Þjóðviljinn - 10.04.1988, Side 14
MORRISSEY-
„Viva Hate“
Nú eru u.þ.b. 1 ár frá því að
uppúr sauð í samstarfi Morrissey
og Johnny Marr í hljómsveitinni
Smiths, einni vinsælustu ný-
bylgjuhljómsveit vorra daga.
Margar sögur komust á kreik,
m.a; að Morrissey og félagar
hans væru að leita sér að nýjum
gítarleikara og ætluðu að halda
áfram samstarfi eins og ekkert
hefði í skorist. En allt fór á annan
veg og fyrr en varði var upplausn
Smiths orðin eitt vinsælasta um-
fjöllunarefni tónlistartímarita um
víða veröld. Fljótlega eftir slitin
fór Johnny Marr að starfa með
alls kyns tónlistarfólki og má þar
telja nöfn eins og Paul
McCartney, Talking Hcads og
Bryan Ferry. Ekki leið heldur að
löngu þar til Morrissey fór að
hugsa sér til hreyfings með
fyrrum aðstoðar- og upptöku-
manni Smiths, Stephcn Street.
Fyrsti afrakstur þeirra félaga var
smáskífa er kallaðist „Suedehe-
ad“ og kom á markað ekki alls
fyrir löngu. Laginu svipar nokk-
uð til þess sem Morrissey hafði
áður verið að gera í samvinnu við
Marr, og fór þá fólk að óttast um
að þessi tilraun kappans væri að-
eins dauðateygjurnar af Smiths
samstarfinu, en sem betur fer fór
allt á aðra leið.
Nú er nýútkomin breiðskífan
„Viva Hate“ eða „Lifi hatur“, sú
fyrsta en vonandi ekki sú síðasta
sem Morrissey og Stephen Street
vinna í sameiningu. Þessi plata
kom mér satt best að segj a á ó vart
því hér er alls engin venjuleg
poppplata á ferðinni, heldur
vandaðra, tormeltara og inni-
haldsríkara verk en áður hafði
komið frá gæjanum. Textar
Morrissey hafa tekið þónokkrum
framförum, að vísu fjalla þeir
ennþá um eymdarlegar hliðar til-
veru hans og annarra en ein-
hvernveginn ná textarnir sterkari
tökum á manni en undangengnir
Smiths-textar, þeir eru ef til vill
raunsærri en við höfum áður átt
að venjast frá Morrissey.
„Viva Hate“ hefst á „Alsatian
Cousin", lagi þar sem skerandi
gítarleikurinn leiðir kröftugan og
taktfastan bassa- og trommuleik
svo útkoman verður sterkt,
óvenjulegt og eftirminnilegt
popplag og ekki er laust við að
stemmningin sé dálítið dularfull.
Eitt aðgengilegasta lagið á plötu-
nni, lagið „Everyday Is Like Sun-
day“, er melódískt popplag, sem
er þó ekki laust við hið drunga-
lega þema plötunnar, enda er
texti þess með afbrigðum þungur
og eftirminnilegur eins og glöggt
má sjá í stuttri tilvitnun:
„How I dearly wish I was not
here"
in the seaside town
... that they forgot to bomb.
Come. Come. Come, nuclear
bomb.
Everyday is like Sunday
everyday is silent and gray.
Þó nokkuð er notast við
strengjahljóðfæri á plötunni og
tekst þeim kumpánum þannig að
undirstrika yfirbragð verksins.
í þessari umfjöllun má ekki
gleyma að minnast á þátt Step-
hens Street á plötunni, því þó
Morrissey sé skrifaður fyrir henni
á sá fyrrnefndi skilinn a.m.k.
hálfan heiðurinn af verkinu því
auk þess að annast allar iagas-
míðar, spilar hann á gítar og
bassa ásamt því að hljóðblanda
plötuna, en einmitt sá hluti verks-
ins er sérstaklega vel af hendi
leystur.
Þegar á heildina er litið er
„Viva Hate“ óvenjuleg, einlæg,
drungaleg, áhrifaraík, vönduð og
skapandi plata, enda verður nið-
urstaðan sú að hér er á ferðinni
ógleymanlegt listaverk.
Aldni hippinn Paul McCartney
ætlar víst að reyna að hleypa
nýju blóði í tónlist sína því hann
hefur fengið sjálfan konung ný-
bylgjunnar, Elvis Costello, til
liðs við sig við gerð nýjustu breið-
skífu sinnar. Mun Costello hafa
hjálpað eitthvað við upptöku-
stjórnina ásamt því að ritskoða
eilítið textagerðina, enda ekki
vanþörf á.
Lítið hefur heyrst í söngkon-
unni Patti Smith uppá síðkastið,
eða nánar tiltekið frá árinu 1979
er hún gaf út plötuna „Wave“. Nú
er aftur á móti svo komið að telp-
an er búin að taka upp nýja breið-
skífu sem á að koma út í næsta
mánuði og heita eitthvað.
Hljómsveitin James sem
sendi frá sér LP-plötuna „Stutt-
er“ fyrir tveim árum og hefur lítið
sem ekkert látið í sér heyra síðan,
sendi um daginn frá sér splunk-
unýtt lag sem heitir „What For“.
