Þjóðviljinn - 24.03.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Page 5
Margt bendir tilþess að vertíðin bregðist enn einu sinni. Kemurfiskifræðingum ekki á óvart. Höfðu spáðþessu. Gegndarlaus veiði á ókynþroskaþorski á eftir að draga dilk á eftir sér Vertíðin Það virðist ekki ætla að rætast úr aflabrögðum á yfirstandandi vertíð frekar en undanfarin ár. Sem dæmi um hvað aflabrögðin hafa verið léleg má nefna að í síð- ustu viku fengu 26 netabátar frá Ólafsvík aðeins 241 tonn og ástandið hefur verið lítið skárra suður með sjó. Að visu hafa afla- brögð verið mun skárri hjá Hornafjarðarbátum og Eyja- mönnum en ekkert til að hrópa húrra fyrir. f upphafi vertíðarinnar var það almenn skoðun manna á Suður- þeir óspart varað við þeirri of- veiði á fiskistofnunum sem stund- uð hefur verið í reynd en þeirra sjónarmið hafa ekki náð eyrum hlutaðeigandi nema að litlu ieyti. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði að það kæmi sér ekki á óvart að vertíðin í ár yrði jafnvel enn verri en hún er þegar orðin. Hann sagði að stofnunin hefði á sínum tíma spáð því að vertíðin yrði lé- leg og samkvæmt aflabrögðum virðist sem þessi spádómur ætli að rætast. Ástæðan er einkum sú A DAGSKRA Guðmundur R. Heiðarsson nesjum að ef vertíðin brygðist enn eina ferðina yrðu margir fyrir miklu tjóni sem þeir kæmu ekki til með að standa undir. Hvort það verður reyndin skal ósagt látið, en víst er að hljóðið í sjó- mönnum og útgerðarmönnum syðra er ekki fagurt um þessar mundir og sömu sögu er að segja af Vesturlandi. Ofan á þetta allt saman bætist síðan léleg afkoma fiskvinnslunnar um allt land. Þessi lélegu aflabrögð á vertíð- inni það sem af er koma fiski- fræðingum hjá Hafrannsókna- stofnun ekki á óvart enda hafa að mikið er veitt af ókynþroska þorski og hefur svo verið um alllangt skeið. Það hefur auðvit- að það í för með sér að þor- skurinn nær ekki að fjölga sér og stofninn minnkar að sama skapi. Ofan á þetta bætist síðan síaukin sókn í fiskstofnana með afkast- ameiri fiskiskipum en áður hafa þekkst. Besta og skýrasta dæmið um að ástandið hefur stórversnað er að þorskurinn er sífellt að léttast og samkvæmt því þarf sífellt fleiri þorska í hvert tonn. Sem dæmi um þessa þróun má benda á að 1955 veiddust hvorki fleiri né færri en 131 miljón þorska sem vigtuðu 538 þúsund tonn og þá var meðalþyngdin 4,1 kíló. 1981 veiddust 124 miljónir þorska og meðalþyngdin var þá 3,75 kíló en samtals 465 þúsund tonn. í fyrra veiddum við jafnmarga fiska og 1955 en meðalþyngd þeirra var aðeins 2,9 kíló sem gerðu 380 þúsund tonn. Það sér hver heiivita maður að ef þessi þróun heldur svona áfram verður þess ekki langt að bíða að þorskurinn verði bókstaflega ekkert annað en roð og bein, það sem á annað borð veiðist, ef það þá verður um einhverja veiði að ræða. Síðustu fréttir frá verstöðvum við Breiðafjörð um að ekkert sé þar um átu í sjónum og að þor- skurinn sé glorsoltinn, eru ekki sérstaklega uppörvandi á þessum síðustu og verstu tímum. Ástæð- an mun einkum vera sú að loðnan hefur ekki gengið vestur eins og svo oft áður. En loðnuleysið skýrir ekki afhverju bátar vestra hafa verið að fá nokkur hundruð kíló eftir lögnina og uppí þetta 2-3 tonn. Það bendir því allt til þess að við þurfum að taka okkur veru- legt tak í verndun fiskistofnanna og hætta að láta skammtímasjón- armið ráða ferðinni í fiskveiðist- jórnuninni, heldur hugsa og framkvæma með tilliti til lengri framtíðar en sem nemur táleng- Það fer ekki mikið fyrir þeim gula á vertíðinni í ár frekar en á fyrri vertíðum og jafnframt verður hann sífellt léttari, sem er mörgum mikið áhyggjuefni. dinni hverju sinni. Ef það verður ekki gert getum við hætt að spá í aflabrögðin og snúið okkur að einhverju öðru. En því miður virðist sem okkur sé að takast að leggja fiskstofnana í rúst sem hér á árum áður voru taldir með þeirn sterkustu og gjöfulustu í Norður- Atlantshafi, en eru ekki orðnir annað en svipur hjá sjón. -grh Ekkert að hafa VIÐHORF Húshítunarafsláttur gegn búseturöskun Ásgeir