Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 10
FLÓAMARKAÐURINN SAAB 900 til sölu. Blár. Uppl. í símum 72896 og 71858. Svefnsófi óskast ódýrt eða gefins. Þarf ekki að endast lengi. Uppl. í síma 673023. Eldavélarborð AEG eldavélarborð með 4 hellum, takkaborði og klukku til sölu á kr. 10.000. Uppl. í síma 50579 eftir kl. 19.00. íbúð óskast Samvinnuferðir-Landsýn óska eftir 3 herbergja íbúð fyrir starfsmann fyrirtækisins. Helst langtímaleiga. Reyklaust heimili. Uppl. í síma 79319 eftir kl. 18.00. Leðurjakki Svartur, mjög fallegur leðurjakki til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 612430. Hillusamstæða Gömul hillusamstæðaúrfuru, neðri skápar og bókahillur, 3.20 á lengd. Til sölu ódýrt. Uppl. í síma 612430. Vefstóll, kojur, 2 rúm Lítið notaður Normalo vefstóll til sölu. 120 cm skeið og rakgrind fylg- ir. Einnig 2 rúm sem geta verið kojur með sængurfataskúffum. Uppl. í síma 40306. Tll sölu fallegt, hvítt hiónarúm með dýnum á kr. 10.000. A sama stað er til sölu kringlótt eldhúsborð á kr. 2.000. Einnig græn velúrgluggatjöld, 6 lengjur. Uppl. í síma 686556 eftir kl. 18.00. Til sölu amerískurþurrkari, gamall ísskápur og nokkrir hjólbarðar. Uppl. í síma 611762. Vantar þig aukatekjur? Ef svo er hafðu samband, því við viljum ráða fólk í áskrifendasöfnun fyrir ört vaxandi tímarit. Kvöld- og helgarvinna næstu vikurnar. Nánari uppl. í síma 621880. Fréttatímaritið Þjóðlíf. Fuglabúr Mjög nýleg og vönduð fuglabúr til sölu á hálfvirði. Góð kaup. Uppl. í síma 73248. Overlock vél Vil gjarnan kaupa overlock vél. Kol- brún sími 25475 eftir kl. 18. Atvinna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. Ýmislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka ekki. Tilboð óskast send auglýs- ingadeild Þjóðviljans merkt: „Dug- leg 19“. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. í síma 19239. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð- uvagnaog leikfangabíla. Póstsend- ingarþjónusta. Auður Oddgeirsdóttir, húsgagnasmið- ur, sími 99-4424. íbúð! Hjón sem eru fullkomlega reglusöm og eiga 2 börn vantar 3-4ra her- bergja íbúð í vesturbænum strax. þau geta lagt fram 100.000 kr. fyrir- fram ef nauðsyn krefur. Vinsam- legast hringið í síma 21799 eða 14793. Barmmerki Tökum að okkur að búa til barm- merki með stuttum fyrirvara. Uppl. í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Húsnæði Óskum eftir að taka á leigu ódýrt húsnæði nálægt miðbænum fyrir skrifstofuhúsnæði. Þarf helst að snúa út að götu. Má þarfnast lag- færinga. Uppl. í síma 621083 milli 8 og 10 á kvöldin. Til sölu hvít körfuhúsgögn, 3 stólar, körfu- kista, „Klint" ullargólfteppi og gall- eri plaköt t.d. Georgia Okeefe. Uppl. á daginn í síma 18048 eftir kl. 18 í síma 11957. Húsnæði vantar undir reiðhjólaverkstæði, helst í alfaraleið. Uppl. í síma 621309 á kvöldin. Útsaumaðir stafadúkar Átt þú eða veist þú um einhvern sem á stafaútsaum frá fyrri tíð? Ef svo er vilt þú hringa í ísbjörgu í síma 39659 eða 32517. Tii sölu svefnstóll og skrifborð (vélritunar- borð). Uppl. í síma 18648. Þýskur námsmaður óskar eftir herbergi t.d. sem með- leigjandi með öðrum í íbúð. Vin- samlegast ef þið getið aðstoðað þá sendið inn tilboð á auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „Þýskur náms- maður - húsnæði". Daihatsu Charade 2ja dyra til sölu. Árgerð 1981, ekinn 90.000 km. Vel við haldið og vel útlítandi. Verðhugmynd 165.000 kr. Góð kjör. Uppl. í síma 91 -43039 á kvöldin. Til sölu - óskast