Þjóðviljinn - 31.03.1988, Síða 16

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Síða 16
PAÐ GEFUR AUGALEIÐ ...að þú getur haft áhrif á verðlagningu vöru og þjónustu í upphafi þessa árs jók Verðlagsstofnun tíðni verðkannana sem gerðar hafa verið í mörg ár. Ástæða þótti til að kanna hvort tollalækkanir og niðurfelling vörugjalds skiluðu sér í lækkuðu vöruverði til neytenda. Þessar verðkannanir hafa leitt í ljós að gífurlegur verðmunur er oft á milli verslana og reyndar einnig innan þeirra. Því er erfitt fyrir neytendur að reyna að átta sig á eðlilegu vöruverði. í framhaldi af þessum könnunum ákvað Viðskiptaráðuneytið að láta gera auglýsingar sem hnykktu enn frekar á niðurstöðum verðkannanna með almennum og einstökum dæmum. Auglýsingar Viðskiptaráðuneytisins hafa vakið athygli og hrint af stað nýrri umræðu um verðlagsmál. En það er ekki nóg, því markmiðið hlýtur að vera að ná niður verði, og það tekst einungis með því að þú fylgist sjálfur, neytandi góður, með verðlagningu. Það sem skiptir máli fyrir hag neytenda og lögð hefur verið áhersla á í auglýsingunum er VERÐIÐ, en mat á gæðum og þjónustu hlýtur að vera í höndum neytandans. £>að er undir þér komið í hvaða verslun þú gerir innkaupin, hvaða vörumerki þú kaupir og í hvaða magni. Með því að gera verðsamanburð veitir þú þeim sem selja vörur og þjónustu, aðhald sem örvar samkeppni og leitt getur til lægra verðs. Það liggur í augum uppi. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.