Þjóðviljinn - 31.03.1988, Qupperneq 5
MICHELANGELOS
Leyndardómurtrúarinnaropinberaðuríhvítum marmara
Ef nefna á einhvern einn
myndlistarmann sem staðið
hefur öðrum framar af snilli-
gáfu í gegnum aldirnar, þá er
Michelangelo Buonarroti frá
Flórens óhjákvæmilega í hópi
þeirra örfáu sem verða fyrir
valinu. Snilligáfa hans hefur
verið mönnum ráðgáta, og
verk hans hafa verið mönnum
endalaust tilefni til aðdáunar
og umhugsunar um stöðu
mannsins gagnvart hinum ei-
Irfu gildum og lögmálum
mannlegrartilveru. Hann
markar hápúnkt endurreisn-
arinnar í ítalskri myndlist um
leiðog hannopnarfyrirgátt-
um mannerismans og barok-
klistarinnar sem leystu endur-
reisnina af hólmi. Um leið og
við finnum hugmyndir húman-
ismans endurspeglast í verk-
um hans betur en hjá nokkr-
um öðrum, þá má eihnig lesa
úr þeim dýpri og persónulegri
skilning á leyndardómi krist-
innar trúar en fundinn verður
af lestri margradjúphugsaðra
fræðirita guðfræðinnar.
„Fegursta
höggmynd
Rómaborgar"
Petta á ekki hvað síst við um
höggmyndina Pietá, sem Michel-
angelo gerði aðeins 24 ára að
aldri, en myndin sýnir okkur lík-
ama Krists í fangi Maríu guðs-
móður eftir að búið er að taka
hann niður af krossinum.
Myndina gerði Michelangelo
að beiðni Jean de Bilhéres de La-
graulas kardinála frá St. Denis,
sem þá var sendiherra Frakka við
Páfastól, og var henni ætlaður
staður í hliðarkapellu Frakka-
konunga í Péturskirkjunni í
Róm. Samningur um verkið var
undirritaður 27. ágúst árið 1498,
þegar Michelangelo var á 24. ald-
ursári og nýkominn til Rómar frá
fæðingarborg sinni Flórens.
Skilmálinn var að því leyti
óvenjulegur að í honum skuld-
batt listamaðurinn sig til þess að
fullgera á einu ári „fegurstu högg-
myndina sem í dag sé að finna í
Róm“. Að þessum skilyrðum
uppfylltum átti Michelangelo að
fá í laun 450 gulldúkata.
Michelangelo stóð við samn-
inginn og skapaði meistaraverk
sem markar þáttaskil í evrópskri
myndlist og skapaði honum um
leið stöðu sem virtasti og eftir-
sóttasti myndlistarmaður sinnar
samtíðar á Ítalíu.
Hringrös
fœðingar og dauða
Orðið Pietá er dregið af latn-
eska orðinu pietas og merkir
„trúnaður í sinni æðstu mynd...
sú djúpa ást sem hvorki líf né
dauði geta grandað". Hin hefð-
bundni skilningur orðsins er ann-
ars vegar fólginn í algjörri undir-
gefni sálarinnar undir vilja guðs,
en hins vegar er orðið notað sem
samheiti yfir myndir er sýna Mar-
íu guðsmóður með líkama Krists í
fanginu.
Höggmynd Michelangelos er
gerð í eina marmarablokk, sem
Michelangelo tók sjálfur þátt í að
velja úr marmaranámunni í Carr-
ara.
Fræðimenn telja að þjóðerni
kardinálans sem pantaði verkið
hafi ráðið til um efnisvalið, því
fram að þessum tíma voru pietá-
höggmyndir fátíðar á Ítalíu en
nutu hins vegar vinsælda í
norðanverðri álfunni, þar sem út-
skornar pietá-myndir gegndu
hlutverki í helgisiðum tengdum
föstudeginum langa. í Þýskalandi
voru slíkar myndir kallaðar Aft-
ansöngsmyndir (Vesperbilder),
því það var á stund aftansöngsins
í messugerðinni á föstudaginn
langa, sem María tók líkama
Krists í fang sér eftir að hann
hafði verið tekinn niður af kross-
inum. Pessa atburðar er ekki get-
ið í guðspjöllunum, en honum
var hins vegar haldið á lofti síðari
hluta miðalda af trúarlegum dul-
hyggjumönnum, sem sáu ímynd
móðurástarinnar auka á áhrifa-
mátt andlátsorða Krists á kross-
inum: sársaukinn var umvafinn
ástinni eins og dauðinn var um-
vafinn endurminningunni um
bernskuna. Dauði Krists og fæð-
ing verða ekki aðskilin
Corpus Domini
En Michelangelo leitaði engu
að síður nýrra leiða við útfærslu
verksins, leiða sem hann sótti í
trúarlegan skilning sinn á við-
fangsefninu. í stað þess að andlit
Maríu sýni okkur sársauka þá
geislar það af eins konar uppgjöf
fyrir orðnum hlut og aðdáun á
þeim líkama sem hvílir í kjöltu
hennar. Handleggir Maríu eru
ekki vafðir um líkama Krists,
heldur er eins og þeir beri hann
fram til sýnis. Onnur höndin
styður við líkamann til þess að
halda honum uppi, án þess að
snerta hann beint, rétt eins og
þegar presturinn ber fram oblátu-
buðkinn með dúk á hendi við alt-
arisgönguna. Þessi líkami er ekki
bara sonur hennar heldur líkami
Pás' ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5