keypt Óska eftir að kaupa ódýran ísskáp. Má ekki vera hærri en 147 cm og 60 cm breiður. Á sama stað er til sölu stór, amerískur ísskápur, 2ja og 3ja sæta sófar, kommóða, svefnbekk- ur og góð Candy þvottavél. Selst ódýrt. Uppl. í síma 21387. Bill á kr. 10.000 Til sölu Citroen GS station árg. 1978. Gangfær og skoðaður 1987. Verð kr. 10.000. Uppl. í síma 39109 eftir kl. 20.00 Athugið - nýjung Næstu daga verð ég að kynna hinar frábæru Lesley gervineglur á Sól- baðsstofunni Tahiti í Nóatúni frá kl. 11-20. Styrki einnig eigin neglur. Komið og sjáið. Sjón er sögu ríkari. Uppl. á Tahiti í síma 21116. Gígja Svavarsdóttir naglasnyrtir. r Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 681333 p>aö bætir heilsu o_g hag að bera út Þjóðviíjann Auglýsið í Þjóðviljanum ~'jk 5 y Snót Ur kröfugerðinni Tillögur að breytingum á samningum verkakvennafélagsins Snótar 1. Launabreytingar Frá og með 1. febrúar hækki öll grunnlaun um kr. 10.000,-. Launa- tengdir liðir samningsins hækki hlutfallslega. Þann 1. maí........................1988 hækki sömu liðir um 4% Þann 1. ágúst...................... 1988 hækki sömu liðir um 4% Þann 1. október....................1988 hækki sömu liðir um 3% Þann 1. febrúar.................... 1989 hækki sömu liðir um 3% Unglingakaup 14 ára 75% af byrjunarlaunum 15 ára 85% af byrjunarlaunum 2. Starfsaldurshækkanir Þeir einstaklingar eða starfshópar, sem nú búa við engar eða litlar starfsaldurshækkanir, fái á samningstímanum hækkanir sem hér segir: Eftir 1 ár 4% Eftir 7 ár 16% Eftir 3 ár 8% Eftir 9 ár 20% Eftir 5 ár 12% Eftir 15 ár 24% 3. Greiðsla til launajöfnunar Við fyrstu útborgun launa eftir staðfestingu samnings þessa skulu félagsmenn Snótar, sem að samningi þessum standa, fá greidda sérs- taka fjárhæð til launajöfnunar. Fjárhæð þessi ræðst af heildartekjum í janúarmánuði 1988, þó að frádregnum yfirvinnulaunum, og greiðast þeim sem eru í minnst ’/4 af föstu starfi við gildistöku samningsins. Greiðslur þessar skulu vera sem hér segir: Heildarlaun - yfirvinna lægri en kr. 40.000,-..........kr. 8.000,- Heildarlaun -yfirvinna lægri en kr. 45.000,-...........kr. 7.000,- Heildarlaun - yfirvinna lægri en kr. 50.000,-..........kr. 5.000,- Heildarlaun - yfirvinna lægri en kr. 55.000,-..........kr. 3.000,- Þann 1. október hækki byrjunarlaun um kr. 6.000,- 4. Laun miðuð við aldur Ákvæðum samningsins um starfsaldur skal beitt með eftirfarandi hætti miðað við aldur starfsmanna: 22 ára og eldri taki laun ekki iægri en eftir 1 árs aldursþrepi. 24 ára og eldri taki laun ekki lægri en eftir 2 ára aldursþrepi. 26 ára og eldri taki laun ekki lægri en eftir 3 ára aldursþrepi. 29 ára og eldri taki laun ekki lægri en eftir 5 ára aldursþrepi. 5. Kaupmáttartrygging o.fl. Samningur þessi er gerður með eftirfarandi fyrirvörum: 1. Að framfærsluvísitalan verði innan neðangreindra marka mið- að við 100 stig í febrúar 1984: Íapríl 1988.........................stig íjúlí 1988......................... stig ísept. 1988........................ stig l'jan. 1989.........................stig Fari vísitalan fram yfir framan- greind mörk í júlí eða janúar hækka laun 1. ágúst og 1. febrúar sem þeim mismun nemur. 2. Launaliðir samningsins falla sjálfkrafa úr gildi: a) Fari vísitalan fram yfir framan- greind mörk í apríl eða sept- ember. b) Ef samningar stéttafélaga eða einstakra starfshópa utan V.M.S.