Þjóðviljinn - 31.03.1988, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Qupperneq 10
LaxekJi og atvinnulíf Reylqavíkur Leifar af gömlum laxagildr- um í Grafarvogi og sagnir sem enn lifa af átökum um veiöar og veiðirétt í Elliðaánum eru órækur vottur þess að um langa hríð var laxinn Reykvík- ingum drjúgt búsílag. Skúli fógeti skrifaði íverðlaunarit- gerð sinni að laxinn kæmi í Sundin þegar í apríl og hefðist þar við fram í maí er hann gengi í Hellirá, eins og Elliða- árnar nefndust. Á þeim tíma hefur hann eflaust verið fóg- eta og öðrum við Sundin kærkomið vormeti. Undir miðmunda maí hófst svo sjálf gangan í árnar og veiðin skömmu síðar. Laxamergðin var þá stundum ótrúleg. Fiskurinn var tekinn í kistur niðri við ósa, en jafnframt var „gert í“ ána, eins og það hét þegar árkvíslarnar voru stíflaðar til skiptis og laxinn tekinn á þurru. 6000 laxar á einum degi í „Eftirmælum 18. aldar“ segir Magnús Stephensen frá sumar- veiðinni árið 1807þegar að jafn- aði fengust dag hvern um 100 lax- ar í kisturnar. Á sama sumri var líka gert í árnar og á einum degi fengust þá hvorki meira né minna en 6000 laxar. Árnar hafa því bókstaflega verið fullar af laxi. Á síðari tímum hafa svo hinir bestu manna áætlað, að þegar best lét hafi allt að 15000 laxar gengið í árnar. Þessi mikla veiði gaf af sér dá- góðar tekjur. Laxinn var nýttur á marga vegu, en í dag vita fáir að þegar á síðustu öld blómstraði út- flutningur á niðursoðnum laxi sem fluttur var til Kaupmanna- hafnar að kitla góma danskra að- alsmanna. Þegar mestur var út- flutningurinn stóð hann í röskum tíu tonnum á ári. íbúar Reykjavíkur voru fáir á þessum tíma og tekjurnar sem fólust í laxveiði í Elliðaánum skiptu lítið bæjarfélag talsverðu máli og sköpuðu auk heldur svo- litla tímabundna atvinnu. En skammsýnir menn fóru offari, Elliðaárnar sættu rányrkju, og laxinn hvarf um tíma að heita mátti. Árið 1890 komust svo árn- ar í eigu enska stangveiðimanns- ins Payne, og allri annarri veiði var þá hætt í ánum. Síðan má kalla, að lax og lax- veiði hafi í raun horfið sem þáttur í atvinnulífi Reykvíkinga, þó vissulega hafi árnar haldið áfram að færa stangveiðimönnum ánægju og yndi. Laxeldi á sundunum í kjölfar vaxandi laxeldis hér á landi hefur laxinn hins vegar á ný rutt sér til rúms í atvinnulífi Reykvíkinga. Nú þegar hafa fimm fyrirtæki fest sér rétt til lax- eldis úti fyrir Reykjavík, og á þessu ári munu vafalaust nær 400 tonn verða framleidd í flotkvíum úti fyrir höfuðborginni. Aðstæður í Faxaflóa og Kolla- firði fyrir flotkvíar eru á meðal þeirra bestu við ísland. Straumar og sjávarföll eru einkar hagstæð með tilliti til bæði hreinsunar og endurnýjunar á sjó. Dýpi og botngerð eru góð og sumarhiti ákjósanlegur til laxeldis. Ég hef áður rökstutt þá skoðun að úti fyrir borginni ætti helst að stunda sumareldi með 4-800 gramma stórseiðum, þannig að fiskurinn nái sláturstærð eftir 6 mánaða eldi. Sundin og flóinn yrðu þá hvíld yfir veturinn, líf- rænnar mengunar gætti miklu minna, en ekki síst myndi slíkur eldisferill útiloka hættuna á tjóni vegna frosta og undirkælingar. Eg er enn þessarar skoðunar. Reykvíkingar eiga geysilega möguleika í fiskeldi úti fyrir Reykjavík, en þeir iiggja einkum í sumareldi með stórseiðum. Reynslan frá því í vetur og athug- un á tiltækum hitatölum úr sjón- um úti fyrir Reykjavík sýna þó að heilsárseldi er fýsilegur kostur. Að vísu verður að gera ráð fyrir nokkru tjóni vegna frosta um það bil fjórða til fimmta hvert ár, en í ljósi fenginnar reynslu má að lík- indum takmarka slík tjón .við minna en 10 prósent af heildar- verðmæti í kvíunum. Öllum atvinnurekstri fylgir áhætta, og miðað við ábatavon- ina sem fylgir kvíaeldi á laxi í góð- um árum er þessi einfaldlega of lítil til að hindra heilsárseldi. Skortur á stórseiðum virðist því í bili leiða til þess að heilsársferlinum verði fylgt um sinn. Möguleikar fyrir Reykvíkinga Enn sem komið er takmarkast Iaxeldi úti fyrir Reykjavík nánast