Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Sigurður Gunnarson fer innaf línu í gærkveldi. Handbolti Vfldngar hefndu Rauð spjöldþegar Blikarnir voru lagðir að velli ígœrkvöldi 25-21 Laugardalshöll 9. mars Handbolti 1. deild karla Víkingur-UBK 25-21 (10-8) Mörk Víkings: Sigurður Gunnarsson 6 (2v), Árni Friðleifsson 5, Hilmar Sigurgísla- son 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Karl Þráinsson 3, Bjarki Harðarson 2, Einar Jó- hannesson 1, Siggeir Magnússon 1 (1v). Varin skot: Kristján Sigmundsson 10 og Sigurður Jensson 6. Útaf: Einar Jóhannesson 2 mín. og Karl Þráinsson rautt spjald Spjöld: Einar Jóhannesson gult, Ingólfur Steingrímsson gult, Siguröur Ragnarsson gult og Karl Þráinsson rautt. Mörk UBK: Björn Jónsson 6, Hans Guð- mundsson 6, Jón Þórir Jónsson 5 (3v), Aðalsteinn Jónsson 2, Andrés Kristjáns- son 1, Kristján Halldórsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 9 C1v). Útaf: Björn Jónsson 2 mln, Hans Guð- mundsson 2 mín, Aðalsteinn Jónsson 2 mín og rautt spjald Spjöld: Andrés Kristjánsson gult, Aðal- steinn Jónsson gult og rautt. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólafur Ö. Haraldsson voru góöir. Maður leiksins: Arni Friðleifsson Víkingi. England Leikir á þriðjudag Nokkrir leikir voru á þriðju- daginn. í 2. deild sigraði Barnsley naumlega Bournemouth 2-1. Birmingham tapaði á heimavelli fyrir West Bromwich Albion 0-1 og Sheffield United tapaði á heimavelli fyrir Manchester City 1-2. í þriðju deild sigraði Grimsby á heimavelli þegar þeir léku við Rotherham 2-1. í skosku úrvalsdeildinni tapaði Motherwell fyrir Hearts 0-2 Þýskaland Uerdingen úr leik Nokkrir leikir í þýsku bikar- keppninni voru í vikunni. Ein- tracht Frankfurt sló Bayer Uer- dingen út með fjórum mörkum gegn tveimur og Bochum vann 2. deildar liðið Fortuna Köln auðveldlega 4-1. Einn leikur var í 1. deildinni þegar Bayer Leverkusen vann Borussia Mönglegladbach 2-1. Víkingum tókst að hefna fyrir tapið gegn Blikunum í síðasta leik liðanna og virtust liðin frískleg eftir hléið sem 1. deildin hefur fengið. Blikarnir byrjuðu leikinn í gær en Sigurður Jensson í marki Vík- inga gaf tóninn með því að verja fyrsta skot þeirra. Hins vegar opnaði Karl Þráinsson markar- eikning Víkinga og staðan fór í 2-2. Leikurinn gekk síðan á fullu og jafnræði var með liðunum, varnir voru góðar en áttu það til að opnast illa þannig að það losn- aði mikið um línumennina. Pað var síðan á 23. mínútu fyrri hálf- leiks að Karl Þráinsson féll á Jón Þóri Jónsson þegar sá síðarnefndi hafði fiskað boltann og var á leið í hraðaupphlaup. Dómararnir voru ekki seinir á sér og gáfu Karli rauða spjaldið, sem var of harður dómur en þeim sýndist Karl grípa um háls Jóns. Jóni virt- ist ekki hafa orðið meint af brot- inu því hann skoraði 2 næstu mörk Blikanna og staðan komst í 8-8. Árni Friðleifsson og Hilmar Sigurgíslason náðu að skora sitt markið hvor þannig að staðan í hálfleik var 10-8. Þá höfðu Björn Jónsson og Jón Þórir Jónsson skorað öll mörk Blikanna, Björn 5, þaraf eitt yfir þveran völlinn, og Jón 3. í síðari hálfleik var leikurinn jafn framan af. Liðin skiptust á að skora þar til Víkingar náðu þremur í röð sem kom þeim í 16- 11. Björn Bliki reyndi þá sama leikinn og í fyrri