Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 11
LANDBUNAÐUR Loðdýrabœndur Brynþörfá bmáriaðstoð Loðdýrabændur, og þóeink- um þeir sem eru með refabú, eiga nú mjög í vök að verjast fjárhagslega. Þegar bændur neyddusttil þess að dragaúr framleiðslu hinna hefð- bundnu búgreina, voru þeir hvattir til þess að hverf a að loðdýrarækt. En stofnkostnaðurviðslíkarbú- háttabreytingar er mikill og lánsfédýrt. Þegarsamtímis ríðursvoyfirverðfall á skinnum, ervarlavon að vel fari, enda er svo komið, að margir refabændur eru gjald- þrota, berist þeim ekki skjót og veruleg aðstoð. Á það var bent í byrjun, að íslenskir loðdýrabændur stæðu að því leyti betur að vígi en stétt- arbræður þeirra annars staðar á Norðurlöndum, að fóðrið væri hér ódýrara. Ef við berum okkur t.d. saman við Dani, þá er það að vísu rétt, að hráefnið í fóðrið er ódýrara hér. Hins vegar er húsa- kostur dýrari, vinnulaun hærri, orka og fjármagn dýrara og flutn- ingskostnaður meiri. Saman- burðurinn við Dani verður því neikvæður fyrir okkur, þegar allir fingur eru komnir í lófann. Fyrir Búnaðarþingi lágu erindi frá þremur aðilum um mál loð- dýrabænda. Þingið samþykkti ál- yktun þar sem lögð var áhersla á skjótar ráðstafanir til stuðnings þessum bændum, sem tryggi áframhaldandi uppbyggingu í þessari búgrein og að afkoma þeirra, sem hana stunda, verði „viðunandi". Þessar aðgerðir beinist að tveimur meginþáttum: að grundvallaraðgerð, sem komi öllum loðdýrabændum til góða og tryggi framhald uppbyggingar í búgreininni, - og fyrirgreiðslu til þeirra refabænda, sem nú eru á heljarþröm, þannig að þeir geti haldið áfram rekstri búa sinna. Síðan er það nánar skýrt til hvaða aðgerða þingið telur að þurfi að grípa til þess að framangreindum markmiðum verði náð. Nú hefur verið að störfum þingmannanefnd, skipuð mönn- um frá stjórnarflokkunum, sem ætlað var að gera tillögur um bjargráð fyrir loðdýrabændur. Hún hefur nú lokið störfum og munu tillögur hennar í megin at- riðum falla að ályktun Búnaðar- þings. Ekki verður að óreyndu dregið í efa að tillögur nefndar- innar nái fram að ganga. -mhg 1111 llliy il 11 II Plltil rVtBrifM—_.>__—___ z____^^^^™* bSHBbbj' Fallegur feldur. Páll Hersteinsson veiðistjóri með tvo myndarlega yrðlinga í fanginu. TRIOLIET HEYDREIFIKERFI Bændur bókið pantanir tímanlega Sjálfvirk fylling Öryggi í heyverkun Mjög hagstætt verð KAUPFÉLÖGIN OG BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.