Þjóðviljinn - 24.03.1988, Síða 17

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Síða 17
ERLENDAR FRETTIR Leiðtogar risaveldanna Nikaragva Sovétríkin Armenar hryggbrotnir Sovésk stjórnvöld höfnuðu í gær kröfum ermskra þegna sinna um að draga mörk Armeníu og Azerbaidjan að nýju með það fyrir augum að héraðið Nagorno- Karabakh lenti vestan nýrra landamæra. Sjálfri forsætisnefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna hafði verið hóað saman til þess að ræða þetta mál og sátu fulltrúar hennar á rökstólum frameftir degi í gær. Að endingu ákváðu þeir að ganga í berhögg við óskir Armena og skipuðu jafnframt valdsherrum í lýðveldununt tveim að halda uppi lögum og reglu í hvívetna. Reuter/-ks. Moskvufundur í maí Lítil von tilþess að Reagan og Gorbatsjov undirriti samning um helmingsfœkkun langdrœgra kjarnvopna sinna Ronald Reagan Bandaríkja- forseti lýsti því yfir í gær að fjórði fundur þeirra Mikhaels Gorbatsjovs sovétleiðtoga færi fram í Moskvu dagana 29. maí til 2. júní, frá sunnudagsmorgni til fimmtudagskvölds. Þetta verður fyrsta sinni í 14 ár að handarískur forseti sækir Krcmlverja heim. Forsetinn skýrði frá þessu í „rósagarði Hvíta hússins", að sögn Reuters, og mun utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Eduard Shevardnadze, hafa staðið nærri honum við þetta hátíðlega tæki- færi. Að því loknu hófú þeir fé- lagarnir viðræður um dagskrá leiðtogafundarins. En áður en þeir héldu afsíðis mælti Shevarnadze: „Nú er búið að ákveða fundardagana og nú verðum við að tryggja að um- ræðuefnin verði áhugaverð.“ Fréttamönnum lék hugur á að fá upplýsingar um það hvort samningur um fækkun lang- drægra kjarnvopna stórveldanna yrði tilbúinn til undirritunar á Moskvufundinum. Reagan svar- aði: „Mér er ókleift að svara þessu nú.“ Pá var forsetinn inntur eftir því hvort lokið væri við bráðabirgðasamning um langd- rægu kjarnvopnin og mælti hann þá: „Eg tel okkur hafa haft bráðabirgðasamning sem leiddi til þessa áður en það hófst.“ Samningamenn hvorra tveggju hafa ítrekað sagst hafa áhuga á því að púslað yrði saman bráða- birgðasamningi um helmings- fækkun langdrægra kjarnvopna í Genf áður en Reagan og Gorbat- sjov hittast að máli í fjórða skipti. Framannefnd vígtól eru þau skæðustu á byggðu bóli og sam- heiti yfir langdrægar kjarnflaugar sem ýmist er skotið af pöllum á landi eða úr kafbátum á hafi og kjarnsprengjur í þolmiklum flug- vélum. Hinsvegar hafa fréttir af gangi viðræðnanna stangast á að und- anförnu. Eftir skotferð Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, til Moskvu í fyrra mánuði kváðust háttsettir sovéskir entb- ættismenn vera bjartsýnir um að samningar tækjust innan þriggja mánaða. En síðan hafa klögu- málin gengið á víxl, til að mynda hafa sovésku fulltrúarnir í Genf gert því skóna að bandarískir kol- legar sínir tefðu málin. Reuter/-ks. ✓ Israel Ágreiningur í Jórsölum Landvarnaráðherrann telur uppreisnarmenn úrvinda og komna aðfótumfram Dularfullt tilboð Skriður kominn á viðræður ríkisstjórnar Nikaragva og kontra- liða ulltrúar stjórnvalda í Mana- gva gerðu viðsemjendum sín- nm úr forystusveit kontra tilboð í gær og sögðu þá ekki gcta með góðu mótu hafnað því. Það var úpplýsingamálaráð- herra sandinistastjórnarinnar sem bar þessar fréttir á borð fyrir blaðamenn í aftureldingu þriðja viðræðudagsins í bænum Sapoa í suðri. Las hann upp úr heimastíl og sagði tilboð sitt og sinna vera samhnoð hugmynda beggja. Hinsvegar vildi hann ekki tjá við- stöddum efni tillagnanna þótt að honum væri saumað. Meðan þessu fór fram rufu nokkrir kontraliða þriggja daga vopnahlé foringja sinna og stjórnar Nikaragva. Greindi ríkisútvarpið í Managva frá því að sveit málaliða hefði veitt her- flutningabifreið fjenda sinna fyr- irsát og fellt tvo dáta. Einn fyrir- sátsmanna hefði fallið í valinn. Talsmaður Kontra í Sapoa vildi ekkert við málið kannast í gær en þó þvertók hann ekki fyrir að atburðurinn hefði átt sér stað, samgöngur væru slæmar við norðurlandamæri Nikaragva og því væri ekki loku fyrir það skotið að einhverjum kontrasveitanna hefði enn ekki borist frétt um vopnahlé. Humberto Ortega er höfuð sendisveitar Nikaragvastjórnar. Að sögn ónefnds heimildamanns var hann í stöðugu símasambandi við bróður sinn, Daníel forseta, í fyrrinótt og