Þjóðviljinn - 31.03.1988, Page 6
Guðs, Corpus Domini, sem hún
sýnir fram svo hinir trúuðu megi
færa honum fórn sína. Og María
er ekki bara sú móðir sem leiddi
Jesúbarnið og sinn eingetna son
fyrir æðstaprestinn í eina tíð,
heldur er hún líka ímynd hinnar
heilögu kirkju, og skaut hennar
er um leið fórnaraltarið, sem er
undirstrikað af klæðaföllunum í
pilsinu og heildarformi myndar-
innar sem hefur lögun píramíð-
ans.
f sjálfum líkama Krists víkur
hin hefðbundna ímynd þjáning-
arinnar fyrir hinni ósnortnu og
hreinu fegurð sem gefur til kynna
guðdómlegt eðli þessa líkama
sem falið er undir grímu dauðans.
Við s jáum einnig í þessum líkama
þá friðþægingu sem fórnardauði
Krists veitir hinum trúuðu.
/Eskublómi
hreinleikans
Hið unglega og hreina svipmót
Maríu gefur henni tímalaust yfir-
bragð sem andlegum veruieika
frekar en líkamlegum. Samtíma-
maður Michelangelos hafði eftir
honum eftirfarandi skýringu á
asskuhreinleika Maríu í þessari
mynd:
„Veistu ekki að þær konur sem
búa við einlífi halda sér mun bet-
ur en þær sem ekki lifa einar? Og
þegar um er að ræða jómfrú, sem
aldrei fær svo mikið sem
freistingarhugboð, hversu breytir
þac ekki líkamanum! Ekki nóg
með það, slíkur ferskleiki og æsk-
ublómi er ekki bara trúverðugur
fyrir þær náttúrlegu aðstæður
sem viðhalda honum, heldur fyrir
þann guðdómlega verknað sem
gerði honum kleift að sanna
heiminum jómfrúrdóm og eilífan
hreinleika Móðurinnar.“
„Móðir og jómfrú,
dóttir sonar þíns...“
Á það hefur einnig verið bent
að í mynd þessari sé Michelang-
elo að opinbera þá tvöföldu þver-
sögn sem birtist í lokasöng Hins
guðdómlega gleðileiks eftir
skáldið Dante Alighieri, þar sem
heilagur Bernard biður Maríu af
innileik að hún megi unna Dante
þeirrar náðar að fá að sjá Guð
augliti til auglitis. Bænin hefst á
þessum orðum:
Vergine madre, figlia del tuo
figlio,
umile e alta piú che creatura,
termine fisso d'eterno consiglio,
tu se‘ colei che 1‘umana natura
nobilitasti si, che ‘I suo fattore
non disdegno di farsi sua fattura.
sem útleggst á slæmri íslensku:
Jómfrú og móðir, dóttir sonar
þíns, auðmjúk og öllum skepnum
æðri, órjúfanlegur þáttur hins ei-
lífa ráðs,
Giorgio Vasari:
Hin fullkomna
fyrirmynd
Þegar Drottinn
himnanna
miskunnaðí sig yfir
ófullkomleik
mannlegrar
tjóningarog sendi
hinafullkomnu
fyrirmynd til
jarðarinnar
mönnunumtil
eftirbreytni
Giorgio Vasari var ættaöur
frá Arezzo í Toscanahéraöi
og var 36 árum yngri en Mic-
helangelo. Hann var mikilvirk-
ur málari og arkitekt, en er þó
frægastur fyrir bók sína, „Líf
listamannanna", þar sem
raktar eru ævisögur ítalskra
myndlistarmanna allt frá Cim-
abue til Tizians. Af þeim er
ævisaga Michelangelos ítar-
legust og merkilegust, enda
voru þeir nánir vinir á síðari
æviárum meistarans.
í stað þess að vitna til ólíkra
heimilda skal hér birt lausleg
þýðing á upphafinu að ævisögu
Michelangelos eftir Vasari og frá-
sögn hans af Pietá-styttunni. Frá-
sögnin er dýrmæt heimild um mat
samtímamanna á verkum meista-
rans.
Vasari hefur sögu sína á að
segja frá því að þótt allir máls-
metandi listamenn 15. aldarinnar
hafi verið önnum kafnir við að
sanna fyrir umheiminum snilli-
gáfu sína í anda þeirrar endurnýj-
unar sem Giotto og lærisveinar
hans höfðu innleitt í ítalska
myndlist á 14. öldinni, þá hafi
viðleitni þeirra í flestum tilfellum
verið unnin fyrir gíg. Síðan segir
hann í lauslegri þýðingu:
„Á þessum tíma varð hinum
milda drottni himnanna litið í náð
sinni niður til jarðarinnar og
þú ert sú sem göfgaðir mann-
legt eðli þannig að skapari þess
lét það ekki hindra sig að gjöra
sig í þess mynd.
María er semsagt dóttir sonar
síns, dóttir Guðs og um leið sú
kona sem gerði mannlega náttúru
þess verða að hún tæki á sig Guðs
mynd í líkama Krists.
Michelangelo er því að opin-
bera í mynd sinni hinn yfirskilvit-
lega leyndardóm trúarinnar, og
hann gerir það með nýjum hætti
þar sem hann leitar annars vegar
til hinnar klassísku hefðar róm-
verskrar og grískrar höggmynda-
listar þar sem hin fullkomna
ímynd fegurðarinnar situr í fyrir-
rúmi og hins vegar til þess djúpa
trúarlega skilnings sem hann
hafði á viðfangsefninu.
Hin fullkomna líkamlega feg-
urð í mynd Krists og Maríu er því
opinberun þess andlega veru-
leika sem ekki verður skýrður
öðruvísi en sem leyndardómur
trúarinnar.
t>að er reyndar athyglisvert að
um svipað leyti og Michelangelo
vann þetta verk var Leonardo da
Vinci að gera mynd sína af Síð-
ustu kvöldmáltíðinni, sem einnig
er túlkun hans á umbreytingu
Krists og þeim leyndardómi trú-
arinnar að Guð skyldi taka á sig
mynd mannlegs holds.
Eymd leiðsögu-
mannsins
andspœnis
hinu fullkomna
listaverki
Sá sem þetta ritar hefur meðal
annars haft þá atvinnu í allmörg
sumur að leiða íslenska ferða-
menn fyrir þessa styttu þar sem
Ljósmyndirnar
sem fylgja
þessari
samantekt
eru eftir
Robert Hupka.
Brjóstmynd
af Michelangelo
eftir
Daniele da
Volterra.
6 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN Páskablað