Þjóðviljinn - 31.03.1988, Qupperneq 3
Páskar hjá réttrúuðum
Þeirri fegurð gátum
við ekki gleymt...
✓
Arni Bergmann tók saman
stíl sem áður vakti undrun gesta
og fögnuð trúaðra. Og þó frekar
nú en um alllangt skeið, meður
því að sovésk stjórnvöld hafa
tekið upp sveigjanlegri afstöðu til
kirkjunnar en áður, sýnast nú
reiðubúin að viðurkenna að hún
hafi skilið eftir sig ymislegt já-
kvætt í sögu landsins og færa
henni þá gjöf á þúsund ára afmæli
krisntitöku að klaustur eru opn-
uð aftur og liðkað til fyrir útgá-
fustarfsemi.
Myndir helgar
Einhverja nasasjón hafa menn
víða um lönd af því sem t.d.
rússneskum páskum fylgir:
páskaeggin eru ekki úr súkkulaði
heldur eru máluð fagurlega
ósvikin hænuegg. Það er borið
fram, páskabrauð sætt sem kú-
lítsj heitir og „páskar“ borðaðir
með, en það er einskonar sætt
skyr, bætt með eggjum og fleiru.
Kannski hafa menn séð það líka
að fólk kyssist á götum og segir:
Kristur er upp risinn. Já i sann-
leika upp risinn. Og eins og fyrr
segir: páskar eru sú hátíð þar sem
mest ber á helgimyndum, íkon-
um, utan dyra.
Ekki úr vegi reyndar að rifja
það upp hér, hvers vegna myndir
af helgum mönnum og atburð-
um, málaðar á tré, njóta svo
mikillar hylli rétttrúaðara. Nikol-
aj Zernov skrifar á þessa leið:
„íkonar voru meira en málaðar
myndir. Þeir voru birting hins
andlega krafts sem maðurinn
ræður yfir til að frelsa sköpunar-
verkið með list og fegurð. Litir og
línur íkonanna áttu ekki að líkja
eftir náttúrunni. Listamennirnir
leituðust við að sýna að menn,
dýr og jurtir og heim allan mætti
frelsa úr lágu ásigkomulagi þeirra
og færa þeim aftur sína réttu
„mynd“. Ikonarnir voru fyrirheit
um framtíðarsigur frelsaðs heims
yfir föllnum heimi“.
Og hér getur þá komið amen
eftir efninu.
ÁB.
Einhverju sinni átti ég samtal
við mítrópólít Níkódím, sem
var einskonar utanríkisráð-
herra Rússnesku réttrúnað-
arkirkjunnar. Hann sagði þá
meðal annars:
Ef ég ætti að lýsa mun á kirkju-
deildum í sem stystu máli þá
mundi ég kalla lúterska kirkju
Krists hins fædda, kaþólska
kirkju Krists hins krossfesta og
rétttrúaða kirkju Krists hins upp-
risna. Níkódím átti þá m.a. við
það vægi sem jól, föstudagurinn
íangi og páskarnir fá hjá kirkju-
deildum jsessum - og satt er það:
réttrúnaðarkirkjan sem er stærst í
Sovétríkjunum en hvergi ríki-
skirkja nema í Grikklandi og á
Kýpur, heldur meira upp á páska
en allar hátíðir aðrar.Og það er á
páskum sem margrómuð fegurð
orþódoxkrar guðsþjónustu kem-
ur best fram.
/ leit að trú réttri
Það er ekki úr vegi að minna
hér á gamla sögu af Valdimar
Stólkonungi í Kænugarði, sem
lét kristna Rússa fyrir réttum þús-
und árum - eins og minnst verður
á þessu ári. Sagan segir að meðan
Valdimar var enn heiðinn hafi
hann sent menn út af örkinni til
að leita að réttri trú. Þeir komu
við hjá Múslimum við Volgu en
þótti bænahald þeirra næsta
gleðisnautt. Þeir fóru til Þýska-
lands og Rómar og var guðsdýrk-
un þar þeim meira að skapi, en
ekki nógu falleg að því er þeim
þótti. En loks komu þeir til Kon-
stantínópel og hlýddu tíðagjörð í
hinni voldugu kirkju Heilagrar
Visku og þar fundu þeir það sem
leitað var að. Þeir sneru heim og
sögðu við Valdimar
„Eigi vissum við hvort við vor-
um staddir á himni eða jörðu, því
vissulega er hvergi á jörðu að
finna svo glæsta fegurð. Við get-
um eigi lýst þessu með orðum: en
þetta vitum við: að guð dvelur
meðal mannanna,og að þjónust-
an tekur langt fram guðsdýrkun í
öðrum stöðum. Því þessari feg-
urð getum við ekki gleymt".
