Þjóðviljinn - 10.04.1988, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Qupperneq 13
Langvía hag- ræðireggisem húnbýrsigundir að klekja út. Langvía Einn algengasti bjargfuglinn Langvían, sem tilheyrir svartfuglaættinni, er einn alg- engasti bjargfugl hér við land. Mest er um langvíu í björgum vestan og suðvestanlands. Stærstu langvíubyggðirnar eru í Horn- og Hælavíkur- bjargi og Látrabjargi. Ertalið láta nærri að 80% af stofnin- um hér við land sé í þessum björgum. Langvían ásamt stuttnefjunni er stærst svartfuglstegundanna og vegur fullvaxinn fugl venjulega um 1 kg. í sumarabúningi er langvían mósvört að ofan, á háls og höfuð, með dökkar rákir á síðunni en hvít á kvið og bringu. Á vetrum er hálsinn og kverkin hvít, en að öðru leytier litur fuglsins óbreyttur. Tilbrigði af Iangvíu nefnist hringvía. Hún er í engu frábrugð- in langvíunni, nema að því leyti að utanum augað er hvítur hring- ur og hvít rák þar úr aftur á háls. Langvían kemur í björgin fyrst síðari hluta vetrar, en eftir því sem líður á vorið er fuglinn þaulsetnari við varpstöðvarnar og hefst varptíminn um miðjan maí til júníbyrjunar. Langvían verpir aðeins einu eggi og er allt að mánuð að unga því út. Eggið er allstórt, mjög mjótt í annan endann og dröf- nótt. Ungarnir fara úr bjarginu eftir um 20 daga. Fyrstu ungarnir byrja að sjást á sjónum um Jónsmessuleytið og þeir síðustu eru farnir úr bjarginu í ágústbyrj- un. Ungarnir eru aðallega aldir á fiskaseiðum og sílum. Þegar unginn er kominn úr bjarginu heldur fullorðni fuglinn með þá rakleiðis til hafs. Er ung- arnir eru komnir á sjóinn tekur fullorðni fuglinn þá þegar að fella flugfjaðrirnar og er ófleygur í nokkrar vikur. Fram eftir vetri heldur fullorð- ni fuglinn sig víðsfjarri löndum og sést ekki aftur við ströndina fyrr en á síðari hluta febrúar og í apríl. 1981, fundust rúmlega 100.000 iangvíur dauðar á fjörum í Skag- erak. Netalagnir og nótaveiði Fleira kemur þó til en fæðu- skortur og olíumengun, sem ógn- ar langvíunni. Netalagnir og nót- aveiði eru ekki síður vágestur á þeim slóðum þar sem langvían ieitar ætis. Friðun langvíunnar í Noregi kemur fyrir lítið, því netalagnir verða urmul af fugli að aldurtila. í Trom-fylki í Norður- Noregi drápust 100.000 fuglar í nótum sjómanna á 14 daga tímabili í fyrra, svo dæmi sé nefnt um skað- semi nótaveiði. Um tveir þriðju hlutar merkt- rar langvíu sem fönguð er í Nor- egi festast og drukna í veiðarfær- um. Hvað með íslenska stofninn? Er á líkan hátt komið fyrir ís- lenska langvíustofninum og þeim norska og færeyska? - Nei, segir Arnþór Garðars- son, prófessor er frásögn 14. september er borin undir hann, - íslenski stofninn er miklu stærri en sá norski og þar af leiðandi ekki eins hætt við jafn afdrifarík- um afföllum. Áætlað er að lagngvíustofninn hér við land telji um 1200.000 pör. Til samanburðar má geta þess að 300.000 pör hafa verið talin vera við Noreg. Að sögn Arnþórs er ekkert sem bendir til umtalsverðrar fækkunar langvíu hér við land. Sömu sögu er að segja frá Bret- landseyjum. Ilann sagði að langvíustofninn við Færeyjar hefði verið á unda- nhaldi lengi og svipaða sögu væri að segja frá Noregi. Svo virtist sem ein aðalfæða fuglsins, sand- sýli, hefði brugðist. Arnþór sagði að það væri rétt að langvían hefði í fyrra svo til horfið frá Bjarnarey, sem rakið væri til fæðuskorts af völdum of- veiði. - En það hefur ekkert slíkt gerst hjá okkur og á Bretlands- eyjum. Við hefðum vitanlega orðið varir við ef hlutfallslega