Þjóðviljinn - 10.04.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Qupperneq 15
Pelíkanar í St. James garði: Þeir hafa ekki verpt síðan á dögum Jakobs fyrsta... Lávarðadeildin breska og tfmgun pelíkana dart lávarður fram fyrirspurn í deildinni um það hve margir pel- íkanar væru nú í garðinum og hve margir þeirra karlkyns og hve margir kvenkyns. Hann fékk svo- hljóðandi svar frá Hesketh lá- varði: „Það eru fimm pelíkanar í St. James garði. Yðar velborin- heit verða áreiðanlega jafn undr- andi og ég, þegar þið nú fáið að heyra það að það sé mjög erfitt fyrir manneskjur að kveða upp úr um kynferði pelíkana. Því óttast ég að oss sé það um megn að svara spurningunni um kynferði pelíkananna." Stodart lávarður vildi fylgja eftir sínu máli og sagði: „Lávarðar mínir, mætti ég þakka mínum tigna vini fyrir þetta skýra svar? Einnig hann mun vafalaust gleðjast yfir því, að á vorum dögum þegar menn hafa svo þungar áhyggjur af hnýsni í einkalífið, þá reynist það vera aðeins á færi pelíkana að greina kynferði annars pelíkana. Ef nú svo færi, að á vori komanda leiddi slík greining til gleðilegra viðburða, mundi hann þá vera reiðubúinn til að heimsækja garðinn í vorum félagsskap?" Þessu svaraði Hesketh lávarð- ur með svofelldum hætti: „Ég er sannfærður um að það mundi verða árangurslaus leiðangur. Við vitum það með vissu að pelíkanar komu hingað á stjórnartíð Jakobs konungs fyrsta (1566-1625). Síðan þá hafa þeir ekki aukið kyn sitt.“ Nú gat Cledwyn lávarður af Penroh ekki annað en hrist höf- uðið. Hann mælti: „Lávarðar mínir, ef að pelík- anarnir hafa ekki verpt eggi síðan á dögum Jakobs fyrsta, hvaðan koma þeir þá?“ Enn einu sinni hlaut hinn margfróði Hesketh lávarður að skýra málin: „Með vissum hætti erum við að því er pelíkana varðar háðir dipl- ómatískum velgjörningum. Við fáum fugla þessa frá Louisiana og Texas og við erum þakklátir fyrir að það er hans hátign Amírinn af Bahawalpur sem færir oss þá að gjöf.“ Breska lávarðadeildin er enn til en menn þykjast ekki vita svo gjörla til hvers. Sumir tala um ruslakistu sögunnar, sumir telja þessa „efri“ deild breska þingsins einskonar „Ytri-Mongólíu“ fyrir uppgjaf- arstjórnmálamenn. í þeim skilningi gegnir breska lá- varðadeildin svipuðu hlut- verki og utanríkisþjónustan hefur lengi gert á íslandi. Hér áður fyrr hafði lávarða- deildin visst vald sem lýðræðis- kröfur hafa fyrir löngu saxað svo á að ekkert er eftir. Lávarðarnir vilja þó gjarna ræða málin til að gera eitthvað og hafa sérstakar mætur á siðferðismálum og dýra- vernd. Til dæmis á velferð pelík- ana þeirra sem hafast að í St. James garði í London. Kynferði fugla Ekki alls fyrir löngu bar Sto- Lávarðadeildin: Um hvað eigum við að raeða í dag, yðar velborineit? Sjúkraþjálfari í Grindavík búa um 2000 manns sem núna eru án sjúkraþjálfara. Sjálfstæður atvinnurekstur Höfum mjög góöa aöstöðu meö fullkomnum nýj- um tækjum sem leigjast út til þeirra sem hefja vilja sjálfstæðan atvinnurekstur, gegn sann- gjörnu gjaldi. Góðir tekjumöguleikar Það tekur 40 mínútur að aka frá miðbæ Reykja- víkur til Grindavíkur. Vinna eins og hver vill Upplýsingar eru gefnar á Heilsugæslustöðinni, sími 92-68021 og hjá heilsugæslulækni, sími 92- 68766. Grindavíkurbær Frá grunnskólum Garðabæjar Vorskóli Innritun sex ára barna þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1982 fer fram í Flataskóla s. 42656 og Hofsstaðaskóla s. 41103 vikuna 11.-15. apríl. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börn- in á þessum tilgreinda tíma, eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. Ertu að flytja í Garðabæ? Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytja í Garðabæ fyrir næsta vetur fer fram í skól- unum vikuna 11.-15 apríl. Til að tryggja börnunum skólavist er nauðsyn- legt að öll börn og unglingar, sem svo er ástatt um, verði skráð á ofangreindum tíma. Nemendur sem fara í 6. - 9. bekk næsta vetur eru innritaðir í Garðaskóla s. 44466. Nemendur sem fara í forskóla - 5. bekk næsta vetur eru innritaðir í Flataskóla s. 42656. |5| REYKJkVIKURBORG If | St&dun, Mr Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða SJÚKRALIÐA í HEIMAHJÚKRUN Dagvaktir og næturvaktir. Fullt starf og hlutastörf eftir samkomulagi. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri Heilsu- verndarstöðvarinnar og hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Heimahjúkrunar, í síma 22400. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. apríl 1988. Fóstrur - Fóstrur ísafjarðarkaupstaður óskar eftir forstööumanni til starfa á lítinn leikskóla. Staöan er laus frá og með 1. maí 1988. Einnig vantar fóstrur til starfa. Allar nánari upplýsingar veita dagvistarfulltrúi og félagsmálastjóri í síma 94-3722. Dagvistarfulltrúi Sunnudagur 10. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.