Þjóðviljinn - 10.04.1988, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Síða 5
að uppreisnin hefur flýtt mjög fyrir því að kveðnar séu niður ýmsar þær réttlætingar sem tals- menn opinberrar ísraelskrar stefnu hafa jafnan haft á lofti. Og þessi gagnrýni kemur bæði frá vinstrisinnum og „raunsæissinn- um“ í ísrael og frá ýmsum máls- metandi gyðingum út um heim - m.a. frá jafn gjörólíkum mönnum og bandaríska kvik- myndamanninum Woody Allen og franska heimspekingnum André Glucksman. Skoðum þetta ögn betur. Fyrsta réttlæting: „Við erum samt skárri en aðrir“. Svar: Það má vel vera, en það er lítil huggun samt. Mannréttindi eru fyrir alla jafnt - það er nákvæmlega jafn skelfilegt að palestínskt barn lætur lífið fyrir ísraelskri byssu- kúlu og ísraelskt barn lætur lífið í skothríð frá Palestínumönnum. Tvöfalt siðgœði? Önnur réttlæting: „Allir ham- ast á okkur vegna þess að þeir eru gyðingahatarar - þeir gera aðrar kröfur til okkar en t.d. Hússeins Jórdaníukonungs sem drap þús- undir Palestínumanna á einu bretti eða Assads í Sýrlandi sem lét murka lífið úr tuttugu þúsund manns á einum degi“. Svar: Gyð- ingahatarar verða alltaf á sínu róli, en þeir skipta hér ekki höf- uðmáli. Ef menn gera aðrar kröf- ur til ísraela en til einræðisherra þá er það blátt áfram vegna þess að ísrael nýtur vissrar virðingar sem lýðræðisríki. Þriðja réttlæting: „Uppreisnin er samsæri minnihlutahóps, því Palestínumenn búa við fleiri rétt- indi og betri kjör í flestum grein- um en Arabar í sjálfstæðum arab- ískum ríkjum." Svar: Engin þjóð mun nokkru sinni hverfa frá krö- funni um að vera fullgildir þegnar í sínu landi, frá kröfunni um sjál- fsákvörðunarrétt, vegna þess að í öðrum löndum sé afleitt stjórn- arfar. „Lýðræðið er smitandi,“ segir André Glucksman, og þes- svegna vilja hinir ungu Palestínu- menn sem nú gera uppreisn lifa eins og ísraelskir jafnaldrar þeirra. Fjórða réttlæting: „PLO, Frelsissamtök Palestínumanna, eru hryðjuverkasamtök og við slík samtök semur maður ekki.“ Svar: PLO eru samtök sem obb- inn af Palestínumönnum viður- kennir með einum eða öðrum hætti sem málsvara sinn. Allar umræður um ágæti eða afbrot andstæðingsins eru út í hött - vilji menn á annað borð komast hjá styrjöld. Maður semur við and- stæðing vegna þess að hann getur gert þér mein og þú honum. ísra- el verður að skiptast á orðum við PLO blátt áfram vegna þess að þessir aðilar skiptast á skotum. Því fyrr því betra Undir lok nýlegrar greinar sem fyrrnefndur André Glucksman hefur skrifað og nefnist „Átta heilræði til ísraelshers" segir hann á þessa leið: „Fyrr eða síðar munu ísraelar yfirgefa hernumdu svæðin. Því fyrr þeim mun betra. Fyrr eða síðar hljóta Palestínumenn að viðurkenna tilverurétt ísraels. Því fyrr þeim mun betra. Tilfinn- ingaviðbrögð augnabliksins (við atburðum á hernumdu svæðun- um) falla saman við kalt raunsæi. Sá sem er hjartalaus nú er einnig höfuðlaus." Á meðan svona er skrafað og skrifað halda áfram misþyrming- ar og blóðsúthellingar á her- numdu svæðunum. Það er engin lausn, enginn sæmilegur friður, á bak við næstu hæð eða þarnæstu. En samt hefur margt breyst á undanförnum vikum í vitund þeirra sem eru þátttakendur í at- burðum og hjá þeim sem telja sér skylt að leggja orð í belg. Við þær breytingar má sem betur fer tengja von um frið, veika að sönnu, en von samt. áb Svo fór sem margir spáðu: so- vésk stjórnvöld urðu ekki við kröfum Armena um að hérað- ið Fjalia-Karabakh í Azer- bædsjan, sem erað þrem