Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Ráðhúsið Tjömin ailtaf að minnka Skipulagsstjórn ríkisins samþykkti 46 fermetra stœkkun á byggingarreit. Guðrún Jónsdóttir arkitekt: Greiddi atkvœði á móti. Samþykktin þýðir 28% aukningu á rúmmetrafjölda hússins Rafmagn Hækkar um 10% Heimilistaxtar hœkka um 7,9% en aðrir taxtar 11,2-16,7% Borgarráð hefur heimilað Raf- magnsveitu Reykjavíkur hækkun á gjaldskrá um 10% að meðaltali frá og með 1. apríl nk. Hækkunin var samþykkt með atkvæðum sjálfstæðismanna en stjórnarand- staðan sat hjá. Aö sögn Aðalsteins Guðjohn- sens rafmagnsstjóra er þessi hækkun til komin vegna fjár- skorts hjá Rafmagnsveitunni uppá 149 miljónir, sem ekki var tekin afstaða til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar og vegna kostnaðarhækkana ými- skonar í rekstri veitunnar. -grh Afundi hjá Skipulagsstjórn ríkisins í gær var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu, að heimila borgaryfirvöld- um að stækka byggingarreit að fyrirhugaðri ráðhússbyggingu í Tjörninni um 46 fermetra. Einn sat hjá. Þetta þýðir að byggingin stækkar um 28% í rúmmetrum. Að sögn Stefáns Thors, skipu- lagsstjóra ríkisins, var ekki fjall- að um teikningar sem fylgdu með umsókninni, heldureingöngu um stækkun byggingarreitsins, sam- kvæmt beiðni borgarstjóra fyrir hönd borgarráðs. Aðspurður sagðist Stefán vona að þar með væri afskiptum Skipulagsstjórnar ríkisins af ráðhússbygging-unni lokið. Guðrún Jónsdóttir arkitekt greiddi atkvæði gegn stækkun byggingarreitsins og frávísunart- illaga hennar um að einnig ætti að fjalla um hjálagðar teikningar var felld. Samkvæmt teikningunum eru á þeim hús sem eru allt önnur en þau sem eru á deiliskipulagi Kvosarinnar. Guðrún sagði að það færi ekk- ert á milli mála að fyrirhugaðri ráðhússbyggingu væri ætlað að takaæmeira plássíTjörninni. Til sannindamerkis um það benti hún á að samkvæmt fyrstu upp- lýsingum um stærð hússins frá því sl. haust hefði það átt að vera 14 þúsund rúmmetrar. Það hefði síðan verið leiðrétt með því að þetta væri prentvilla og rétta rúmmetratalan ætti að vera 19 þúsund rúmmetrar. í dag væri það hins vegar komið upp í 24,336 rúmmetra. Þá hefði bygg- ingin einnig stækkað í fermetrum úr 4600 í 5,297 fermetra og ætti sjálfsagt eftir að stækka enn meir ef að líkum léti. -grh Bjórinn Samþykktur í neðri deild 21 með, 17 á móti. Pjarkað um nákvæma tímasetningu atkvæðagreiðslunnar Þingmenn áttu í löngu stappi í gær áður en gengið var til atkvæða um bjórinn. Mynd E.ÖI. Launamál Guðjóns Sammála um að vera ósammála Stjórn Iceland Seafood hyggst ekki ræða frekar launamál Guðj- óns B. Ólafssonar þann tíma er hann gegndi forstjórastarfi hjá fyrirtækinu. Tilkynning í þessa veru var gefin út í gærkvöld eftir sex tíma stjórnarfund, og segir í henni að stjórnin samþykki að „fella niður ágreining“ um niður- stöður í skýrslum þeim sem gerð- ar voru um málið. Hér er vísað til þriggja skýrslna sem gerðar voru um kaup og kjör Guðjóns vestra, en þær sömdu Geir Geirsson, Guðjón Eyjólfs- son og Sigurður Markússon. Niðurstöðurnar eru ekki sam- hljóða; þannig telur Geir, endur- skoðandi Sambandsins, að ekki hafi verið lögð fram nægilega skýr gögn um suma hinna greiddu bónusa er Guðjón naut, en helst er að skilja á illskiljanlegri frétta- tilkynningunni að Sigurður sé þar á öndverðum meiði. Samþykktin var gerð með at- kvæðum allra stjórnarmanna, nema hvað Guðjón B. Ólafsson lýsti þvf yfir í upphafi fundar að hann myndi sitja hjá við af- greiðslu málsins. HS Bjórfrumvarpið var samþykkt með 21 atkvæði gegn 17 eftir aðra umræðu í neðri deild í gær. Mikil spenna lá í loftinu undir at- kvæðagreiðslunni en fyrr um daginn höfðu þingmenn þjarkað um nákvæma tímasetningu at- kvæðagreiðslunnar og voru gerð nokkur fundarhlé til að þing- menn gætu ráðið ráðum sínum. Það var ljóst strax og fundur hófst í neðri deild, að þeim tveimur atkvæðagreiðslum sem áttu að vera fyrst á dagskrá yrði