Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 7
hún stendur nú framarlega í Pét-
urskirkjunni í Róm.
Oft hef ég fundið til þess á
hraðfleygri stund andspænis
þessu meistaraverki hversu lítils
orðin mega sín í mannmergðinni
sem streymir hjá linnulaust. En
síendurtekin kynni mín af verk-
inu hafa stöðugt aukið á furðu
mína yfir þeim mannlega mætti
sem hefur megnað að gæða
dauðan steininn því lífi sem þarna
birtist okkur. Og mér er það
stöðugt meiri ráðgáta hvernig 24
ára gamall maður gat öðlast slíkt
vald yfir dauðu efninu. Michel-
angelo gerði aldrei módel að
verkum sínum og hann vann allar
myndir sínar einn. Hann valdi
sjálfur steininn, fylgdist með því
hvernig hann var numinn brott úr
marmarafjallinu í Carrara og
þegar hann stóð frammi fyrir
þessari dauðu steinblokk í vinnu-
stofu sinni í Róm hafði hann ekk-
ert fyrir sér nema hamarinn,
meitilinn og hugmyndina í höfð-
inu, sem vék ekki frá honum fyrr
en hann hafði lokið við síðustu
strokuna og höggvið nafn sitt á
borðann yfir brjósti Maríu:
MICHELANGELUS. BONA-
ROTUS. FLORENT. FACIE-
BAT.
Á þeirri stundu, þegar
leiðsögumaðurinn þarf að
auðvelda þreyttum ferðalöngum
augnabliksskilning á þessu
meistaraverki evrópskrar högg-
myndalistar verður honum á í
eymd sinn að vitna til þeirra orða
Vasari, samtímamanns Miche-
langelos, trúnaðarvinar og ævi-
söguritara, að ekkert nema
kraftaverk fái umbreytt dauðum
steini í slíka fullkomnun, sem
náttúran sjálf sé trauðla megnug
að framkalla í dauðlegu holdi
mannsins. flg.
Heimildir: Valerio Guazzoni: Michelangelo
scultore, Jaca Book, Milano 1984
Giorgio Vasari: Lives of the Artists, Pengu-
in Classics 1978,
Dante Alighieri: La Divina Commedia meö
skýringum Eugenio Camerini, European
Book, Milano.
hann sá fyrir sér lítilvægi þess sem
þar var unnið, þrátt fyrir mikla
erfiðismuni þeirra manna sem í
raun voru lengra komnir frá hinni
sönnu list en nóttin frá deginum.
Hann ákvað því að bjarga okkur
úr villunni og senda í heiminn
listamann, sem kunni skil á öllum
greinum lista og handverks og
sem gæti með verkum sínum
kennt okkur hvernig ná skyldi
fullkomnun í myndsköpun (með
réttri teikningu, notkun útlína og
ljóss og skugga til að ná dýpt í
teikninguna), og hvernig beita
mætti réttri dómgreind í högg-
myndalist og hvernig skapa mætti
byggingarlist sem sameinaði það
að vera þægileg, traust, heilsu-
samleg og fögur, með réttum
hlutföllum og ríkulegu ornam-
enti. Ennfremur ákvað hann að
veita þessum listamanni þekk-
ingu í heimspeki og siðfræði og
náðargáfu skáldskaparins, þann-
ig að allir gætu dáð hann og fylgt
dæmi hans sem fullkominni fyrir-
mynd í lífi, vinnu og gerðum og í
sérhverju verki, og að hann
skyldi verða dáður sem sá er
hlotið hefur guðdómlega náðar-
gáfu. Drottinn áttaði sig jafn-
framt á því að það var snilligáfa
Toscanahéraðs sem jafnan hafði
skarað fram úr öðrum í þessum
greinum listanna, það er að segja
málverki, höggmyndalist og
byggingarlist, því íbúar Toscana-
héraðs hafa lagt meiri elju í hinar
ýmsu greinar listanna en aðrar
þjóðir Ítalíu. Því kaus hann að
Michelangelo skyldi fæðast í
borgríki Flórens, þannig að einn
af sonum borgarinnar mætti leiða
til algjörrar fullkomnunar þann
mikla árangur sem Flórens var
þegar þekkt fyrir á þessu sviði.
í>ví gerðist það í bænum Casen-
ino árið 1474 að hin göfuga eigin-
kona Lodovico di Leonardo Bu-
onarroti ól son undir örlagaríkri
heillastjörnu. Þetta sama ár starf-
aði Lodovico (sem sagður var
skyldur hinni hágöfugu og fornu
ætt Canossa-hertoganna) sem
gestadómari í bæjunum Chiusi og
Caprese í námunda við Sasso
della Vernia (þar sem heilagur
Frans öðlaðist stigmata) í bisk-
upsdæmi borgarinnar Arezzo.
