Þjóðviljinn - 10.04.1988, Page 20

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Page 20
Kynningarþjónustan/ SIA Sex nýjar og nýlegar kvikmyndir Frönsk kvikmyndavika hefst í Regnboganum í dag í dag, laugardag, hefstfrönsk kvikmyndavika í Regnbogan- um. Sýndarveröasex myndir frá árunum 1986 og 1987, og verða þrjár þeirra meö ensk- umtexta. Myndin sem sýnd verður í dag heitir Á veraldar vegi (Le grand chemin) og er eftir Jean-Loup Hubert. Þar segir frá sumardvöl níu ára Parísardrengs í sveita- þorpi í Bretagne árið 1959, þar sem hann kemst að ýmsu um gang lífsins. Aðrar myndir á dagskrá kvik- myndavikunnar eru Ógöngur (Le lieu de crime) eftir André Téc- hine, Munkurinn og nornin (Le moine et la sorciére) eftir Sus- anne Schiffmann, Tengibrúin (La passerelle) eftir Jean Claude Sussfeld, Baton rouge eftir Rac- hid Bouchareb, Sjöunda víddin (La septiéme dimension) eftir Laurent Dussault og sex aðra kvikmyndargerðarmenn sem túlka sömu söguna hver á sinn hátt, og loks verður sýnd myndin Thérese eftir Alain Cavalier, en sú mynd var sýnd hér á franskri kvikmyndaviku 1987. Gestir kvikntyndavikunnar eru leikarinn Tcheky Karyo, sem leikur munkinn í Munkurinn og nornin, en sú mynd segir frá dom- inikanamunki sem kemur í þorp eitt árið 1239 til að uppræta þar villutrú. Auk þess er búist við að André Téchiné verði viðstaddur sýningu á Ógöngum. LG Munkurinn og nornin, Christine Boisson og Tcheky Karyo. Leikurinn er óbreyttur, en nú eru 10 raðir á sama miðanum til hagræðingar fyrir aila Lottóleikendur. Eftir sem áður er þér í sjálfsvald sett hve margar raðir þú notar hverju sinni. f / Hærri vinningar! / Meö leiöréttingu í samræmi viö / verölagsþróun munu vinningar / hækka að meöaltali um 20% og er / þaö fyrsta verðbreyting frá því ' Lottóiö hóf göngu sína í nóvember 1986. Hver leikröð kostar nú 30 krónur! Nældu þér í nýjan miöa á næsta sölustað!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.