hálfleik, að skjóta yfir endilangan völlinn, þegar Kristján Sigmundsson hljóp útúr marki sínu, en í þetta sinn fór boltinn í þverslána. Hans Kristjánssyni tókst að skora skömmu síðar með þessari aðferð þegar Kristján markvörður var kominn langt útá völl að reyna að stöðva hraðaupphlaup. Um miðjan hálfleikinn tóku Kópa- vogsbúar helstu stjórnendur Hæðargarðsmanna úr umferð, þá Sigurð Gunnarsson og Árna Friðleifsson, og við það komst meiri hraði í leikinn. Þá opnuðust varnir, línumenn fengu boltann meira og menn komust meira í gegn. Víkingum gekk betur að skora í fuminu og fátinu sem hljóp í leikinn og komust í 6 marka mun 25-19 þegar skammt var til ieiksloka. Hans Kristjáns- son átti þó síðustu 2 mörkin í leiknum sem minnkuðu tap Breiðabliks í fjögur mörk tap 25- 21. Víkingar virðast vera að kom- ast upp úr lægðinni sem þeir hafa verið í undanfarið og voru frísk- legir í gærkvöldi. Sigurður Jens- son stóð sig vel í markinu þegar hann var inná og Kristján stendur alltaf fyrir sínu. Árni og Sigurður Gunnarsson stjórnuðu liði sínu vel og voru báðir í skotstuði. Lið- ið er jafnt og nær vel saman og Einar og Hilmar eru fastir fyrir í vörninni. Hjá Breiðabliki var mest á Birni Jónssyni en Jón Þór- ir og Hans voru líka góðir. Blik- arnir voru harðir í vörninni og tókst að halda Víkingunum vel niðri þangað til þeir fóru að taka menn úr umferð. Dómararnir voru nokkuð góðir og höfðu góð tök á leiknum en voru full fljótir að flauta. Staðan FH . 15 12 3 0 423-328 27 Valur . 15 11 4 0 337-247 26 Víkingur.. . 15 10 0 5 381-337 20 UBK . 15 8 1 6 325-333 17 Stjarnan. . 15 7 2 6 350-365 16 KR . 15 6 1 8 319-346 13 Fram . 15 5 1 9 351-369 11 KA . 15 3 4 8 309-333 10 IR . 15 4 2 9 321-356 10 Þór . 15 0 0 15 289-391 0 Fótbolti Velskir í vanda Fá ekki að ræða við Terry Venables Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir velska knattspyrnusam- bandið að finna framkvæmda- stjóra fyrir lið sitt eftir að hafa rekið Mike England. Eftir að hafa fengið þvert nei frá Brian Clough fóru þeir fram á viðræður við Terry Venables stjóra hjá Tottenham en fengu aftur þvert nei. „Við Terry erum sammála um að það þjóni ekki hagsmun- um Tottenham að þiggja þetta boð,“ sagði formaður stjórnar Tottenham, Irving Scholar, og Venables sjálfur tók í sama streng. „Sú tíð þegar hægt var að stjórna landsliðum í aukavinnu er liðin.“ Handbolti Góð sigling á Valsmönnum KR-ingar teknir í kennslustund í Höllinni í gærkvöldi fór fram í Laugar- dalshöll leikur KR og Vals. Vals- menn höfðu algera yfirburði á öllum sviðum. Vörnin var frá- bær, sóknin frábær og markvarsl- an frábær en flestöll mörk KR voru skoruð á móti fimm manna vörn Vals. Leikurinn þróaðist á þann veg að Valsmenn komust strax þrem- ur til fjórum mörkum yfir og leiddu með fimm mörkum í hálf- leik en staðan var 12-7. í síðari hálfleik keyrðu Hlíðar- endastrákarnir upp hraðann, skoruðu hvað eftir annað í hraða- upphlaupum og var eins og gamla góða mulningsvélin hefði tekið völdin, fáir boltar fóru í gegn. Juku þeir forskotið jafnt og þétt og þegar upp var staðið höfðu Valsmenn gert 32 mörk gegn 15 mörkum KR-inga. KR-liðið var afspyrnu slappt og ef einhvern skal taka út úr þá var það Stefán Kristjánsson en hann var sá eini sem eitthvað ógnaði