Þjóðviljinn - 06.04.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 6. apríl 1988 77. tölublað 53. órgangur
VerÖlag
Attfatt meiri verðbólga
Ávísun ákeðjuverkandigengisfellingu. Stjórn efnahagsmála komin úr böndunum
Pjóðhagsstofnun áætlar að
verðbólgan hér á landi verði 25%
á þessu ári eða rúmlega 8 sinnum
meiri en í OECD-löndunum og
er það hærra hlutfall en var á
verðbólguárunum 1979-1985. og nýju verðbólguþróunar," manna vegna óhóflegra kaup-
„Það er Ijóst að óhóflegar er- segir Ólafur Ragnar Grímsson og hækkana þeim til handa, enda
lendar lántökur, ríkisfjármálin bætirviðaðekkisé,einsogmenn tali atvinnurekendur og ríkisvald
og skortur á fjárfestingastjórn vildu gera hér áður fyrr, unnt að nú um að gerðir hafi verið
eru meginorsakir þessarar miklu skrifa þetta á reikning launa- „skynsamlegir" kjarasamningar.
Sjá bls. 2
Framhaldsskólakennarar
Páskabréf
til Jóns
Baldvins
Meinti Jón Baldvin Hannibals-
son eitthvað með því sem hann
sagði um kennara á alþingi 1985?
Hafa skoðanir hans breyst við
það að hann er orðinn fjármála-
ráðherra?
Bjarni Ólafsson framhalds-
skólakennari sendir Jóni Baldvin
opið páskabréf og segir m.a eftir-
farandi um málflutning hans á al-
þingi 1985 þegar þá var rætt um
Íaunamál kennara:
„Hjartnæmar sögur um frá-
bæra kennara, sem einkamark-
aðurinn var að kaupa út úr skól-
unum, voru sagðar til þess eins að
þingmaðurinn Jón Baldvin fengi
•tækifæri til að baða sig í fjöl-
miðlabirtunni og áskoranir ti!
ríkisvaldsins að þekkja nú sinn
vitjunartíma voru látnar flakka í
trausti þess að þær þyrftu aldrei
að kosta neitt. Þingpallar voru
fullir af áheyrendum og sjón-
varpsvélar suðuðu."
Sjá bls. 5
Gunnar Sigurjónsson öryrki er búinn að borga sína bílatryggingu uppá nær 50 þús. en hann hefur í
framfærslueyri tæpar 30 þús. kr. á mánuði. - Bíllinn er mér ómissandi hjálpartæki svo ég varð að borga
mínar tryggingar strax þótt ég geti varla klofið þetta, segir Gunnar. Mynd-E.ÖI.
Öryrkjar
Tvenn mánaðarlaun
í tryggingagjöld
Stórhækkun á iðgjöldum bif-
reiðatrygginga hefur ekki síst
komið ilía við marga öryrkja sem
er nauðsynlegt að hafa bíl til að
komast ferða sinna og hafa ein-
göngu elli- og örorkustyrk til
framfæris. Fjölmörg dæmi eru
um að öryrkjar greiði tvenn mán-
aðarlaun sín í tryggingariðgjöld.
Theodór Jónsson formaður
Sjálfsbjargar, segir þessar
greiðslur fjölmörgum öryrkjum
mjög erfiðar og Sjálfsbjargarfé-
lög hafa farið fram á hækkun á
elli- og örorkubóta vegna þessar-
ar hækkunar á tryggingagjöldum.
Sjá bls. 2
Suðurnes
Heimenn
ogna vegfarendum
Telur herinn sig hafa lög-
sögu áþjóðveginum út í
Hafnir? Tveir Danir
fœrðir á lögreglustöðfyrir
náttúruskoðun
Danir, sem fyrir skemmstu
áttu leið um veginn út í Hafnir,
voru gripnir höndum af vopnuð-
um herlögreglumönnum á Kefla-
víkurflugvelli, sem færðu þá til
lögreglustöðvar flugvallarlög-
reglunnar, fyrir þá sök eina að
mynda Reykjanesfjöllin.
Þorgeir Þorsteinsson, lög-
reglustjóri á Keflavíkurflugvelli,
sagði í samtali við Þjóðviljann að
mistök hefðu átt sér stað. Vegfar-
endurnir hefðu ekkert misjafnt
aðhafst og hefðu því verið í full-
um rétti á veginum.
Að sögn Þorgeirs er dátunum
bannað að bera vopn utan her-
stöðvarinnar nema að fengnu
leyfi íslenskra stjórnvalda.
Sjá bls. 3
Skreið
Fjögur hundruð
miljónir tapaðar
í skýrslu skreiðarnefndar sem
forsætisráðuneytið hefur nú gert
opinbera kemur fram að liðlega
helmingur af útistandandi kröf-
um skreiðarframleiðenda í Níg-
eríu er nú taldinn tapaður. Sam-
tals eru þetta körfur upp á 44o
miljónir króna af 86o miljóna
króna heildarkröfum.
Sem lausn á þessum vanda er
lagt til að Seðlabankinn kaupi
skuldabréf af Nígeríustjórn fyrir
4 miljónir dollara en bréf þessi,
sem eru til 22ja ára, fást nú fyrirá
20% af nafnverði. Mismunurinn,
16 miljónir dollara, fari í að
hjálpa skreiðarframleiðendum.
Sjá bls. 3
„Ég á mér draum“
20 ár frá morði Martins Luthers Kings
Á mánudag voru liðin rétt 20 ár
frá því bandaríski blökkumanna-
leiðtoginn Martin Luther King
var myrtur í Memfisborg. Víða í
Bandaríkjunum minntust menn
sorglegs aldurtila þessa friðsama
en viljasterka mannvinar.
Sjá bls.13.