Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 20
Guðríður Haraldsdóttir
nemi:
Nei, ég ætla ekki aö fara neitt
sérstakt. Ég fer nú samt á skíöi
svo kannski er hægt aö segja að
ég fari eitthvað en þess utan verö
ég bara heima.
Sigríður Þorsteinsdóttir
sjúkraliði:
Nei, ég ætla ekkert að fara um
páskana. Ég verö bara heima og
les góöar bækur í ró og næöi.
Sesselja Sigurðardóttir
fóstra:
Nei, ég held ekki. Maður hefur
bara ekki efni á því, þökk sé Da-
víð!
Eyjólfur Axelsson
húsgagnasmiður:
Nei, ég reikna ekki meö því. Það
er alltof mikiö aö gera til aö mað-
ur komist til þess.
—SPURNINGIN—
Ætlarðu að fara eitthvað
í páskafríinu?
Hafdís Ingimarsdóttir
skrifstofumaður:
Nei, ég ætla bara aö vera heima.
plÓÐViyiNH
Fimmtudagur 24. mars 1988 69. tölublað 53. órgangur
Yfirdráttur
á téKKareiKninöa
launafólKs
SÁMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Sigurður Líndal hvetur krakkana óspart.
Hólabrekkuskóli
Breiðholtið hristist og skókst ígær þegar
nemendurí7., 8. og9. bekkjum
Hólabrekkuskóla héldu árshátíð
að var farið í mikla og skraut-
lega skrúðgöngu í bítið og síð-
an haldin íþróttahátíð í íþrótta-
húsinu, þar sem nemendur og
kennarar fengu útrás fyrir upp-
safnaða spennu vetrarins. Nem-
endurnir höfðu margsinnis lýst
því yfir fyrir hátíðina að þeir ætl-
uðu sér að bursta kennarana en
fyrir einhverja slysni sigruðu
kennararnir í þremur keppnis-
greinum af fjórum.
um nóttina og má með sanni
segja að krakkarnir hafi skemmt
sér afbragðs vel. Þorsteinn Sæ-
berg kennari sagði að það hefði
verið fjarska gaman allan daginn
og krakkarnir hefðu staðið sig
vel. „Það var heilmikið fjör og
allir skemmtu sér hið besta,“
sagði Þorsteinn. Á myndunum
má sjá að það er ekki orðum
aukið.
-tt
Skartklæddar úr skrúðgöngunni. Litadýrðin var mikil er krakkarnir
gengu til íþróttahússins. Myndir E.ÓI.
Heathrow flugvöllur
Oj, barasta,
Dagurinn leið þannig að fyrst
mættu krakkarnir í allavega litum
búningum í skrúðgönguna sem
hélt til íþróttahússins en þegar
þangað var komið upphófst
keppnin milli kennara og nem-
enda. Hamagangurinn í íþrótta-
húsinu stóð svo til hádegis en þá
fór hver til síns heima að punta
sig lítilsháttar fyrir kabarett-
skemmtunina sem hófst klukkan
þrjú og stóð til fimm. Þar voru
nemendur tneð sín eigin
skemmtiatriði sem að sjálfsögðu
lukkuðust mjög vel. Um kvöldið
var svo skemmtun í Þórscafé en
áður en krakkarnir komu þangað
hittust þau á veitingahúsum víð-
svegar um borgina og fengu sér
bita. f hita og þunga dagsins
höfðu næringarmálin nefnilega
farið algerlega fyrir ofan garð og
neðan. Á skemmtuninni um
kvöldið voru flóknari
skemmtiatriði og að þeim lokn-
um var dansað fram á nótt. Bal-
linu lauk ekki fyrr en klukkan 1
Hvergi á flugvöllum heims um
ból er jafn mikill gestagangur og á
Heathrow í grennd Lundúna. Þar
er aðkomumönnum hinsvegar
ekki veittur jafn góður beini og
æskilegt væri. Sú er að minnsta
kosti niðurstaða Egons nokkurs
Ronay, forseta hins konunglega
brcska matvinafélags, en hann
lagði á sig það þrekvirki fyrir
skömmu að þræða allar helstu
veitingabúllur flugvallarsvæðis-
ins.
Ronay er ekki skemmt þegar
hann rifjar upp reynslu sína af
„Heathrowfæðinu“ í skýrslu til
matvinaklúbbsins, en megnið af
því segir hann verðskttlda að
lenda í hvofti sorpíláts. „Hástig
smekkleysunnar var samloka
með léttsöltu nautaketi. Súkku-
laðiterta nokkur bragðaðist líkast
því að hún hefði verið bökuð úr
tréspæni og skreytt með raksápu.
Hið glóðaða heilagfiski var
skraufþurrt og gersamlega bragð-
vana og blómkálið var regin-
hnevksli!"
Ein sjoppan bauð uppá fisk-
búðing „sem angaði einsog
skarnahólmi og kalkúnasnitturn-
ar voru svo hroðalegar að maður
varð að hrækja þeim útúr sér.“
Þjónustunni er víða mjög
ábótavant í gildaskálum Heat-
hrow að mati Ronays. Hann segir
hryllingssögu af skiptum sínum
við skítkokk í kaffiteríu, staðhæf-
ir að flugvallarteið sé allajafna
látið sjóða, biðraðir séu um skör
fram langar og „heiti maturinn"
oft á tíðum kaldur.
Ronay finnur til ríkrar samfé-
lagslegrar ábyrgðar og kemur
það glögglega fram í niðurstöðu
skýrslunnar. Þar eð Heathrow
flugvöllur sé ásjóna breska ljóns-
ins beri brýna nauðsyn til að við-
komandi valdsmenn losi sig hið
snarasta við öldungis óhæfa
veitingamenn. Reuter/-ks.