Valsmönnum. Hjá Vals- mönnum skal fyrstan telja Einar Þorvarðarson og varði hann oft Nykanen heldur áfram að hala inn gull. Um síðustu helgi keppti hann á móti í Finnlandi. Finninn fljúgandi vann að sjálfsögðu, stökk að vísu styttra én Sovétmaðurinn Bokloev en fékk nógu mikið fyrir stílinn til að vinna. Það er kannski hið gjörbreytta líferni sem hefur þessi áhrif á hann. Hann var allfrægur fyrir drykkjulæti en hefur nú snúið við blaðinu. meistaralega. Jón, Valdimar, Jakob, Júlíus og Geir spiluðu allir mjög vel. Jón er auðsjáanlega í mikilli framför, hann gaf hann gullfallegar sendingar og skoraði fallega mörk. Einnig skal nefna Gísla Óskarsson sem skoraði 2 góð mörk þegar hann leysti Jak- ob af hólmi í lok leiksins. Laugardalshöll 9. mars Handbolti 1. deild karla KR-Valur 15-32 (7-12) Mörk KR: Stefán Kristjánsson 6 (2v), Konráð Olavson 3, Sigurður Sveinsson 2, Þorsteinn Guðjónsson 2, Ólafur Lárusson 1, Guðmundur Albertsson 1. Varln skot: Gísli Felix Bjarnason 4 og Leifur Dagbjartsson 4. Útaf: Jóhannes Stefánsson 2 min, Þor- steinn Guðjónsson 2 mín. Mörk Vals: Július Jónasson 8 (3v), Jón Kristjánsson 6, Jakob Jónsson 6, Valdimar Grímsson 6 (1v), Geir Sveinsson 3, Gisli Óskarsson 2, Einar Nabye 1 Varin skot: Einar Þorvarðarson 18 (1 v) Útaf: Einar Nabye 2 mín, Geir Sveinsson 2 mín, Július Jónasson 2 mín, Valdimar Grímsson 2 min. Dómarar: Guömundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson - skemmtilegt að horfa á þá og léttu þeir lundina með fáránlegum dómum. Maður leiksins: Jón Kristjánsson Val. -gói/ste í kvöld Keflavtk kl.20.00 úrvals. ÍBK-KR Getraunir Sprengivika Enginn með 12 rétta í síðustu viku Síðsta vika kom órökrétt út miðað við stöðu liðanna. Það komu 4 heimasigrar og 3 útisigrar en 5 jafntefli. Það voru aðeins 3 með 11 rétta og kom í hvers hlut 91.700. Allar raðimar voru úr Reykjavík og voru konur með tvær raðanna en karl með eina, sem hefur ekki komið upp áður. Þar sem potturinn frá síðustu viku 641.904 gekk ekki út leggst hann við næstu viku sem er ein- mitt sprengivika og í þann pott er komnar 460.000 þannig að heild- arpotturinn er kominn í rúma 1,1 miljón. Sú staða kom einmitt upp í 20. leikviku og var vinningspott- urinn þá þrjár og hálf miljón þannig að það má búast við mik- illi sölu um helgina. 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 28. leikvika Arsenal-Nott.Forest'1 .. Luton-Portsmouth*1...... Wimbledon-Watford’1..... Charlton-West Ham*2..... Chelsea-Everton*2....... Man.Utd-Sheff.Wed*2..... Southampton-Coventry*2 Aston Villa-Leeds*3..... Barnsley-Leicester*3.... Ipswich-Hull‘3......... Millwall-Crystal.P.*3.. Oldham-Swindon*3....... 11x11x211 111111111 111111111 xx2xx22xx 2x2222212 111111111 1 1 1 1 1 1 1 2 x 1112 12 111 1 1 1 x 1 1 1 1 x x 1 2 1 1 1 1 1 2 1 1 1 1 x 1 1 1 x 1 1 1 x 1 1 1 1 x *1 8 liða úrslit bikarkeppninnar. Ekki framlengt þó að jafnt sé eftir venjulegan leiktíma *2 1. deild *3 2. deild Hópleikurinn Hópunum gekk illa í síðustu viku í þetta sinn og líklega um að kenna óvæntum úrslitum. Þó tókst TVB16, Babú og Devon að bæta sig smávegis. Nú líður óðum að Bikarkeppni getrauna og er komin talsverð keppni um að tryggja sér þátttökurétt. Fimmtudagur 10. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.