Alþýðubandalags- ins eru undirrituðum óviðkom- andi. Mikið getur Ólafur Gíslason tekið hátt undir með faríseanum og þakkað guði fyrir að vera ekki eins og þessir rómantísku Albaní- ukommar sem ekkert sjá nema fortíðina. t>á er nú munur að horfa fram, vera raunsær og mál- efnalegur. Það er makalaust hvað sumir hafa miklar áhyggjur af því hvað gerist þegar herinn er farinn. Ég held það gerist ekkert sérstakt nema þjóðarlíkaminn læknast smám saman þegar hernáms- meinsemdin er horfin. Það er hins vegar alfarið mál Banda- ríkjamanna og áhyggjuefni hvernig þeir haga sínu tafli við kommúnistaríkin hræðilegu. Fyrir nokkrum árum var Jósep Luns, þáverandi framkvæmda- stjóri Nataó, spurður hvaða þýð- ingu ísland hefði fyrir Nataó. Hann svaraði því til að landið væri eins og ósökkvandi flug- móðurskip og ef þess nyti ekki við yrði Nató að halda úti fjórum flugmóðurskipum á Norður- Atlantshafi með ærnum kostnaði til að hafa auga með rússneska flotanum. Nú, ef Nató-ríkin tefla sig þurfa að gera þetta þegar Is- land er horfið úr bandalaginu þá væntanlega gera þau það en það er engin ástæða til að Þjóðviljinn geri sér rellu út af því þótt það valdi þeim óþægindum. Miklu þyngra áhyggjuefni eru þær eðlisbreytingar sem hafa orð- ið á herstöðinni á Miðnesheiði á síðustu árum. Fyrstu árin eftir stríð átti herstöðin einkum að tryggja samgöngur milli Banda- ríkjanna og Evrópulanda ef til átaka kæmi við Sovétmenn. Síðar var settur upp margs konar njósnabúnaður á Keflavíkurflug- velli, við Stokksnes og víðar til að unnt væri að fylgjast með ferðum sovéskra skipa, einkum kafbáta. Hin síðari ár hafa Nató-ríkin hins vegar mótað þá áætlun að senda stóran flota vígdreka inn á norðurhöf, ef átök brytust út, og herja þaðan á víghreiðrin á Kóia- skaga. Út af fyrir sig er skiljanlegt að Evrópumenn vilji láta berjast einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér, - nóg er nú samt - og Bandaríkin hafa alltaf viljað mæta Rússum sem lengst frá sínu landi. Gallinn við þessa sóknará- ætlun fyrir íslendinga er sá að ís- land verður og er raunar þegar orðið framvarðarstöð fyrir árás- arflota sem stefnt er gegn Sovét- ríkjunum og lendir þannig í eld- línunni miðri. Hafi því einhvern tímann verið þörf á að reka her- inn þá er það nú orðið nauðsyn. Ólafur Gíslason telur illa kom- ið fýrir flokki sínum ef viðhorf fortíðarglópa eins og okkar Birnu Þórðardóttur réðu þar miklu, þá muni flokkinn daga uppi í um- ræðunni. Og hvaða umræða skyldi það nú vera? Kaldastríðs- ræður Þorsteins Pálssonar eins og sú sem hann flutti í Nataó- klúbbnum nú fyrir helgina? Hug- mynd Steingríms um að Sovét- menn og Bandaríkin önnuðust varnir landsins í sameiningu og bróðerni og sæju um eftirlit á höfunum? Eða þá uppástunga Jóns Baldvins um að Nató- löndunum í Evrópu gæfist kostur á að verja landið gegn því að ís- lendingar fái tolla á fiskmeti og prjónlesi lækkaða? Ja, sér er nú hver umræðan og hvern er eigin- lega að daga uppi og hvar? Raunar mun Ólafur ekki eiga við svona jólasveinaumræður Jón Torfason skrifar >yAuðvitað á að taka þáttí slíkum umrœðum, en muna þó alltafað gleyma því ei að það sem að ís- lendingum snýr og er brýnast er það að losna við herinn úr landinu og hverfa úr Nató - annars verður landið okkar not- að sem hver önnur skipti- mynt í samningum stór- veldanna. “ heldur umræður um slökun, kjarnorkuvopnalaus svæði og friðarumræður af ýmsu tagi sem þróast hafa í kjölfarið á samning- um risaveldanna um að fækka kjarnavopnum. Auðvitað á að taka þátt í slíkum umræðum en muna þó alltaf að gleyma því ei að það sem að íslendingum snýr og er brýnast er það að losna við herinn úr landinu og hverfa úr Nató - annars verður landið okk- ar notað sem hver önnur skipti- mynt í samningum stórveldanna. Eina tiltæka ráðið er að almenn- ingur berjist gegn herstöðvum hér og nú og sýni svokölluðum forustumönnum fram á að herinn verður að fara. Skal enn einu sinni minnt á að friðarmálin eru mikilvægari en svo að það megi treysta stjórnmálamönnunum fyrir þeim. Vegna þess að Ólafur Gíslason híar á fólk sem lítur til baka til fortíðarinnar þá vil ég geta þess að mér finnst ekki slæmt að horfa til þeirrar fortíðar þegar enginn erlendur her var hér á landi. En því fylgir að maður lítur fram til þeirrar tíðar þegar sú fortíðarsýn er orðin að veruleika og landið herlaust. Að Iokum erindi eftir Guð- mund Böðvarsson sem á ekki síður erindi nú en þegar það var kveðið fyrir um 40 árum: Ég veit að við höfum hnotið á torfærri götu. - Ég hefði kannske átt að segja það berari orðum: Það vex engin þjóð við að þiggja hinn blóðstokkna pening fyrir þátttöku og hlýðni í samsœrum, ránum og morðum. Og vei þeim sem tengja vor örlög við eyðing og dauða, þau óhæfuverk sem að lögðu oss í hlekkina forðum. Jón Torfason er kennari og fræði- maður í Reykjavík. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn í Þrúðvangi, laugardaginn 12. mars. Gleðin hefst kl. 20.00. Miðasala við innganginn. Starfsnefnd Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. mars kl. 20.30 í sal verkalýðsfélagsins Þórs við Eyrarveg. Efni fundarins eru kjaramálin. Frummælendur: Margrét Frímannsdóttir alþm., Hafsteinn Stefánsson var- aform. Þórs og Steini Þorvaldsson form. Verslunarmannafélagsins. Nýir fólagar sérstaklega boðnir velkomnir. Fjölmennið. - Stjórnin. Morgunkaffi ABK Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og Geir Friðbertsson fulltrúi í heilbrigðis- nefnd verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 12. mars frá 10-12. Allir velkomnir. - Stjórnln. Alþýðubandalagið i Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði ABK verður mánudaginn 14. mars kl. 20.30. Fundarefni: Fjármál bæjarsjóðs í Ijósi nýrra aðgerða ríkisstjórnarinnar. Guðrún Pálsdóttir fjármála- og hagsýslustjóri mætir á fundinn og svarar fyrirspurnum. Önnur mál. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur ÆFABR verður haldinn fimmtudaginn 17. mars að Hverfisgötu 105 kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir. - Stjórnin. Auglýsið í Þjóðviljanum 6 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.