Þjóðviljinn - 10.04.1988, Page 8
Bergljót Kristjánsdóttir, JónTorfasonogÖrnólfurThorssonvoruöllsammálaumþaðað Sturlunga væri með skemmtilegustu bókmenntum sem ritaðar hafa verið á íslenska
tungu. Myndir E.ÓI. ^
STRIÐ OG FRIDUR
Á ÞJÓÐVELDISÖLD
Bergljót Kristjónsdóttlr, Jón Torfason og Örnólfur
Thorsson rœða vítt og breitt um Sturlungu
Forngripirnir, en svo er hópur-
inn sem unnið hefur að útgáfu
íslendingasagnaog Sturl-
ungu fyrir Svart á hvítu stund-
um kallaður, sem Þjóðviljinn
hitti að máli eru þau Bergljót
Kristjánsdóttir, Jón Torfason
og örnólfur Thorsson. Til-
gangur viðræðnanna var þó
ekki sá að ræða fræðimann-
lega um útgáfuna heldur að
taka upp létt spjall um bók-
menntir sem Bergljót segir að
séu þær skemmtilegustu sem
skrifaðar hafi verið. Og Jón
Torfason segir að síðan hann
fór að lesa fornar sögur á
unga aldri hafi sér ekki fundist
aðrar bækurmerkilegri.
Örnólfur: Það má eiginlega
segja að upphafið að þessu starfi
okkar megi rekja til æskudrauma
forleggjarans, Björns Jónas-
sonar, um að gefa allar ís-
lendingasögur út á einni bók sem
þá mætti kalla bók bóka. Slíkir
doðrantar hafa lengi tíðkast er-
lendis, þá er reynt að gera sígildar
bókmenntir aðgengilegar sem
flestum á viðráðanlegu verði og
dregið úr þeim hátíðleika sem oft
fylgir útgáfu klassískra bók-
mennta.
Jón: Bækur af þessu tagi eru til
að lesa þær, ekki til að fylla auðar
hillur.
Helmingur konur
Örnólfur: Við sem unnið höf-
um að þessum útgáfum komum
hvert úr sinni áttinni, tvö okkar
vinna á Arnastofnun, aðrir eru
flestir kennarar eða kennarar
sem flosnað hafa upp. Einn er
raunar uppflosnaður bóndi. Sam-
starfið hófst fyrir þremur árum
með útgáfu íslendingasagna og
þátta í tveimur bindum 1985 og
86. Þær bækur reyndust hinsveg-
ar heldur þungt vegarnesti í rúm-
ið og til að mæta lestrarvenjum
þjóðar sem les að því er virðist
mest í rúminu breyttum við útgáf-
unni í þrjú bindi 1987 en bættum
jafnframt við ítarlegum formála
og atriðaskrá. Sturlunguútgáfan
rímar svo við þriggja binda útgáf-
una á sögunum. Við höfum líka
tekið saman tvær skólaútgáfur
þar sem skýrðar eru einar 12
sögur og allmargir þættir. Og þar
reynum við að fara aðrar leiðir en
áður hafa tíðkast við skólaútgáf-
ur fornra bókmennta.
Jón: Textinn er látinn standa
fyrir sínu í textabók en öllum
orðskýringum, myndum og land-
akortum safnað í sérstakt skýr-
ingarhefti sem henni fylgir. Og
við gefum ekki sögurnar út eina
og eina heldur nokkrar saman í
þeirri von að nemendur komist á
bragðið og lesi meira en skyldul-
esningu, fleiri sögur en þá sem til
prófs er.
Bergljót: Við viljum ekki kæfa
textann með svo flóknum skýr-
ingum að menn þurfi helst að
vera langskólaðir til að skilja.
Við njótum nefnilega þeirra sér-
stöku forréttinda í veröldinni að
geta lesið mörg hundruð ára texta
vandræðalaust, skýringar eru
ekki forsenda þess að menn geti
lesið þessar gömlu sögur, þær
dýpka bara skilning okkar.
Jón: Og virðist það vera stefna
Björns að gefa helst aldrei út bók
með neðanmálsgrein.
