Þjóðviljinn - 06.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Kjamorku- vopnalaus Norðurlönd Um nokkurra missera skeið hafa íslenskir þingmenn unnið með starfsbræðrum sínum á Norðurlöndum að því að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Stefnt er að því að þetta svæði nái yfir Danmörku, Finnland, ísland, Noreg, Svíþjóð og þar með talin Færeyjar, Grænland og Álandseyjar. Þessi ríki og landhelgi þeirra ná yfir geysistórt svæði og telja má víst að nú þegar sé um ákveðna hluta þess, eins og Eystrasalt og Norður-Atlantshaf, töluverð umferð tækja sem búin eru kjarnorkuvopnum. Baráttan fyrir að gera Norðurlöndin að kjarnorkuvopnalausu svæði hefur aðallega farið fram í þingmannanefnd sem skipuð er stjórnmálamönnum frá öllum ríkjunum. Allir þingflokkar geta tekið þátt í þessu starfi og þátttakan er það almenn að talið er að nefndin hafi að baki sér meirihluta á öllum þjóðþingum Norðurlanda. Fjórir íslenskir flokkar taka þátt í starfi nefndarinnar, þ.e. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Samtök um kvennalista. Sjálfstæðisflokkurinn hefur kosið að standa utan við þetta norræna samstarf og hefur á sumum þingmanna hans mátt skilja að það sé ekki endilega heims- friðnum til framdráttar að fría Norðurlönd við kjarnorkuvopn. Þarna hefur glitt í þá skoðun að heimsveldin haldi veröldinni í ógnarjafnvægi og að ekkert megi raska því. Auðvitað gætir þarna þess íhaldsama sjónarmiðs að heimurinn sé bara býsnav góður og best sé að gera ekki neitt er leitt geti til breytinga því að hugsanlegt sé að breytingar verði ekki til bóta. Innan nefndarinnar hefur tekist að ná samstöðu um hverjar hljóti að vera meginforsendur fyrir því að Norðurlöndin geti orðið kjarnorkuvopnalaust svæði. Ein aðalforsendan fyrir því, að friðhelgi kjarnorkulauss svæðis verði virt, er að þau kjarn- orkuveldi, sem komið hafa fyrir kjarnorkuvopnum í Evrópu, gerist aðilar að samkomulaginu. Þau verða að skuldbinda sig til að ógna ekki eða vefengja stöðu svæðisins eða gera árás með kjarnorkuvopnum á skotmörk innan svæðisins. Trygging kjarnorkuveldanna verður því að fela í sér að bæði Atlantshafs- bandalagið og Varsjárbandalagið gerist aðilar að samkomu- laginu. í tillögum norrænu þingmannanefndarinnar er lagt til að Norðurlöndin skuldbindi sig til að framleiða ekki slík vopn, né heldur að gera tilraunir með þau. Ennfremur skuldbindi þau sig til að þjálfa ekki hermenn til að beita kjarnavopnum, leyfa ekki flutning á kjarnavopnum á yfirráðasvæði sínu né uppsetningu búnaðar sem miðar að því að skjóta kjarnavopnum eða geyma kjarnavopn. Hver er staða okkar íslendinga í dag í þessum málum? í rauninni veit enginn hvort hér eru kjarnavopn eða ekki. Það er stefna Bandaríkjahers að gefa engar upplýsingar um staðsetn- ingu kjarnavopna sinna. Þess vegna láta stjórnvöld í Washing- ton aldrei í té upplýsingar um hvort tiltekið herskip ber kjarna- sprengjur eða ekki. Vilji menn ekki eiga á hættu að fá banda- rískar kjarnasprengjur í nábýli við sig verða þeir að fara að dæmi Nýsjálendinga og hætta að taka á móti bandarískum herskipum. Hið sama á við um stóran hluta af flugflota Banda- ríkjahers. Ekki fæst uppgefið hvort kjarnasprengjur eru um borð í vélunum. Vitað er að Óríón-flugvélar, eins og eru á Keflavíkurflugvelli, geta borið kjarnavopn. Hið sama á við um F-15 orustuþotur, eins og eru á Keflavíkurflugvelli. Vilji menn vera vissir um að kjarnavopn séu ekki á Keflavíkurflugvelli verður að fara að dæmi Spánverja sem vísað hafa burt sveit bandarískra F-15 flugvéla af því að þær geta borið kjarnavopn. Komist á alþjóðlegt samkomulag um að Norðurlöndin verði kjarnorkuvopnalaus, er Ijóst að bandaríska herstöðin á Kefla- víkurflugvelli verður annaðhvort að hverfa eða þá að Banda- ríkjastjórn verður að setja fram fullnægjandi tryggingar fyrir því að þar séu ekki kjarnavopn. í báðum tilvikum yrði um að ræða verulegt framfaraspor í varnarmálum íslendinga. ÓP Sjónvarp og íþróttir Vitið þið hvers vegna knattspyrnuleikir fóru fram undir steikjandi hádegissól á Heimsmeistaramótinu í Mexíkó? Það var vegna þess, að þá var þægilegur kvöldútsendingartími í höfuðálfu fótboltans, Evr- ópu. Ogáólympíuleikunum í Seúl í Kóreu seinna á þessu ári verða íþróttagarpar neyddir til að fara snemma á fætur að skila sínu sjónar- spili - vegna þess að þá er hægt að selja auglýsingar dýrt á fyrsta flokks sjón- varpstímaíBandaríkjunum. Kaupskapur mikill Aðeins tvö dæmi af ótal mörgum um það flókna samspil íþróttamanna, íþróttastjóra, áhorfenda, stuðningsfyrirtækja og auglýsenda sem á sér stað um allan heim. Aðsönnu eru þeir