Þjóðviljinn - 10.04.1988, Page 3

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Page 3
BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SlMI 27133 Annríki á flugvellinum í Frankfurt: þaö fer að sneiðast um gamanið og þægindin... Bakhliðin á þœgindunum: Himinninn er yfirfullur Einn daprasti söngur nútím- ans er sá aö allsstaðar séu menn að þvælast hverfyrir öðrum. Borgireru of þéttsetn- ar, bílar eru of margir til að fólk komist áfram - og nú síðast er of mikið á flugleiðir og flugvelli lagt: afleiðingin er þá sú að slysahætta magnast stórlega og æ fleiri flugvélum seinkar. Eins og allir vita eru flugsam- göngur fyrir löngu almennings- eign í efnaðri löndum. Farþegum fjölgar mjög ört - kannski um meira en 10 prósent á ári. En þetta þýðir Iíka að í miklu þétt- býli eins og t.d. í Vestur- Þýskalandi, verður flugumferð blátt áfram of þétt og álag á flu- gvelli of mikið. Þýska flugfélagið Lufthansa má bíta í það súra epli að í fyrra seinkaði meira en fjórðu hverri vél í áætlanaflugi. í Bandarikjunum, þar sem rými er miklu meira, er ástandið verra - þar seinkaði þriðju hverri vél í fyrra. Lá við slysi Enn er það sjaldgæft að flug- vélar beinlinis rekist á, en líkurn- ar stóraukast á hverju ári. Flugumferðarstjórar eru víðast hvar of fáir, álag á þá mikið og við þéttar lendingar (40 til 70 flugvél- ar á klukkustund á ýmsum stærstu flugvöllum) aukast mjög líkur á mannlegum mistökum bæði hjá þeim og flugmönnun- um. í fyrra gerðist það t.d. í London að brautarljósabúnaður bilaði samtímis á Gatwick og He- athrow og leiddi þetta til ringul- reiðar sem nærri hafði orðið til þess að tvær stórar farþegaþotur rækjust á. í fyrrahaust bilaði allur radarbúnaður á flugvellinum í Það er flugstjórinn sem talar, dömur mínar og herrar. Ég þakka þolín- mæðina og hef þann heiður að tilkynna að við erum nú númer fjögur í biðröð eftir flugtaki... Frankfurt (varabúnaður líka) og stóð sú skelfing í tvær mínútur - sú uppákoma leiddi ekki til slysa, ekki í það skiptið, en svo mikið er víst að það tók heilan dag að greiða úr þeim flækjum sem skapast höfðu á flugvellinum þennan stutta tíma. Meira er verra Þessar þrengingar í loftinu eru þegar farnar að koma niður á ein- kaflugi. Til dæmis er verið að taka þann sið upp í Vestur- Þýskalandi, að einkaflugmenn tiíkynni það með dags fyrirvara að þeir ætli að fá sér lyftingu. Og fer þá heldur að sneiðast um ánægjuna af því frelsi sem eigendur einkaflugvéla hafa ver- ið að sækjast eftir. Flugsamgöngur, að minnsta kosti í ríkasta og þéttbýlasta hluta heims, virðast komnar að vaxtar- takmörkum. Það er að segja: saga bflsins endurtekur sig - með- an fjöldi bíla er takmarkaður verður fátt þeim til trafala, þegar bfllinn er almenningseign orðinn getur umferðin orðið svo mikil að allir sitja fastir. Og að því er flug varðar kemur þetta nú þegar nta. fram í því að einkaflug verður síður eftirsóknarvert en áður og áætlanaflug leggst niður á styttri vegalengdum: sumir eru meira að segja að uppgötva ágæti harð- skreiðra járnbrautarlesta aftur. Þessi þróun er samt mjög tak- markað svar við þeim vanda sem hraðvaxandi fjöldi flugfarþega er: en því er spáð að þeim eigi eftir að fjölga um helming í okkar heimshluta fram að aldamótum. JAPISC PANASONIC PANASONIC KYNNIR NÝJA ÁHRIFAMIKLA RYKSUGU í BARÁTTUNNI VIÐ RYKIÐ. 1000 VÖTT. TVÍSKIPTUR VELTIHAUS. HÓLF FYRIR FYLGIHLUTI í RYKSUGUNNI. INNDRAGANLEG SNÚRA. STIGLAUS STYRKSTILLIR. RYKMÆUR FYRIR POKA. OG UMFRAM ALLT HLJÓÐLÁT, NETT OG MEÐFÆRANLEG. VERÐ AÐEINS KR. 6.980. 1000VATTA HÖRKUTÚL FRÁ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.