við Eiðsvíkina. Hinir raunveru- legu möguleikar til eldis í stórum stíl liggja þó utar á Faxaflóa. Dýpið er þar meira og því hægt að beita þar hinum nýju kynslóðum stóru úthafskvíanna. En þær taka níu metra öldu og veðurofsi utan verstu vetrarmánuðina ætti því tæpast að skapa kvíunum mikla hættu. í ofanálag virðist hiti þar vera hærri jafnt sumar sem vetur, þannig að líkur á frostskemmd- um eru minni. Það er hægt að setja upp lítið dæmi, til að fá grófa vísbendingu um þýðingu fiskeldis úti á Sund- unum fyrir Reykvíkinga. Væru settar upp 25 úthafskvíar - nú þegar eru komnar 2 og von á fleirum innan skamms - væri með því að nota stórseiði hægt að framleiða árlega 3500 tonn af laxi eða bleikju. Miðað við verðlag í dag gæfi þetta magn af sér verðmæti sem svaraði til 1200-1500 miljóna. 4-600 ný störf Um það bil 100 manns hefðu beina atvinnu af fiskeldinu sjálfu, og samkvæmt reynslu Norð- manna er verðmætasköpun að baki sérhvers þeirra um 5-7 sinn- um meiri en til að mynda sjó- manna á bestu togurum. En margs konar afleidd störf myndu einnig skapast. Þannig þyrfti að framleiða að minnsta kosti 7000 tonn af fóðri ofan í kvíalaxinn úti fyrir höfuðborg- inni. Við það skapaðist ekki ein- ungis atvinna, heldur líka mögu- leikar á að nota geysilegt magn af úrgangsfiski í fóðrið og nýta þannig enn betur lágt metnar afurðir úr hefðbundinni fisk- vinnslu í borginni. í úthafskvíar þarf stórar og öfl- ugar nætur. í 25 kvíar þyrfti að búa til samtals um 50-70 næturá hverjum þremur árum. Einungis það gæti haldið uppi dágóðri netagerð, auk þess sem innlend reynsla sýnir að innlendu næturn- ar virðast sterkari og heppilegri en þær írsku sem hingað til hafa verið brúkaðar. Með þeim sam- böndum sem íslendingar hafa nú þegar við miðpúnkta erlends fisk- eldis er því ekki ólíklegt að hér gæti orðið um einhvern útflutn- ing að ræða. Markaður fyrir lax byggist einkum á ferskum fiski. Bróður- partur framleiðslunnar yrði því fluttur erlendis með flugvélum og það hiyti að verða drjúg búbót fyrir íslensku flugfélögin að fá viðbótarflutninga sem næmu ef til vill á fjórða þúsund tonna. Slátrun og pökkun á öllu þessu magni þarfnaðist sömuleiðis verulegs vinnuafls og aðstöðu og líklegt að einungis í því skyni þyrfti að reisa tvö tilþrjú\íti\ lax- asláturhús í borginni. Þá er ónefndur ýmiss konar úr- vinnsluiðnadur, eins og fram- leiðsla á gröfnum laxi og reyktum - sem ekki einungis myndi skapa ný störf, heldur einnig stórauka þau verðmæti sem yrðu til vegna laxeldisins. Auk heldur skapast vinna við viðhald og eftirlit, tryggingar, og 25 stórkvíar þyrftu að minnsta kosti 10-15 sérhannaða báta sem vitaskuld þyrfti helst að smíða hér innan lands. Miðað við reynslu Norðmanna er því líklegt að með afleiddum störfum yrðu til 4-600 ný störi fyrir Reykvíkinga ef 3500 tonn af laxi yrðu framleidd í 25 stórkví- um úti fyrir höfuðborginni. Því má við bæta að samkvæmt reynslu erlendis frá eru störf við fiskeldi alla jafna mjög vel borg- uð, þannig að hér er svo sannar- lega ekki verið að auka við lág- launaiðnaðinn sem fyrir er í landinu. Stórseiði Eitt af því sem stendur laxeldi í landinu einna mest fyrir þrifum er skortur á stórseiðum. í dag má heita að raunveruleg stórseiði - yfir 400 grömm - séu hvergi fram- leidd. A örfáum stöðum er búið til svolítið af 300 gramma seiðum og 100-150 gramma seiði er ekki erfitt að fá. Ástæðan fyrir þessum skorti er meðal annars sú að fiskeldismenn sjálfir eru fyrst núna að skilja gildi stórseiðanna og þegar jafn- framt er höfð hliðsjón af hinu óeðlilega háa seiðaverði norska markaðarins, þá er auðvelt að skilja hvers vegna menn hafa framleitt seiði fyrir hann fremur en stórseiði fyrir íslenskar mat- fiskstöðvar. f ofanálag hefur svo ótfmabær kynþroski fylgt hinum hraða vexti stórseiðanna, þannig að framleiðslunni hefur fylgt nokkur áhætta. Nú er hins vegar hægt að ryðja stórum hluta þessa ann- marka úr vegi með notkun hrygn- ustofna sem búið er að þróa í