frestað þar til síðar um daginn. Tilkynnti Jón Kristjánsson for- seti deildarinnar þá um fundarhlé til að þingflokkar gætu ráðið ráðum sínum. Eftir það tilkynnti Jón að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan fimm. Upphófst þá umræða um þing- sköp og var frestuninni mótmælt af bjórandstæðingunum Albert Guðmundssyni og Árna Gunn- arssyni en Ólafur Þ. Þórðarson gerðist sáttasemjari í málinu og sagði að hægt yrði að semja um að einhverjir drægju sig í hlé, svo að atkvæðagreiðslan speglaði vilja deildarinnar. Var þá gert fundarhlé aftur og eftir fimm mínútna hlé kvað Jón upp þann Samólmonsdóm að at- kvæðagreiðslan yrði klukkan hálffjögur. Töluverð spenna lá í loftinu því fjórir varamenn sitja þessa dag- ana í deildinni og var vitað að tveir þeirra, þau Níels Árni Lund, varamaður Steingríms Hermannssonar, og Guðrún Halldórsdóttir, varamaður Kri- stínar Einarsdóttur, voru bæði á móti bjórnum, en bæði Steingrímur og Kristín honum fylgjandi. Farið var fram á nafnakall við atkvæðagreiðsluna og hafði dæmið verið jafnað þannig að tveir bjórsinnar og tveir bjór- andstæðingar voru fjarstaddir at- kvæðagreiðsluna. 21 reyndist fyl- gjandi bjórnum en 17 honum andvígir. Bjórinn fer til þriðju umræðu í deildinni strax eftir páska og það- an liggur leiðin í efri deild og er búist við að hann eigi nokkuð greiða leið í gegnum þá deild. Samkvæmt frumvarpinu taka Iögin gildi 1. mars 1989. -Sáf Stokkhólmur Steingrímur fundar með PLO írafár hjá íhaldsmönnum. Steingrímur: Frekari fundahöld og heimsóknir til athugunar. Sœtti mig ekki við neitt ferðabann Sendiherra og upplýsingafull- trúi frelsissamtaka Palestínu- araba PLO í Stokkhólmi, Eugene Makhlouf lýsti í gær mikilli ánægju sinni með fund sem hann átti fyrr um daginn með Steingrími Hermannssyni utan- rikisráðherra og íslenska sendi- herranum í Stokkhólmi. Á fund- inum bauðst Steingrímur m.a. til að ræða frekar hugmyndir um heimsókn utanríkisráðherra PLO til Islands og hugsanlega för sína til höfuðstöðva PLO í Túnis. Þegar fréttist um þessi funda- höld síðdegis í gær greip um sig mikið írafár meðal sjálfstæðis- manna í Alþingishúsinu og var málið rætt itarlega á þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins. Þor- steinn Pálsson sagði að loknum fundinum að hann vildi ekki trúa því að utanríkisráðherra hefði tekið ákvarðanir um samskipti við PLO-menn, en fyrr í vikunni lýsti forsætisráðherra því yfir að Steingrímur hefði ekki umboð til að ræða við PLO í nafni ríkis- stjórnarinnar og að PLO væru samtök hryðjuverkamanna. Þorsteinn óskaði í gær eftir því við forystumenn Framsóknar- flokksins að utanríkisráðherra gæfi ítarlega skýrslu um funda- höld sín með PLO-mönnum í Stokkhólmi þegar hann kæmi heim síðar í vikunni. Steingrímur sagði í gærkvöld, þar sem hann var staddur á fundi utanríkisráð- herra Norðurlandanna íTromsö í Noregi, að hann myndi ræða þessi mál við ríkisstjórnina. Yfir- lýsing sú sem PLO-menn hefðu sent frá sér eftir fundinn væri ekki í fullu samræmi við yfirlýsingar sínar á fundinum með þeim en hann teldi rétt að athuga frekari fundarhöld með forystumönnum PLO og útilokaði ekki fund með Yasser Arafat. - Ég sætti mig ekki við að vera settur í ferða- bann, sagði Steingrímur Her- mannson. Ráðhúsið Andstaöan vex Andstæðingum fyrirhugaðrar ráðhússbyggingar í Tjörninni vex sífellt ásmegin og samkvæmt skoðanakönnun DV frá því í gær eru 52,8% Reykvíkinga andvíg en 47,2% fylgjandi. Spurðir voru 232 kjósendur í borginni. Að sögn Önnu Rögnvaldsdótt- ur hjá samtökunum Tjörnin lifi er þessi niðurstaða könnunarinnar samkvæmt því sem vitað hefur verið: meirihluti borgarbúa er á móti þessari byggingu á þessum stað. Anna sagði jafnframt að munurinn ætti eftir að verða enn meiri þegar það rynni upp fyrir borgarbúum hvers konar gfmald væri fyrirhugað að reisa í Tjörn- inni undir heitinu ráðhús. -grh Fimmtudagur 24. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.