Drengurinn fæddist á sunnu-
degi, þann 6. marsmánaðar, þeg-
ar um það bil átta stundir voru
liðnar af nóttu. Og faðir hans
ákvað undir guðdómlegri hand-
leiðslu og án frekari umhugsunar
að skíra hann Michelangelo, þar
sem hann sá þegar að í syninum
bjó eitthvað yfirnáttúrulegt og yf-
irskilvitlegt. Þetta sást glögglega í
stjörnukorti barnsins, þar sem
Merkúr og Venus voru í friðsam-
legri sambúð í húsi Júpiters, eða
með öðrum orðum var huga hans
og höndum ætlað að skapa djúp-
hugsuð og glæsileg listaverk."
Vasari rekur síðan æsku og
uppvöxt Michelangelos, hvernig
hann réðist í myndlistarnám hjá
flórenska málaranum Domenico
Ghirlandaio þegar hann var 14
ára og hvernig hann tengdist
Medici-ættinni í Flórens þegar
Lorenzo il Magnifico tók hann
nánast í sonarstað og veitti piltin-
um bestu menntun sem völ var á á
16. og 17. aldursári hans þar til
Lorenzo lést árið 1492.
Hann rekur feril Michelangel-
os í Flórens og Bologna áður en
hann kemur til Rómar í fyrsta
skipti árið 1496, þá 21 árs að
aldri. Þar gerði Michelangelo
meðal annars Bakkusarmyndina
sem ávann honum frægðarorð og
leiddi til þess að kardinálinn af St
Denis og sendiherra Frakka við
Vatíkanið réð Michelangelo til
þess að gera Pietá-myndina. Um
hana segir Vasari:
„Þegar myndin var fullgerð var
henni komið fyrir í kapellu Ma-
donna della Febbre í Péturskirkj-
unni, þar sem hof Mars hafði eitt
sinn staðið. (Það var í gömlu bas-
ilíkunni sem Konstantín mikli lét
reisa á 4. öld og var rifin árið 1517
til að víkja fyrir núverandi Pétur-
skirkju. innsk. þýð.) Það væri
sérhverjum handverksmanni eða
myndhöggvara um megn að bæta
um betur í tignarlegri byggingu
þessa verks eða að ætla sér að
móta og fægja marmarann með
þeirri kunnáttu, sem Michelang-
elo sýndi. Því Pietá var opinber-
un allra þeirra möguleika sem fe-
last í höggmyndalistinni. Meðal
margra fagurlegra mótaðra hluta
myndarinnar (að meðtöldum
hugljómuðum klæðaföllunum)
er þó fyrst að nefna sjálfan lík-
ama Krists. Það er óhugsandi að
finna líkama er sýnir meira vald
yfir listinni og býr yfir fleiri fög-
rum eiginleikum, eða nekt sem
sýnir jafn mikla fullkomnun í
mótun hvers smáatriðis í vöðv-
um, æðum og taugum sem um-
lykja grindverk beinanna, eða
dauðlegri líkama. Hið undursam-
lega yfirbragð andlitsins, sam-
ræmið og hrynjandin í stellingu
handleggja, fótleggja og búks og
nákvæm útfærsla á púlsum og
æðum, allt er þetta svo undur-
samlega gert að það storkar þeirri
trú okkar að þama hafi listam-
annshönd um fjallað og unnið
þetta verk af slíkri fullkomnun á
jafn skömmum tíma. Það er
vissulega kraftaverk að formlaus
marmarablokk skuli umbreytt í
slíka fullkomnun sem náttúran er
naumast fær um að framkalla í
mannlegu holdi. Michelangelo
lagði í verk sitt slíka ást og slíkt
erfiði að hann greipti nafn sitt á
borðann sem liggur um brjóst
heilagrar Frúar. Astæðan er sú,
að dag nokkurn varð honum
gengið að styttunni og sá þá hóp
fólks frá Lombardíu sem var að
syngja lofsöng við styttuna. Ein-
um þeirra varð spurt, hver hefði
hoggið þetta verk, og var svarað:
það var kryplingurinn okkar frá
Mílanó.
Michelangelo stóð álengdar án
þess að segja orð, en fannst það
skrýtið að allt þetta erfiði skyldi
nú öðrum eignað. Því var það
nótt eina að hann fór í kirkjuna
með ljós og meitil og gróf nafn
sitt á styttuna....
Þetta verk skapaði Michelang-
elo frægð og frama. Auðvitað eru
til heimskir gagnrýnendur sem
segja að hann hafi gert Olckar
náðugu Frú of unga. Þeir átta sig
ekki á því að þeir sem varðveita
jómfrúrdóm sinn óflekkaðan eru
lengi ferskir og unglegir, alveg
eins og hinir hrjáðu - eins og
Kristur var - sýna hið gagnstæða.
Hvað sem öðru leið þá jók þetta
verk meiri dýrð og ljóma við
snilligáfu Michelangelos en
nokkuð sem hann hafði unnið
fram að þeim tíma.“
ólg. sneri
Giorgio Vasari: Lives of the Artists,
Penguin Classics 1978.
Páskablað ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7