Þór Ólafsson skrifar Mikil umræða hefur farið fram á undanförnum vikum um hið háa raforkuverð sem lands- mönnum er gerast að greiða, þó sérstaklega notendum Raf- magnsveitna ríkisins (RARIK) og Orkubús Vestfjarða (O.V.). Um er að ræða heimili á lands- byggðinni svo og hinn almenna atvinnurekstur. Ýmsar ástæður hafa verið tilgreindar fyrir þessu háa orkuverði sem notendum er gert að greiða en er raforkuverð til t.d. húshitunar hátt í landinu? Það fer allt eftir því við hvað er miðað. Ef miðað er við orkuverð frá Hitaveitu Reykjavfkur þá er raforkuverð til húshitunar mjög hátt hjá notendum RARIK og O.V. Ef miðað er við olíuverð þessa stundina þá er verð á raf- orku til húshitunar mjög hátt en ef raforkuverð til húshitunar er aftur á móti miðað við heildsölu- verð raforku frá Landsvirkjun þá er smásöluverð RARIK og O.V. mjög hagstætt og kemur það vel fram á meðfylgjandi súluriti (mynd 1). Samkvæmt því leggja RARIK til 17 aura með hverri kwh sem seld er til húshitunar en heildsölufyrirtækið Landsvirkjun fær 82% af því sem fæst fyrir kwh. Þetta þýðir að skv. hitasölu sl. ár lögðu RARIK u.þ.b. kr. 50.000.000,- fimmtíu milljónir með hitasölunni til viðbótar þeim kr. 230.000.000 sem voru niður- greiðsla úr ríkissjóði 1987. Ástæður þessa eru fyrst og fremst þær að heildsöluverð raf- orku frá Landsvirkjun er um 50- 60% hærra en svokallaður lang- tfma jaðarkostnaður sem er eðli- „íljósi þessa eru einu raun- hcefu leiðirnar til lækkunar orkuverðs á landsbyggð- inni þœr að Landsvirkjun lengi verulega greiðslutíma fjárfestinga sinna og taki frekara tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu, eða að lögum um Landsvirkjun verði breytt á þann veg að það sé stjórnvalda að ákveða gjaldskrá Landsvirkjunar. “ legt verð frá framleiðanda. Fróð- legt væri fyrir þá notendur sem kynda hús sín með rafmagni að fá skýringar á þessari verðlagningu en þær eru fyrst og fremst að Landsvirkjun stefnir að 100% eiginfjárstöðu um aldamót þrátt fyrir 3% raunhækkun raforku á ári til almenningsveitna og að auki er keppt að því að eigendur (Reykjavíkurborg, ríkið og Ak- ureyrarbær) njóti arðgreiðslna af fjárfestingu sinni í fyrirtækinu. Þarf þá nokkurn að undra þótt háttvirtur utanríkisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi látið þau orð falla að Landsvirkj- un væri ríki í ríkinu, því þeir ráða sínum gjaldskrármálum sjálfir að öllu leyti og miða gjaldskrána alfarið við afkomu fyrirtækisins án þess að almennir hagsmunir eða afkoma helstu framleiðsluf- yrirtækja okkar sé skoðuð. Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi s.l. susmar að veita þeim fiskeldisfyrirtækjum sem dælasjó verulegan afslátt af raforkuverði. Þau fyrirtæki ein skyldu njóta þessa afsláttar sem notuðu a.m.k. 1 Gwh. Hefur verið gerð úttekt á því hvort þessi stærð fisk- eldisfyrirtækis sé hagkvæmari rekstrareining en einhver önnur stærð t.d. sú sem notar 0,5 Gwh eða 0,8 Gwh? Hvers eiga aðrir notendur að gjalda, þeir sem frysta fisk eða sá breiði hópur notenda sem kyndir hús sín með rafmagni? Með þessari ráðstöfun er að sögn Landsvirkjunar verið að styðja nýjar vinnslugreinar og bæta samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum og til þess er notuð afgangsorka. Samningar sem þessir gilda til 1991. Því hafa margir notendur RARIK spurt hvers vegna er ekki veittur tíma- bundinn afsláttur vegna húshit- unar í landinu sem gæti komið í veg fyrir verulega búseturöskun ef fram heldur sem horfir. f ljósi þessa eru einu raunhæfu leiðirnar til lækkunar orkuverðs á landsbyggðinni þær að Lands- virkjun lengi verulega greiðslut- íma fjárfestinga sinna og taki frekara tillit til aðstæðna í þjóðfé- laginu, eða að lögum um Lands- virkjun verði breytt á þann veg að það sé stjórnvalda að ákveða gjaldskrá Landsvirkjunar og einnig á hvern hátt afgangsorka sú sem í kerfinu er verði nýtt. Ásgeir Þór Ólafsson er svæðisraf- veitustjóri RARIK á Vesturiandi, og býr í Stykkishólmi. Flmmtudagur 24. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.