sömu skörð hefðu verið höggvin í langvíustofninn hér eins og í Nor- egi, en hundraðþúsund fuglar til eða frá eru tæplega merkjanlegur fjöldi, sagði Arnþór. Arnþór sagði að í annálum fyrirfyndust frásagnir um mikinn fuglafelli í tvígang í björgum hér við land á fyrri öldum. - Það hefur komið fyrir með ströndinni norðanlands og þá inn til fjarða, að síli hafi brugðist, sem hefur haft áhrif á bjargbú- ana. Hins vegar virðist vera meira jafnvægi í fuglabjörgum vestanlands. En menn hafa gert að því skóna að fuglinn kunni að flytja sig um set eftir fæðuframb- oði á hverjum stað. Að sögn Arnþórs er fremur ástæða til að hafa áhyggjur af net- aveiðum, þorska og laxanetum, en olíumengun, þótt alltaf dræp- ist mikið af sjófugli af völdum olíu. - Yfirleitt telja menn að færri dauðsföll verði af völdum olíu nú en áður. Trúlega var olíumeng- unin meiri á árum seinni heimsstyrjaldarinnar heldur en nú er, sagði Arnþór. Ráðstefna um nýjar og betri leiðir í máiefnum aldraðra á íslandi meö auknum sjálfsákvörðunarrétti og nýjum, hagkvæmum ráöstöfunum í byggingarmálum eldri borgara, verður haldin að tilhlutan heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins í Borgartúni 6 miðvikudaginn 20. apríl n.k. og hefst með innritun kl. 8.30 þar á staðnum. Sveitarstjórnarmönnum og öðrum er starfa að þróun öldrunarmála er sérstaklega bent á ráðstefnu þessa. Fundarskrá: Kl. 8.30 Innritun 9.00 Setning. Hr. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra 9.15 Framsöguerindi. Nýjar hugmyndir í bygg- ingamálum og sjálfsákvörðunarréttur eldri borgara. Ásgeir Jóhannesson, forstj. Inn- kaupastofnunar ríkisins og formaður stjórnar Sunnuhlíðar í Kópavogi. 10.00 Bankar geta veitt ráðgjöf og brúað bilið á meðan eldri borgarar skipta um bústað. Erindi. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri. 10.25 Þannig viljum við búa. Erindi. Egill Bjarn- son, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi. 10.50 Uppbygging og rekstur verndaðra þjón- ustuíbúða og félagsstarf aldraðra. Erindi. Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Hlíf, ísafirði. 11.15 Frá sjónarhóli sveitarfélaga. Erindi. Páll Gíslason yfirlæknirog borgarstjórnarmað- ur úr Reykjavík. 11.40 Samstarfsnefndin um málefni aldraðra. Formaður nefndarinnar, Steinunn Sigurð- ardóttir hjúkrunarfræðingur. 12.00 Matarhlé (í matarhléi geta menn skráð sig á mæl- endaskrá eftir hádegið. 30 ræðumenn frá 5 mín. hver.) 13.00 Allt að 30 menn taka til máls. 15.30 Kaffihlé 15.45 Pallborðsumræður. Fundarstjóri Hrafn Pálsson, deildarstjóri. 17.00 Ráðstefnulok Fundarstjóri verður Finnur Ingólfsson, að- stoðarmaður ráðherra. Tilkynna ber þátttöku með bréfi til ráðu- neytisins fyrir 14. apríl 1988. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Mjólkurfræðingur Mjólkursamlag K. V. V. óskar að ráða mjólkur- fræðing sem fyrst. Umsóknir sendist til skrifstofu Mjólkurfræðing- afélags íslands, Skólavörðustíg 16, Reykjavík, fyrir 25. apríl, sem veitir allar nánari upplýsingar. ffljf Ferðastyrkur til rithöfundar Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns samstarfs í fjárlögum 1987 verði varið 60 þús. kr. til að styrkja rithöfund til dvalar á Norður- löndum. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 5, 150 Reykjavík, fyrir 1. maí n.k. Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Menntamálaráðuneytið, 5. apríl 1988 Auglýsið í Þjóðviljanum þlÓÐVILIINN Sími 681333 Sunnudagur 10. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.