Svo virðist sem hljómsveitin sé
gengin aftur því hún er um þessar
mundir að leika fyrir f rændur okk-
ar Breta.
írska rokksveitin U2 ætlar að
gefa út tvöfalda plötu í nóvemb-
ermánuði næstkomandi og ku
u.þ.b. helmingur efnisins vera
tónleikaupptökur sem hljóðritað-
ar voru á undangengnu tónleika-
ferðalagi piltanna. Hinn helming-
urinn mun vera glænýtt efni sem
þeir kumpánar hyggjast taka upp
eftir að hafa lokið við gerð kvik-
myndar sem var tekin af hljóm-
sveitinni á nýafstöðnu hljóm-
leikaferðalagi.
Hobbbsassa! Martin Step-
henson and the Daintees er
einn þeirra drauga sem nú rísa
upp í poppinu með nýja breið-
skífu í farteskinu. Platan sem
kom út 4. apríl heitir víst „Glad-
stone Humour And Blue“ og er
hér um mjög áhugaverðan grip
að ræða ef dæma má af fyrri
verkum sveitarinnar en
gagnrýnendur kepptust þá eftir-
minnilega við að slefa (af hrifn-
ingu) hver í kapp við annan.
Irskar hljómsveitir hafa verið
iðnar við kolann síðustu árin og
That Petrol Emotion er ein
þeirra sem hafa vakið á sér at-
hygli undanfarin tvö ár. Nú er
sveitin að hefja stutta hljómleika-
ferð um írland og Skotland, en
eftir það mun hún þramma í
hljóðver að hljóðrita nýja plötu.
Þunglyndispönkararnir . í
Swans ætla sér að endurbæta
eitthvað gamla Joy Division lagið
„Love Will Tear Us Apart“ og
munu senda það frá sér í smá-
skífuformi þann 25. þessa mán-
aöar.
Tom Waits er nýbúinn að
klára tónleikakvikmynd (alveg
eins og jú tú?) sem heitir „Big
Time“ og í kjölfarið á að fylgja
hljómplata með tónlist myndar-
innar sem væntanlega mun bera
sama nafn.
Útgáfufyrirtækið ERÐANÚM-
ÚSÍK er eitt það afkastamesta á
landinu um þessar mundir og á
mánudaginn næsta mun fyrir-
tækið senda frá sér tvær hljóm-
snældur með hljómsveitunum
SH. Draumur og Mússólíní. SH.
Draumur er fremsta rokksveit
landsins þessa stundina og verð-
ur því 22 laga snælda þeirra feitur
biti fyrir íslenska tónlistarunn-
endur. Spóla þessi hefur hlotið
hið rómaða nafn „Bútaðir Leggir"
og ku nafnið vera sletta af enska
orðinu „bootlega", sem fyrir tón-
listarunnendur myndi útleggjast
sem „sjóræningjaupptökur".
Þessi kasetta mun innihalda efni
sem sveitin hefur samið frá upp-
hafi ferils síns til ársins 1986 og
hefur ekkert af lögunum áður
sést á hljómplötu. Hin hljóm-
snældan er með hljómsveit að
nafni Mússólíní eins og ég nefndi
áðan, og mun hún heita „Slys“.
Fljótlega er svo væntaleg 4-
laga smáskífa frá gæjonum (Da-
isy Hill Puppy farm, einnig út-
gefin á Erðanúmúsík. í kjölfar
þessa tónlistarháflæðis verða
haldnir tónleikar á Hótel Borg
fimmtudaginn 14. apríl kl. 21 þar
sem fram koma allar þessar
hljómsveitir ásamt sveitinni E-X,
en sú sveit er einmitt um þessar
mundir að senda frá sér smáskífu
og verður þeim grip dreift meðal
allra tónleikagesta.
Það má svo geta þess hér í
lokin að breska bandið Shark
Taboo mun halda seinni tónleika
sína hér á landi á morgun mánu-
dag ásamt íslensku sveitinni Tí-
bet Tabú í Duus húsi.
14 SIÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 10. apríl 1988
Ein mest umtalaða nýbylgju-
sveit Breta um þessar mundir er
án efa hljómsveitin The Jesus
And Mary Chain, en hljóm-
sveitin sendi í síðustu viku frá sér
nýja smáskífu sem ber heitið „Si-
dewalking". Segja þeir sem til
þekkja að lagið sé nokkurt aftur-
hvarf til fyrri verka sveitarinnar og
munu vafalaust margir gleðjast
yfir því. í kjölfarið á að fylgja LP-
platan „Barbed Wire Kisses"
sem ku innihalda lög sem hafa
áður prýtt svokallaðar B-hliðar á
smáskífum sveitarinnar.auk
nokkurra laga sem hafa aldrei
áður litið dagsins Ijós.
Nýju Prince plötunni, „Love-
sexy" mun víst seinka eitthvað
og mun hún ekki koma út fyrr en
16. maí. Óstaðfestar fregnir
herma að prinsinn muni senda
frá sér undanfara í dvergskífu-
formi og herma þessar sömu óst-
aðfestu fregnir að lagið muni
heita „Alphabet Street“.