suðu þeir í samein- ingu hið dularfulla tilboð saman. Oddviti kontraliða í viðræðunum heitir Adolfo Calero. Reuter/-ks. Fyrirmenn ísraelsku ríkis- stjórnarinnar funduðu fyrir luktuni dyrum í gær og rifust enn á ný um friðartillögur Georges Shultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Ráðherrarnir eru á öndverðum meiði um hugmyndir Shultz, Yitzhak Shamir er þeim andvígur en Shimon Perez hlynntur. ísraelska ríkisútvarpið greindi frá því að Shamir hefði kvartað undan íráfári samráðherra sinna og sagt engin rök fyrir því að fsra- elsstjórn tæki afstöðu til tillagn- anna á undan leiðtogum araba- ríkja. Þó blandast engum hugur um viðhorf hans sjálfs. „Ég er andvígur áætlun Shultz en ekki manninum Shultz.“(!) Sam- kvæmt hugmyndum títtnefnds Shultz ber að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um frið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs í næsta mánuði og hefja samningavið- ræður um framtíðarskipan mála á svæðunum sem ísraelsmenn her- námu í sex daga stríðinu árið 1967. Þetta eru Gazasvæðið, vesturbakki Jórdanár og Gólan- hæðir. Ekki er gert ráð fyrir því að fulltrúar þorra Palestínu- manna, PLO, standi í viðræðum þessum og því hafa þeir vísað til- lögunum á bug. Talsmaður Israelshers skýrði frá því í gær að fjórir Palestínu- menn hefðu særst af völdum gúmmíkúlna í róstum. Hefði skorist í odda með dátum og ung- mennum í þorpinu Tarkumijah á vesturbakkanum. í gærmorgun fór varnarmála- ráðherrann Yitzhak Rabín árla á fætur og tók sér ferð á hendur um Gazasvæðið. Gaf hann sig á tal við fréttamenn og sagðist sjá augljós merki þess að uppreisnar- gjarnir Palestínumenn væru ótt formaður Kristilega dent- ókrataflokksins, Chiriaco de Mita, hafi einsog sakir standa umboð Ítalíuforseta til stjórn- armyndunar þá beinist athyglin þar syðra sfður að honum en leið- toga sósíalista, Bettino Craxi. Craxi hefur komið ár sinni vel fyrir borð á síðustu fimm árum eða frá því hann tók að sér for- ystuhlutverk í ríkisstjórn fyrra sinni. Þótt hann hafi vikið úr sessi fyrir Giovanni Goria eftir þing- kjör í fyrrasumar var hann eftir sem áður lykilpersónan í ítölsku stjórnmáladrama. Því kærir al- þýða manna sig kollótta urn stímabrak de Mitas en veltir hins- vegar vöngum yfir ráðabruggi Craxis. Áhrif sósíalistaforingjans birtust í hnotskurn nýskeð á for- síðu tímaritsins „Panorama". orðnir úrvinda af þreytu. Vart kæmrá óvart þótt svo væri því upppreisnin hefur staðið sleitulaust frá níunda degi des- embermánaðar í fyrra. Að Hún skartar mynd af angistarfull- um de Mita á bæn: „Almáttugur guð. Mildaðu þel Craxis." Orsök stjórnarkreppunnar í fyrra var ágreiningur Craxis og forystumanna Kristilega dem- ókrataflokksins, de Mitas for- manns og hins ráðkæna Giulios Andreottis. „Kristilegir" féllust á það með semingi að láta „tröllinu frá Mílanó" eftir embætti forsæt- isráðherra eftir afhroð í þing- kosningum árið 1983. Hugðust þeir einungis offra forsætinu um stundarsakir eða uns þeir hefðu sleikt sár sín og jafnað innri ágreining. En Craxi hélt prýðisvel á spöðunum og óx hinum voldugu keppinautum sínum gersamlega yfir höfuð. Hann stýrði ítölsku þjóðarskútunni í hartnær fjögur ár og höfðu landsmenn ekki búið minnsta kosti 100 Palestínumenn hafa verið skotnir eða barðir til bana en aðeins einn ísraelskur hermaður hefur látið lífið. Reuter/-ks. við slíkt jafnvægi í stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins. Hann þótti röskari og skeleggari en „kristilegu" möppudýrin. Og þótt flokkur hans sé aðeins peð í samanburði við stórabróður, fékk 14 af hundraði atkvæða í síð- asta þingkjöri samanborið við 34 hundraðshluta de Mitas og fé- laga, vill þorri áhangenda fimm flokka stjórnarinnar að hann sé skipstjórinn. Þetta veit de Mita og hann fer heldur ekki í grafgötur um að Craxi verður þungur í taumi og dýr í rekstri takist honum sjálfum að banga fimm flokka klíkunni saman til ríkisstjórnar. En varla hefði hann tekið að sér jafn seigdrepandi hlutverk lumaði hann ekki á fáeinum trompum á hendi? Trauðla er hann masókisti eða hvað? Ítalía Craxi skyggir á de Mita Chiriaco de Mita á úr vöndu að ráðaþvíerkifjandinn Bettino Craxi er enn hálfgerður töfralœknir í augum ítalsks almennings Fimmtudagur 24. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.