fjórðu hlutum byggt Armen- um, yrði sameinað Sovét- Armeníu. Þess í stað er boðið upp á ýmsar ráðstafanir sem eiga að efla skólahald og menningarstarfsemi á arm- ensku. Mótmæli Armena í Jerevan voru þau fjölmennustu sem átt hafa sér stað í Sovétríkjunum. Sovétríkin og þjóðemamólin: Armenar fó menningar- ócellun í staðinn fyrir Karabakh Ótti við keðjuverkanir Það mátti snemma ljóst vera að hvað sem Gorbatsjov og aðrir ráðamenn í Kreml annars hugsa um kröfur Armena, þá var ólík- legt að orðið yrði við þeim. Hefði hin armenska „eyja“ í Azerbæ- djan, verið tekin undan lögsögu Azerbædsjana hefðu vafalaust blossað upp miklar óeirðir sem hefðu bitnað á öðrum Armenum í Kákasus - en einmitt í Kákasus er meiri hrærigrautur þjóða en dæmi eru til annarsstaðar í ver- öldinni. Og í öðrum lýðveldum hefðu vafalaust einnig komið fram kröfur um breytingar á landamærum, sem hefðu getað vakið upp ýmsar fornar væringar milli granna sem legið hafa í lág- inni meðan einskonar bannhelgi var á því að tala um þann raun- verulega vanda sem þjóðerna- málin eru í Sovétríkjunum. Um þetta segir m.a. á þessa leið í fréttaskýringu frá sovésku frétt- astofunni APN: „Ætti að breyta landakortinu? Snúum okkur að Karabakhhér- aði. Febrúaróeirðirnar í þessu litla héraði orsökuðu þjóðernis- uppþot í Súmgaít í Azerbædsjan og nokkrir tugir manna urðu fórnarlömb þeirra óeirða. Hvað mundi gerast ef héraðið yrði inn- limað í Armeníu (sem ekki á landamæri að því)? Eftir yrðu í Azerbædsjan 320 þúsund aðrir Armenar. Ættu þeir allir að flytja til Armeníu, og þeir Azerbæ- dsjanar sem þar búa að fara „heim til sín“? Ef á heildina er litið, er þá hægt að fullnægja þjóðarmetnaði einn- ar þjóðar á kostnað annarrar? Og af hverju ættum við að takmarka okkur við Kákasuslöndin ein? Yrðum við ekki að fara að huga að því að flytja öll þjóðarbrot hvert til sinna upprunalegu heimkynna?" Enginn vafi á því að í þessum orðum er saman komið flest það sem stjórnvöld í Moskvu ottast ef átök milli þjóða blossa upp. Þar er um að ræða deilur sem upp geta komið vegna þess blátt áfram að margar þjóðir Sovét- ríkjanna búa ekki einar á af- mörkuðum svæðum eða því sem næst - og þar við bætast syndir fortíðarinnar. Þá er átt við það m.a. að á sínum tíma lét Stalín flytja Volgu-Þjóðverja burt frá sínum heimkynnum sem og Krímtartara og fleiri þjóðir, og bíða mál þeirra enn lausnar. Óréttlœti viðurkennt f samþykkt miðstjórnar Kommúnistaflokksins og so- vésku ríkisstjórnarinnar um Karabakhmálið er því lofað, að gerð skuli „víðtæk þróunaráætl- un“ fyrir héraðið. Þar með fylgi mikið átak í skólabyggingum og á það fyrst og fremst að tryggja að til séu skólar sem kenna armen- skum börnum á armensku (má af orðalagi yfirlýsingarinnar ráða að slíkum skólum hafi mjög verið haldið niðri). Þá er ákveðið að byggja menningarhöll í Stepan- akert, höfuðborg Karabakhhér- aðs, og armenskt leikhús í Bakú, höfuðborg Aserbædsjan, en þar eru Armenar fjölmennir. Þá er yfirvöldum í Azerbædsjan og gert skylt að sjá til þess að íbúar í Kar- abakh geti tekið við sjónvarps- sendingum frá Armeníu og „framkvæma fjölþætta áætlun um að endurreisa söguleg, menn- ingarleg og trúarleg minnismerki í Karabakh." Hér mun ekki síst átt við armenskar kirkjur, en armenska kirkjan, ein hin elsta í heimi, hefur um margt gegnt hlutverki sameiningartákns Armena, sem eru dreifðir um alla heimsbyggðina. Hin opinberu skjöl sovésk um þetta mál segja ekki margt um það ástand sem ríkti í þessum hluta