Þjóðviljinn - 10.04.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Side 11
„Þig ástin slær á öllum aldri" kvað skáldið - en sú staðreynd hefur einatt verið litin. Kynlíf um sextugt skaðar hvorki mig né þig Því er oft haldið fram, að heimur vernsandi fari, en sem betur fer er það ekki með öllu rétt kenning. Fyrir svosem tut- tugu og fimm árum þóttu þeir menn nokkuð víðsýnir sem tóku vel í ástafar fólks um fimmtugt. Nú um stundirer fólk um sjötugt að taka sér rétt til kynlífs án þess að blikna eðablána. Um þessi mál er fjallað í grein sem birtist ekki alls fyrir löngu í Parísarblaðinu Le Monde. Þar kemur það fram að rétt rúmlega helmingur franskra karla og kvenna sem náð hafa 65 ára aldri eru enn virk á kynlífssviði. Það kemur meira að segja í ljós að sextán prósentum aldraðra finn- ist þeir ekki njóti þeirra hnossa í nægilega ríkum mæli. En hvort sem aldraðir nú enn halda áfram eða hafa ákveðið að nú sé nóg komið, þá eru flestir þeirra (83%) ánægðir með sitt kynlíf. Breytt hugarfar Y ngra fólk sem kynnist þessum málum af eigin raun, til dæmis ýmsir þeir sem hafa fengið við hin „mannlegu vandamál" í útvarpi, lætur einatt í ljós mikla undrun yfir því hve algeng ástarævintýri, ástarsambönd og jafnvel gifting- ar eru meðal Fransmanna sem komnir eru á eftiriaunaaldur. Altént er það augljóst, að margt hefur breyst frá því fyrr á árum þegar „samfélagið hrakti aldraða út á kynferðislega eyðimörk" eins og Le Monde kemst svo há- tíðlega að orði. Að sumu leyti gerðist þetta vegna þess, að aldur sagði enn fyrr og með enn róttæk- ari hætti til sín á árum áður, þegar konur voru snemma mjög slitnar af miklum barneignum og karlar af feiknalöngum vinnudegi. í annan stað var hér um að ræða visst hugarfar, sem taldi kynlíf óviðeigandi þegar aldur færðist yfir fólk. Vandkvœði kvenna og karla Nú hefur margt breyst: með mörgum ráðum má vinna gegn ýmislegri hrörnun. Konureiga að sönnu einatt erfiðar með að njóta samfara eftir tíðahvörf, en þar á móti kemur að mörgum finnst að þær hafi nýtt frelsi fengið þegar þær þurfa ekki lengur að hugsa um pilluna eða aðrar getnaðar- varnir. Eins og kunnugt er eru vandamál karla nokkuð annars eðlis. Þeir framleiða sæði von úr viti og gætu þessvegna átt börn kannski fram á áttræðisaldur. En þeir taugaboðar sem bera skipan- ir frá heilanum til kynsvæðanna eru ekki eins vel virkir og áður , - viðbrögðin dofna með árunum. En þessi minnkandi geta þarf engan vegin að þýða að karlar um Öðru nœr.- lœknar mœla með kynlífi aldraðra vegna þess að það er mdttug lœkning við þunglyndi og fleiri kvillum sextugt og eldri geti ekki átt mjög ánægjulegt kynlíf. Sólrœnn vítahringur Getuleysi er í allmörgum til- vikum tengt sjúkdómum eða rangri hegðun: æðakölkun, syk- ursýki, drykkjuskap, reykingum (um fimmtungur allra karla um sextugt eiga sér einhverja slíka sögu). Það er reyndar viss sál- rænn vítahringur sem leikur kyngetu karla ver en flest annað. Þeir fara að óttast að þeir ekki standi sig og sneiða þá hjá uppák- omum sem gætu leitt til kynlifs eða þá reyna að fækka tilefnum til þess. Þegar þeir svo ákveða að fara af stað aftur eru þeir einatt eins og lamaðir af ótta og dragast þá inn í víthring mistaka. Brátt halda þeir að þeir séu búnir að vera á þessu sviði og ákveða að þá hljóti svo að vera. Samt er það nú svo að ekkert verkar verr á getuna en kyn- ferðislegt.iðjuleysi. Ef að menn á sjötugsaldri hætta í nokkra mán- uði eiga þeir mjög erfitt með að koma sér af stað aftur. Pað vantar karla En þótt roskið fólk sýni veru- legan áhuga á kynlífi, eru ýmis ljón í veginum. I Frakklandi er eitt stærsta vandamálið blátt áfram það, að konur eru miklu fleiri en karlar í efri aldursflokk- unum: aðeins 900 þúsund karlar eru á móti 3,3 miljónum kvenna á eftirlaunaaldri í Frakklandi. í annan stað eru fordómar þjóðfé- lagsins gegn ástum aldraðra enn sterkir, þótt nokkuð hafi úr þeim dregið hin seinni árin. Og einna dapurlegast er þá það, að oft eru það börn hinna öldruðu sem eru strangastir og miskunnarlausastir gagnrýnendur á framfeði þeirra í ástamálum. Margir þeirra sem rosknir eru eiga í vandkvæðum vegna þess að þeir hafa alls ekki vanist því að leita ráða í viðkvæmum einka- málum. En þeir sem hafa af eigin rammleik eða með öðrum hætti áttað sig á bæði getu sinni og tak- mörkunum, láta einatt mjög vel af því, að ástafar á efri árum sé einatt ríkara af blíðu og vönduð- um atlotum en það var á hinum yngri árum bráðlætis og ofstopa. Pað er meinhollt Og hvað segja klerkar nútím- ans, læknarnir? Þeir eru fyrir sitt leyti mjög hlynntir kynlífi aldr- aðra. Kynlíf, segja þeir, er öflug- asta nteðal sem til er við þung- lyndi. Allur líkaminn hefur gott af þessu, segir franskur öldrunar- fræðingur í viðtali við Le Monde, það er gott fyrir vöðva, liðamót, æðakerfi, lungu og húð. Að því ógleymdu, sem allir ættu að vita, að kynlíf hefur einkar jákvæð áhrif á skapgerð og lundarfar. ÁB tók saman. Sunnudagur 10. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.