Þetta segja málflytjendur rétt-
trúnaðarins að lýsi einkar vel
ýmsu því sem miklu varðar.
Rússneskir háklerkar í fullum skrúða: Senaimenn konungs höfðu aldrei séð annað eins...
Gríska og rússneska kirkjan hafi
ávallt kunnað öðrum betur að
túlka himneska fegurð í guðs-
þjónustunni. f annan stað sé ekki
nema eðlilegt að rússnesku sendi-
mennirnir hafi ekki vitað hvort
þeir voru á himni eða jörðu - þvf í
rauninni sé lítúrgía réttrúnaðar-
ins „himnaríki á jörðu", samein-
andi tvo heima. í þriðja lagi sé
það við hæfi að Rússarnir spyrja
ekki um reglur og boðorð eða
kreddu - þeir horfa á hinar ýmsu
þjóðir við bæn. Og sé það í þeim
anda að rétttrúaðir nálgist trúna
mjög frá lítúrgísku sjónarmiði,
hjá þeim verður rétt trú og rétt
helgihald eitt og hið sama.
Allir með
En þótt grískir og rússneskir
klerkar hafi lengi deilt um það
hvað rétt er í helgihaldi, þá verða
þeir sem koma í rétttrúnaðar-
kirkju fljótt varir við það, að allt
er þar frjálslegra og óformlegra
en í þeim sið sem við þekkjum
betur: Trúaðir eru á vappi um
kirkjuna, en ekki bundir í sínu
sæti, þeir eru ekki uppstilltir í
skrúðgöngu hermanna Krists
heldur börn í húsi Föðurins. Og
virkir þátttakendur í því sem ger-
ist.
Og eins og að líkum lætur er til
þess ætlast að trúaðir búi sig vel
og rækilega undir slíka stórhátið
sem páskarnir eru. Það er ekki
síst gert með strangri föstu. Hefð-
in bannar mönnum ekki aðeins
að neyta kjöts flesta daga föst-
unnar heldur og fiskjar og allra
matvæla úr dýraríkinu. Að vísu
Kremlarkirkjur: Þá var farið í miklar prósessíur...
hefur nútíminn gert hefðinni
ýmsar skráveifur og ýmisleg frá-
vik eru nú leyfð víðast hvar, en
samt mun það staðrynd að enn í
dag fasta rétttrúaðir af meiri stað-
festu og sjálfsaga en þekkist víð-
ast hvar í vesturlandakristni. Og
þeim mun meiri er fögnuður
manna náttúrlega, þegar þeir
hafa hlýtt óralangri messu aðfar-
anótt páska og gengið í prósesssíu
undir helgum myndum og geta
tekið tii við páskamáltíðina
sjálfa. En um andrúmsloft
þeirrar nætur segir einn af aðdá-
endum rétttrúnaðarins á þessa
leið:
Kremlarklukkum
hringt
„Enginn getur verið viðstadd-
ur miðnæturguðsþjónustuna án
þess að verða gagntekinn tilfinn-
ingu allsherjargleði. Kristur hef-
ur leyst heiminn úr viðjum og
kirkjan öll hrósar sigri Hans yfir
myrkri og dauða.“
Hér áður fyrr, þegar rétttrún-
aður ríkti yfir Rússum, var svo
sannarlega mikið um að vera í
Moskvu, sem hafði litið á sig sem
háborg orþódoxíunnar allt frá því
Konstantínópel féll í hendur
Hundtyrkjanum. Erlendur gest-
ur segir svo frá í endurminning-
um sínum:
„Klukknahljómur yfir höfði
okkar, sem klukkur í 1600
klukkuturnum Moskvu tóku
undir, fallbyssurnar sem drundu
frá Kreml yfir fljótið, skrúðgöng-
urnar með gullbryddum klerka-
búnaði dýrlegum, krossum, íkon-
um og fánum, sem streymdu með
reykelsismekki út úr öllum kir-
kjum Kremlar og fundu sér leið
gegnum manngrúann - allt sam-
einaðist þetta um að skapa áhrif
sem enginn mun gleyma sem séð
hefur.“
Nú, sjötíu árum eftir byltingu,
er ekki farið í prósessíu í Kreml
og kirkjurnar í Moskvu eru marg-
falt færri en í þann tíma - engu að
síður er allt það til staðar í smærri
Páskablað ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3