Sovétríkjanna þegar upp úr sauð, en í fréttaskýringu APN er þess þó getið að í Karabaklh hafi Armenar „liðið margháttar órétt- læti“. I framhaldi af því er minnt á að Sovétríkin hafi náð veru- legum árangri í lausn þjóðerna- mála og eins og fyrri daginn er þá vitnað til þess að almenn lífskjör hafa ekki verið lakari í löndum þeim og héruðum sem byggð eru öðrum þjóðum en Rússum en í Rússlandi sjálfu. Um leið er við- urkennt, að þar með hafi ekki nema hálf sagan verið sögð: Allt átti að vera leyst „Margir álitu að með þessu væri þjóðernisdeilum útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Við takmörk- uðum mat okkar við árangur sem náðist á þessu sviði. Vegna veru- legra umbóta á lífskjörum og að- stöðu margra þjóða í Sovétríkj- unum fóru önnur vandamál að skjóta upp kollinum svo sem menningararfleifð hinna ýmsu þjóða, hefðir þeirra og mismun- andi trúarbrögð. í stað þess að reyna með þolinmæði að leita leiða til að koma á sáttum milli þjóðerna, reyndu staðaryfirvöld að líta framhjá þessum vanda- málum, sem söfnuðust smám saman upp í samskiptum þjóð- anna“. í framhaldi af þessu er svo sagt að átökin um Karabakh séu „ekki afleiðing af perestrojkunni held- ur afleiðing af því hve lengi þurfti að bíða eftir henni.“ Margt er enn ósagt Hitt er svo víst að „glasnost“ Gorbatsjovs hlytur óhjákvæmi- lega að leiða til þess að áfram verði haldið að ræða mjög við- kvæm mál í samskiptum þjóð- anna, sem lengi hefur ekki mátt minnast á, án þess að málshefj- endur yrðu sakaðir um „borgara- lega þjóðernishyggju" sem varð- aði við lög. Til dæmis hélt so- véska Rithöfundasambandið ekki alls fyrir löngu málþing um þjóðernamálin. Þar kom það mjög sterklega fram að fulltrúar smærri þjóða - Letta, Hvítrússa, Kirgísa og fleiri, hafa miklar áhyggjur af því hve þrengt hefur verið að kennslu móðurmálsins, skólar á máli heimamanna í lýð- veldum hafi að vísu verið til, en of fáir, þröngir og illa búnir. Allt hafi verið gert til að gera nám á rússnesku og notkun rússnesku sem mest aðlaðandi fyrir hvern þann sem vildi komast áfram í þjóðfélaginu. Auk þess kvörtuðu þeir yfir því, að saga smærri þjóða hafi verið fölsuð með það fyrir augum að allt gott hefði frá Rússlandi komið (líka á dögum keisaranna) meðan ýmislegir stóratburðir úr sögu smærri þjóða voru þagaðir í heil vegna þess að þeir pössuðu ekki inn í þá mynd. Þjóðernafélög Ýmsar hugmyndir eru og viðr- aðar nú um nýskipan þjóðerna- mála. í viðtali í timaritinu Znamja við hagfræðing að nafni Gavríil Popov er hreyft þeirri hugmynd, að stofnuð verði „þjóðernissamfélög“ í hinum ýmsu borgum, landshlutum og héruðum, sem væru frjáls samtök, rekin með félagsgjöld- um meðlimanna og etv. opinber- um stuðningi (við þau smæstu). Þessi þjóðernarfélög ættu að stuðla að „þjóðernislegu menn- ingarsjálfræði" og gætu kannski orðið grundvöllur þjóðernaráða sem hefðu ráðgjafarvald í sam- skiptum sínum við yfirvöld. Pop- ov virðist viðra þessar hugmyndir m.a. með það fyrir augum að bættir verði möguleikar foreldra á að veita börnum sínum kennslu á móðurmálinu, hvar sem þau eru búsett. "Smuleiðis verði að gefa fólki af öllum þjóðernum kost á að rækta fortíð sína en „ekki aðeins einni þjóð“. Og er þá vísað til þeirrar stórrrússnesku þjóðrembu sem nú síðast finnur sér farveg í hinum „óopinberu" samtökum Pamjat, Minnið, sem margir óttast vegna hálffasískra tilhneiginga talsmanna þeirra. ÁB tók saman. Sunnudagur 10. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.