tímar löngu liðnir að menn vörðu hugsjón áhugamennskunnar af kappi: afreksmenn í íþrótt- um verða nú orðið með ein- um eða öðrum hætti atvinnumenn, hvort seni mönnum líkar betur eða verr. Og vaxandi þörf íþrótt- afélaga fyrir auglýsingafé verður svo til þess að íþrótt- astarfsemi lagar sig í vaxandi mæli að þörfum auglýsenda og um leið til þess að enn meiri athygli en nokkrusinni fyrr beinist að þeim íþrótt- agörpum sem eru efst á toppinum: það eru þeir sem safna áhorfendum á leikvang og fyrir framan sjónvarpsskerm og þeir finna vel hvernig hækkar í þeim markaðspundið og notfæra sér það náttúrlega - meðan aðrir mega snapa gams. Um þessi efni voru dansk- ir íþróttafréttamenn og íþróttafræðingar að fjalla fyrir skömmu í sérhefti tíma- rits sem Centring heitir. Þar voru viðraðar ýmsar kenn- ingar óvæntar- til dæmis heldur einn greínahöfunda því fram, að í rauninni sé það vita gagnslaust fyrir fyr- irtæki að kaupa sér auglý- singar á íþróttavöllum í þeirri von, að þær sj áist vel og rækilega í sjónvarpi - vegna þess, segir hann, að „boðskapurinn drukknar í sporti". En hann bætir því við, að hann voni af heitu hjarta að enginn taki eftir þessu: þvíminnasemum þetta er talað, segir hann, þeim mun betra fyrir íþrótt- irnar. „Því íþróttir í Dan- mörku þurfa svo sannarlega á peningum að halda og þá líka frá fyrirtækjunum." Ópíum fyrir karla í fyrrgreindu íþróttatím- ariti var það rifjað upp, að eitt sinn höfðu Sósíaldem- ókratar og aðrir verklýðs- flokkar horn í síðu „borg- aralegra" keppnisíþrótta- þá (um 1920) voru stofnuð sérstök íþróttafélög verka- manna sem áttu að gæta þess að spillast ekki af „einstakl- ingshyggjunni", sem gerði það að verkum að íþróttirn- ar yrðu ekki annað en tæki í höndum borgaranna til að „slæva vitund unga fólks- ins“. Mun nú óralangt síðan menn hafa heyrt annað eins og síst í því góða blaði Þjóð- viljanum, sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk fyrir röskum fimmtíu árum að koma sér upp merkri íþróttasíðu. En hitt er svo víst, að menn halda áfram að smíða sér fróðlegar kenn- ingar um samhengið í þjóðfélaginu og sportinu. Nokkur dæmi svosem til ga- mans: „íþróttirnar sætta áhorf- andann við þann heim sem hann vill dreyma sig í burt frá... Þær túlka samfélagið uppánýtt... bjóðauppá samhengi og félagsskap og hafa yfirtekið hlutverk það sem kirkjan áður gegndi“. Eða svo hagrætt sé fræg- um orðum Karls Marx: íþróttirnar eru orðnar eins- konar ópíum fyrir fólkið. Eða réttara sagt: fyrir karl- menn - því vitanlega tekur nýleg kenningasmíð um íþróttir mið af því að við lifum á þeim tímum þegar fokið er í flest karlaskjól. Fræðingur að nafni Jörgen Öllgaard kemst svo að orði í tímaritinu danska: „Hér (á vellinum) getur karlmaðurinn látið sig dreyma strákadrauminn mikla um afrek og ævintýri, frægð og frama og dýrlegan félagsskap. Hérfinnurhann einn af þeim fáu stöðum þar sem karlmenn fá enn að vera innan um karlmenn. Hér lifa þærgömlu karladyggðir góðu lífi án afskipta kvenna.“ Nú máttu gráta af gleði Kannski er hér kominn vísir að skýringu á því, hve lítinn áhuga auglýsendur j afnt sem fj ölmiðlar sýna kvennaíþróttum (að frá- dregnum fimleikum og list- skautahlaupi)? Og þó eru ekki öll kurl komin til grafar; íþróttirnar eru, að því er sömu fræðingar telja, um leið vettvangur fyrir karla til að haga sér eins og konur: „Karlar mega ekki sýna tilfinningar sínar opin- berlega - en innan ramma iþróttaheimsins gera menn það gj arna“ - og er þá bæði átt við herfileg faðmlög eftir að mark er skorað og ofsaf- ögnuð og gnístran tanna yfir sömu atburðum á áhorfend- apöllum. Og í íþróttapress- unni hittir lesandinn (karl- maðurinn) fyrir „allan íþróttamanninn“ - bæði í starfi og einkalífi - með svip- uðum hætti og tíðkast hefur í kvennablöðum. Enda, segir sportfræðingur í margnefn- du dönsku tímariti, er „íþróttapressan dömublöð karlmannsins“. Þetta er hér til tínt svo sem til fróðleiks og til að minna á það, að hvort sem nú kenningar um íþróttir eru heimskulegar eða hitta í mark, þá hafa menn hér á landi verið ósköp latir við að velta fyrir sér íþróttum í samfélaginu. Mennhafa barasta látið sér nægja að fúlsa við misheppnaðri þát- töku í vetrarólympíuleikum eða fá sér eina ljúfa þjóðern- issalíbunu með sigri okkar stráka í handbolta, og síðan ekki söguna meir. þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Siguröur Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, T ómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljó8myndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mónuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.