landinu. Stofnar sem að stórum hluta eru geldir verða einnig falir innan nokkurra ára, þannig að kynþroskavandinn verður senn miklu minni en áður. Væntanlega mun þetta leiða til þess að fram- boð á stórseiðum mun aukast. Þetta skiptir laxeldi við Reykjavík miklu máli, því eins og fyrr er sagt getur stórseiðaaðferð- in haft úrslitaþýðingu fyrir þróun þess. Áburðar- verksmiðjan Til að hægt sé að framieiða stórseiði þarf ódýran hita. I ná- grenni Reykjavíkur er að vísu ekki völ á miklu magni af nýtan- legum hita sem Hitaveita Reykjavíkur notar ekki sjálf nú þegar, en það litla sem býðst er hins vegar sjálfsagt að nýta. í Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi fellur til dæmis til tals- vert magn af heitu vatni sem í dag er ekki nýtt. í verksmiðjunni verður líka til súrefni sem með réttri nýtingu getur stóraukið framleiðni í fiskeldi. Þar er meira að segja til húsnæði sem ekki er í notkun en mætti hæglega taka undir stórseiðaeldi. Þessa ónýttu aðstöðu Áburðarverksmiðjunn- ar er að líkindum hægt að virkja til að framleiða stórseiði, sem í kjölfarið mætti nota til að fram- leiða umtalsvert magn af eldis- fiski í kvíum úti fyrir Reykjavík. Framtakssamir stjórnendur Áburðarverksmiðjunnar eru þegar byrjaðir að íhuga þennan möguleika og vonandi tekst þeim að hrinda þessu í framkvæmd. Það er hægt að búa til lítið dæmi til að skýra hvað mikil verð- mæti eru í húfi. Ef Áburðarverk- smiðjan getur - ef til vill með endurnýtingu heita vatnsins að hluta - árlega framleitt 300 þús- und geld stórseiði í kringum hálft kíló að meðalþyngd, þá væri í sumareldi hægt að búa til úr þeim um 600 tonn af sláturfiski.En væri hefðbundinn 18-24 mánaða ferill notaður mætti tvöfalda þetta magn og framleiða 1200 tonn. Nesjavellir Mikið magn af heitu vatni verður senn flutt til borgarinnar frá Nesjavöllum. Vitaskuld hefur menn greint á um tímasetningu framkvæmda og framkvæmda- hraða á Nesjavöllum. En virkj- unin er staðreynd og sjálfsagt að notfæra sér hana til hins ítrasta til hagsbóta fyrir Reykvíkinga. Mögulega kann fyrstu árin að verða kleift að fá úr Nesjavalla- æðum vatn sem tímabundið mætti nota til að framleiða nokk- ur hundruð þúsund stórseiði á ströndinni við Eiðsvíkina - í landi Reykvíkinga. Vitanlega væri ekki á slíkri vatnsöflun að byggja mjög lengi, þar sem líklegt er að Reykvíking- ar þurfi allan Nesjavallahitann þegar fram í sækir. En það myndi vissulega hjálpa laxeldi á Sund- unum mjög ef hægt væri að fá svolítið magn af heitu vatni í eins og hálfan áratug. Borgaryfirvöld hafa hins vegar sýnt þessu máli nokkurn skilning og atvinnumálanefnd Reykjavík- ur hefur látið sig fiskeldi miklu varða. Hún stóð meðal annars fyrir 300 manna ráðstefnu sl. sumar um kvíaeldi á Sundunum þar sem innlendir og erlendir sér- fræðingar jusu af reynslubrunn- um sínum. í byrjun maí hyggst svo atvinnumálanefndin halda aðra ráðstefnu, eins konar fram- hald hinnar fyrri, þar sem reifuð verður reynsla vetrarins, einkum með tilliti til tjóna af völdum frostanna í vetur. Þess er því að vænta að þegar leitað verður eftir heitu vatni frá Nesjavöllum verði sú málaleitan könnuð til hlítar. XXX Það er svo til marks um það hversu mjög laxinn örvar frjó- semi hugans og andlegt atgervi, að fyrir nokkrum dögum stóð Barði Friðriksson lögfræðingur morgunstund í sólinni fyrir utan Reykjavíkurapótek. Barði var þá í sæluvímu eftir að hafa nokkrum dögum fyrr snætt gómsætan bita af taðreyktum laxi norðan úr landi. Og á stéttinni framanvið apótekið komumst við Barði að þeirri niðurstöðu að sennilega mætti líka leysa allan vanda land- búnaðarins með laxeldi, - með því að beina sauðkindinni yfir í framleiðslu á því eina eldsneyti sem dugar til að búa til almenni- legan reyktan lax - vel gerjuðu sauðataði! Össur Skarphéöinsson situr í at- vinnumálanefnd Reykjavíkur fyrir Al- þýðubandalagið. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Páskablað

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.