Þjóðviljinn - 31.03.1988, Qupperneq 13
Fyrsti geimfarinn, Júrí Gagarín, ásamt Koroljov eldflaugahönnuði: Við
nafn Khrúsjovs voru tengd mikil afrek í tækni og vísindum.
Við „friðsamlega sambúð" þeirra Kennedys og Khrúsjovs voru miklar
vonir tengdar.
þungt högg. Og oftraust Khrúsj-
ovs á sjálfum sér, kæruleysi hans
um kenningu og pólitíska stjórn-
list, skiptu og miklu máli.
Dró aðra löppina
„Khrúsjovismi" sem áætlun
um endurnýjun sósíalismans varð
ekki að veruleika. Svo vitnað sé
til þeirrar líkingar sem helsti and-
stæðingur hans, Maó Tsedong,
hafði miklar mætur á, þá gekk
Khrúsjov á tveim fótum: annar
steig djarfmannlega inn í nýjan
tíma en hinn stóð fastur í feni for-
tíðarinnar.
Þegar spurt er að því hvers
vegna umbætur biðu ósigur á sjö-
unda áratugnum þurfa menn að
reyna að átta sig á því hvað það
var sem íhaldsöflin gátu notfært
sér.
Ein yfirsjón Khrúsjovs var að
mínum dómi fólgin í því að leitast
við að koma fram umbótum með
hefðbundnum stjórnsýsluaðferð-
um. Hann var vanur að láta ráðu-
neytin „vinna úr“ hinum ýmsu
málum - m.ö.o. hann ætlaðist til
þess að stjórnkerfið færi sjálft að
skera niður sitt vald og umsvif.
Og kerfið fann alltaf leiðir til þess
að skjóta sér undan breytingum
og eftirliti.
Meira eða minna vel heppnað-
ar umbætur - hvort sem væri í
sósíaliskum ríkjum eða kapítal-
ískum - hafa jafnan verið hann-
aðar af hópi sérfræðinga sem
störfuðu undir beinni forystu
leiðtoga landsins. Þetta gerðist í
Ungverjalandi, Júgóslavíu og
Kína. í Japan átti ég viðræður við
prófessor Ohita sem kallaður er
faðir japanska „undursins". í
Vestur-Þýskalandi var umbótaá-
ætlunin á sínum tíma gerð af pró-
fessor Erhard, sem seinna varð
kanslari landsins.
Er hann skárri
en Stalín?
Þá er og þess að minnast að
„þjóðin þagði“ (ívitnun í leikritð
Boris Godúnov eftir Púshkín).
Nú þegar við getum stuðst við
reynsluna af glasnost þá sjáum
við glöggt hve lítið var gert til
þess að veita fólki upplýsingar
um fortíðina, um raunveruleg
vandamál, um ákvarðanir sem
voru í bígerð - að ekki sé talað um
það að virkja almenning sem best
til baráttu fyrir umbótum. Hve
oft heyrði ég ekki á þeim tíma
ummæli í þessa veru hér: „Að
hvaða leyti er Khrúsjov betri en
Stalín? Það var þó röð og regla á
hlutunum hjá Stalín, skriffinnar
voru settir inn og það var verið að
lækka vöruverðið". Það er engin
tilviljun að þegar miðstjórn kom
saman í september 1964 þá mun
meirihluti landsmanna hafa varp-
að öndinni léttar og vonað að nú
tæki betra við.
Hvert viltu stökkva?
Og að lokum síðasta lexían.
Hún varðar Khrúsjov sjálfan.
Þessi maður sem hafði til að bera
pólitíska skarpskyggni, dirfsku
og áræðni, stóðst ekki þá
freistingu að lofsyngja sjálfan sig.
„Okkar kæri Níkíta Sergejevítsj"
var sungið um land allt. Var það
ekki einmitt þá að syndafall hins
viðurkennda baráttumanns gegn
persónudýrkun hófst? Sníkjudýr
drekktu honum í hafsjó smjaðurs
og lofsöngva, og hlutu í staðinn
há embætti, orður, verðlaun og
titla. Og það var engin tilviljun að
eftir því sem verr gekk í landinu,
þeim mun háværari varð kór aft-
aníossa og smjaðrara um sigra
„hins mikla áratugar“.
Þeir gömlu sögðu: „Örlög
mannsins eru skapgerð hans“.
Og Khrúsjov varð fórnarlamb
eigin skapgerðar og ekki aðeins
fórnarlamb umhverfisins. Æði-
bunugangurinn, fljótfærnin og
vanstillingin voru óyfirstíganlegir
eiginleikar hans.
Einn af samstarfsmönnum
Krúsjovs sagði mér frá furðulegu
samtali húsbónda hans við Win-
ston Churchill. Það átti sér stað
meðan á stóð heimsókn Khrúsj-
ovs og Búlganíns til Englands
árið 1956. Mig minnir að þeir
Churchill hafi hist í móttöku í so-
véska sendiráðinu í London. Og
gamla ljónið breska sagði:
„Herra Khrúsjof! Þér bryddið
upp á miklum umbótum. Og það
er prýðilegt. En mig langar bar-
asta að ráðleggja yður að flýta
yður ekki um of. Það er ekki
auðvelt að komast yfir hyldýpi í
,tveim stökkum. Maður getur
hrapað á miðri leið“. Ég hætti á
það að bæta þessu hér við frá
sjálfum mér: Það er heldur ekki
hægt að komast yfir hyldýpi ef
maður veit ekki upp á hvaða
barm þess maður ætlar að
stökkva.
AB þýddi og stytti.
Páskablað ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13
Margrét Lóa Jónsdóttir.
rri • • J• *
Tvoljoð
og ein mynd
Brottför
beiskur falskur
lostablossi
sumarkoss
ávanga
á torgiþínu borg
og ég brosi dauflega yfir
kulda þínum
XXX
megna orð að hegna
þú veistþað kostar klofað ríða
röftum og ég? ég er blíð
gengífjöru
sparka ístein
harka afmér
steyti hnefa dreg í efa
allt
og allt
Ijóðfínar taugar þínar
mega svo dœma hvað vel ersagt
logið o.s.frv.
Margrét Lóa Jónsdóttir ertvítug skáldkona sem þegar hefur sentfrá
sértvö Ijóðakver. Fyrra kverið, Glerúlfarnir, kom út 1985, en það
síðara, Náttvirkið, kom út 1986.