Í. hækka á gildistíma samnings þessa um meira en sem nemur almennum hækkunum auk verðbóta. Miðað er við að slíkir samningar taki til hópa með a.m.k. 100 félaga innan sinna vé- banda. Einn yfirvinnutaxti - stórhátíðarálag Laun fyrir yfirvinnu skulu vera 1,04% af mánaðarkaupi viðkom- andi launaflokks fyrir hverja klst. Laun fyrir vinnu á stórhátíðum skulu vera 1,5% af mánaðar- kaupi. Allargreinarsamningsins, sem um þetta fjalla, breytist. Stórhátíðardagar teljast eftir- farandi: nýársdagur, föstudagur- inn langi, páskadagur, hvítasunn- udagur, 17. júní, jóladagur, að- fangadagur og gamlársdagur frá hádegi. Desemberuppbót Um miðjan desember ár hvert skal hver verkamaður, sem þá er í starfi og unnið hefur það ár í við- komandi atvinnugrein, fá launauppbót, sem nemur 2ja vikna dagvinnulaunum, byrjun- arlaun. Þeir, sem skemur hafa starfað, fá hlutfallslega geiðslu. Hádegismatartími Þegar hádegismatartími á laugardögum, sunnudögum og öðrum helgi- og frídögum fellur inn í vinnutíma eða er í lok vinn- utíma, telst hann til vinnutímans og sé unnið í honum, skal sú vinna greidd með sama hætti og vinna í kvöldmatartíma. Fæðispeningar Verkakonur í Verkakvennafé- laginu Snót fái greiddar kr. 500,- pr. dag. Fatapeningar í fiskiðnaði Atvinnurekendur í fiskiðnaði, sem taka ekki þegar þátt í hlífðar- fata-kostnaði skulu greiða verka- fólki í fiskvinnu kr. 10.00,- fyrir hverja skráða vinnustund sem þátttöku í kostnaði vegna hlífð- arfata. Verkafólk sem vinnur í móttöku, vélasal, saltfiski, sfldar- heilfrysting/-söltun, loðnu og Japans-karfa fái greiddar kr. 15.00,- fyrir hverja skráða vinnustund. Fjárhæðir þessar breytast á sama hátt og laun. Starfsmenntunarsjóður Aðilar samnings þessa skulu sameiginlega setja á stofn sjóð, sem veiti styrki til hverskonar starfsmenntunar og námskeiða- halds starfsfólks á samningssviði þessa samnings. Atvinnurekendur skulu greiða til sjóðsins fjárhæð sem nemur 0,1% af heildarlaunum og standa skil á þeim mánaðarlega til sjóðs- ins. Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum frá hvorum að- ila og skal kosin til þriggja ára í senn. Stjórnin skal semja við utanaðkomandi aðila um fram- kvæmd starfsmenntunar og námskeiðahalds. Áunnin réttindi Áunnin réttindi verkamanna skulu haldast verði um endur- ráðningu að ræða sem hér segir: Fari endurráðning fram innan 12 mánaða haldast öll áunnin rétt- indi. Fari endurráðning fram innan 3ja ára endurvinnast áður áunnin réttindi á 1. mánuði, áður áunnin réttindi endurvinnast á 3 mánuðum ef endurráðning fer fram innan 5 ára og á 6 mánuð- um, fari endurráðning fram eftir lengri tíma. Flutningur réttinda Þegar verkamenn flytjast milli atvinnurekenda innan sömu atvinnugreinar, skulu þeir halda öllum þeim réttindum, sem þeir hafa áunnið sér hjá fyrri atvinnu- rekanda, enda hafi uppsögn hjá honum ákvæði þessa samnings. Námskeiðsálag Þegar verkamaður hefur lokið námskeiðum skv. XVI kafla samnings V.M.S.Í. skulu laun hans (byrjunarlaun) hækka um kr. 5.000,-. Laun í veikindum Eftir sex ára samfellda ráðn- ingu hjá sama atvinnurekanda skal starfsfólk eigi missa í neinu af launum sínum í tvo mánuði, og halda dagvinnulaunum sínum í einn mánuð til viðbótar. Eftir 10 ára samfellda ráðningu hjá sama atvinnurekanda skal starfsfólk eigi missa í neinu af launum sín- um í 3 mánuði. Mætingargjald Hver sá starfsmaður sem mætt- ur er til vinnu á réttum tíma (kl. 7.55) skal fá greitt mætingar- gjald, kr. 10.00,- á hverja skráða dagvinnustund. Þetta gjald tekur sömu hækkunum og önnur laun. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.