Örnólfur: Auðvitað höfðum
við öll lesið Sturlungu áður en
vinnan hófst og þekktum hana
sæmilega, en Guðrún Ása Gríms-
dóttir var sú eina okkar sem hafði
rannsakað hana sérstaklega. Og
er margspök um launhelgar sög-
unnar. Hópurinn skipti gróflega
með sér verkum en þó var raunin
yfirleitt sú að hver gekk í annars
verk og enginn varð móðgaður
þó sú niðurstaða sem hann hafði
með ærnum erfiðismunum fengið
að kvöldi yrði ný í höndum sam-
starfsmanna að morgni. Fyrir
utan okkur þrjú og Guðrúnu Ásu
standa að verkinu þau Bragi
Halldórsson, Gísli Sigurðsson,
Guðrún Ingólfsdóttir og Sverrir
Tómasson.
Bergljót: Ég vil nota tækifærið
og vekja eftirtekt á því að næstum
helmingur ritstjórnarinnar eru
konur og það er mjög óvenjulegt.
Það sýnir að við erum ekki alveg í
sömu aðstöðu og konurnar í
Sturlungu.
Jón: Þú átt við að þú hafir ekki
verið gift í þágu verksins.
Bergljót: Ekki enn ...
Á herðum
fyrri frœðimannq
Bergljót: Við sem erum alin
upp við söguskilning Jónasar frá
Hriflu og í Ungmennafélögun-
um...
Jón: Og í kaupfélaginu, bættu
því við.
Bergljót: Ég er nú í kaupfé-
laginu ennþá! Við sem höfum
alist upp við þetta höfum kynnst
afar ólíkum viðhorfum til Sturl-
ungu og þjóðveldisins. Það er dá-
lítið gaman að velta því fyrir sér
núna, annarsvegar þeirri rómant-
ísku ímynd sem maður ólst upp
við sem barn, t.d. myndinni af
þeim Sturlusonum, Snorra, Sig-
hvati og Þórði, Sturlu Sig-
hvatssyni og Gissuri jarli, og síð-
an hvernig maður upplifir þessa
menn sem fullorðin manneskja á
heldur raunsærri hátt vonandi.
Skilningur þessara tveggja kyn-
slóða, aldamótakynslóðarinnar
og okkar, er svo ólíkur. Við höf-
um ekki mótast af sjálfstæðisbar-
áttu á sama hátt og hún, við not-
um ekki draumsýn um fortíðina í
nútíðinni.
Örnólfur: En það má ekki
skilja orð okkar svo að við séum
að hnýta í fyrri kynslóða menn.
Við byggjum í okkar starfi vita-
skuld á þeirri vinnu sem unnin
hefur verið á þessari öld og fyrri
öldum í rannsóknum og útgáfum
íslenskra miðaldabókmennta.
Allar útgáfur af þessu tagi eru
unnar á herðum fyrri fræði-
manna. í því sambandi má nefna
stofnanir kenndar við Árna
Magnússon hérlendis og í Kaup-
mannahöfn og fjölmargir fræði-
menn núlifandi og dauðir sem við
sækjum margt til. Það er ekki
einsog við tökum okkur til einn
fagran sumardag og gerum þetta
ein og óstudd. Við erum á hinn
bóginn betur sett en fyrri útgef-
endur þessara bókmennta að því
leyti að við eigum textann allan á
tölvudiskum þannig að allar
breytingar eru auðveldar, t.d. ef
handrit finnst undir kjallaragólf-
inu á Torfalæk eða fram koma ný
viðhorf sem benda til að okkar
texti sé rangur og að við eigum að
fara aðra leið.
Jón: Maður veltir því stundum
fyrir sér hver staðan væri í dag ef
Kálund og Björn M. Ólsen hefðu
átt tölvur, þessir fræðimenn sem
afköstuðu slíkum reiðinnar býsn-
um.
„Okkur þykir Sturlunga bóka best og raunar því betri sem
við lesum hana oftar,“ segja þrír „forngripir“ sem Þjóðvilj-
inn spjaliaði við vegna útgáfu Svarts á hvítu á Sturlungu.
Á borðum voru þó nýbökuð vínarbrauð og kaff i með en
hvorki söl, súrsaðir selshreifar né annar fornmatur.
8 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 10. apríl 1988